Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 10
lí 3__________ ______esei múi .ss auoAQUMMUB gAMUAflT88=»gJMUIA»VI QIQAjaMUOHOM 10 C' MORGUNBLADID MAMINIUFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 25. JUNI 1989 LÆKNISFRÆÐI /Aldrei meirf Bólusótt ÍSLENDINGAR eru hreyknir af því að hafa gert sullaveiki og holdsveiki landrækar og sem betur fer þurfa þeir líklega aldrei framar að horfast í augu við vágesti eins og berkla, mænusótt og taugaveiki í líkingu við það sem áður gekk og gerðist. Svo er Iæknavís- indum, dugnaði góðra manna og skilningi almennings fyrir að þakka. Víða um heim heija þessir sjúk- dómar enn og ekki er fyrirsjá- anlegt að þjóðum hans öllum auðnist að hrista þá af sér á næstunni. En fyrir tíu árum urðu þau stórfenglegu jjmskipti í heil- brigðismálum mannkyns að bólusótt var úr- skurðuð endan- lega útdauð. Al- þjóðaheilbrigðis- stofnunin hóf miklaerferð gegn henni 1967 og árangurinn varð svo glæsilegur að slíks eru fá eða engin dæmi og verða kannski ekki mörg í náinni framtíð heldur, því miður. Bólusótt, hvað er nú það? Hljómar það ekki líkt og dauf klukknahringing aftan úr hallær- isöldum íslandsbyggðar? Var hún ekki stundum kölluð stórabóla? Jú, þegar hún var stórtækust í upphafi átjándu aldar og lagði meira en fjórðung landsmanna í gröfina á tveimur árum. Talið er að bólusótt hafi fyrst borist hing- að 1240 og síðast gekk hún 600 árum seinna. Auk stórubólu mun veikin hafa heimsótt okkur tutt- ugu sinnum á þessum sex öldum og lætur þá nærri að til jafnaðar hafi þrír áratugir liðið milli far- aldra. í sumum fjölmennum og þéttbýlum heimshlutum var bóla landlæg, en hingað í fámenni og einangrun frá öðrum þjóðum kom hún sem farsótt. Hún mjakaðist venjulega yfir byggðir landsins á 2—3 árum og skildi eftir sig ónæmi hjá nægilega mörgum sem lifðu hana af til þess að hún átti ekkert erindi aftur fyrr .en ný kynslóð væri vaxin úr grasi. Annálar herma að stórabóla hafi borist með Eyrarbakkaskipi snemma í júní 1707. Námsmaður úr Holtunum flúði heim vegna bólusóttar sem gekk í Kaup- mannahöfn en veiktist og dó í hafi. Hann var jarðsettur í Noregi en fatakista hans var send áfram með skipinu. Systir unga manns- ins tók við kistunni, opnaði hana og þvoði plöggin, en veiktist skömmu síðar. Hún lifði af sjúk- dóminn en hann breiddist þegar út um nágrennið. Lesanda kann að finnast þessi frásögn ótrúleg og minna um of á þjóðsöguna um svartadauða sem rauk eins og blá gufa upp úr klæð- Bólusjúklingur í Afríku um 1960. isstranga og dreifðist síðan svipað og þokuslæðingur yfir hálfar og heilar sveitir. En síðari tíma læknavísindi hafa sýnt fram á að bólusóttarveiran er býsna lífseig og getur tórt lengi í ýmsum varn- ingi, meðal annars álnavöru. Þetta var skömmu fyrir alþing sem var haldið 8.