Morgunblaðið - 27.05.1989, Side 42

Morgunblaðið - 27.05.1989, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAI 1989 Minning: * Olafiir Þ. Þorsteins- son fyrrv. yfírlæknir Fæddur 19. ágúst 1906 Dáinn 21. maí 1989 Það var gaman að koma til Ólafs og Kristine. Móttökumar ætíð sér í flokki. Öllu yndislegri hjonum hefi ég ekki áður kynnst. Olafur var einstaklega viðræðugóður, skemmtilegur og elskulegur í við- móti. Greinilegt var hve víðlesinn hann var. Miðlaði hann okkur hjón- unum miklu af fróðleiksbrunni sínum. Hann var góðvinur föður míns, Gísla Sigurðssonar fv. bóka- varðar. Ólafur var albróðir téngda- föður míns, Baldurs Þorsteinssonar. Við hjónin vottum Kristine og afkomendum hennar innilegustu samúð. Agústa og Kristinn Gíslason Nokkur kveðjuorð vegna fráfalls Ólafs Þ. Þorsteinssonar, fyrrver- andi yfirlæknis, heiðursborgara Sigluíjarðar. Ólafur Þorsteinn Þor- steinsson fæddist í Vík í Mýrdal, 19. ágúst 1906. Hann varð sjúkrahúslæknir hér í bæ 1942, og síðar yfirlæknir. Fékk lausn frá störfum við sjúkra- húsið 1976 en hélt áfram að stunda sjúklinga sína á læknastofu sinni allt til síðastliðinna áramóta. Var því búinn að vera hér sem starfandi læknir í 47 ár. Sjúklingar hans treystu honum í hvívetna og dáðu hann enda orð- lagður fyrir læknisstörf sín. Það var mikið lán fyrir Siglfirðinga að hafa fengið svo traustan og hæfileikarík- an lækni. Mann sem helgaði alla sína krafta og lækniskunnáttu í þágu íbúa þessa bæjar. Hann var gerður að heiðurs- borgara Siglufjarðar 1976, og var það ábyggilega samróma álit allra Siglfírðinga að fáir eða engir hafí átt þá heiðursnafnbót betur skilið en hann. Hér er nú kvaddur ógleym- anlegur persónuleiki og mikill lækn- PHILCO W 393 ÞVOUAVÉLIN NÚNA Á MJÖG GÓÐU VERÐI • Þvottakerfi við allra hæfi, þar af eitt sérstaklega fyrir ull • 1000 snúninga vinda • Sjálfstæður hitastillir • Kaldskolun • Hleðsla: 5 kg (af þurrum þvotti) • Sparnaðarrofi • Tekur inn bæði heitt og kalt vatn • Ryðfrítt stál á ytri og innri belg • H:85, B:59.5, D:55cm. Verð kr. 49.880,- /17400 ^WM s,9r- úþ f* Heimilistæki hf" ■ • SæfúntB • Krtngfunrn • ' ,.t;l StMt: 69 15 00 SlMI •• 15 20 ® i /ídeAuMSvei^ajt&^in, í soikkch^um. M ir, mannkostamaður sem virtur var af öllum sem hann þekktu. Ég vil fyrir hönd Bæjarsfjórnar Siglufjarð- ar þakka honum frábært starf og fómfysi í þágu þessa bæjar fyrr og síðar. Jafnframt er eftirlifandi eig- inkonu og öðmm ástvinum sendar innilegustu samúðarkveður. ísak J. Ólafsson, bæjarstjóri Vetur konungur er smám saman að hopa fyrir hækkandi sól og hlý- indum og Siglfírðingar sem og aðr- ir, sem búa við óblíð veðurskilyrði, anda léttar — með vaxandi birtu vex bjartsýni manna og ýmsar áætlanir em gerðar — ferðalög em ráðgerð til hinna ýmsu staða. En sumir fara í annað ferðalag án þess að fá nokkuð um ráðið. — Svo var um vin okkar allra Siglfírð- inga — Ólaf lækni Þorsteinsson, sem skrapp ásamt eiginkonu sinni Kristínu að Höllustöðum í Austur- Húnavatnssýslu — til dótturbarna sinna og tengdasonar, eins og þau höfðu svo oft gert áður. En þessi ferð fór á annan veg en hugsað var í upphafí — því mánudaginn 22. þ.m. barst sú fregn