Morgunblaðið - 27.05.1989, Page 45

Morgunblaðið - 27.05.1989, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989 45 Theodór A. Jóns- son - Kveðjuorð Fósturfaðir minn Theodór A. Jónsson er nú látinn. Flestir þekkja hann sjálfsagt sem frumkvöðul á sviði félagsmála, í þágu fatlaðra en það var ekki sú hlið á honum sem ég kynntist. Kynni okkar hófust er ég var átta ára gamall. Hvorugur æskti þess að kynnast hinum, tilver- an hagaði því bara þannig. Theodór reyndi aldrei að kaupa vináttu mína og mat ég það strax mikils. Samskipti okkar grundvöll- uðust á gagnkvæmri virðingu. Kynni mín við Theodór eru mér mjög sérstök. Máski vegna þess að við kynntumst við sérstakar að- stæður. Vegna fötlunar hans hjálp- aði ég hpnum mikið. En hann mér einnig. Á þeim stundum ræddum við mikið saman um það sem var að veíjast fyrir mér í tilverunni. Hann sagði mér ekki hvernig ég ætti að lifa lífínu heldur ræddi málin við mig. Mér leið alltaf betur á eftir. Ég gat alltaf leitað til hans og var hann ávallt reiðubúinn til að miðla mér af sínum þroska og reynslu. Samskipti mín við Theodór hafa reynst mér gott veganesti í lífínu. Hann talaði ekki mikið um sínar tilfinningar en gerði meira af því að sýna þær í verki. Fyrir það vil ég nú þakka. Bjarni Sigurðsson Þóra Jónsdóttir Þverá - Minning Fædd 10. júní 1898 Dáin 18. maí 1989 Þann 18. maí sl. andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Þóra Jónsdóttir frá Þverá í Öng- ulssaðahreppi. Þóra giftist árið 1919 Áma Jó- hannessyni, síðar oddvita og hreppsstjóra, og hófu þau búskap sama ár að Þverá í Eyjafirði. Þeim varð átta barna auðið og eru sjö þeirra á lífí. Hlutskipti Þóru var allt frá fyrstu tíð störf húsfreyj- unnar. Þetta er hinn ytri rammi um lífsmynd þessarar látnu konu, en hann segir auðvitað lítið, og kannski segja sumir, að lítið sé hægt að skrifa um konu sem vinn- ur hin þöglu störf húsfreyjunnar og sinnti lítið um félagsmál, utan það sem þjóðfélagið lagði henni á herðar. En heimilið er grundvöllur- inn undir þjóðfélögunum. Hver og einn sem þekkti Þóru hefur sínar minningar um hana. Ég minnist ömmu minnar sem hjartahlýrrar konu, sem ætíð gaf sér tíma til að leysa vandamál barnæskunnar. Síðar á lífsleiðinni varð mér ljós rík kímnigáfa henn- ar. En umfram allt minnist ég hennar sem starfsamrar konu. Eftir langa lífdaga mun henni nú sælt að hvílast. Fyrir hönd aðstandenda Þóru Jónsdóttur vil ég þakka starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins fyrir umönnun þeirra. Ólafur Ólafsson Ingibjörg Elíasdóttir Grindavík — Minning Móðursystir okkar, Ingibjörg Elíasdóttir, lést 18. maí í Sjúkra- húsi Keflavíkur eftir erfitt lok- astríð. Hún fæddist 12. október 1915 í Saurbæ í Holtum og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Foreldrar hennar voru Elías Þórðarson og Sigríður Pálsdóttir. Árið 1939 réðst Inga sem vertíð- arkona til Grindavíkur og þar kynntist hún manni sínum, Guð- mundi Jónssyni, og var Inga bú- sett í Grindavík upp frá því. Þau reistu sér hús í Þórkötlustaða- hverfi 1946 sem þau kölluðu Hei- maland. Þau höfðu lengst af nokk- urn fjárbúskap og störfuðu auk þess við ýmis störf. Inga og Mundi eignuðust tvo syni, Elías, f. 1942, sem er fast- eignasali í Keflavík, og Guðjón, f. 1949,, sem er framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum. Eiga þeir bræður 6 börn. Guðmundur lést árið 1979. Inga frænka í Heimalandi í Grindavík var sú frænka sem við systkinin á Réttarholtsveginum umgengumst mest og kynntumst hvað best. Við dvöldumst alltaf í Grindavík hluta af sumri og um stórhátíðir og skiptumst þá á að gista hjá Ingu í Heimalandi og föðurömmu í Vesturbænum. Alltaf var tekið á móti okkur krökkunum af mikilli rausn og hlýju þó húsakynni væru þröng. Við minnumst þess ekki að hafa tekið eftir þrengslum í þá daga sem hljóta að hafa verið mikil því hjá Ingu og Munda og sonum þeirra Elíasi og Guðjóni dvöldust á þess- um árum móðurafi og móðuramma okkar. Hvergi höfðum við kynnst jafn gestkvæmu heimili enda var Inga félagslynd og vinmörg og Mundi einstakt ljúfmenni. Við minnumst þess að í Heimalandi var oft fullt hús gesta og veitti Inga öllum af miklum rausnarskap milli þess sem hún gerði á hressilegan hátt að gamni sínu. Þar skipti ekki máli hvort áttu í hlut börn eða fullorðnir. í