Morgunblaðið - 23.06.1989, Page 27

Morgunblaðið - 23.06.1989, Page 27
MORGl'NBLAÐH) FÖSTUDAGL’R 23, JÍINÍ 19S9 27 Garðar Karls- son - Minning Fæddur 10. september 1920 Dáinn 14. júní 1989 í dag er kvaddur í hinsta sinn mágur minn og góður vinur fjöl- skyldu minnar, Garðar Karlsson, til heimilis á Kleppsvegi 48, Rvk. Þeg- ar við venslamenn hans fylgdumst ásamt honum með framgangi knattspyrnulandsliðs íslands 14. júní sl. full vonbrigða yfir úrslitun- um vissum við ekki að þau voru léttvæg miðað við þau úrslit í lífi eiginkonu og sonar Garðars að á þeirri stundu og þeim stað misstu þau sinn ástkæra eiginmann og föður. Garðar var einn af 9 börnum hjónanna Karls Lúðvígssonar kaup- manns og konu hans, Maríu Thejll. Nú er aðeins einn eftir lifandi af þeim systkinahópi, Lárus, vistmað- ur á elliheimilinu Grund. Garðar ____________Brids______________ Arnór Ragnarsson Hermann og Jakob sigurvegarar á Klaustri Önnur Alslemman, helgarmót í brids, var spiluð á Kirkjubæjar- klaustri nýlega. 36 spilarar tóku þátt í mótinu, sem var afar vel skip- að spilurum, aðallega af höfuð- borgarsvæðinu. Þátttaka af Suður- landi var með eindæmum léleg eða aðeins eitt par. Sigurvegarar mótsins að þessu sinni urðu Hermann Lárusson og Jakob Kristinsson, en sigurvegarar Gerðubergs-mótsins, þeir Anton R. Gunnarsson og Friðjón Þórhallsson urðu í 2. sæti. Röð efstu para varð þessi: Hermann Lárusson — Jakob Kristinsson 732 Anton R. Gunnarsson — Friðjón Þórhallsson 717 Bragi Hauksson — Sigtryggur Sigurðsson 705 Sveinn R. Eiríksson — Þröstur Ingimarsson 705 Hrólfur Hjaltason — Bjöm Halldórsson 704 Stefanía Skarphéðinsdóttir — Aðalsteinn Sveinsson 673 ísak Örn Sigurðsson — Sigurður Vilhjálmsson 670 Páll Valdimarsson — Magnús Ólafsson 659 Dúa Ölafsdóttir — Véný Viðarsdóttir 649 Murat Serdar — Þórður Bjömsson 648 Mótið fór afar vel fram við góðar aðstæður á Hótel Eddu á Kirkju- bæjarklaustri. Vom keppendur ánægðir með heildarfyrirkomulag á mótsstað, en að sjálfsögðu hefðu mátt vera fleiri keppendur mótinu að skaðlausu. I framhaldi af fádæma lélegri aðsókn, em uppi ráðagerðir um að fella niður tvö mót af átta, á ísafirði og á Húnavöllum. Næsta Alslemmumót verður spil- að á Hrafnagili v/Akureyri um næstu helgi. Skráning er hafin í símum 91-673006 (Ólafur) og 96-24171 (Jakob). Mikill áhugi er fyrir því mótií Reykjavík og von- andi munu norðanmenn ekki láta sitt eftir liggja. Hugmyndir eru uppi um að hækka verðlaun úr kr. 100 þús. í kr. 150-160 þús., ef þátttaka fer vel yfir 30 pör. Að auki er spilað um fjölda silfurstiga í hveiju móti. missti móður sína 3ja ára gamall og hélt elsta systir hans, Sigríður, heimili með föður sínum og systkin- um í fyrstu eftir það aðeins 18 ára gömul. 6 ára gamall var Garðar tekinn í fóstur af föðurbróður sínum, Lárusi G. Lúðvígssyni skó- kaupmanni, og konu hans, Ingu. Hann rak auk skóverslunar stóra skóverksmiðju og hneigðist Garðar til þeirrar iðju. Hann sigldi til Kaup- mannahafnar 1938 og nam þar skósmíði til ársins 1939 og starfaði eftir það við skósmiðju Lárusar G. Lúðvígssonar og rak hana um nokk- urra ára skeið. Garðar kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Hrafn- hildi Þorbergsdóttur frá Þingeyri í Dýrafirði, 17. júlí árið 1948. Þau voru afar samrýnd og samtaka um uppeldi og velferð sonarins Harðar Þorbergs, sem er fæddur 1956, verkfræðingur að mennt. Gunnar bróðir Garðars bjó einnig á heimili þeirra allt frá árinu 1951, þar til hann varð bráðkvaddur fyrir 14 árum, á knattspyrnulandsleik ís- lands og Austur-Þýskalands. Sam- an mynduðu þau fjögur kjarnafjöl- skyldu þar sem Hörður var ávallt sá sem allt snerist um, augasteinn- inn þeirra. Svona skyndilegt fráfall ástvinar án nokkurs fyrirvara kemur eins og reiðarslag yfir fjölskyldu og vini, en það skal þó þakkað að sá látni er firrtur öllum banagrun og