Morgunblaðið - 27.05.1989, Side 43

Morgunblaðið - 27.05.1989, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989 43 Kristín Sigurðar- dóttir — Kveðjuorð einnig í Stokkhólmi um nokkurt skeið. Ólafur var læknir á Landspítal- anum 1936—41 en 1942 gerðist hann yfirlæknir við Sjúkrahús Siglufjarðar og var það þar til hann lét af starfi yfirlæknis vegna aldurs 1976. Hann stundaði áfram lækn- ingastofu sína á Siglufirði allt til síðustu áramóta. Ólafur var farsæll og mikilhæfur læknir. Hafði hann enda aflað sér haldgóðrar menntunar og á Sjúkra- húsinu á Siglufirði framkvæmdi hann með góðum árangri vanda- sama og flókna uppskurði, og fyrstu árin við aðstæður sem þeim læknum sem nú eru ungir þættu fábreyttar. Um 1960 réðust Siglfirðingar í byggingu nýs og fullkomins sjúkra- húss. Ólafur var formaður bygging- amefndar ásamt Bjama Jóhannes- syni bæjarfulltrúa. Mæddu fram- kvæmdir mjög á Ólafi og lagði hann sig mjög fram um skipulagningu og undirbúning. Sannaðist þá hveiju hann fékk áorkað við útrétt- ingar og verkiegar framkvæmdir. Bygging sjúkrahússins tókst með miklum ágætum og sýndi að mjög mikil framsýni hefur verið með í för af þvi að ennþá, að 30 ámm liðnum, gegnir Sjúkrahúsið hlut- verki sínu með ágætum. Siglfirðing- ar hafa sýnt sjúkrahúsmálum sér- stakan áhuga og á Siglufirði hefur starfað um langan aldur kvenfélag sem kennir sig við Sjúkrahúsið og hefur safnað fé og gefið því tæki og búnað. Ólafur lagði alla stund mikið kapp á að fylgjast með nýjungum í greiii sinni, þrátt fyrir að hann gegndi lengst af mjög erilsömu starfi sem yfirlæknir á Sjúkrahús- inu og stundum sem héraðslæknir líka, því í nokkur ár var hann eini læknirinn á Siglufírði. Allmörg ár hans á Siglufirði voru þar mikil umsvif og margfaldaðist íbúatalan á sfldartímanum. Þá fékk Ólafur varla svefnfrið nokkra nótt vikum saman vegna útkalla. Ólafur var mikill stjómandi. Hann stjómaði ekki með fyrirgangi eða hávaða heldur gerði fólk eins og af sjálfu sér það sem hann ætlað- ist til og þeim, sem með honum störfuðu eða umgengust hann, lærðist að meta yfirvegaða dóm- greind hans og hlíttu hans ráðum. Siglfirðingar sýndu Ólafi þakk- læti sitt og virðingu er þeir kusu hann heiðursboigara Siglufjarðar. Ólafur var vitur maður og góð- gjam og varði lífi sínu til þess að verða öðrum að liði. Ólafur hafði mikið skap en stjómaði því. Hann rasaði ekki um ráð fram og hugsaði sinn gang áður en hann tók ákvarðanir en þegar hann hafði ákveðið eitthvað breytti hann því ógjaman og þótti miður ef ráð hans náðu ekki fram að ganga. Olafur var ákaflega hlýr í við- móti og háttvís, bæði við þá er leit- uðu liðsinnis hans sjúkir og sama gilti um aðra samferðamenn er hann átti skipti við. Hann taldi enda að læknisstarf væri öðmm þræði sálusorgun og umhyggja fyrir and- legri líðan jafnframt því sem reynt væri að bæta hin líkamlegu mein. Þegar Ólafur var við framhalds- nám í Bergen kynntist hann ungum hjúkmnamema, Kristine Glatved- Prahl, og giftu þau sig 26. júní 1935. Það varð þeim báðum mikið gæfuspor og síðan hafa þau átt góða