Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989 55 KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ Verðskuldaður sigur KA á meisturum Fram KA-MENN unnu verðskuldað- an sigur, 3:1, á íslandsmeistur- um Fram í blíðskaparveðri á malarveili sínum nyrðra í gær- kvöldi. Segja má að úrslitin hafi ráðist í fyrri hálfleik — þá komu öll mörk leiksins, og KA hefði þá m.a.s getað skorað eitt mark til viðbótar. Heimamenn hófu leikinn af miklum krafti, Anthony Karl átti þrumuskot í þverslá strax á 6. mínútu og fyrsta markið kom á ■■■■■ þeirri 18. Anthony Reynir lék upp völlinn og í Eiríksson gegnum vörn meist- skrífar frá aranna — og skoraði með góðu skoti framhjá Birki, sem kom engum Erllngur Krlstjánsson, fyrirliði KA, skoraði þriðja mark liðsins í gær- kvöldi og lék vel að vanda — var sterk- ur í vöminni. STAÐAN VALUR......2 KA.........2 FH.........2 >ÓR........1 FRAM.......2 KR.........2 ÍA.........2 ÍBK........2 FYLKIR.....1 VÍKINGUR...2 1 1 0 1 1 0 1 1 0 0 0 0 1' 0 1 0 1 1 1 0 1 0 0 2 2:0 3:1 2:1 1:0 2:3 2:3 3:3 1:2 0:1 0:2 FOLK ■ MÓNAKÓ varð að sætta sig við markalaust jafntefli á heima- velli gegn hinu unga liði Sochaux í undanúrslitum frönsku bikar- keppninnar. Þetta var fyrri leikur liðanna og fór hann fram í Món- akó. Liðin mætast aftur í Sochaux 3. júní. • CALGAKY Flames sigruðu í NHL og urðu því Ameríkumeistarar í íshokký í fyrrinótt, er þeir báru sigurorð af Montreal Canadiens 4:2. Þetta var sjötti leikur liðanna í úrslitum, Calgary liðið vann fjóra, en lið Montreal tvo. M DON Revie, fyrrum þjálfari Leeds og enska landsliðsins í knattspyrnu, lést í gær á sjúkra- húsi í Skotlandi, 61 árs að aldri. ■ MARCO Van Basten, fram- heijinn stórkostlegi hjá ítölsku Evrópumeisturunum AC Mílanó, segist þurfa tíma til að hugsa sín mál — hvort hann skrifi undir nýjan samning við ítalska liðið, eða fari til Barcelona á Spáni, eftir að samningur hans á Ítalíu rennur út að ári. Stjóri Barcelona er John Cruyff, sem þjálfaði Van Basten hjá Ajax í Hollandi á sínum tíma. Berlusconi, forseti ítalska liðsins, vill ólmur framlengja samning Van Bastens, en framherjinn segir: „Satt að segja veit ég ekki hvað ég á að gera. Ég mun því gefa mér góðan tíma til að hugsa málið - jafnvel alveg þar til í janúar." LANDSLIÐIÐ Held vill hafa þijá í startholunum Siegfned Held, landsliðsþjálfari íslands f knattspymu, vill hafa þrjá leikmenn hér heima í startholunum, ef eitthvað kemur upp á lokadagana fyrir leikinn gegn Sovétmönnum í heimsmeistarakeppn- inni. Leikurinn fer fram í Moskvu á miðvikudaginn kemur. Leikmennimir þrír sem verða tilbúnir að hlaupa í skarðið og halda til Moskvu með stuttum fyrirvara, era: Rúnar Kristinsson, KR, Krist- inn R. Jónsson, Fram og Ingvar Guðmundsson, Val. Landsliðið heldur til Kaupmannahafnar í dag, en síðan verður farið til Moskvu á morgun. vömum við. Glæsilegt einstaklings- framtak. Ellefu mín. síðar