-26. júlí og að því loknu fór sóttin eins og logi yfir akur um mestan hluta lands- ins. Arni Magnússon og Páll Vídalín voru á Snæfellsnesi að undirbúa útgáfu jarðabókar sinnar þegar bólan gekk þar. Þeir félagar komu að Staðarstað og þar stóðu tvö lík uppi. Þeir gengu tii kirkju og gerðu bæn sína og var þá komið með það þriðja. Prófastur var að heiman að þjón- usta sjúka en maddaman var nýstigin upp úr bólunni og harla máttfarin. Hún kom þó til móts við gesti sína og fylgdi þeim til bæjar. Þá var komið með fjqrða líkið, og um leið og gestimir gengu út eftir skamma viðdvöl kom fimmta líkið til kirkjunnar og, á meðan þeir stigu á hestbak, hið sjötta. — Til Aust- Ijarða náði drep- sóttin ekki fyrr en um veturinn og var þá hvorki jafn- skæð né hrað- skreið og í fyrstu. Manntal þeirra Árna og Páls frá 1703 gerir nútí- ðarmönnum kleift að átta sig betur á því tjóni sem þjóðin varð fyrir af völdum stóru- bólu heldur en af fyrri tíðar drep- sóttum. Fólkið í landinu losaði 50 þúsund áður en bólan kom en ekki nema 34 þegar hún hafði lokið sér af. Jón prófessor Stef- fensen, sem manna mest hefur athugað samtimaheimildir og spáð í spilin sem þær gefa, álítur að bólan sjálf hafi banað ríflega fjórðungi þjóðarinnar. Auðvitað dó fólk líka á bóluárunum af öðr- um orsökum; einnig fæddust böm á íslandi á þessum ámm, þó senni- lega færri en almennt gerðist vegna þess að vanfæram konum var bólan skeinuhætt og auk þess virðast fósturlát hafa verið mun tíðari en venjulega. Sextán þús- unda fækkun á bóluáranum er vafalítið heildarfækkun og ekki aðeins bóludauði. Sumar heimildir geta um átján þúsundir fallnar í stórabólu eða þriðjung þjóðarinn- ar en þá mun að flestra dómi ofta- lið. Þótt ekki séu nema tæp þijú hundrað ár umliðin reynist torvelt að komast að ákveðinni niður- stöðu um bóludauðann, og ætti það eitt að nægja sem skýring á því hve þykk hula hjúpar þau svöðusár sem þjóðin hlaut af völd- um fyrri drepsótta, svartadauða og bólufaraldra liðinna alda svo að fátt eitt sé nefnt. Það var enski læknirinn Ed- ward Jenner sem skömmu fyrir aldamótin 1800 skýrði frátilraun- um sínum með kúabólu. Hann hafði veitt því athygli að útbrot á júgrum og spenum mjólkurkúa líktust kaunum bólusóttarsjúkl- inga og ennfremur hafði hann tekið eftir að mjaltakonur sem fengu kúabólur á hendurnar sýkt- ust ekki af bólusótt. Þetta varð kveikjan að kúabólusetningunni og Jenner var því í reynd upphafs- maður alls þess sem síðar hefur verið nefnt bólusetningar. Þessi varnarráðstöfun var fljótlega tek- in upp víða um heim; hér á landi árið 1802 en eitthvað mun hafa skort á að farið væri eftir settum reglum, því að enn einn bólufar- aldur átti eftir að sækja okkur heim 1839 og 40. Hann náði aldr- ei að breiðast um landið allt og varð ekki tiltakanlega mannskæð- ur. Fyrir nokkrum dögum barst fregn sem glæðir vonir um að bóluefni kunni að stemma stigu við þeirri drepsótt sem heims- byggðin hræðist nú mest. Það mundi gleðja gamla Jenner ef hann væri ekki dauður. Andaðu djúpt! Njóttu hreina loftsins — jafht úti í náttúrunni sem inni í tjaldinu þínu. Láttu okkur þvo og hreinsa viðleguútbúnaðinn - tjaldið þitt og svefnpokann svo að hann verði hreinn og ilmandi í útilegum sumarsins. Eitt enn; Smáleki má ekki verða að stórmáli. Þess vegna er heillaráð að láta okkur vatnsverja tjaldið. Þú tekur aðeins stögin úr og kemur með tjaldið til okkar. Vatnsvarið tjald ver þig gegn vætu. Skeifunni 11 Slmi: 82220 — fyrir ferðalanga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.