samleið. Kristine er elskuleg kona, umhyggjusöm, hlý og góðvilj- uð. Foreldrar Kristine vom Martha, fædd Nordhagan, dóttir Jóhanns Nordhagan en hann var kunnur málari og grafíklistamaður í Ósló, brautryðjandi í þeirri list. Móður- bræður Kristine vom m.a. Rolf, kunnur grasafræðiprófessor við Háskólann í Ósló, og Olav, arkitekt í Þrándheimi, en hann stjómaði um langan aldur endurbyggingu Niðar- óssdómkirkju og hlaut leg fyrir aðaldymm kirkjunnar. Faðir Krist- ine var Hákon Glatved-Prahl, bóndi og verksmiðjueigandi í Alversund, skammt norðan við Bergen. Ráku þau hjón kexverksmiðju ásamt bú- skap. Foreldrar Kristine vom dugnað- ar- og merkisfólk. Faðir hennar hvers manns hugljúfi en móðir hennar mikil forystukona í margvís- legum félagsmálum og stjómmál- um, sat m.a. sem varamaður á Stór- þinginu norska um skeið. Kristine er elst 5 systkina er upp komust og em á lífi. Hin em Nanna Ebbing læknisfrú, blaðamaður og stjómmálamaður á Voss, Maria Weltsin, húsfreyja í Bergen, Wencke Holm, húsfreyja í Bergen, og Hákon GÍatved-Prahl, banka- stjóri og bóndi í Alversund. Kristine og Ólafur fluttust til íslands, eins og áður sagði, 1936. Þeim varð tveggja bama auðið, Helgu húsfreyju á Höllustöðum, hún lést í fyrra, og Hákonar, for- stjóra Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnaðarins. Kona Hákonar er Sigríður Ragna Sigurðardóttir. Bamaböm em sex og dótturdóttur- synir tveir. Fólki sinu öllu var Ólafur mjög umhyggjusamur og góður. Hann var ákaflega trygglyndur og heima- kær og gaf sig lítið að félagsmálum eða öðmm störfum en þeim sem tengdust fagi hans. Þó var hann mikill félagi afkomenda sinna er hann var þeim samvista. Gestrisni mikil ríkti ætíð á heim- ili þeirra Ólafs og Kristínar og höfðu þau bæði mikið yndi af að fagna gestum. Þau áttu fallegt og hlýlegt heimili þar sem gott var að koma, bæði skyldum og vandalausum. Á Siglufirði festu þau mjög sterk- ar rætur og á efri ámm gat Ólafur ekki hugsað sér að flytjast þaðan. Undirritaður átti því láni að fagna að eiga dóttur þessara ágætu hjóna. Þau tóku mér vel er ég kom þar í fyrsta sinn og ætíð síðan. Samgangur var alltaf mikill milli heimila okkar og heimsóknir ánægjulegar. Ólafur átti sitt enda- dægur í okkar húsum á Höllustöð- um. Hann fékk hægt og gott and- lát í návist fólks sem þótti vænt um hann og honum þótti vænt um. Við ijölskyldur hans eigum að sjá á bak mikilhæfum, vitmm og góðum manni. í hugum okkar er mikil eftirsjá en jafnframt þakklæti því að dýrmætt var að hafa orðið honum samferða og að hafa átt hann að. Páll Pétursson Kveðja frá Sjúkra- húsi Siglufjarðar Ólafur Þ. Þorsteinsson fyrrver- andi yfirlæknir lést sunnudaginn 21. maí. Siglfirðingar kveðja í dag einn merkasta borgara sinn. Ólafur varð cand. med. frá Háskóla íslands 1932. Síðar starfaði hann við sjúkrahús erlendis í Noregi og Aust- urríki. Erlendis aflaði Ólafur sér víðtækrar þekkingar í læknisfræði, ekki aðeíns í séigrein sinni, hand- lækningum, heldur einnig í fæðing- arhjálp, röntgentækni og á fleiri sviðum. í ársbyijun 1942 verður hann sjúkrahúslæknir hér á