um bæinn að Ólafur hefði látist kvöldið áður á Höllustöðum. Siglfírðingar drúptu höfði orð- vana og einhver ónotageigur greip menn — og bjartsýni sem ríkt hafði, vék um sinn fyrir skammdegissvart- sýni — því þrátt fyrir háan aldur virtist hann hress og kátur og ein- hvem veginn gátu menn ekki fellt sig við þá hugsun að sjá Ólaf ekki framar á götum bæjarins. Margt eldra fólk táraðist er fregnin spurðist, enda hafði hann verið í senn heimilislæknir og heim- ilisvinur flölda heimila og þó marg- ir hinna eldri íbúa vildu hann helst ódauðlegan þá vissi Ólafur að leið- arlok gætu verið á næsta leiti fyrir mann á hans aldri. Og nú er farsælum æviferli lok- ið. Hann var gæfumaður í ein- kalífi, eignaðist frábæran lífsföru- naut, Kristínu, norska konu, sem vann hug og hjörtu Siglfírðinga og á undraskömmum tíma orðin ein af okkur, sérstaklega hispurslaus og fijálsleg og hefur tekið mikinn þátt í félagslífi bæjarins. Þau eign- uðust tvö mannvænleg börn — Helgu, f. 30. október 1937 — gift- ist Páli Péturssyni, bónda og al- þingismanni, en Helga andaðist á síðastliðnu ári langt um aldur fram, það var mikið reiðarslag fyrir fjöl- skylduna. Hákon, f. 21. september 1941, býr í Reykjavík, kvæntur Sigríði Rögnu Sigurðardóttur. Það var vitað þegar Ólafur sett- ist hér að árið 1942 sem sjúkrahús- læknir að þar fór maður, sem hefði getað haslað sér völl erlendis. En Siglfírðingar eru oft heppnir og það var einmitt í þetta skipti. Verndar- vættir Siglfirðinga beindu þessum ágæta lækni til okkar og hann tók slíku ástfóstri við staðinn að hér vildi hann vera og fara hvergi. Hinn fagri fjallahringur Siglu- fjarðar hefur kannski haft þetta töfravald — en Ólafur hafði yndi af að vera úti í náttúrunni — í lax- veiðum á sumrin en á skíðum á vetrum þegar tækifæri gáfust, og þá oftást með Kristínu sinni. Þó að Ólafur væri alvörumaður hafði hann góða kímnigáfu og var í hópi góðra vina hinn skemmtileg- asti. Eg held að hann hafí verið mikill mannþekkjari — og var fljót- ur að greina ástand sjúklinga sinna. Ég man vel þegar ©lafur kom fyrst til Siglufjarðar aðeins 35 ára að aldri. Móðir mín var ein af fyrstu sjúklingum hans og lá þá rúmföst vegna bakveiki. Læknisráð Ólafs eftir nákvæma skoðun var nokkra mánaða lega en síðan yrði hún jafn- góð. Þetta gekk eftir — móðir mín náði fullri heilsu og lifði í mörg ár eftir það, en Ólafur varð átrúnaðar- goð hennar upp frá því. En Ólafur gat líka slegið á léttari strengi við sjúklinga sína, samanber föður minn, sem orðinn var háaldraður — og aldrei vildi viðurkenna að neitt væri að sér. Eitt sinn var Ólafur kvaddur til hans en þó án vitundar föður míns en þetta gerðu systur mína sem önnuðust hann og töldu hann vera mjög veikan. — Þegar svo Ólafur gekk inn í herbergið horfði faðir minn á hann og sagði: „Hver fj... ertu að gera hér, ég er sko ekkert veikur." En Ólafur svaraði að bragði í glettnistón: „Þegiðu bara, þér kemur þetta ekk- ert við“ og báðir brostu, en gamli maðurinn hresstist mjög við þessi orðaskipti. Þeir áttu afmæli sama da'g, og í stórafmælum föður míns komu Ólafur og Kristín til að samfagna honum. Ólafur var gerður heiðursborgari 1976 — og það sæmdarheiti átti hann svo sannarlega skilið. Hann hefur vissulega skilað miklu ævi- starfí og það með mikilli reisn. Hann gat því sáttur horfið á vit feðra sinna. Ég og fjölskylda mín vottum eig- inkonu, syni og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Við Siglfírð- ingar minnumst Ólafs með þökk og virðingu. Óli J. Blöndal Fótmái dauðans fljótt er stigið. (B.H.) Þannig varð mér hugsað, þegar ég frétti lát vinar míns, Ólafs Þ. Þorsteinssonar, fyrrv. yfírlæknis við sjúkrahúsið í Siglufirði, en hann lést 21. maí sl. þar sem hann var staddur, ásamt konu sinni, að Höllustöðum í A-Húnavatnssýslu, hjá vandamönnum sínum þar, en þangað hafði hann og þau hjónin oft farið undanfarin ár sér til hvíldar og hressingar. Hafði Ólafur kennt lasleika nokkrum dögum áður, en gert sem minnst úr því. Þetta er gömul og ný saga, að dauðinn gerir ekki alltaf mikil boð á undan sér, en er þó jafnan alvöru- efni þar sem hann knýr dyra og er gestur hveiju sinni, því sjaldnast erum við viðbúin að mæta honum, þegar hann kemur, ekki síst er hann kallar frá okkur ættingja og vini, sem við höfum verið bundin sterkum böndum, og hafa verið, ef svo mætti segja, hluti af okkar eig- in lífi. Með Ólafí lækni er horfínn á braut traustur og vinsæll læknir, sem á sér langan og farsælan starfsdag að baki. Hann fæddist í Vík í Mýrdal 19. ágúst 1906 og voru foreldrar hans þau hjónin Þor- steinn Þorsteinsson, starfsmaður við Brydesverslun í Vík, síðar kaup- maður í Vík og Reykjavík, ættaður úr Mýrdal, og Helga Ólafsdóttir frá Sumarliðabæ í Holtum, var föður- ætt Ólafs úr V-Skaftafellssýslu en móðurættin úr Rangárvallasýslu, af Víkingslækjarætt, sem mjög er útbreidd um Suðurland og reyndar víðar um land. Ólafur ólst upp í Vík, en í byijun þessarar aldar var smám saman að myndast þorp und- ir Víkurbökkum sem varð er tímar liðu samgöngu og verslunarmiðstöð V-Skaftafellssýslu. Það var gott að alast upp á þessum stað í skjóli fjall- anna, með Reynisfjall til vesturs og Reynisdranga sem risa á verði við hina brimasömu úthafsströnd, en Arnarstakksheiði og Hjörleifshöfða til austurs og úthafið til suðurs, svo langt sem augað eygði. Ekki verður því neitað að oft var brimasamt við ströndina, og brimaldan hafði það til að læðast upp að húsum þorps- búa á dimmum vetrarnóttum og bakaði þeim erfiðleika, en hinu má ekki gleyma, að úthafið átti líka sína fegurð og töfra, þegar sjórinn var sléttur og sólargeislamir dön- suðu á léttum bárum, og fuglarnir syntu glaðir við ströndina, áður en þeir settust að í hömmnum. Við sem eigum okkar æskuminn- ingar á þessum stað minnumst ótrú- lega margra gleðistunda frá þessu fagra og rómantíska umhverfi, sem í fljótu bragði virtist fábreytt og einangrað. Skaftafellssýslan hefur stundum þótt nokkuð ströng í aga sínum við böm sín, en þetta upp- eldi hefur þó átt sinn þátt í því að móta líf þeirra, sem þarna ólust upp og síðar áttu eftir að bera hita og þunga dagsins í margvíslegum störfum hins fulltíða fólks. Ólafur hlaut undirbúningsmennt- un sína í Vík og gekk síðan í Menntaskóla Reykjavíkur og lauk þaðan stúdentsprófi 1926 og kandidatsprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands 