Morgunblaðið - 27.05.1989, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 27.05.1989, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989 15 Höfundur er formnður utnnríkis- nefndar Sjálfstæðisflokksins. Greinin er hluti af erindi sem flutt vará vegum Varðbergs á Akur- eyri 21. maí sl. LYGILEGA ÓDÝRT Uppistöður: Króm, svart, hvítt Hillur, skápar, skúffur: Svart, hvítt og beyki Hélstu kannski að við hefðum einungis gæða leðursófasett á boðstólum? Full búð af húsgögnum og gjafavörum. y SMIÐJUVEGI 6, KOPAVOGi, S: 45670 - 44544 fyrri framkvæmda og mega Banda- ríkjamenn fara með slíkt á markað- inn. Bæði framkvæmdir á vegum Atl- antshafsbandalagsins svo og aðrar framkvæmdir geta verið boðnar út á alþjóðlegum markaði og gilda um það vissar reglur innan Evrópu- bandalagsins. Þýsk stjórnvöld geta þó haft veruleg áhrif á að fram- kvæmdir séu sem mest á heimamark- aði. Er það þá metið af þeim hvort framkvæmd sé áhugaverð fyrir er- lenda verktaka og ef svo er þá er útboðið alþjóðlegt. Þegar erlend verktakafyrirtæki annast framkvæmdir þá eru yfirleitt ekki erlendir verkamenn á þeirra vegum. Undantekning frá þessu get- ur verið ef í framkvæmdunum felast ýmiskonar tæki, t.d. rafeindatæki eða eitthvað slíkt, því þá geta verk- takar komið með uppsetningarmenn. Greiðsla fyrir þjónustu, sem bygg- ingaryfirvöld landanna veita og áður var getið er nokkuð sér- staks eðlis. Kostnaður þessara aðila er yfirleitt metinn um 15% af fram- kvæmdakostnaði og greiðir Atlants- hafsbandalagið um þriðjung hans en sambandsstjórnin það sem á vantar. Tillögtir til úrbóta hér á landi Framangreind lýsing veitir glögga mynd af því fyrirkomulagi sem eðli- legt er og sjálfsagt í samskiptum tveggja sjálfstæðra ríkja, sem eru í varnarbandalagi. Eitthvert afbrigði af þessu fyrirkomulagi gæti virst eðlilegt að taka upp hér á landi. Ég vil því þúka þessum orðum um verktakastarfsemi fyrir vamarliðið á Keflavíkurflugvelli með því að lýsa stuttlega hvemig haga mætti þessum viðskiptum í framtíðinni. í fyrsta lagi þarf að bijóta núver- andi kerfí upp og skila þeim auðæf- um sem myndast hafa á liðnum ára- tugum til eigendanna. Hlut ríkisins í þeim Qármunum mætti nýta t.d. til eflingar sjóða atvinnulífsins. í öðru lagi er nauðsynlegt að huga að því hvort ekki sé kominn tími til að Islendingar gerist aðilar að mann- virkjasjóði Atlantshafsbandalagsins og axli af alvöru þær byrðar sem. felast í aðild að öryggis- og vamar- samstarfi vestrænna ríkja. Þetta væri í samræmi við þá stefnumörkun að íslendingar taki aukinn þátt í ákvörðunum er snerta vamarhags- muni okkar. Undir þessum kringum- stæðum tækjum við sjálfir yfir hlut- verk sem „gistiþjóð" gagnvart mann- virkjasjóðnum. Við yrðum þá vænt- anlega að stofna til sérstakrar út- boðsskrifstofu eða skipulagsskrif- stofu vamarsvæðanna til að fara yfír og meta tillögur Bandaríkja- manna og koma sjálfir með tillögur um framkvæmdir til Atlantshafs- bandalagsins. Þessi skrifstofa ætti að gæta þess, að framkvæmdir hefðu sem minnst áhrif á sveiflurnar í efna- hagslífínu. Þannig mætti leysa vandamál, sem Jón Baldvin Hannib- alsson hefur minnst á og greint var frá í upphafi greinarinnar. I þriðja lagi væri nauðsynlegt að breyta fyrirkomulagi íslenskra aðal- verktaka svo, að ríkissjóður hyrfi úr fyrirtækinu og stofnað yrði almenn- ingshlutafélag um reksturinn. Það yrði síðan hlutverk skipulagsskrif- stofunnar að tilnefna þau fyrirtæki, sem mættu taka þátt