Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 8
8 -€ ¦MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 25.- JÚNÍ 1989 VESTUR-ISLENSKIR KVIKMYNDAGERÐARMENN ÁUPPLEH) ÍSLENDINGAR HAFA löngum viljað eigna sér alla þá sem tengja má við landið með einhverju móti og hafa áunnið sér frægð og frama. Minna má á myndhöggvarann Thorvaldsen og nú nýverið Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta, sém fróðir menn hérlendis töldu af íslensku bergi brotinn. En nú getur landinn státað af tveimur ungum og upprennandi kvikmyndaleikstjórum, báðum vestur-íslenskum. Þeir eru búsettir í Kanada og hafa vakið athygli fyrir myndir sínar, þó ólíkar séu. Þeir eru stoltir af íslenskri arfleifð sinni og hún hefur verið þeim báðum uppspretta hugmynda. Vestur-íslendingarnir sem hér um ræðir, eru Guy Maddin, höfundur Sagna af Gimlispítala og Sturla Gunnarsson, sem hefur unnið við gerð heimilda- og sjónvarpsmynda í tólf ár, en er um þessar mundir að kvikmynda leikrit um líf Vestur-íslendinganna í Gimli. eftir Friðriku Benónýs BÓLUSÓTTARFARALDUR í GIMLI um aldamótín. Einmana Einar og Gunnar keppa um hylli hjúkrunarkvennanna á Gimlispítala, sem svifa um, stífinálaðar og þokkafullar. Einar og Gunnar höfðu áður staðið í ástarsambandi við sömu konu, þótt með ólíkum hætti sé og nú blossar afbrýðisemin upp á milli þeirra. Þetta er í stuttu máli söguþráður kanadísku kvikmyndarinnar Sögur af Gimlispítala eftir Vestur- íslendinginn Guy Maddin. Gagnrýnendur hafa kallað myndina súrrealíska skopstæl- ingu þöglu myndanna, þyk- justuóð til kvikmyndasögunnar og íslenskra róta höfundarins, bestu kanadísku mynd liðinsárs og ómótstæðilegt listaverk. I haust gefst íslenskum áhorfend- um tækifæri til að dæma sjálfir um réttmæti þessara dóma því ákveðið hefur verið að Sögur af Gimlispítala verði sýnd hér á kvikmyndahátíð. En hver er Guy Maddin og hvernig er háttað tengslum hans við ísland? Til að frétta iiánar af uppruna Maddins og ferli grófst ég fyrir um síma- númer hans og sló á þráðinn. Eftir að hafa talað við ýmsa milliliði fékk ég loks samband víð Maddin sjálfan, sem varð furðu lostinn, en að sama skapi ánægður yfir því að fá upp- hringingu frá íslandi. Einmana Einar (Kyle McCulloch) g byrjaði á því að spyrja Maddin hver hann væri. „Hver ég er? Ja, ég er þrítugur Vestur-íslend- ingur sem gerir kvik- myndir." Þegar ég gekk á hann um íslenskan uppruna hans sagði Maddin að amma sín hefði heitið Kristín Daníelsdóttir og verið úr Snæfellsnessýslu en flutt átján ára gömul vestur um haf þar sem hún settist að í Manitoba og eignaðist sex börn. „Ég þekkti aldr- ei afa minn, hann var svo miklu eldri en amrna, en hann hét Sigurð- ur Eyjólfsson og væri hundrað og fjörutíu ára í dag ef hann væri á lífi. Amma, mamma og móðursystir mín töluðu alltaf íslensku hver við aðra, en ég lærði hana nú aldrei. Ég gat lesið hana, las oft Lögberg- Heimskringlu fyrir ömmu eftir að hún var orðin blind, en ég skildi Hjúkkurnar á Gimlispítala ekki nema helminginn af því sem ég var að lesa." — Og menntun þín? „Ég lærði hagfræði í háskólanum í Winnipeg, vann í nokkur ár í banka og ætlaði mér að verða banka- stjóri. En ég fékk alltaf meiri og meiri áhuga á kvikmyndum og eyddi öllum mínum frítíma í kvik- myndahúsum, komst að því að ég vildi helst ekkert annað gera en horfa á kvikmyndir. Þessi áhugi leiddi til þess að ég kynntist nokkr- um prófessorum í kvikmyndagerð og kvikmyndagerðarmönnum, af- skaplega greindum og skemmtileg- um mönnum og áður en ég vissi af var ég byrjaður að gera kvik- myndir sjálfur." — Er Sögur af Gimlispítala fyrsta myndin sem þú gerir? „Fyrsta myndin í fullri lengd, já, en áður hafði ég gert þrjátíu mínútna langa mynd sem heitir The Dead Father. Það er mynd sem gerist' í Kanada samtímans en gömlu íslensku sagnirnar og þjóð- sögurnar heilla mig meira en samtíminn og mig langaðialltaf til að gera mynd um Gimli. Ég á þar sumarbústað sem ég dvel í á hverju sumri og þá er ég eins og útspýtt hundskinn að safna saman öllum þeim sögnum frá íslandi sem ég mögulega kemst yfir. Sögur af Gimlispítala er nokkurs konar „coll- age" úr öllum þessum sögum og sögubrotum, sem hafa safnast fyrir í höfðinu á mér í gegnum árin." — En hvernig tengist súrreal- ismijslenskum þjóðsögum? „Ég er óskaplega hrifinn. áf frönskum kvikmyndum frá því um 1920 þegar súrrealisminn var upp á sitt besta. Þá var kvikmyndagerð- in ung og mér finnst ég vera á svipuðu stigi og þeir sem voru að gera myndir þá. Ég hef ekki það mikla reynslu og kunnáttu að ég haldi að ég geti gert hvað sem er í kvikmyndum og ég áleit að þessi aðferð væri sú sem ég hefði best á valdi mínu. Auk þess finnst mér að franskur súrrealismi frá 1920 og íslenskar þjóðsögur eigi mjög vel saman." — Og varstu ánægður með út- komuna? „Já, ég er mjög sáttur við hana, en ég veit ekki hvað öðrum finnst..." — Myndin hefur nú fengið mjög góða dóma... „Já, alls staðar nema í Gimli.' Maddin hlær. „Þar hafa menn ásak- að mig fyrir að fara rangt með stað- reyndir og gera lítið úr íslendingum, en gagnrýnendur hafa verið mjög jákvæðir bæði hér í Kanada og eins í Þýskalandi og San Francisco sem eru einu staðirnir utan Kanada þar sem hún hefur verið sýnd." 0 — Og nú á að sýna hana á kvik- myndahátíð á íslandi í haust, hvern- ig líst þér á það? „Á að sýna hana á íslandi? Það vissi ég ekki. Það er stórkostlegt." — Hefur þú einhverntímann komið til íslands? „Nei, en mig hefur alltaf langað til að koma og stefni að því að komast þangað á næsta ári ..." — Þú kemur kannski bara með myndina á kvikmyndahátíð? „Kannski það, en ef það gengur ekki þá kem ég engu að síður. I mörg ár hef ég þráð að sjá fæðing- arstað forfeðra minna og þótt þú trúir því kannski ekki þá er ég óskaplega stoltur af mínum íslenska uppruna." — Hvað ertu að gera núna? „Um miðjan júní hóf ég tökur á mynd sem gerist í Rússlandi á bylt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.