Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989
55
KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ
Verðskuldaður
sigur KA á
meisturum Fram
KA-MENN unnu verðskuldað-
an sigur, 3:1, á íslandsmeistur-
um Fram í blíðskaparveðri á
malarveili sínum nyrðra í gær-
kvöldi. Segja má að úrslitin
hafi ráðist í fyrri hálfleik — þá
komu öll mörk leiksins, og KA
hefði þá m.a.s getað skorað
eitt mark til viðbótar.
Heimamenn hófu leikinn af
miklum krafti, Anthony Karl
átti þrumuskot í þverslá strax á 6.
mínútu og fyrsta markið kom á
■■■■■ þeirri 18. Anthony
Reynir lék upp völlinn og í
Eiríksson gegnum vörn meist-
skrífar frá aranna — og skoraði
með góðu skoti
framhjá Birki, sem kom engum
Erllngur Krlstjánsson, fyrirliði
KA, skoraði þriðja mark liðsins í gær-
kvöldi og lék vel að vanda — var sterk-
ur í vöminni.
STAÐAN
VALUR......2
KA.........2
FH.........2
>ÓR........1
FRAM.......2
KR.........2
ÍA.........2
ÍBK........2
FYLKIR.....1
VÍKINGUR...2
1 1 0
1 1 0
1 1 0
0 0
0 1'
0 1
0 1
1 1
0 1
0 0 2
2:0
3:1
2:1
1:0
2:3
2:3
3:3
1:2
0:1
0:2
FOLK
■ MÓNAKÓ varð að sætta sig
við markalaust jafntefli á heima-
velli gegn hinu unga liði Sochaux
í undanúrslitum frönsku bikar-
keppninnar. Þetta var fyrri leikur
liðanna og fór hann fram í Món-
akó. Liðin mætast aftur í Sochaux
3. júní.
• CALGAKY Flames sigruðu í
NHL og urðu því Ameríkumeistarar
í íshokký í fyrrinótt, er þeir báru
sigurorð af Montreal Canadiens
4:2. Þetta var sjötti leikur liðanna
í úrslitum, Calgary liðið vann fjóra,
en lið Montreal tvo.
M DON Revie, fyrrum þjálfari
Leeds og enska landsliðsins í
knattspyrnu, lést í gær á sjúkra-
húsi í Skotlandi, 61 árs að aldri.
■ MARCO Van Basten, fram-
heijinn stórkostlegi hjá ítölsku
Evrópumeisturunum AC Mílanó,
segist þurfa tíma til að hugsa sín
mál — hvort hann skrifi undir nýjan
samning við ítalska liðið, eða fari
til Barcelona á Spáni, eftir að
samningur hans á Ítalíu rennur út
að ári. Stjóri Barcelona er John
Cruyff, sem þjálfaði Van Basten
hjá Ajax í Hollandi á sínum tíma.
Berlusconi, forseti ítalska liðsins,
vill ólmur framlengja samning Van
Bastens, en framherjinn segir:
„Satt að segja veit ég ekki hvað ég
á að gera. Ég mun því gefa mér
góðan tíma til að hugsa málið -
jafnvel alveg þar til í janúar."
LANDSLIÐIÐ
Held vill hafa þijá
í startholunum
Siegfned Held, landsliðsþjálfari íslands f knattspymu, vill hafa
þrjá leikmenn hér heima í startholunum, ef eitthvað kemur upp
á lokadagana fyrir leikinn gegn Sovétmönnum í heimsmeistarakeppn-
inni. Leikurinn fer fram í Moskvu á miðvikudaginn kemur.
Leikmennimir þrír sem verða tilbúnir að hlaupa í skarðið og halda
til Moskvu með stuttum fyrirvara, era: Rúnar Kristinsson, KR, Krist-
inn R. Jónsson, Fram og Ingvar Guðmundsson, Val.
Landsliðið heldur til Kaupmannahafnar í dag, en síðan verður farið
til Moskvu á morgun.
vömum við. Glæsilegt einstaklings-
framtak.
