Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ Þóru og Jakobs var einkar ástríkt og farsælt. Þau voru samhent um alla hluti og veittu hvort öðru styrk öll sín hjúskaparár. Þóra lét sig preststarfið miklu varða og var manni sínum stoð og stytta við embættisstörfin sem oft fóru fram inni á heimili þeirra. Hún naut síðan einlægrar og ástríkrar umhyggju hans hin síðari ár er heilsu hennar hafði hrakað. Missir Þóru er því mikill og sár nú. Þóra og Jakob eignuðust fimm börn og létu sér mjög annt um uppeldi þeirra, menntun og velferð. Þau eru: Guðrún Sigríður, hjúkrun- arkona, exam. art. í persnesku, gift Hans Walter Rothenborg lækni og sérfræðingi í húðsjúkdómum í Kaupmannahöfn. Þau eiga þrjú börn; Svava, rithöfundur og fyrrv. alþm., gift þeim sem þetta ritar og eigum við einn son; Jökull, rithöf- undur, látinn 1978. Fyrri kona hans var Jóhanna Kristjónsdóttir blaða- maður og síðari kona Ása Árnadótt- ir Beck. Börn Jökuls eru fimm; Þór Edward Ph.D. deilarstjóri á Veður- stofu íslands, kvæntur Jóhönnu Jóhannesdóttur rannsóknartækni- fræðingi. Þau eiga tvö börn; Jón Einar hdl. og stórkaupmaður, kvæntur Gudrun f. Larsson, versl- unarstjóra. Þau eiga þrjú börn. Auk þess fóstruðu þau eitt barna- barn sitt, Þóru Þórsdóttur, til tveggja ára aldurs. Barnabörn og barnabörn hafa misst mikið við fráfall afa síns og langafa. Var samband hans við þau afaj innilegt. Ég naut þess í tæpa fjóra ára- tugi að þekkja séra jakob og um- gangast hann náið. Ég var við nám í guðfræði er ég varð tengdasonur hans og heimagangur á heimilinu. Eru mér minnisstæðar frá þeim árum uppörvandi og áhugavekjandi umræður um guðfræði sem ég átti við hann. Þá kenndi hann mér margt í hagnýtri guðfræði sem kom að góðum notum er ég hóf störf í kirkjunni. Það var einmitt einn af eðlisþáttum séra Jakobs hve uppör- vandi og áhugasamur hann var um það sem aðrir voru að gera, óspar að hvetja til dáða og auka mönnum sjálfstraust þar sem það var ef til vill af skornum skammti. Þessi lif- andi áhugi var samofinn velvild og ástúð sem hann miðlaði í ríkum mæli til allra sem umgengust hann. Þeir nutu þó þessa viðmóts best sem stóðu honum næst. Hann var óvenjulega kærleiksríkur faðir og traust barna sinna sem þau kunnu vel að meta. Séra Jakob var til hinstu stundar úrræðagóður sálusorgari og hjálp- arhella hverjum þeim sem sótti til hans ráð eða til hans leitaði. Lið- sinni hans við þá sem stóðu fyrir einhverjar sakir höllum fæti í lífinu fór ekki hátt en um það vita þeir best sem nutu. Hvort sem leitað var til hans sem sóknarprests, fræði- manns eða heimilisföður bar allt að sama brunni. Hann leysti ekki eingöngu úr persónulegum vanda- málum heldur var hann einnig óþreytandi að finna lausnir á færði- legum viðfangsefnum í fleiri en einni grein, því að menntun hans var breið og alhliða. Og ef hann hafði ekki svar á reiðum höndum við Þeim spurningum sem til hans var beint þá fór hann í bókasafn sitt og aflaði svara, því að honum var ósýnt um að láta nokkurn fara bónleiðan til búðar sem leitaði á náðir hans. Þekking hans var söm • i - i og jöfn til æviloka og hann hélt dómgreind sinni, andlegum styrk og jafnaðargeði á hverju sem gekk. Styrk sinn, bæði meðlæti og mót- læti sótti hann í óbifanlega trú sína, sem aldrei brást á hverju sem gekk. Séra Jakob