Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAI 1989 7 Hampiðjan: HlutaQárútboð í kjölíar ijárfestinga HAMPIÐJAN og Grandi eru nú að auka hlutafé sitt með útboði upp á 36 og 50 milljónir króna. Megin ástæða hlutafjáraukningar Hamp- iðjunnar er vegna umtalsverðra §árfestinga, en sljórn fyrirtækisins stefiiir að því að eigið fé þess fari ekki niður fyrir 40% af eignum. Hlutafjárútboð Granda var ákveðið á síðasta aðaifúndi til þess að styrkja stöðu fyrirtækisins og gera því betur kleift að takast á við ný verkefhi. Bragi Hannesson, formaður stjómar Hampiðjunnar, segir að Hampiðjan hafi ætíð aukið hlutafé sitt samfara miklum flárfestingum. Um slíkt hafi verið óvenjumikið að undanfömu, byggingar, vélakaup og hiutafjárkaup í öðrum fyrirtækj- um svo sem Granda hf. Auk Granda á Hampiðjan hlutafé í DNG og Útgerðarfélagi Akureyringa svo dæmi séu nefnd. Síðasta ár var Hampiðjunni ekki eins arðbært og mörg fyrri ár enda endurspeglast afkoma sjávarútvegsins í fyrirtælq- um, sem honum þjóna. Brynjólfur Bjamason, forstjóri Granda hf sagði, að á síðasta ári hefði verið ákveðið að bjóða út 106 milljóna króna hlutafé í fyrirtækinu. Nú væm aðeins hlutabréf að verð- mæti 5 milljónir króna óseld og því hefði á síðasta aðalfundi verið veitt heimild til stjómar til frekara út- boðs hlutafjár. Markmiðið væri að styrkja stöðu fyrirtækisins og gera það hæfara til að takast á við ýmis ný verkefni. VERKSMIÐJU ÚTSALA Opið í dag frá kl. 10-16 Max, Hmon; Tex-stíll og fjuaúro lialtia sameiginlega útsúia íMax-húsiaa (við hliðina á Hagkaupi í Skeifunni). Opnunartími: Virka daga frá kl. 12-18 Mikil þátttaka í hreinsimarátakinu Hafist handa í Breiðholti í dag MIKIL þátttaka hefiir verið í hreinsunarátaki í Reyigavík, að sögn Ólafs Jónssonar, upplýsingafúlltrúa hjá Reykjavíkurborg. Hreinsun- arátak hefúr staðið yfír í Austurbæ í þessari viku, frá Kringlumýrar- braut að Elliðaám, en er lokið í Vesturbæ og Miðbæ. I dag, laugar- dag, hefst hreinsunarátak í Breiðholti og viku síðar i Arbæ, Selási og Grafarvogi. Borgaryfirvöld efna til hreinsun- arátaksins í samstarfi við íbúasam- tök, foreldra- og kennarafélög í hverfum borgarinnar. Hefur borg- inni verið skipt í fjóra hluta og stendur átakið yfír í viku á hveijum stað. Er þá öllum tiltækum mann- afla og tækjakosti borgarinnar beitt við hreinsun viðkomandi hverfis og fólki auðveldað að koma frá sér rusli. I hverfisbækistöðvum borgar- innar em afhentir mslapokar og em þeir hirtir daglega af gangstétt- um meðan á hreinsunarátakinu stendur í hverfinu. Að sögn Ólafs Jónssonar hefur vel tekist til við hreinsunarátakið til þessa. Samstarfið við íbúasam- tök, foreldra- og kennarafélög hefði verið gott og þátttaka almennings mikil. Stjórn mj ólkurfi-amleiðslunnar: Mirnii bú fá forgang í nýrri reglugerð í REGLUGERÐ um stjórn mjólkurframleiðslunnar næsta verðlagsár er bændum bannað að kaupa eða leiga fúllvirðisrétt sín í milli. Bændum sem vijja leigja fúllvirðisrétt sinn er hins vegar heimilað að leggja hann inn til búnaðarsambandsins sem ráðstafar honum með leigu til þeirra sem áhuga hafa, í ákveðinni forgangsröð. Fremst- ir í röðinni eru bændur sem eru með fúllvirðisrétt innan við sem nemur 450 ærgildum. Heimilt er mönnum þó að skipta á fúllvirðis- rétti í mjólk og kindakjöti. Undanfarin ár hefúr kaup og leiga fiill- virðisréttar á milli einstaklinga verið heimiluð með ákveðnum skilyrð- um en núverandi landbúnaðarráðherra bannaði þessi viðskipti I lok síðasta árs. í reglugerð þessari eru reglur um hvemig skipta beri einnar milljón lítra aukningu fullvirðisréttar í mjólk á næsta ári. Meginhlutanum, eða 805 þúsund lítrum, er úthlutað til búmarkssvæða í hlutfalli við mjólkurrétt þeirra. Um skiptingu innan svæðanna eru hins vegar aðrar reglur og aukningunni ekki Strokufeug- ínn fundinn FANGINN, sem strauk af Litla- Hrauni á þriðjudaginn, fannst á aðfaranótt föstydags í kjallaher- bergi í Vesturbæ Reykjavíkur. Fanginn afplánar eins árs fang- elsisdóm, auk viðbótarrefsingar fyr- ir innbrot. Hann hefur áður strokið af Litlá-Hrauni. skipt hlutfalislega eftir framleiðslu, eins og gert var þegar framleiðslu- rétturinn var skertur á sínum tíma. Búnaðarsamböndunum er gert að úthluta 40-70% af aukningunni til þeirra sem búa við þröngan kost vegna lítils fullvirðisréttar, lítilla möguleika til annarrar tekjuöflunar eða erfiðra félagslegra aðstæðna. Sá fullvirðisréttur sem eftir er, þ.e. 30—60%, skal skipta jafnt á milli mjólkurframleiðenda á svæðinu, þó þannig að hlutfall kindakjötsfram- leiðslu blandaðra búa skerðist sem því nemur. 95 þúsund lítrar eiga að ganga til sérstakra leiðréttinga samkvæmt tillögum Framleiðsluráðs landbún- aðarins. 100 þúsund lítrum skal varið til skipta á fullvirðisrétti til sauðijár- og mjólkurframleiðslu. Bóndi skal fá eina ærgildisafurð í rr\jólk fyrir 1,2 í sauðfé, en bóndi sem lætur eina ærgildisafurð í mjólk fær 1,25 í sauðfé. Fyrstu stórtðnleikar sumarsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.