Morgunblaðið - 27.05.1989, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989
Morgunblaðið/Bjami
Guðmundur SigurðSson úr trimmnefhd ÍSÍ og Eymundur Matthías-
son framkvæmdastjóri Heimshlaups ’89 með merki hlaupsins.
Friðarhlaup hefst eftir
messu biskups og páfa
FRIÐARHLAUP ’89 er yfirskrift
boðhlaups sem hefst á Islandi að
lokinni sameiginlegri messu Jó-
hannesar Páls páfa og Péturs
Sigurgeirssonar biskups á Þing-
völlum 3. júni næstkomandi.
Friðarhlaupið hófst í New York
þann 21. april síðastliðinn og
GENGISSKRÁNING
Nr. 97 26. maí 1989 Ki. Kr. Toll-
Ein.Kl. 09.15 K«up S*U flengi
Dollarí 56,37000 56,53000 53.03000
Steríp. 90,11900 90,37500 89,78000
Kan. dollari 46.76800 46,90100 44,60600
Dönsk kr. 7.34940 7,94070 7.26440
Norsk kr. 7,91820 7,94070 7.78940
Sænskkr. 8,48950 8.51360 8,32500
Fi. mark 12,81430 12,85060 12,66840
Fr. franki 8,44940 8.47340 8,36240
Belg. franki 1,36700 1,37090 1,35110
Sv. franki 32,53680 32,62910 31.94110
Hol!. gyUim 25.38670 25,45880 25.06320
V-þ. mark 28,60990 28,69110 28,27810
it. lira 0,03946 0,03957 0,03861
Austurr. sch. 4,06960 4,08110 4,01670
Port. escudo 0,34550 0.34650 0.34180
Sp. peseti 0,45630 0,45760 0.45570
Jap. yen 0.40236 0,40350 0.40021
Irskt pund 76,53400 76.75100 75.49100
SDR (Sérst.) 70.66090 70,86150 68.78630
ECU, evr.m. 59,52670 59,69570 58,82090
Tottgengi fyrir maí er sölugengi 28. aprfl.
Sjáltvirkur símsvari gengisskrámngar er 62 32 70.
stendur til 7. ágúst og er búist
við að þátttakendurnir hlaupi 50
þúsund km. í 73 þjóðlöndum. Sri
Chinmoy maraþonliðið sér um
framkvæmd hlaupsins.
íslendingar taka þátt í þessu
hlaupi eins og gert var árið 1987
er hlaupið var í fyrsta sinn. Biskup
íslands hleypur fyrstur og verður
farið til Reykjavíkur fyrsta daginn.
Daginn eftir byrjar hlaupið við
Lækjartorg með stuttri athöfn þar
sem upphafsmaður friðarhlaupsins
Sri Chinmoy verður viðstaddur
ásamt íslenskum ráðamönnum.
Síðan verður hlaupið hringinn í
kringum landið, alls um 3000 km,
og endað í Reykjavík þann 25. júní.
Tekna verður aflað með merkja-
sölu, áheitum fyrirtækja og fram-
lögum einstaklinga á giróreikning
sem opnaður verður. Eymundur
Matthíasson framkvæmdarstjóri
fiðarhlaupsins sagði á blaðamanna-
fundi þar sem hlaupið var kynnt
að vænst væri góðrar þátttöku al-
mennings í hlaupinu og að minnsta
kosti fleiri hlaupi en síðast en þá
hlupu um 3500 manns. Fram-
kvæmd hlaupsins er í náinni sam-
vinnu við ungmenna- og íþróttafé-
lögin á hveijum stað.
Fiskverð ð uppboðsmörkuðum 26. maí.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 67,00 49,00 57,75 26,661 ■1.539.664
Ýsa 93,00 60,00 78,48 6,094 478.240
Karfi 32,00 28,00 31,43 5,654 177.731
Steinbítur 45,00 41,00 43,97 1,414 62.178
Grálúða 53,00 50,50 51,90 20,925 1.086.100
Skötuselur 150.00 145,00 148,33 1,150 170.503
Samtals 56,76 67,889 3.853.307
Selt var aðallega úr Arnari HU og Stakkavík ÁR. Á mánudag
verða meðal annars seld 30 til 50 tonn af þorski, ýsu, lúðu,
skötusel og fleiri tegundum úr ýmsum bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 57,00 26,00 48,14 3,975 191.345
Ýsa 94,00 32,00 67,60 1,808 122.217
Karfi 39,00 30,00 31,36 0,662 20.760
Blálanga 29,00 29,00 29,00 2,180 63.213
Lúða 265,00 190,00 200,35 0,565 113.195
Grálúða 55,00 44,00 52,91 34,926 1.847.761
Samtals 52,85 45,507 2.404.870
Selt var úr Höfðavík AK og bátum. I dag verða m.a. seld 100
tonn af grálúðu úr Breka VE og hefst uppboðið klukkan 13.
FISKMARKAÐUR SUÐORNESJA hf.
Þorskur 61,50 30,00 54,97 7,889 433.688
Ýsa 81,00 52,00 67,14 12,670 850.602
Karfi 34,00 25,50 31,22 14,430 450.433
Ufsi 36,50 20,50 35,22 11,036 388.741
Skarkoli 57,00 45,00 50,93 1,001 51.045
Háfur Samtals 10,00 10,00 10,00 46,21 0,810 48,953 8.100 2.262.321
Ekki verður boðið upp í dag en á mánudag verða m.a. seld 40
til 50 tonn, aðallega af þorski, úr Eldeyjar-Hjalta GK og óákveð-
ið magn úr Hrungni GK og Sighvati GK og hefst uppboðið kl. 11.
GÁMASÖLUR í Bretlandi
Þorskur
Ýsa
Ufsi
Karfi
Koli
Blandað
Samtals
22. til 26. maí.
