Morgunblaðið - 27.05.1989, Page 35

Morgunblaðið - 27.05.1989, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989 35 Lánskj araví sitalan hefur valdið óáran eftirPál V. Daníelsson Lánskjaravísitöluna þarf að af- nema nú þegar. Það er nú komið í ljós að upptaka hennar í sambandi við íjárskuldbindingar hefur verið stórt stjómunarlegt siys. Sem mæli- kvarði þefar hún uppi hinar ólíkleg- ustu verðbreytingar og skammtíma sveiflur, sem engin rök eru fyrir að eigi að leggjast á skuldara. Enn- fremur nærir hún sjálfa sig. Verð- trygging miðuð við mánaðarlega lánskjaravísitölu auk vaxta hlaut að lenda þungt á þeim, sem voru að eignast húsnæði og það hefur reynslan sannað. En það er ekki nóg heldur hafa undirstöðuatvinnu- vegir þjóðarinnar lagst meira eða minna í rúst. Mismunandi sparnaðarform Hvata til spamaðar og vemdunar sparifjár hins álmenna launamanns að einhveiju marki var hægt að koma fyrir á annan hátt. Þá verður að gera sér grein fyrir því að spam- aður getur falist í fleiru en að safna peningainnstæðum og þar er ekki síst um að ræða það fé, sem lagt er í húsnæði, lagt er í atvinnurekstur og fleira, sem nauðsynlegt er hveiju þjóðfélagi. Sá spamaður er ekki varinn með vísitölu. Því má skjóta hér inn, að til þess að atvinnurekst- ur sé öflugur og geti átt sterka eig- infjárstöðu þarf eigið fé hans að vera arðbærasti spamaðurinn, það er ódýrast fyrir atvinnulífíð enda hagkvæmt að geta losnað við milli- liðakostnað lánastofnana og einnig hvetur það til betri og arðsamari reksturs. Fijálshyggjueinokun Hið svokallaða vaxtafrelsi, sem komið var á byggðist ekki á neinni fijálshyggju heldur var atvinnu- rekstri á fjármagnsmarkaði tryggð lítt takmörkuð en þó vernduð starf- semi þar sem slík þjónustufyrirtæki gátu boðið í lausafé landsmanna og síðan beitt einokunaraðstöðu til að selja það út á nánast okurverði. Spamaður í atvinnurekstri varð að lúta allt annarri og lakari skatta- legri meðferð en peningaspamaður og hlaut því að verða undir í sam- keppninni um fjármagnið. Hins veg- ar þurfti atvinnulífið á fjármagni að halda og varð því að leita til fyrirtækja í fjármagnsþjónustunni og kaupa lánsfé miklu hærra verði en það að hægt væri að flytja það út í verðlagið. Þetta kom einkum hart niður á útflutningsatvinnuveg- unum og þar með landsbyggðinni. Jafnframt reyndist fólki, sem var að reyna að eignast íbúðir, það ill- fært og lenti í alvarlegu skulda- basli. Þannig hefur fé einstaklinga og fyrirtækja í almennum atvinnu- rekstri misst fjármuni sína til §ár- magnsaðila í stómm stíl. Hvar má brenna? Peningaspamaður á að hafa raunvexti, spariféð má ekki brenna upp er sagt með miklum þunga og í föðurlegum tón. En íbúðir fólks, má sá spamaður brenna upp? Og má spamaðurinn í atvinnurekstrin- um brenna upp? Hvar stöndum við ef fyrirtækin verða að loka og segja upp fólki sínu? Því verður ekki á móti mælt að hér hefur orðið mikið og óheillavænlegt misgengi í þjóð- félaginu, misgengi, sem stjórnvöld bera ábyrgð á. Hvað eru raunvextir? Spariféð á að skila raunvöxtum er sagt. En hvað em raunvextir? Em þeir 6%, 10% eða 14% eða em þeir e.t.v. ekki nema l-2%? Hljóta ekki meðalraunvextir í einu þjóð- félagi að vera sá arður, sem eignir þess í heild skila? Það væri fróðlegt að vísir menn reiknuðu út hvað væm eðlilegir raunvextir í þjóð- félaginu við þær aðstæður sem íslenska þjóðin býr við í dag. Við skulum ekki brenna upp spariféð en við skulum ekki heldur láta það sprengja þann gmnn, sem bæði það og annað í þjóðfélaginu stendur og fellur með, það er atvinnustarfsem- in. Handafl án skynsemi dugir skammt .Fyrirtæki í ijármagnsþjónustu hafa bólgnað út og þykir mörgum nóg um. En við hveiju var hægt að búast? Er ekki eðlilegt að fólk leiti til starfa á þeim vettvangi þar sem arðsvonin