Ellefu mín. síðar jöfnuðu Fram-
arar og var Amljótur Davíðsson þar
á ferðinni. Hann komst einn inn
fyrir .vörn KA, Haukur varði gott
skot hans en hélt ekki knettinum,
Amljótur fylgdi vel á eftir og skall-
aði í netið. Mjög vel að verki staðið
hjá honum.
Jón Grétar Jónsson kom KA aft-
ur yfir á 35. mín. Þorvaldur örlygs-
son átti ágætt skot þvert fyrir
markið, Jón Grétar fylgdi vel á eft-
ir og skoraði af öryggi af stuttu
færi. Fyrirliði norðanmanna, Erl-
ingur Kristjánsson, gerði svo þriðja
mark liðsins á síðustu mín. fyrri
hálfleiks. Hann skoraði þá með
góðu skoti úr þröngu færi eftir
hornspyrnu Gauta Laxdal.
Framarar komu sterkir til leiks
í upphafi síðari hálfleiks. Haukur
Bragason varði vel gott skot Ómars
Torfasonar og Amljótur skaut í
stöng stuttu síðar. Af stönginni
hrökk knötturinn til Guðmundar
Steinssonar sem var á markteig,
en Erlingur Kristjánssonar varði
skot hans á marklínunni. Þar skalia
hurð nærri hælum KA-manna.
Eftir þetta var leikurinn í jafn-
ræði. Sigur KA var mjög sann-
gjarn, leikmenn liðsins vora ákveðn-
ari allan tímann og sköpuðu sér
betri færi.
KA-Fram
3:1
íslandsmótið í knattspyrnu, 1.
deild, malarvöllur KA, föstudaginn
26. mai 1988.
Mörk KA: Anthony ■ Kari Gregory
(18.), J6n Grétar Jónsson (35.), Eriing-
ur Kristjánsson (45.)
Mark Fram: Amljótur Davíðsson (29.)
Gult spjald: Þorsteinn Þorsteinsson
(84.)
Rautt spjald: Ekkert
Áhorfendur: Fékkst ekki gefíð upp.
Dómari: Guðmundur Haraldsson, og
dæmdi af stakri prýði.
Lið KA: Haukur Bragason, Stefán
Ólafsson, Gauti Laxdal (Ámi Her-
mannsson vm. á 69.) Halldór Halldórs-
son, Erlingur Kristjánsson, Þorvaldur
Öriygsson, Bjami Jónsson (Amar
Freyr Jónsson vm. á 78.), Jón Grétar
Jónsson, Anthony Karl Gregory,
Steingrímur Birgisson, Öm Viðar Am-
arson.
Lið Fram: Birkir Krístinsson, Þor-
steinn Þorsteinsson, Kristján Jónsson,
Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson,
Kristinn R. Jónsson, Pétur Amþórsson,
Guðmundur Steinsson, Amljótur Dav-
íðsson, Helgi Bjamason (Steinar Guð-
geirsson vm. á 59.), Ómar Torfason.
Haukur Bragason, Erlingur
Kristjánsson, Anthony Karl
Gregory og Jón Grétar Jóns-
son KA. Amljótur Davíðsson,
Fram. Goran Micic, Víkingi, •
Kristján Finnbogason og
Rúnar Kristinsson, KR.
Heppnin með KR-ingum
KR-ingar höfðu heppnina með
sér þegar þeir lögðu Víkinga
að velli, 1:0, á rennandi blaiit-
um gervigrasvellinum í Laug-
ardal í gærkvöldi. Þeir skoruðu
eina mark leiksins úr sinni
fyrstu sókn - á 14. mín. Jóhann
Lapas tók þá aukaspyrnu fyrir
utan hægra vítateigshorn.
Hann spyrnti knettinum að
stönginni nær og virtist engin
hætta vera á ferðinni. Þegar
knötturinn nálgaðist markið
stökk einn KR-ingur yfir knött-
inn, sem sigldi áfram á blautum
vellinum í netið.
Jóhann Lapas fagnaði sínu fyrsta
1. deildarmarki, en Guðmundur
Hreiðarsson, markvörður Víkings,
sat eftir með sárt ennið. Hann hafði
ekki þurft að hafa
áhyggjur fram að
markinu, því að
KR-ingar skoraðu
úr sinni fyrstu sókn.