Siglu- firði. Hvað það er, sem veldur því að læknir velur sér fremur lítinn einangraðan stað sem Sigluflörður var, er erfitt að svara. Hann hefur ekki farið neitt í grafgötur um það að hér gat hann ekki treyst á neinn annan en sjálfan sig. Ef til vill var það það sem réð valinu. Þetta lýsir skapgerð Ólafs að ganga óttalaus til verka og takast á við hlutina einn og óstuddur nema af sinni elskulegu eiginkonu. Ólafur var yfirlæknir fram til 1. sept. 1976 eða í tæp 35 ár. Á þessum árum var hann ekki aðeins yfirlæknir í eril- sömu starfi, heldur einnig formaður byggingamefndar nýs sjúkrahúss sem tekið var í notkun í desember 1966. Við vígslu þess húss hélt Ólafur ræðu þar sem hann flutti öllum þeim þakkir sem að fram- gangi málsins höfðu staðið, en óhætt er að fullyrða að hann var sá sem mestan heiðurinn átti. Ekki verður Ólafs minnst nema getið sé einnig hans elskulegu eiginkonu, Kristine. Oftar en hitt var þeirra beggja getið er um annað var rætt, svo samrýnd vom þau í augum ukkar Siglfirðinga. Stjórn Sjúkra- húss Siglufjarðar þakkar hið fóm- fúsa og óeigingjarna starf sem Ólaf- ur innti af hendi hér í áratugi. Að lokum vottum við Kristine og öðmm aðstandendum okkar dýpstu sam- úð. Stjórn Sjúkrahúss Siglufjarðar, Sigurður Fanndal Fædd 31. desember 1928 19. maí 1989 Já, svona er lífstilveran. Enginn ræður sínu skapadægri, eitt augna- blik milli gleði og sorgar. Við heils- uðumst og kvöddumst í 36 ára af- mæli sonar hennar, Helga Þorgils, og tengdadóttur hennar, Margrétar Lísu, þann 7. mars sl. Sjálfsagt hefur engan gmnað, sem þar mætti til að eiga gleðistund með bömum okkar, bamabömum og vinum, að svo stutt yrði til kveðjustundar hins jarðneska lífs Kristínar Sigurðar- dóttur Lýðssonar, sem fædd var að Selsundi á Rangárvöllum og ólst upp á Rangárvöllum til fermingar- aldurs. Kristín varð gagnfræðingur frá Ingimarsskóla í Reykjavík og stundaði framhaldsnám í lýðhá- skóla í Danmorku 1948. Kristín giftist Friðjóni Þórðarsyni fyrmrn sýslumanni, ráðherra og nú alþingismanni þann 28. október 1950, landsþekktum heiðursmanni. Böm þeirra em: Sigurður Rúnar fæddur 5.6. 1950, mjólkurbússtjóri í Búðardal, kona hans er Guðborg Tryggvadóttir, þau eiga 3 börn. Þórður fæddur 2.1. 1952, þjóð- hagsstofustjóri, kona hans er Þrúð- ur Guðrún Haraldsdóttir og eiga þau þijú börn. Helgi Þorgils fæddur 7.3. 1953, myndlistarmaður og kennari, kona hans Margrét Lísa Steingrímsdóttir, þeirra böm em tvö, Lýður Ámi Friðjónsson fæddur 24.3. 1956, framkvæmdastjóri, kona hans Ásta Pétursdóttir, þeirra böm era 3, og loks Steinunn Kristín sem er flugfreyja. Það er huggun harmi gegn, kæri vinur Friðjón, að líta uppskem ykkar elskulegu hjóna, og furðu sætir að faðir þinn lést sama dag á sama klukkutíma fyrir 22 áram. Vegir drottins era órannsakanlegir — það er skarð fyrir skildi við óvæntan missi frá- bærrar eiginkonu og móður barna sinna og allra bama. Ég bið Guð að styrkja þig, bömin ykkar, tengdaböm og alla sem eiga um sárt að binda við fráhvarf þinnar stórbrotnu eiginkonu. Að endingu Iæt ég fylgja bæn sem hún sáði