er mest? Að ætla að breyta þessu með handafli er ekki auðvelt og hætt við að slík hönd verði aflvana þegar á reynir. Það em forsendumar sem þurfa að breytast. Og þær þurfa að breytast á þann hátt að eigið fé í sæmilega reknum fyrirtækjum skili bestum arði. Þá mundi fé þeirra, sem áhættu vilja taka leita þangað milli- liðalaust. Starfsemi lánastofnana mundi dragast saman og þær mundu neyðast til þess að beita ýtrasta spamaði í rekstri sínum til þess að geta boðið ódýrt lánsfé. Sjálfvirkni vísitalna á að afnema Ég held að fólk hljóti að fara að átta sig á því að til þess að koma á efnahagslegum umbótum verður að afnema alla sjálfvirkni. Hætta að láta einn hlut breytast í viðmiðun við annan. Forsendur breytast frá degi til dags og viðmiðun, sem ekki virtist röng í dag getur verið röng á morgun. Ég hefi heyrt þá sögu að þurrkdag einn var verið að taka saman hey en því var ekki lokið um kvöldið en útlit var fyrir þurrk daginn eftir. Bóndi bað þá ráðs- mann sinn að riija það sem eftir Páll V. Daníelsson „Peningasparnaður á að hafa raunvexti, spariféð má ekki brenna upp er sagt með miklum þunga og í foð- urlegum tón. En íbúðir fólks, má sá sparnaður brenna upp? Og má sparnaðurinn í atvinnu- rekstrinum brenna upp?“ var af heyinu morguninn eftir og taka það síðan saman. Ráðsmaður- inn fór eftir þessu bókstaflega en forsendur fyrirmælanna höfðu breyst, því það var komin rigning og árangurinn af rifjuninni og sam- antektinni varð eftir því. Þannig vill vísitöluviðmiðun allt of oft verka og lánskjaravísitalan er þar engin undantekning. Höfundur er viðskiptafræðingur. Kæra Græn- friðunga kjánalegt upphlaup - segirMagnús Guðmundsson MAGNÚS Guðmundsson, höfund- ur sjónvarpsmyndarinnar „Lífsbjörg í norðurhöfiim“ segir að málshöfðun Grænfriðunga gegn honum í Englandi sé einsk- is virði, þar sem vamarþing hans sé í Kópavogi en ekki þar. Hón sé kjánalegt upphlaup, til þess ætlað að slá ryki í augu Qöimiðla erlendis. Hann vísar á bug ásök- unum talsmanna Greenpeace um að í myndinni hafi verið rang- færslur og segir sérkennilegt að samtökin hafí höfðað gegn sér mál fyrir brot á reglum um höf- undarrétt en ekki meiðyrðamál, eins og þó hafi verið hótað. Á blaðamannafundi á Hótel Borg á miðvikudaginn sögðu talsmenn Greenpeace, að höfundum myndar- innar „Lífsbjörg í norðurhöfum", þeim Magnúsi Guðmundssyni og Eddu Sverrisdóttur hefði verið stefnt fyrir enskum dómstóli, fyrir misnotkun á myndefiii, sem fengið var frá samtökunum. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Magnús að þessi stefna hefði ekki verið birt sér. Slík stefna væri einskis virði, þar sem vamarþing hans væri í Kópavogi en ekki í Englandi og því bæri honum engin skylda til að mæta fyrir rétti þar. Hér væri um að ræða kjánalegt upphlaup, sem til þess væri ætlað að slá ryki í augu fjölmiðla erlendis. Magnús vísar á bug ásökunum sem komu fram í máli Grænfriðung- anna á fundinum um að í mynd hans hafi verið rangfærslur og fals- anir. Segir hann athyglisvert að í stefnunni, sem talsmenn þeirra kynntu á blaðamannafundinum á miðvikudaginn, hafl eingöngu verið fjallað um misnotkun á efni sem fengið hafi verið hjá samtökunum. Það sé sérkennilegt að samtökin hafí ekki höfðað meiðyrðamál eins og hótað hafi verið. WlÆkX>AUGL YSINGAR Y SJÁLFSTJEDISFLOKBCURINN FÉLAGSSTARF Sjálfstæðisflokkurinn 60 ára Opið hús Sjálfstæðisfélagiö Skjöldur í Stykkishólmi hefur opið hús í tilefni af- mælis síns í dag, laugardaginn 27. mal í Lionshúsinu kl. 16.00. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Stjórnln. Sjálfstæðisfólk Garði í tilefni af 60 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins verður Sjálfstæðis- félagið í Garði með opið hús sunnudaginn 28. maí frá kl. 15.00-17.00. Stjómin. Amælishátíð Afmælishóf í tilefni 60 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins verður haldið í Sjálfstæðishúsinu á Blönduósi laugardaginn 27. maí nk. og hefst kl. 21.00. Ávörp flytja: Birgir ísleifur Gunnarsson og Pálmi Jónsson alþingismenn. Léttar veitingar verða í boði félaganna. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að fjölmenna á afmælishátiðina og taka með sér gesti. Sjálfstæðisfélagið Vörður, Sjálfstæðisfélag Vestur-Húnavatnssýslu, sjálfstæðisfélagið Þróttur, Skagaströnd, Sjálfstæðisfélag Blönduóss, Jörundur, F.U.S. Bersi, F.U.S i Vestur-Húnavatnssýslu. Erverið aðþjóð- nýta fyrirtækin? Iðnaðarnefnd Sjálfstæðisflokksins efnlr til sfðdegisfundar f Valhöll þriðjudaginn 30. maf nk. kl. 17 um ofangreint efni. Friðrik Sophusson, alþm og varaformað- ur Sjálfstæðisfiokksins, verður gestur fundarins. Það er nánast sama hvert litið er í islensku atvinnulifi; við blasir undantekningarlítið rýrnun eiginfjár fyrirtækjanna, hvort heldur er í veiðum og vinnslu, verslun eða iðnaði. Hvað veldur? * Hefur staða þjóðarbúsins versnað svona? * Er það fjármagnskostnaðurinn, og hver ræður honum? ★ Standa atvinnuvegirnir ekki undir núverandi lífskjörum þjóðar- innar? * Er stefnan [ efnahagsmálum röng? ★ Eru stjórnvöld með stefnu sinni og aðgerðum að leiða þjóðnýt- ingu ýfir fyrirtækin? ★ Hvað þarf að gera til að snúa þróuninni við? Fundurinn er öllum opinn. Við hvetjum allt áhugafólk um iðnað og atvinnumál eindregið til að mæ,a' Iðnaðarnefnd Sjálfstæðisflokksins i SHia ouglýsingar Wélagslíf FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. H.Göngudapur Feróafélags Islands sunnud. 28. rrtai kl. 13.00 11. árið í röð efnir Ferðafélagið til sérstaks GÖNGUDAGS. Til- gangurinn með þessum göngu- degi er að fá fólk á öllum aldri til þess að rölta með félaginu utan vegar og „leggja land undir fót" i orðsins fyllstu merkingu. Ferðafélagið skipuleggur stuttar gönguferðir i nágrenni Reykjavíkur alla sunnudaga árið um kring og þeir sem ekki þegar hafa kynnst þeim ferðum ættu að korr a á sunnudaginn og taka þátt í skemmtilegri og auðveldri gönguferð með þeim hagvönu. Gengin verður stutt hringferð suður á Almenningum vestan Krýsuvíkurvegar. Gangan hefst i brunanámu, þar er gott bila- stæði, og frá suöurenda nám- unnar er gata sem kallast Hrauntungustígur, en eftir hon- um veröur gengið þar til komið er út úr Kapelluhrauninu. Þá ligg- ur leiðin að Fornaseli og éfram að fornri fjárborg í Brunntorfum þaðan til baka að brunanámunni en þar hófst gangan. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Fargj. kr. 500.- Fólk é eigin bilum er velkomið með i gönguna. Ferðafélagið býður upp á veitingar i lok göngunnar. Ferðafélag Islands. Ktossinn Auðbrekku 2.200 Kópavogur Samkoma í kvöld kl. 20.30. Samkoma á morgun kl. 14.00. Ath! breyttan samkomutfma. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Almenn bænasamkoma i kvöld kl. 20.30. M Útivist Símar 14606 og 23732 Sunnudagsferðir 28. maí kl. 13. A. Grænadyngja, 402 m.y.s.- Lambafellsgjá. Létt fjallganga. Fjallahringurinn 2. ferð, en með honum er ætlunin að ganga á sjö valin fjöll í fjallahringnum kringum Faxaflóa. Verið með. B. Hverinn eini - Lambafells- gjá. Þeir, sem ekki vilja á fjall eiga kost á þessari göngu á lág- lendi. Forvitnilegir staðir skoð- aðir. Otivistarganga er góð heilsubót. Brottför frá BSÍ, bensfnsölu kl. 13 (og kl. 13.15 v/Sjóminjasafnið, Hafnarfirði). Verð 900 kr. Fritt fyrir börn með fullorðnum. Munið Reykjavfkurgöngu Úti- vistar á miðvikudagskvöldiö kl. 20.00. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. Vindáshlíð Athugið aö guðsþjónustan og kaffisalan, sem áfornuð var i Vindáshlíö á morgun, fellur niður af óviðráðanlegum orsökum. Stjórn Vindáshliðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.