og Þóra hafa síðustu árin búið á dvalarheimili aldraðra við Seljahlíð og notið þar frábærrar umönnunar og góðs atlætis. Fyrir þetta vilja aðstandendur þeirra þakka á þessari stundu. Þá vilja aðstandendur einnig flytja hugheil- ar þakkir til sóknarprestsins á Djúpavogi, forráðamanna þar og staðarbúa allra fyrir hlýjug og virð- ingu sem þar var sýnt við hið svip- lega fráfall séra Jakobs. Hann var alinn upp á Djúpavogi, þar hófu þau Þóra búskap sinn og þar hóf hann störf í þjónustu kirkjunnar. Séra Jakob átti því margar helgar minn- ingar tengdar þessum stað og hann hlakkaði mjög til að heimsækja hann á afmælisárinu. Þrátt fyrir háan aldur naut séra Jakob þess að eiga virkan hlut að skapandi starfi til æviloka. Ég veit að hann taldi sig gæfumann. Far- sælt er að hafa lifáð eins og séra Jakob hefur gert, ætíð trúr sínum grundvallarviðhorfum, Jákvæðri afstöðu til lífs og einlægu trúar- trausti. Við fráfall séra Jakobs er söknuð- ur fjölskyldunnar sár en styrkur og huggun mega þeim vera orð hans sjálfs í bókinni Frá sólarupprás til sólarlags: „Dauðinn er mér ekkert kvíða- efni. Ég hef skynjað Guð, og ég hefi skynjað kærleika hans. Dauð- inn setur gæzku Guðs engin tak- mörk. Bjartsýni mín í þessum heimi hefir grundvallast á trú á hann, og sama gildir um bjartsýni mína gagnvart öðru lífi". Eg þakka séra Jakobi fyrir sam- fylgdina gegnum árin og bið Þóru og öðrum aðstandendum hans Guðs blessunar. Jón Hnefill Aðalsteinsson Er ég frétti andlát séra Jakobs fann ég í senn sáran söknuð og djúpa gleði. Gleði yfir því að hann skyldi fá að kveðja að loknum góð-' um gleðidegi í heimabyggð sinni, sem honum var svo kær og hjart- fólgin. Hvergi hefði hann fremur kosið að fá að fara en einmitt þar. Gott er að fá að leggjast til hvíldar eftir langan dag og verkadrjúgan, geta horft sáttur yfir farinn veg með vissa von um nýjan dag að morgni — sem bjartur íjómar í birtu páskasólar. Guði sé lof fyrir það. En jafnframt fann ég til mikils trega. Ég hafði hlakkað til að hitta hann aftur glaðbeittan og hressan að vanda. Fyrr í vor fengum við Kristín langt bréf frá honum. Þar var síst að sjá og heyra að háaldrað- ur maður héldi á penna. Svo leiftr- andi var fjörið og hressileikinn, áhugamálin mörg og athugasemdir um menn og málefni líðandi stund- ar smellnar og snjallar. Hann var þar sami æringinn og alltaf. En þar var líka auðfundið, eins og ávallt, að undir sló hlýtt hjarta og viðkvæm lund. En efst bar gleðin yfir því að einþáttungar hans yrðu hluti Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju í vor. Illt þótti okkur að vera fjarri þá og geta ekki tekið þátt í gleði hans þar. Það var að sögn fagur svanasöngur. Við hjónin minnumst með trega margra góðra stunda með séra Jakob fyrr og síðar. Ég minnist með virðingu og mikilli MINIMINGAR SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1989 —. . ., i' s; ,*'.;, '¦¦. ''------------------------:—~—,... , þökk heimilisvinar á bernskuheimili mínu, fermingarföður og svo fyrir- rennara í starfi, og fel þær minning- ar allar góðum Guði. í þeirri þökk og bæn sé og frú Þóra falin. Guð styrki hana og huggi, og ástvini alla, og blessi þau og það annað allt sem séra Jakob var kærast hér í heimi. Hann hvíli í friði. Karl Sigurbjörnsson C 7 Kveðja frá Presta- félagi íslands