í litla bamssál bamabarns okkar Fædd 3. mars 1910 Dáin 20. maí 1989 Sveitungi minn, frá fyrri tíð, Ásthildur Guðmundsdóttir, lést í Stykkishólmi þann 20. maí sl. Ásthildur fæddist að Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi. Hún ólst síðan upp í Haukatungu í sömu sveit og þess vegna var hún sveitungi minn þar til hún giftist Alfons Kristjáns- syni frá Ólafsvík árið 1935. Þess utan var stutt á milli bæja okkar og samgangur mikill. Ég man það glöggt, sem strákl- ingur, að rætt var um hve dugleg og glæsileg Ásthildur væri. Örlög sín veit enginn fyrir, sem betur fer. Sumarið 1935 kemur ungur maður úr Ólafsvík sem kaupamaður að Haukatungu. Þau Ásthildur og Alf- ons felldu hugi sama og giftust þá um haustið, svo sem áður segir. Þá missti sveitin okkar þessa ungu konu til Ólafsvíkur. Þó er mér nær að halda að hún hafi í reynd talið sig vera Kolhrepping, en Ólafsvík- ingar munu hafa tekið vel á móti Ásthildi, enda hennar lífshlaup bundið við þann stað alla tíð, eftir að hún fluttist þangað. Þau Ásthildur og Alfons eignuð- ust sjö börn, sem öll sveija sig í ættir foreldranna sökum dugnaðar og mannkosta. Þau em: Guðmund- ur, kvæntur Matthildi Kristjáns- dóttur, Ingveldur, gift Sólbjarti Júl- Amar. Nú legg ég augun aftur, ó Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yflr láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbj. Egilsson) Blessuð sé minning Kristínar Sig- urðardóttur. Steingrímur Nikulásson, Þórufelli 20. Kveðja firá Sjálfstæðiskvennafé- lagi Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu og Sjálfstæðisfélaginu Skildi, Stykkishólmi. Kom, huggari, mig hugga þú, kom hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, Ijós og lýstu mér, kom, líf, er ævi þver, kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem) Á þessu kalda vori að liðnum erfiðum vetri hefur dauðinn kvatt dyra hjá vinum okkar. Öll eigum við erfitt með að skilja þau rök til- vemnnar, sem liggja þar að baki. Það eina sem við vitum er sá kaldi vemleiki er við blasir. En við eigum eftir minningar, ljúfar og hlýjar, og vonina um betri heim þar sem ástvinir mætast í fyllingu tfmans. Nú er við kveðjum Kristínu Sig- urðardóttur, er andaðist í Lundún- um að morgni 19. maí, eftir stutt en erfitt veikindastríð, er okkur efst í huga virðing og þökk. Kristín var eiginkona Friðjóns Þórðarsonar, alþingismanns okkar Snæfellinga. Það er eflaust ekki létt verk að vera eiginkona stjóm- málamanns. En Kristín stóð sem klettur við hlið manns síns, studdi hann og styrkti á alla lund. Hún unni sjálfstæðisstefnunni og vann ótrauð að framgangi hennar. Við sjálfstæðismenn hér á Vest- urlandi höfum notið krafta þeirra hjóna mörg undanfarin ár. Kristín átti sæti í stjóm Sjálfstæðiskvenna- íussyni, Kristján, kvæntur Jóhönnu Elíasdóttur, Randver, kvæntur Ingibjörgu Hauksdóttur, Svava, gift Finni Gærdbo, Sigríður, gift Trausta Guðjónssyni, og Aldís, gift James Snowdon. Allir geta væntanlega sagt sér sjálfir hversu mikið starf það er, að ala upp svo stóran bamahóp á kreppuárunum í litlu sjávarplássi með