þján- ingu, sem fylgja oftast þeim áföllum sem varð þeim að aldurtila. Mér er það ljúft og skylt að minn- ast þeirra mannkosta sem Garðar var gæddur, geðprýði, hjálpfýsi og heiðarleika, aðalsmerki þessa Ijúfa + Faðir okkar, SUMARLIÐI EYJÓLFSSON, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. júní kl. 15.00. Börn hins látna. gáfumanns. Það reyndist öllum létt að lynda við hann. Hann var lista- kokkur af guðs náð og oft með til- raunir á nýjum réttum er okkur bar að garði og urðum við að bragða á fyrir áeggjan hans og auðvitað með uppskrift af góðgætinu með heim. Þannig vann hann af alúð við það fag sem hann lærði til og aldrei datt Garðari í hug að framleiða skó úr öðru en úrvalsskinni, það sam- ræmdist ekki hans eðlislæga heiðar- leika. Enn í dag gengur fjölskylda mín á skóm smíðuðum og gefnum af Garðari þótt hann hafi fyrir löngu látið af þeirri iðju, já, þeir endast eins og minningin um góðan dreng. Síðustu starfsmánuðina vann Garð- ar fyrir Volt hf. þar sem hann ann- aðist innheimtu fyrir fyrirtæki. Tími kveðjustunda er runninn upp, sá taktur tilverunnar sem reynist mér hvað þungbærastur og sú samkennd með þeim sem hana sárast skynja. Elsku Hilla og Höddi, guð styrki ykkur og styðji á erfiðri stundu. Blessuð sé minning ykkar ástkæra Garðars Karlssonar. Helga Kristjánsdóttir + Jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, dóttur og systur, ERNU SIGURLÁSDÓTTUR, fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 24. júni kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið eða aðrar líknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Ævar Karlesson. + Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinaáttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓHANNS SVERRIS JÓHANNSSONAR. Sæunn Kristjánsdóttir, Þorvaldur Kristján Sverrisson, Helga Eysteinsdóttir, Baldur Jóhann Þorvaldsson, Sverrir Kristján Þorvaldsson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afinælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafiiarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og stuðn- ing við fráfall ÞÓRUNNAR SÍMONARDÓTTUR, Suðurgötu 65, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólksins sem annaðist hana af alúð og umhyggju á sjúkrahúsi Akraness. Einar Helgason, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR KJARTANSDÓTTUR frá Völlum. Gíslina Björnsdóttir, Kjartan Björnsson, Jónas Björnsson, Ingvar Christiansen, Sigríður Sigurðardóttir, Ásdís Frímannsdóttir og barnabörn. + Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, HERMANNS JÓHANNESSONAR frá Saurum, Eyjabakka 10. Guðbjörg Guðbrandsdóttir, Guðbrandur Hermannsson, Hjálmfríður Hafliðadóttir, Þorsteinn Hermannsson, Sigriður Gunnarsdóttir og barnabörn. Móðir okkar, MARGRÉT ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR, Miðfelli, Hrunamannahreppi, sem lést 16. júní sl., verður jarðsungin frá Hrepphólakirkju laugar- daginn 24. júní kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11.30 með viðkomu í Fossnesti á Selfossi. Synir hinnar látnu. + + Móðir mín, amma og langamma, ÁSDÍS ÁGÚSTSDÓTTIR frá Birtingaholti, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, föstudaginn 23. júní, kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Þökkum öllum þeim er veittu aðstoð og sýndu hlýju og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJARNA HALLDÓRSSONAR, Borgarbraut 3, Hólmavík. Sigurður Skúlason, Ásdfs M. Sigurðardóttir, Árni G. Árnason, Skúli Sigurðsson, Hlíf Matthíasdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Elías Kristjánsson og barnabarnabörn. Halldóra Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Bjarnadóttir, Einar Njálsson, Gunnlaugur Bjarnason, Guðbjörg Stefánsdóttir, Rut Bjarnadóttir og barnabörn. V m POLERTORKí bilin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.