85,73 142,710 12.233.836
85,51 281,760 24.093.410
33,88 28,210 955.688
48,80 23,525 1.147.971
71,07 141,900 10.085.533
84,19 63,940 5.383.088
79,03 682,045 53.899.543
SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 22. til 26. maí.
Þorskur
Ýsa
Ufsi
Karfi
Grálúða
Blandað
Samtals
55,40 22,223 1.231.226
105,53 0,291 30.710
56,17 3,450 193.783
56,82 253,424 14.400.466
63,69 136,803 8.712.705
58,29 11,324 660.125
59,01 427,515 25.229.016
Selt var úr Ásgeiri RE í Bremerh. 22. og Engey RE í Bremerh. 24.
Edna Chapman varaforseti fímmta svæðis alþjóðanefindar ITC:
ITC-Hreyfíngin sterk á íslandi
Morgunblaöið/Júllus
Hjördís Jensdóttir bladafulltrúi ITC á Islandi, Edna Chapman varafor-
seti fimmta alþjóðasvæðis ITC og Halla Gísladóttir, fyrsti varafor-
seti ITC á íslandi.
Alþjóðlegt þing ITC stendur nú
yfir á Hótel Sögu og er gestur
þingsins Edna Chapman, vara-
forseti fimmta svæðis alþjóða-
nefndar ITC. í tengslum við þing-
ið heldur frú Chapman námskeið
í alhliða framsögn. Hún sagði í
samtali við Morgunblaðið, að
ITC-hreyfingin á íslandi væri
afar sterk og alltaf í sókn, styrk-
ur hennar lægi ekki síst í því,
að auk þess að flytja þinghald
sitt á íslensku, væru íslendingar
að því er virtist jafnvígir á móð-
urmál sitt og ensku.
ITC er að öllu jöfnu 20.000
manna hreyfing og er mikil hreyf-
ing á félögum, margir hætta og
nýir koma inn. „Við viljum að fólk
sé innan vébanda ITC eins lengi
og það kærir sig um, sumir eru þar
alla ævi, en aðrir eru eitt ár, tvö
ár, fimm ár, tíu ár, það fer allt eft-
ir eftir hveiju menn eru að leita,“
sagði frú Chapman. Hún útskýrði
hreyfinguna sem þjálfunarfyrir-
tæki, fólk væri þjálfað í að standa
upp og segja hug sinn og sannfær-
ingu með þeim hætti að áheyrendur
taki eftir því sem sagt er. Skýr
framsögn, réttar áherslur og rök-
semdarfærsla. „Það er almennt mál
þátttakenda, að hreyfingin geri sitt
gagn og takast iðulega sterk vin-
áttubönd meðal þáttakenda. Þess
er ekki síst þörf í okkar nútíma-
heimi,“ sagði frú Chapman.
Upprunalega er ITC kvenna-
hreyfing, en karlmenn eru ekki úti-
lokaðir, þvert á móti eru þeir allir
velkomnir. Að sögn frú Chapman
fer þeim fjölgandi í hreyfingunni
og eru nú um 2000 karlmenn í ITC
vítt og breitt um heiminn. Á íslandi
er breytingin hægfara, Hjördís
Jensdóttir blaðafulltrúi ITC á ís-
landi sagði karlmenn mikið spyija
um hreyfinguna og láta í ljós áhuga
á að gerast félagar, en annað hljóð
komi í strokkinn er þeir frétta að
aðeins einn karlmaður sé í ITC á
íslandi. Hann heitir Vilhjálmur
Guðjónsson, þrítugur stoðtæknir.
Musica Antiqua:
Tónleikar í
Krístekirkju
TÓNLEIKAR verða haldnir á
vegum Musica Antiqua í Krists-
kirkju sunnudaginn 28. maí nk.
Flutt verður renaissance- og bar-
okktónlist.
Flytjendur eru Camilla Söder-
berg, sem leikur á ýmsar gerðir af
blokkflautum frá endurreisnar- og
barokktímanum, Snorri* Öm
Snorrason, sem leikur á renaiss-
ance-lútu og Ólöf Sesselja Óskars-
dóttir leikur á violu da gamba.
Hljóðfærin eru nákvæmar eftirlík-
ingar af hljóðfærum frá fyrrgreind-
um tíma.
Á árunum 1981-1985 stóðu að-
standendur Musica Antiqua ásaml
öðru tónlistarfólki, sem hefur sér-
hæft sig í túlkun renaissance- og
barokktónlistar, fyrir tónleikaröð-
um til að kynna tónlist frá þessuir
tíma, leikna á upprunaleg hljóðfæri.
Þau Camilla Söderberg, Snorri
Ólöf Sesseþ'a Óskarsdóttir, Snorri Óm Snorrason og Camilla Söderberg.
Öm og Ólöf Sesselja em á næst-
unni á fömm til Austurríkis þar sem
þau munu halda tvenna tónleika.
Tónleikamir í Kristskirkju hefj-
ast kl. 17 og verða aðgöngumiðar
seldir við innganginn.
Víkingamir hressir við upphaf maraþonleiksins. Morgunbiaaið/Ámi Sæberg
Víkingur:
Maraþonleikur til fláröflunar
ÞRÍR flokkar Víkings í
Reykjavík vinna nú að því að
setja nýtt met í handknattleik.
Þeir hófii leikinn klukkan 18 í
gærdag og hyggjast spila til
sama tíma í dag, laugardag.
Þetta em þriðji flokkur karla
og kvenna og fjórði flokkur karla,
sem reyna við metið. Tilgangur
leiksins er að safna fé fyrir keppn-
isferð til Danmerkur. Unglingamir
hafa safnað áheitum og munu
gera svo áfram meðan á leiknum
stendur.