Morgunblaðið - 27.05.1989, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
f dag er það umfjöllun um
Bogmann (22. nóv. — 21.
des.) í bemsku. Athygli er
vakin á því að einungis er
fjallað um hið dæmigerða fyr-
ir merkið og að hver einstakl-
ingur á önnur merki sem einn-
ig hafa áhrif.
Glaölyndi
Hið dæmigerða Bogmanns-
bam er lftill og hress fjörkálf-
ur. Það er opið og einlægt í
fasi og jafnframt forvitið og
spurult Það er að öllu jöfnu
glaðlynt og bjartsýnt og er
því þægilegt að hafa í návist
sinni.
Lif
Það er hins vegar ekki hægt
að búast við því að Bog-
mannsbamið sé rólegt og út-
reiknanlegt, enda þarf það að
hreyfa sig mikið og skiptir oft
um áhugamál og viðfangs-
eftii. Bogmaðurinn er því aðl-
aðandi og jákvæður sem bam
og unglingur en jafnframt lif-
andi og gustmikill. Foreldrar
þess þurfa þvf ekki að búast
við rólegu uppeldishlutverki.
FerÖalög
Bogmaðurinn er merki ferða-
laga og birtist það strax í
bemsku í ferða- og ævintýra-
þrá. Fyrst skrfður litli Bog-
maðurinn um íbúðina, smýgur
undir rúm og opnar skúffur
og skápa og síðar þýtur hann
út um allt hverfi og allan bæ.
Það er því hætt við að foreldr-
ar sem stöðugt vilja hafa aug-
un á bami sfnu verði óróleg.
Þar er hins vegar hæpið að
ætla sér að hefta hreyfiþörf
Bogmannsins því hún er rót-
gróin I eðli hans.
Íþrótíir
Bogmaðurinn er kraftmikið
merki og hefur sterka
lífsorku. Hann er því oft tölu-
verður prakkari og ólátabelg-
ur í sér en hefur einnig yndi
af alls konar fþróttaiðkunum.
Dæmigerður Bogmaður er oft
á fleygiferð allan liðlangan
daginn og segja má að slfkt
sé æskilegt því ef hann fær
ekki útrás fýrir orku sína er
hætt við að hann verði eirðar-
laus og uppstökkur.
Frelsi
Foreldrar Bogmannsins þurfa
að varast að henýa frelsis-
og hreyfingarþörf hans.
Agætt er að hvetja hann til
fþróttaiðkana, eða taka hann
með sér í ferðalög, gönguferð-
ir og almennt að sjá til þess
að forvitni hans sé svalað.
Bogmanninum lfður best ef
lífsmynstur hans er líflegt og
fjölbreytilegt.
Farfuglar
Foreldrar Bogmanns þurfa að
gera sér grein fyrir því að
þeir hafa f höndum frjálsan
fugl sem flýgur úr hreiðrinu,
hugsanlega til annarra landa.
Þeir ættu ekki að hafa neinar
teljandi áhyggjur þó barnið
fari úr einu starfi eða áhuga-
máli I annað eða sé lengi að
ákveða hið eina rétta starf.
Bogmaðúrinn vill yfírsýn og
fíölbreytni og því gefur hann
sér oft tfma til að kynnast
heiminum áður en hann
ákveður lífsstefnu sfna.
AÖhald
Foreldrar Bogmanns þurfa
því að hjálpa baminu sínu að
öðlast frelsi, en ættu jafn-
framt að veita honum aðhald
bg’vénja hann t.d. á að ijúka
þvf sem hann er að fást við
. áðu$, en hann byijar á nýju
jVeriti. Það þarf elnnig að
.'hjálpa honum áð þroska með
’áér dðmgreinú og skynsemi,
sem* getur hamlað á móti til-,
hneigingu tíl fljótfæmi og
kæruleysis. Til að honum líði
vel 1 bemsku þarf uppeldið
hins vegar að vera frjálslegt
og umhverfíð lifandi ogg
hreyfanlegt. Þeim mun meira
sem um er að vera, því betra.
GARPUR
GRETTIR
BRENDA STARR
ftFSAKA&O, GJSACJE, £W éG (
Kee/ A1>6 EiKJCI UM A£> ÓKUAJAJ^
uam ynPHey/s/ döttvr míaja.
í VATNSMÝRINNI
FERDINAND
ÉG ER VAKANDI! ÉG HEYRITIL Þú ert rugluð, herra... Afeakaðu,
ÞÍN, KENNARI, EN ÉG SÉ ÞIG kennari, bara smávegis ofboð...
EKKI. ALLT ER HVÍTT! ÉG ER
SNJÓBLIND!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Ein alvarlegasta skyssa sem
menn gera í sögnum er að taka
ekki andstæðingana með í reikn-
inginn. Sagnir eru sjaldnast að-
eins tveggja manna tal — þær
eru samningaviðræður, þar sem
andstæðingamar eiga sinn rétt.
Og líkt og í baráttu um kaup
og kjör skiptir samningsaðstað-
an öllu máli.
Suður gefur; enginn á hættu.
Vestur
♦ KG2
▼ 96
♦ Á74
♦ 98542
Norður
♦ 9
VD854
♦ 865
+ ÁKG73
Austur
♦ ÁD8754
▼ 107
♦ DG32
♦ 10
Suður
♦ 1063
▼ ÁKG32
♦ K109
♦ D6
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 tyarta
Pass 2 lauf 2 spaðar Pass
Pass 4 työrtu Pass Pass
4 spaðar Dobl Pass Pass
Útspil: hjartaás.
NS fengu fjóra slagi: tvo á
hjarta, einn á tígul og einn á
lauf. Sem gefur þeim 100 í stað-
inn fyrir 420 fyrir fjögur hjörtu.
Sem sagt, góð fóm hjá AV og
lítið við því að gera, eða hvað?
Það sem málið snýst um er
tveggja laufa sögn norðurs.
Hann taldi sig eiga of góð spil
til að stökkva beint í fjögur
hjörtu, en með því að byija á
tveimur laufum gefur hann
makker undir fótinn með
slemmu.
Kannski nokkuð til í því, en
kjami málsins er sá að með þess-
ari rólegu sögn hleypir norður
austri inn í spilið án áhættu.
Og það á norður að sjá fyrir
með einspilið í spaða. Spilið kom
upp í sveitakeppni og á hinu
borðinu gengu sagnir 1 hjarta —
4 hjörtu og austur hætti sér
ekki inn á 4 spöðum.
Lærdómurinn? Stundum verð-
ur nákvæmnin í tveggja manna
talinu að víkja fyrir taktískum
sögnum.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlegu móti í Varsjá í
Póllandi í janúar kom þessi staða
upp í skák A-Þjóðveijans Baum,
sem hafði hvítt og átti leik, og
sovézka stórmeistarans Holmov.
28. Hxd6! - Hxd6 29. Hxd6 -
Dxd6 30. 0x16+ - Kg8 31. Bxe5
- Dd7 32. Rg4 - h5 33. Dxg6+
- K18 34. Dh6+ - Ke7 35. RIB
- Dc8 36. Dh7+ - Kd8 37. Bd6
pg svartur gafst upp.
Úrslit á þessu móti urðu óvænt,
A-Þjóðveijinn Grunberg sigraði
með 8 vinning af 11 mögulegum,
en næstir komu sovézki stórmeist-
arinn Savon (skákmeistari Sov-
étríkjanna árið 1971) og Belk-
hodja frá Túnis. Er þetta einhver
bezti árangur Afríkubúa á skák-
sviðinu.