í útboðum á vegum varnarliðsins, en þau fyrir- tæki yrðu að standast tilteknar kröf- ur um stærð og tækjakost, svo og hvað varðar sjónarmið tengd örygg- ismálum. Þá yrði það og verkefni skipulagsskrifstofunnar að ákveða hvaða verk yrðu einvörðungu boðin út hér innanlands og hver yrðu boð- in út á almennum markaði innan ríkja NATO. Undir öllum kringum- stæðum væri þó unnt að gera kröfur um innlent vinnuafl, eins og t.d. Þjóð- veijar hafa gert, og svo mætti hugsa sér, a.m.k. fyrst í stað, að mann- virkjasjóðurinn myndi sætta sig við að verkin yrðu einungis boðin út á innlendum markaði. I öllu falli þurf- um við að haga þessum málúm með þeim hætti, að sæmi sjálfstæðri og auðugri þjóð, sem er í varnarbanda- lagi vestrænna þjóða, en þiggur ekki þaðan ölmusu. Hvað er dulspeki? eftir Friðrik P. * Agústsson Spiritismi er ofarlega í hugum fjölda fólks í dag, og er spiritism- inn í mörgum formum. En eitt slíkt sem fólk hefur hrifist hvað mest af er er dulspekin. Fólk hef- ur oftast myndað sína eigin skoðun á hvað dulspeki er en ekki alltaf túlkað dulspeki á réttan máta. Dulspeki er talin vera í tísku í dag en ég vil meina að sjálft orðið dulspeki sé í tísku því dulspeki er skyggnigáfa sem eingöngu lítill hópur fólks hefur og geta þeir kallað sig dulspekinga. Þessi hóp- ur sem geta kallað sig sanna dul- spekinga eiga allir mjög sterkar rætur að reka til indíána og hafa þeir alltaf haft þessar gáfur frá bernsku. Ekki er hægt að læra dulspeki nema að vissu marki, ekki nóg til þess að vinna við hana að mínu mati því hún skiptist í það marga flokka og þarf í flesta „Dulspekingar eru ekki miðlar né spákonur (menn) en með dulspek- inni er hægt að skyggn- ast inn í framtíðina, einnig fortíðina og nú- tíðina.“ flokkana mjög sterkar skyggnig- áfur sem þurfa að vera með- fæddar. í dag ætla ég að upplýsa fólk um hina einu og sönnu dulspeki og hvað í henni felst. Dulspekingar eru ekki miðlar né spákonur/menn en með dul- spekinni er hægt að skyggnast inn í framtíðina, einnig fortíðina og nútíðina. Margir spyija hvernig fara þessir menn að því að sjá fortíð, nútíð, framtíð, persónuleika, til- finningar, líkamlegt ástand og andlegt ástand fólks? Aðferðirnar sem notaðar eru í þessum dæmum eru tvenns konar. Annars vegar er þar að nefna útgeislun frá árum fólks sem dulspekingurinn móttek- ur og upplifir hann sömu tilfinn- ingar fólksins, í dag, einnig úr fortíðinni og framtíðinni sem koma skal. Hin aðferðin sem er einnig not- uð en í minna mæli er hugarlestur og er hann nær eingöngu notaður til að finna atvik sem tengjast eða hafa áhrif á framtíðina. Fleira sem felst í dulspekinni er hugarlækningar. Dulspekingur getur læknað margar tegundir al- gengra sjúkdóma en þó ekki ólæknandi sjúkdóma, t.d. alnæmi. Trúin og dulspekin hafa oft verið talin mjög nátengd en svo er'ekki því indíánar voru heiðingj- ar en í dag eru þó flestir dulspek- ingar kristinnar trúar. Dulspek- ingar gefa ekki neinar trúarlegar ráðleggingar né ráðleggingar um það hvernig lífinu væri best hátt- að. Eingöngu miðla þeir upplýs- ingum sem fólk sækist eftir en þessi atriði hafa verið mjög um- deild upp á síðkastið. Friðrik P. Ágústsson Að lokum vil ég benda fólki á að hafa hugfast að framtíðin er hlutur sem taka á alvarlega og ef fólk ákveður að skyggnast inn í framtíðina er betra að leita til réttra aðila sem það getur treyst á. Höfiindur er dulspekingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.