Við fráfall Dr. Jakobs Jónssonar koma margvíslegar minningar upp í hugum okkar kollega hans. Raun- ar bregður okkur við á svipaðan hátt og gerist, er miklu yngri menn falla frá. Svo vakandi og frjór í hugsun var séra Jakob, að ávallt mátti maður vænta þess að hann kæmi á óvart. Séra Jakob átti langa og áber- andi þjónustu að baki í þágu kirkju og þjóðar. Margir verða eflaust til að rekja það nú og síðar. í þessum fáu orðum skal aðeins staðnæmst við starf hans í þágu prestastéttar- innar. Hann sat um árabil í stjórn Prestafélags íslands og var formað- ur félagsins á árunum 1954 til 1964. A þessum árum urðu miklar breytingar í þjóðfélagi okkar og þá einnig á högum prestastéttarinnar. Barðist séra Jakob ötullega fyrir hag stéttar sinnar, og er óhætt að fullyrða, að hann hafi haft veruleg mótandi áhrif á starfshætti félags- ins. Á 60 ára afmæli félagsins árið 1978 var séra Jakob kjörinn heið- ursfélagi þess í þakkar og viður- kenningarskyni, enda er erfitt að benda á nokkurn þann, er meira hafi lagt á sig vegna starfa fyrir félagið. Að leiðarlokum minnumst við prestar þessa gengna félaga og baráttumanhs í djúpri þökk. I minn- ingu hans sækjum við styrk og hvatningu til nýrra starfa og nýrra átaka. Raunar minnir fordæmi séra Jakobs okkur á að láta ekki værð vanans ná tökum á okkur heldur vaka á verðinum og setja markið hátt. Um leið og við felum þennan gengna bróður Drottni á vald, vott- um við fjölskyldu hans innilega samúð og biðjum þeim öllum Guðs blessunar. Sigurður Sigurðarson Blómastofa Friðfinns Suöurlandsbraul 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. «k t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR, Bræðratungu 15, Kópavogi. Magnús Óskarsson, Einar Óskarsson, Guðmundur Óskarsson. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem vottuðu okkur sam- úð við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS J. SÍMONARSONAR, Stangarholti 32, Reykjavík. Guðrún Þorsteinsdóttir, Elín Jónsdóttir, Jón Birgir Jónsson, Sigríður Jónsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Bragi Jónsson, Kurt Andersen, íris Guðnadóttir, Katrfn Torfadóttir og barnabörn. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls, VIGDÍSAR HELGADÓTTUR, Fossheiði 16, Selfossi. Karl R. Guðmundsson, Katla Helgadóttir, Ásgeir Ólafsson, Hallfríður Þorsteinsdóttir, Helgi Þorsteinsson, Bogi Karlsson, Kolbrún Karlsdóttir, Erlín Karlsdóttir, Rfkharður Björnsson, Birgit Þorsteinsson, Kristín Guðmundsdóttir, Jóhannes Ásgeirsson, Þorvaldur Þorvaldsson, barnaböm og barnabarnabarn. Lokað Verslun okkar og skrifstofur verða lokaðar mánu- daginn 26. júní frá kl. 13-16 vegna jarðarfarar dr. Jakobs Jónssonar. Bústofn hf., Smiðjuvegi 6, Kópavogi. Birting afínælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstiórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstrætí 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Legsteinar Framieiðum aliar stærðir og geröir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsíngar og ráðgföf um gerö og val legsteina. ÍJS.HELGASONHF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVB3I 48iSlMt 76677 HUSGOGN OG GJAFAVORUR VEGI13 SÍMI 625870 -^ Mikið úrval af gjafavörum og húsbúnaði fyrir heimilið, \\^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.