1932. Síðan stund- aði hann framhaldsnám í hand- Iækningum bæði í Noregi og Dan- mörku, en þaðan lá leiðin til Vínar- borgar, sem þá þótti einna ákjósan- legasti staður fyrir þá, sem hugðu á framhaldsnám í handlækningum. Stundaði hann þar nám í Chirurgische Universitets Klinik, var þetta á ámnum 1932—1936. Eftir heimkomuna gerðist Ólafur aðstoðarlæknir við handlækninga- deild Landspítalans frá 1936—41, en stundaði jafnframt lækningar í Reykjavík. Síðan 1942 gegndi hann yfirlæknisstörfum við Sjúkrahús Sigluíjarðar, þar til hann lét af því starfí fyrir aldurs sakir 1976. Eftir það hafði hann lengst af opna lækn- ingastofu í Siglufirði. Áður en hann fór til framhaldsnáms var hann um eins árs skeið staðgengill héraðs- læknisins í Ólafsfirði og um tíma annaðist hann læknisþjónustu fyrir héraðslækninn í Borgamesi. Á læknisferli sínum fór hann nokkmm sinnum til útlanda, til þess að kynna sér nýjungar í fræðigrein sinni og taka þátt í læknaþingum. í rúm 45 ár hafði Ólafur gegnt læknisstörf- um í Siglufirði við góðan orðstír, oft við mikið starfsálag, ekki síst á þeim ámm, er síldveiðarnar vom í mestum blóma. Það var mikið happ fyrir Siglfirðinga, að hafa fengið að njóta læknisþjónustu hans svo lengi, enda máttu þeir ekki til þess hugsa, að hann flytti úr bænum, þótt hann væri hættur föstum lækn- isstörfum. Þegar Ólafur kom til Siglufjarðar var þar fyrir lítið sjúkrahús, sem var þegar orðið of lítið, fyrir þá þjónustu, sem því var ætlað í vax- andi bæ og var því ráðist í bygg- ingu nýs sjúkrahúss, sem var bæði stærra og búið þeim tækjum, sem nýtísku sjúkrahús þurfti að hafa. Stóð Ólafur fyrir þeirri byggingu í samvinnu við sjúkrahúsnefnd stað- arins. Komst hið nýja sjúkrahús upp á furðu skömmum tíma og full- nægði kröfum tímans, svo að þar var hægt að gera flestar þær að- gerðir, sem gerðar vom á sjúkra- húsum hérlendis, og þurfti því sjald- an að senda sjúklinga burtu til læknisaðgerða, til mikils hagræðis fyrir byggðarlagið. Auk þess var á sjúkrahúsinu ellideild fyrir gamalt fólk og lasburða, sem þurfti stöðugt að vera undir læknishendi og ekki gat verið lengur á heimilum sínum. Var því vel séð fyrir læknisþjónustu í Siglufirði, og hafði Ólafur oft unga lækna sér til aðstoðar, þótt vandasömustu læknisstörfin hvíldu eðlilega á herðum yfirlæknisins. Hann naut líka verðskuldaðs trausts í störfum sínum, enda sýndu Siglfirðingar honum þakklæti sitt með því að gera hann að heiðurs- borgara sínum um leið og hann hætti störfum á sjúkrahúsinu og bæjarbúar héldu áfram að leita til hans á lækningastofu hans. Þótt Ólafur helgaði sig læknis- starfinu fyrst og fremst og rækti það af árvekni og trúmennsku, þá naut hann einnig mikilla vinsælda sem félagsmaður og aimennur sam- borgari, hvar sem hann kom við sögu. Hann var lengi formaður Rauðakrossdeildar Siglufjarðar, starfaði lengi í Norræna félaginu og Rotaryklúbbnum. Hann hafði yndi af útilífi, var góður skíðamað- ur og stundaði laxveiðar á sumrum og var hinn skemmtilegasti í vina- hópi. Hann var fremur dulur að eðlisfari og sjaldan mjög margmáll en hlýr og viðtalsgóður við sjúklinga sína. Hann var