jöfnuðu Fram- arar og var Amljótur Davíðsson þar á ferðinni. Hann komst einn inn fyrir .vörn KA, Haukur varði gott skot hans en hélt ekki knettinum, Amljótur fylgdi vel á eftir og skall- aði í netið. Mjög vel að verki staðið hjá honum. Jón Grétar Jónsson kom KA aft- ur yfir á 35. mín. Þorvaldur örlygs- son átti ágætt skot þvert fyrir markið, Jón Grétar fylgdi vel á eft- ir og skoraði af öryggi af stuttu færi. Fyrirliði norðanmanna, Erl- ingur Kristjánsson, gerði svo þriðja mark liðsins á síðustu mín. fyrri hálfleiks. Hann skoraði þá með góðu skoti úr þröngu færi eftir hornspyrnu Gauta Laxdal. Framarar komu sterkir til leiks í upphafi síðari hálfleiks. Haukur Bragason varði vel gott skot Ómars Torfasonar og Amljótur skaut í stöng stuttu síðar. Af stönginni hrökk knötturinn til Guðmundar Steinssonar sem var á markteig, en Erlingur Kristjánssonar varði skot hans á marklínunni. Þar skalia hurð nærri hælum KA-manna. Eftir þetta var leikurinn í jafn- ræði. Sigur KA var mjög sann- gjarn, leikmenn liðsins vora ákveðn- ari allan tímann og sköpuðu sér betri færi. KA-Fram 3:1 íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild, malarvöllur KA, föstudaginn 26. mai 1988. Mörk KA: Anthony ■ Kari Gregory (18.), J6n Grétar Jónsson (35.), Eriing- ur Kristjánsson (45.) Mark Fram: Amljótur Davíðsson (29.) Gult spjald: Þorsteinn Þorsteinsson (84.) Rautt spjald: Ekkert Áhorfendur: Fékkst ekki gefíð upp. Dómari: Guðmundur Haraldsson, og dæmdi af stakri prýði. Lið KA: Haukur Bragason, Stefán Ólafsson, Gauti Laxdal (Ámi Her- mannsson vm. á 69.) Halldór Halldórs- son, Erlingur Kristjánsson, Þorvaldur Öriygsson, Bjami Jónsson (Amar Freyr Jónsson vm. á 78.), Jón Grétar Jónsson, Anthony Karl Gregory, Steingrímur Birgisson, Öm Viðar Am- arson. Lið Fram: Birkir Krístinsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Kristján Jónsson, Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Kristinn R. Jónsson, Pétur Amþórsson, Guðmundur Steinsson, Amljótur Dav- íðsson, Helgi Bjamason (Steinar Guð- geirsson vm. á 59.), Ómar Torfason. Haukur Bragason, Erlingur Kristjánsson, Anthony Karl Gregory og Jón Grétar Jóns- son KA. Amljótur Davíðsson, Fram. Goran Micic, Víkingi, • Kristján Finnbogason og Rúnar Kristinsson, KR. Heppnin með KR-ingum KR-ingar höfðu heppnina með sér þegar þeir lögðu Víkinga að velli, 1:0, á rennandi blaiit- um gervigrasvellinum í Laug- ardal í gærkvöldi. Þeir skoruðu eina mark leiksins úr sinni fyrstu sókn - á 14. mín. Jóhann Lapas tók þá aukaspyrnu fyrir utan hægra vítateigshorn. Hann spyrnti knettinum að stönginni nær og virtist engin hætta vera á ferðinni. Þegar knötturinn nálgaðist markið stökk einn KR-ingur yfir knött- inn, sem sigldi áfram á blautum vellinum í netið. Jóhann Lapas fagnaði sínu fyrsta 1. deildarmarki, en Guðmundur Hreiðarsson, markvörður Víkings, sat eftir með sárt ennið. Hann hafði ekki þurft að hafa