Morgunblaðið - 27.05.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 27.05.1989, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989 Sýningin Vorið ’89 1 Reiðhöllinni 25.-28. maí Sviðsmynd Jurgens Rose úr „Onegin“. Attu leið um Kaup- mannahöfii á næstunni? Óperu- og balletthátíð í Konung-lega leikhúsinu Vísast munu einhverjir þeirra, sem þetta lesa, eiga leið um Kaup- mannahöfn síðari hluta maí- mánaðar. Og ef þið eigið þá kvöld laust, er ekki úr vegi að huga að hvað er boðið upp á í Konunglega leikhúsinu það kvöld, því frá 16. maí til 2. júní er haldin hátíð í húsinu, nánar tiltekið ballett- og óperuhátíð. Og auk þess verða dansdagar 24.-27. maí, þar sem er lögð áhersla á nútímadans. Það er því sitt lítið að hafa þessa dag- ana, auk góða veðursins, sem von- andi verður, því danshátíðardag- ana verða uppákomur á hverju kvöldi fyrir framan leikhúsið við Kóngsins nýja torg. En víkjum þá að, hvað þarna verð- ur að sjá og heyra. Fyrst er að nefna ballettinn Onegin, við tónlist Tsjaj- kovskíjs, líkt og samnefnd ópera hans, en þó ekki heilsteypt verk eft- ir tónskáldið, heldur er tónlistin sett saman úr verkum eftir Tsjajkovskíj. Ballettinn var frumsýndur fyrir skömmu og fékk einróma góða dóma, sem ekki hefur alltaf verið um bal- letta hússins undanfarin ár. Sá sem samdi dansana var enskur dansari að nafni John Cranko, en hann starf- aði lengi í Stuttgart í Þýskalandi og kom þar upp hóp, sem þykir einn sá merkasti í því landi. í Onegin er öllu tjaldað til, sem hægt er, því næstum allur Konunglegi ballettinn dansar í sýningunni og búningar og sviðs- mynd eru yfirþyrmandi glæsileg, svo það er vart annað hægt, en að grípa andann á lofti með jöfnu millibili út alla sýninguna og þá ekki síður yfir dansinum sjálfum og frammistöðu dansaranna. Nokkrar sýningar á styttri ball- ettum verða líka þessa dagana, með- al annars þrír, ballettar við tónlist Igors Stravinskís, ballettamir Agon, Appollon Musagetes og Jeu de cart- es, ballett við Rhapsody in Blue eftir George Gershwin og síðast en ekki síst Síðdegi skógarpúkans við tónlist Claude Debussy. Knudaage Riisager er danskt samtímatónskáld og við tónlist eftir hann samdi sænski dans- höfundurinn og fyrrum dansarinn Birgit Cullberg ballett, sem heitir Mána-hreinninn. í Svíþjóð hefur Cullberg um árabil rekið ballettflokk, sem er víst einn fárra hópa þar í landi, sem ekki er ríkisrekinn. Sá flokkur hefur meðal annars heimsótt ísland og því gleyma víst ekki þeir, sem sáu flokkinn þá. Tveir mjög hefðbundnir ballettar verða einnig sýndir þama, en það eru Koppelía og svo La Sylphide. Sá síðastnefndi er eftir Danann Bournonville, en danski ballettinn er einmitt þekktur fyrir að varðveita og halda við dans- hefð, kenndri við Boumonville. Flest- ar litlar stelpur í Danmörku dreymir einhverntímann um að dansa ballett, ekki síst eftir að hafa séð þessa tvo síðastnefndu balletta. Og talandi um böm, þá verður bamasýning sunnu- daginn 21. maí kl. 14, þar sem böm úr ballettskólanum sýna. Af óperam er fyrst að nefna tvær Puccini-óperur, Madömu Butterfly og Toscu, sem hafa gengið í leik- húsinu í vetur. Nýlega voru fram- sýndar tvær stuttar óperar, sem era sýndar saman. Það era óperarnar Didó og Eneas eftir Henry P’urcell, sem var uppi á síðari hluta 17. ald- ar, og Kastali Bláskeggs hertoga eftir Ungveijann Béla Bartók og þessi sýning verður einnig sýnd hát- íðardagana. í vetur sýndi Islenska óperan og Þjóðleikhúsið Æfintýri Hoffmanns, sem kunnugt er, en hér verður Vores Hoffmann, Hoffmann okkar sýndur. Þetta er gestasýning frá Jósku óperanni, þeirra eigin út- gáfa af ópera Jaques Offenbach og sem hefur verið sýnd víða um landið við rífandi undirtektir. Á flestum hótelum og víðar í borg- inni liggur frammi bæklingur yfir viðburði mánaðarins og þar með yfir- lit yfir sýningar Konunglega leik- hússins. Laugardagsblöðin birta allt- af lista yfir sýningar leikhússins mánuð fram í tímann og í leikhúsinu liggur frammi skrá yfir þær, svo það ætti ekki að vera erfitt að komast að, hvað þar er boðið upp á hvern dag. En annars er hægt að panta miða í síma 01 14 10 02 og upplýs- ingar um hvað er verið að sýna er að fá í síma 01 15 22 20. hinn eini og sanni Vorið ’89 er sýning sem kemur á óvart. Allt fyrir sumarið á einum stað. FJOLBREYTT SYNING Þessa dagana er sumar í Reiðhöllinni í Víðidal. Á sýningunni Vorið ’89 eru á fjórða tug sýnenda með allt það helsta fyrir sumarið. Fjölbreytnin er mikil á sýningunni, bæði í sýningardeildum og í skemmtiatrið- um. Þú getur gert góð kaup í mörgum sýningardeildum sem bjóða sýningarafslátt meðan á sýningunni stendur. SKEMMTIATRIÐI í SÉRFLOKKI Breskir hjólabrettasnillingar í fyrsta sinn á íslandi. Dans- og sportfatasýningar á sviðinu og hljómsveitin Sex-menn ásamt Látúnsbörkunum. FJALLAHJÓLAKYNNING UM HELGINA I dag klukkan 14 mun Geoff Apps leiða reiðhjólaferð á fjallahjólum með þátttöku sýningargesta. Eina skilyrð- ið fyrir þátttöku er að viðkomandi eigi fjallahjól og treysti sér í 3 tíma skemmtiferð á reiðhjóli utan vega. Á morgun verður hindrunarkeppni á fjallareiðhjólum. Breski fjallahjólafrömuðurinn Geoff Apps mun stjórna keppninni. Öllum sem eiga fjallahjól er boðið til þátt- töku og byrjar keppnin klukkan 14. Veitt verða verð- laun. ÞÚ GETUR UNNIÐ SEGLBRETTI Aðgöngumiðar gilda sem happdrættismiðar, og eru vinningar m.a. seglbretti, fjallareiðhjól og hjólabretti. Dregið verður í lok sýningarinnar. Upplýsingasími 673620 OPIÐ laugardag og sunnudag frá kl. 10-22 Sýningunni lýkur á morgun. 3ja daga RYMINGARSALA —■— hefst í dag--- amerískar gæðavörur á algjöru botnverði opið í dag 10-16 VoYleikur'89 ármúla 23 (í húsi landsmiðjunnar) sími: 686204 & 686337

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.