ekki mikið fyrir ræðuhöld, en gat verið fyndinn og skemmtilegur ræðumaður í sam- kvæmum, þegar hann vildi svo við hafa. Hann gat verið glettinn í til- svörum og stundum smástríðinn, eins og sumir frændur hans, og líf hans allt mótaðist af festu og tryggð. Ölafur kvæntist 26. júlí 1935 Kristine Glatved-Prahl frá Alver- sund við Bergen og lifír hún mann sinn. Börn þeirra voru tvö: Helga, var húsfreyja á Höllustöðum í A-Hún. (lést árið 1988), gift Páli Péturssyni, alþingismanni, og Há- kon, verkfræðingur, kvæntur Sigríði Rögnu Sigurðardóttur, Ól- afssonar fv. alþingismanns á Sel- fossi. Frú Kristín hefur samið sig mjög að háttum Islendinga, lært íslensku og stutt mann sinn vel í starfi hans. Með sinni glöðu, alúðlegu og hlýju framkomu hefur hún verið hvers manns hugljúfi og fyrir löngu unnið hug allra Siglfirðinga, og allra sem hún hefur kynnst og átt mjög mik- inn þátt í þeim vinsældum, sem Ólafur hefur notið öll þessi ár. Þá hefur frú Kristín unnið mikið fyrir sjúkrahúsið og kirkjuna, svo að þess mun lengi minnst verða. Þessi merku hjón hafa síðustu áratugina sett mjög svip sinn á Siglufjörð, og þegar Ólafur hefur nú kvatt, bein- ist til þeirra einlægur þakklætis- hugur fyrir hið merkilega ævistarf þeirra. Þegar ég nú með þessum fátæk- legu orðum minnist þessa æskuvin- ar míns, minnist ég bjartra æsku- daga austur í Vík í Mýrdal. Við fylgdumst að í skóla og leiðir okkar Iágu aftur saman í nokkur ár norð- ur í Siglufirði og vináttuböndin hafa jafnan verið traust milli fjöl- skyldna okkar. Lögmálum lífs og dauða ráðum við ekki, en það er gott að geta kvatt lífið sáttur við Guð og menn, umvafinn þakklæti og vinarhug samferðafólksins á lífsleiðinni. Þá reynslu má fela í þessu erindi Hávamála: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Við hjónin sendum þér, frú ■ Kristín, og ástvinum þínum inni- legustu samúðarkveðjur frá okkur og ijölskyldum okkar. Felum Drottins föðurhönd harma vora og hjartaþunga, hann á sjálfur gamla og unga fijáls að leysa Iíkamsbönd. (J.H.) Óskar J. Þorláksson Ólafur Þ. Þorsteinsson, fyrrver- andi yfirlæknir, verður til moldar borinn frá Siglufjarðarkirkju í dag. Með honum er kvaddur merkur maður að loknum löngum og far- sælum vinnudegi. Ólafur fæddist í Vík í Mýrdal 19. ágúst 1906. Foreldrar hans voru hjónin Helga Ólafsdóttir frá Sumar- liðabæ í Holtum og Þorsteinn Þor- steinsson frá Neðra-Dal í Mýrdal. Þegar Ólafur fæddist rak faðir hans verslun í Vík og þar ólst hann upp ásamt systkinum sínum en þau voru: Ása, er síðar giftist Jóni Gunnarssyni í Hamri, Margrét, síðar kaupmaður í Reykjavík, Bald- ur, síðar kaupmaður, og Hrefna, síðar kennari. ÖII voru þessi systk- ini mannkostafólk en þau eru nú öll látin. Ólafur fór til mennta og varð stúdent 1926. Það ár fluttust for- eldrar hans til Reykjavíkur og þar stofnsetti Þorsteinn faðir hans verslunina Vík á Laugavegi 52 og rak hana um marga áratugi. Ólafur lagði stund á læknisfræði og varð cand. med. frá Háskóla Islands 1932. Framhaldsnám í handlækningum stundaði hann síðan í Bergen, Kaupmannahöfn og í Vínarborg. Síðar starfaði hann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.