áhyggjur fram að markinu, því að KR-ingar skoraðu úr sinni fyrstu sókn. Má því vera að Guðmundur hafi Skúli Unnar Sveinsson skrífar verið orðinn kaldur, enda hafði hann lítið hreyft sig. Víkingar fengu sitt fyrsta færi á 40. mín. Bjöm Bjartmarz komst þá í gott færi, eftir sendingu frá Júgó- slavanum Goran Micic. Björn náði ekki að nýta færið. Kristján Finnbogason, markvörð- ur KR, kom mikið við sögu í seinni hálfleik og hélt hann KR-ingum á floti. Fyrst varði hann mjög vel skot frá Jóni Oddssyni á 64. mín. - knötturinn hrökk til Ámunda Sig- mundssonar, sem reyndi að vippa yfír Kristján. Hann sá við Ámunda og sló knöttinn í horn. Þegar sex mín. vora til leiksloka komst Goran Micic einn inn fyrir vörn KR, en áður en hann komst í skotfæri stöðvaði Þormóður Egils- son hann — með því að fella Goran á völlinn. Þormóður var heppinn að fá ekki að sjá rauða spjaldið þama. Þremur mín. fyrir leikslok komst Bjöm Bjartmanz einn inn fyrir vörn KR, en Kristján Finnbogason kom Víkingur-KR O :1 íslandsmótið í knattspymu, 1. deild. Gervigrasvöllurinn í Laugardal 26. maí 1989. Mark KR: Jóhann Lapas (14. mín.) Gul spjöld: Goran Micic, Víkingur, Þormóður Egilsson, KR. Víkingur: Guðmundur Hreiðarsson, Ámundi Sigmundsson, Sveinbjöm M. Jóhannesson, Öm Torfason, Atli Helgason, Atli Einarsson (Jón Oddsson 61. mín.), Bjöm Bjartmanz, Andri Marteinsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Goran Micic, Hallsteinn Amarson. KR: Kristján Finnborgason, Sigurður Björgvinsson, Þormóður Egilsson, Gylfí Dalmann Aðalsteinsson, Jóhann Lapas, Rúnar Kristinsson, Hilmar Bjömsson, Stefán Guðmunds- son, Steinar Ingimundarson (Bjöm Rafnsson 57. mín.), Gunnar Skúlason (Þorsteinn Hallgrímsson 68. mín.), Pétur Pétursson. Áhorfendun 325. Dómari: Gísli Guðmundsson, sem var langt frá því að vera nógu sannfærandi. Jóhann Lapas gerói eina mark leiksins á gervigrasinu í gærkvöldi. í veg fyrir að hann skoraði - kast- aði sér niður og handsamaði knött- inn. Rigning setti sinn svip á leikinn, sem var langt frá því að vera vel leikinn. HANDKNATTLEIKUR Anders-Dahl hefur valið IMorðurlandaúrvalið Ur ANDERS -Dahl Nielsen, landsliðsþjálfari Danmerkur, hefur valið Norðurlandaúrval- ið í handknattleik sem leikur tvo leiki gegn íslendingum hér á landi 17. og 18. júní. Þetta er tólf manna lið, sem Anders-Dahl mun stjórna. Mats Olson, sænski landsliðs- markvörðurinn hjá Teka og norski markvörðurinn Espen Karlsen, Stavanger, verja markið. Aðrir leikmenn era Ola Lindgren, Drott (Svíþjóð), Erik Veje Ras- mussen, Essen (Danmörk), Mikael Kállmann, Massenheim (Finn- land), Michaei Fenger, HIK (Dan- mörk), Per Carlén, Granollers (Svíþjóð), Lars Lundbye, Taasti’up (Danmörk), Kári Mortensen, Vestmanna (Færeyjar), Erik Haj- as, GUIF (Svíþjóð), Staffan Ols- son, Cliff (Svíþjóð) og Lars Tore Ronglan, Fredrensborg SKI (Nor- egur).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.