takmarkaða atvinnumögu- leika. Hér við bættust svo margra ára veikindi húsbóndans, þar sem hann var oft langtímum saman á sjúkrahúsum. Alfons andaðist í ágúst 1961, en Ásthildur þekkti ekki það hugtak að gefast upp. Hún vann hveija þá vinnu, sem til féll. Auk þess vann hún náttúrlega öll sín hússtörf, sem á þeim ámm, sem börn hennar vom að alast upp, vom vissulega ólík því, sem við þekkjum nú á dögum og miklu erfiðari. Ásthildur var mjög félagslynd kona. Þrátt fyrir mikla vinnu gaf hún sér tíma til að taka virkan þátt i ýmsum félagasamtökum, svo sem Verkalýðsfélaginu á staðnum, kvenfélaginu og Slysavamafélag- inu, sem hún bar sérstaka um- hyggju fyrir. Auk þess vann hún ágætt starf fyrir Álþýðuflokkinn, þegar á þurfti að halda. Það þekkti ég mæta vel. Mér hefur stundum fundist í þjóðmálaumræðu nú á tímum, að Minning: * Asthildur Guðmunds- dóttir, Ólafsvík félags Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu og gegndi í mörg ár trún- aðarstörfum fyrir það félag. Öll framkoma hennar einkennd- ist af látleysi og hógværð. Þó var reisn hennar sú, að eftir henni var tekið hvar sem hún fór. Til þeirra hjóna var gott að leita, vinátta þeirra var falslaus og látin í té af örlæti og hlýju. Það em okkur Vestlendingum ógleymanlegar stundir er við áttum á heimili þeirra hjóna á Rauðalæk. Þar var tekið á móti gestum með brosi á vör, velvild og myndarskap. Kristín unni niðjum sínum, gladd- ist yfir velgengni þeirra, studdi þau og hvatti óspart til dáða. Að leiðarlokum er okkur í Sjálf- stæðiskvennafélagi Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og Sjálfstæðis- félaginu Skildi í Stykkishólmi efst í huga þakklæti til Kristínar fyrir hennar fómfúsu störf. Orð em fátækleg og lýsa aldrei þeim tilfinningum er bærast í bijósti okkar. En með orðum verður að kveðjast. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem) Kæri Friðjón, við sendum þér, bömum ykkar og öðm venslafólki innilegar samúðarkveðjur við frá- fall Kristínar. Við hefðum kosið fleiri og lengri samvemstundir. Megi hækkandi sól og minningin um ástríka konu vera ykkur leiðar- ljós á komandi tímum. Kristín Bjömsdóttir Eygló Bjamadóttir ekki gæti nægjanlegrar viðurkenn- ingar hjá yngra fólki, gagnvart þeim, sem byggðu undirstöður vel- ferðarþjóðfélags okkar á fyrri hluta þessarar aldar. Þetta var hinn þögli hluti dujgnaðarfólks, eins og Ást- hildur. A sama tíma byggði þjóðin upp stórstígar framfarir, sem nú á tímum þykja öldungis sjálfsagðar. Mér finnst ungt fólk nú á dögum eigi oftar að minnast þessara af- reka. Það liðu rúm 20 ár frá því að Ásthildur fór úr sveitinni okkar, þar til ég hitti hana næst á heimili henn- ar í Ólafsvík. Hún tók á móti mér með þeirri vinsemd og hlýju, sem henni var svo eiginleg. Eftir það kom ég oftast við hjá henni á ferð- um minum um Snæfellsnes. Ég minnist Ásthildar sem einstaklega ljúfrar og hjartahlýrrar konu. Við Hrefna sendum börnum hennar, tengdabörnum og öðmm aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Pétur Pétursson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.