Þórkötlustaðahverfinu í Grindavík kynntumst við krakk- arnir sérstöku umhverfi þar sem sveitabúskapur og sjávarútvegur blönduðust á sérstæðan hátt. Þar var eins og allt mannlífið væri ró- legra og taktfastara en annars staðar. Inga féll vel inn í þetta umhverfi enda var hún uppalin í sveit. Eftir að við urðum fullorðin og eignuðumst ijölskyldur heimsótt- um við Ingu oft og löðuðust þá okkar börn að Ingu á sama hátt og við höfðum gert. Minningin um góða frænku sem hafði svo sannarlega hjartað á rétt- um stað lifir áfram hjá okkur systkinum. Systurbörn t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur og afa, MAGNÚSAR SVEINSSONAR. Guðný Sveinsdóttir, Guðný Magnúsdóttir, Magnús Svelnn Helgason, Helgi Guðbergsson, Andrea Helgadóttir, Björn Teltur Helgason. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, GUDMUNDAR ÓLAFSSONAR frð Króki, Kaplaskjólsvegi 37. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Minning: ----o Eggert Jónsson Fæddur28. októberl961 Dáinn 10. maí 1989 Jesús sagði: Komið til mín, allir þér, sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. (Matt. 11.28.) Elsku góði Eggert er dáinn. Þessi harmafregn sló mig, og ekki hefi ég kynnst blíðari og viðkvæmari dreng en honum. Leiðir okkar lágu saman 1976 þá óharnaðir unglingar í leit að til- gangi lífsins. Kynntumst við á Þúfubarði 9, þar sem tengdaíjölskyida mín bjó. Árið 1977 varð ég móðir og þá fyrst sýndi Eggert hvað í honum bjó, því með natni og stakri þolin- mæði dundaði hann við umönnun frumburðar míns. Á meðan vinur hans, Birgir, var á sjó, urðum vi1’' Eggert nánari vinir og oftar en ekki ræddum við gagnsemi þess að taka ákvörðun um eigið líf og til- veru, þrátt fyrir erfíðleika í æsku og brot sem aldrei greru um heilt. Þegar uppeldisbróðir hans lést, fyrir fáum árum, á unga aldri, var sem gleði lífsins brysti. Eggert með sitt fíngerða tilfinningalíf lokaði allt inni, einstæðingur sem missti það sem honum var kærast, góðan bróður. Leiðir okkar skildu 1982 um ára- bil. En aftur bar fundum okkar saman í sameiginlegum sjúkdómi okkar, alkóhólisma. Það er sorgleg staðreynd hvað sá sjúkdómur hefur skemmandi áhrif, en í janúar síðast- li^num, þegar við hittumst síðast, hann á batavegi og var Eggert þá bjartsýnn og glaður. Og þannig óska ég eftir að minnast hans. En eins og stendur í Spámanninum: „En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu.“ Ég sendi Eggerti mína blíðustu hugsun og bið fyrir sálu hans. Og Jesús sagði: Ég er upprisan og lífið. Sá, sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og, hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu dejja. ' (Jðh. 11.25-16) Hellen Linda t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR S. JÓNSSON, Miðleiti 5, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánudaginn 29. maí kl. 13.30. Hulda Guðmundsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson, Ásdfs Þorsteinsdóttir, Sigurður Gunnlaugsson, Arnþrúður M. Jóhannesdóttir, Sigurlfna Gunnlaugsdóttir, Axel V. Magnússon, Björn Gunnlaugsson, Ragnhildur Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir okkar og mágur, GUNNAR NIELSEN fyrrverandi skrifstofustjóri, Tjarnargötu 10 C, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 30. maí kl. 13.30. Blóm og kransar afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á minningarsjóð Knattspyrnufélagsins Fram eða Krabbameinsfélagsins. Guðrún Halldórsson, Ólafur Halldórsson, Snorra May Cheek. t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og mágs, MAGNÚSAR VILHJÁLMSSONAR frá Efstabæ á Akranesi. Kristbjörg Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Þ. Sigurbjörnsson Magnús Villi Vilhjálmsson, Sigrún Jóhannsdóttir, Þóra Þórðardóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför dóttur, eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, ERLU HJÖRDfSAR ÓLAFSDÓTTUR, Baðsvöllum 19, v Grindavfk. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 21 -A o.n.c., Landspitalans fyrir góða umönnun og hlýhug. Ingunn Ingvarsdóttir, Ólafur Sigurpálsson, Rúnar Geir Sigurpálsson, Ingunn Sigurpálsdóttir, Erla Sigurpálsdóttir, Sigurpáll Aðalgeírsson, Valgerður Ingólfsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Fernando Sabido, Árnl Kristinsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.