Morgunblaðið - 27.05.1989, Page 53

Morgunblaðið - 27.05.1989, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989 53 Hvers vegiia fá nem- endur ekki skaðabætur? Til Velvakanda. Við getum ekki orða bundist lengur vegna framkomu skólayfír- valda og kennara vegna afstöðu þeirra eftir þetta langa og leiðinlega 4 verkfall. Við sem þolendur í þessu verk- falli máttum bíða í sex vikur, að- a gerðarlaus, allflestir nemendur hófu vinnu á þessum tíma sem verkfallið stóð þar sem við erum í raun komin í sumarfrí. Loksins þegar samning- ar tókust er ætlast til að við hlaup- um úr vinnu og í skólann þegjandi og hljóðalaust á öllum dögum vik- unnar, einnig laugardaga og sunnu- daga. Margir hveijir eru búnir að ráð- stafa sumarhýrunni og þurfa marg- ir að vinna til að geta framfært sig uppi á skólagöngunni. Þess vegna viljum við benda kennurum og yfír- völdum á að láta eitt ganga yfir alla og þar af leiðandi meta allar námsgreinar í öllum skólum. Hvernig stendur á því að nem- endur í sumum skólum hagnast á verkfalli en aðrir tapa? Var ekki mikið talað um að hugsa um hag nemenda á meðan verkfallið stóð en hvar er sá hagur núna? Kennur- um finnst þetta sjálfsagt vegna þess að þeir eru á fullum launum og gott betur, þeir fá jafnvel 20 þúsund fyrir að fara í verkfall. Hvemig væri að láta nemendur fá 20 þúsund í skaðabætur vegna vinnu og námstaps. Einnig var talað um mikinn sveigjanleika að loknu verkfalli en allur sá sveigjanleiki felst í því að leyfa stúdentsefnum sem ætla í sínar útskriftarferðir að taka stúd- entspróf á 3 dögum, en hinum á viku. Hvernig þætti yfirvöldum að nemendur myndu skrá sig aftur á sömu önn og þar af leiðandi kæm- ust ekki nýnemar inn í skólana. Við erum alveg viss um að flestir nemendur, ef ekki allir eru okkur sammála. Sýnið okkur raunvemleg- an sveigjanleika. Þóra Margrét, Magga og Sigrún. Týnd læða Þetta er hún Pia. Hún hvarf frá Álfheimum 27 fyrir u.þ.b. mánuði síðan. Pía er rúmlega tveggja ára, hvít og bröndótt, mjög blíð og er auðþekkt af öri eftir uppskurð á kvið. Hún var með rauða ól og merkispjald er hún hvarf. Við höf- um leitað án árnagurs. Ef einhver getur gefið upplýsingar um hana vinsamlegast hringið í síma 37230 milli kl. 9 og 5 eða í síma 34954 á kvöldin og spyijið um Karí. v. Verkstjórar — verkamenn Notkun hjálma við hvers konar störf hefur komið í veg fyrir hina alvarlegustu höfuðáverka. Því er notkun þeirra sjálfsögð. ,UVNC>115TASKÓLJNN X AK UREYRJ '&9 VORSYN1MG 12 OG 220 VOLTA LITSJÓNVARPSTÆKI í BÍLINN BÚSTADINN BÁTINN 14tommu PHILIPS litasjónvarp meö spennubreyti Frábær mynd- og tóngæði, 10 stöðva minni, innbyggt loftnet. Tenging fyrir heyrnartól. Verð kr.: 29 950 stgr. = Heimilistæki hf ■— Sætúni8 • Kringlunni SÍMi: 69 15 00 SÍMI: 69 15 20 (/eó t/iuMSvtc^/afée^i'v í sawuKgujK,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.