Má því vera að Guðmundur hafi
Skúli Unnar
Sveinsson
skrífar
verið orðinn kaldur, enda hafði hann
lítið hreyft sig.
Víkingar fengu sitt fyrsta færi á
40. mín. Bjöm Bjartmarz komst þá
í gott færi, eftir sendingu frá Júgó-
slavanum Goran Micic. Björn náði
ekki að nýta færið.
Kristján Finnbogason, markvörð-
ur KR, kom mikið við sögu í seinni
hálfleik og hélt hann KR-ingum á
floti. Fyrst varði hann mjög vel
skot frá Jóni Oddssyni á 64. mín.
- knötturinn hrökk til Ámunda Sig-
mundssonar, sem reyndi að vippa
yfír Kristján. Hann sá við Ámunda
og sló knöttinn í horn.
Þegar sex mín. vora til leiksloka
komst Goran Micic einn inn fyrir
vörn KR, en áður en hann komst í
skotfæri stöðvaði Þormóður Egils-
son hann — með því að fella Goran
á völlinn. Þormóður var heppinn að
fá ekki að sjá rauða spjaldið þama.
Þremur mín. fyrir leikslok komst
Bjöm Bjartmanz einn inn fyrir vörn
KR, en Kristján Finnbogason kom
Víkingur-KR O :1
íslandsmótið í knattspymu, 1. deild. Gervigrasvöllurinn í Laugardal 26. maí 1989.
Mark KR: Jóhann Lapas (14. mín.)
Gul spjöld: Goran Micic, Víkingur, Þormóður Egilsson, KR.
Víkingur: Guðmundur Hreiðarsson, Ámundi Sigmundsson, Sveinbjöm M. Jóhannesson,
Öm Torfason, Atli Helgason, Atli Einarsson (Jón Oddsson 61. mín.), Bjöm Bjartmanz,
Andri Marteinsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Goran Micic, Hallsteinn Amarson.
KR: Kristján Finnborgason, Sigurður Björgvinsson, Þormóður Egilsson, Gylfí Dalmann
Aðalsteinsson, Jóhann Lapas, Rúnar Kristinsson, Hilmar Bjömsson, Stefán Guðmunds-
son, Steinar Ingimundarson (Bjöm Rafnsson 57. mín.), Gunnar Skúlason (Þorsteinn
Hallgrímsson 68. mín.), Pétur Pétursson.
Áhorfendun 325.
Dómari: Gísli Guðmundsson, sem var langt frá því að vera nógu sannfærandi.
Jóhann Lapas gerói eina mark
leiksins á gervigrasinu í gærkvöldi.
í veg fyrir að hann skoraði - kast-
aði sér niður og handsamaði knött-
inn.
Rigning setti sinn svip á leikinn,
sem var langt frá því að vera vel
leikinn.
HANDKNATTLEIKUR
Anders-Dahl hefur valið
IMorðurlandaúrvalið
Ur
ANDERS -Dahl Nielsen,
landsliðsþjálfari Danmerkur,
hefur valið Norðurlandaúrval-
ið í handknattleik sem leikur
tvo leiki gegn íslendingum
hér á landi 17. og 18. júní.
Þetta er tólf manna lið, sem
Anders-Dahl mun stjórna.
Mats Olson, sænski landsliðs-
markvörðurinn hjá Teka og
norski markvörðurinn Espen
Karlsen, Stavanger, verja markið.
Aðrir leikmenn era Ola Lindgren,
Drott (Svíþjóð), Erik Veje Ras-
mussen, Essen (Danmörk), Mikael
Kállmann, Massenheim (Finn-
land), Michaei Fenger, HIK (Dan-
mörk), Per Carlén, Granollers
(Svíþjóð), Lars Lundbye, Taasti’up
(Danmörk), Kári Mortensen,
Vestmanna (Færeyjar), Erik Haj-
as, GUIF (Svíþjóð), Staffan Ols-
son, Cliff (Svíþjóð) og Lars Tore
Ronglan, Fredrensborg SKI (Nor-
egur).