Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JUNI 1989 IALNÆMIMARKAÐSHYGGJUNNAR ÞJOÐFELAGIÐ Þjóðfélagið hefur ekki farið var- hluta af þessum sviptingum, þensl- an í efnahagslífinu, ásóknin í ver- aldleg gæði, tollalækkanir á bílum, Kringluævintýrið, skattlausa árið, allt þetta hefur ýtt undir þá endur- reisn kapítalismans sem sumir telja helsta einkenni áratugarins níunda. Menn lifa flott og fara á hausinn með glæsibrag, njóta ávaxta upp- gangstímanna en kalla stjórnvöld til eftir að allt er farið úr böndun- um. Einkaframtakið blómstrar og kaupfélðgin, hugsjón aldamótakyn- slóðarinnar, deyja drottni sínum. Greiðslukortabyltingin gerði flest- um fært að hlutgera drauma sína, að minnsta kosti þar til kom að skuldadögum. Utanlandsferðum fjölgaði til muna og ferðaskrifstof- um með, veitingahús fæddust og dóu í reglubundinni hrynjandi, nýja húsnæðislánakerfið veitti ólíkleg- asta fólki vonina um eigið þak, verð- bréfamarkaðurinn blómstraði, Grænfriðungar og Kvennalistakon- ur héldu á lofti hinum rnjút u gildum með nokkrum árangri, Kvennaat- hvarf leit dagsins ljós með ríkuleg- um stuðningi Bubba, konur ruddust inn á svið karlanna í flestum grein- um, íslendingar sönnuðu umheim- inum yfirburði sína með veiðum hvala og fögrum konum^ Hófí, Linda og Jón Páll urðu tákn íslands á alþjóðavettvangi, Vigdís kom sá og sigraði hvert sem hún fór og sjónvarpslausir fimmtudagar og bönn við bjór og hundahaldi voru afnumin. Reagan og Gorbatsjov gerðu Reykjavík að miðdepli al- heimsins í nokkra daga, Derrick kom í heimsókn og aftur gafst þjóð- inni færi á að fylgjast með fúl- mennsku J.R. á mánudagskvöldum. Undir lok áratugarins syrti á ál- inn. Staðgreiðsla skatta hjó óvænt skörð í launaumslög fólks, Ávöxtun fór á hausinn, húsnæðiskerfið sprungið, framboð á atvinnu minnk- aði, gjaldþrot urðu daglegt brauð og enginn er lengur alveg viss um hvort markaðshyggjan er rétta hyggjan. STJÓRNMÁL Reagan, Gorbatsjov, Davíð og Steingrímur eru menn áratugarins í stjórnmálaheiminum, um það blandast varla nokkrum hugur. Gunnar Thoroddsen átti raunar fyrsta leikinn og mátaði Sjálfstæð- isflokkinn með stjórnarmyndun í upphafi tugar. Eftir sigur Vigdísar í forsetakosningum 1980 var leiðin greið fyrir Kvennaframboð og Kvennalista, konur höfðu hlustað nóg, nú vildu þær tala. Konum fjölgaði um 200% á þingi 1983 en þrátt fyrir það tók Steingrímur við stjórnartaumum og hefur ekki sleppt þeim síðan nema örstutta stund sem hann lánaði þá Þorsteini Pálssyni. Jón Baldvin eignaði sér ísland og reif upp fylgi Alþýðu- flokksins, Albert var látinn segja af sér sem iðnaðarráðherra og gerð- ist þá borgari númer eitt, Jón Bald- vin og Steingrímur skelltu Þorsteini í beinni útsendingu og Flokkur mannsins skoraði Vigdísi á hólm með forsetaframboði Sigrúnar Þor- steinsdóttur. Landsbyggðarmönn- um þótti hlutur sinn rýr í pólitík- inni og stofnuðu Þjóðarflokkinn, en tókst ekki að ná sæti á þingi% Úti í heimi börðust íranir og írak- ar, Reagan lenti í slæmum málum með Oliver North, Gorbatsjov boð- aði glasnost, stórveldin mjökuðust í átt að friðvænlegri samskiptum, og Japanir og Evrópubandalagið skutust upp á við í áhrifum á gang mála í heiminum. Suður-Afríka komst í brennidepil vegna apart- heit-stefnunnar og ólgunnar í kringum hana, Nelson Mandela varð aftur á allra vörum og ísraelar öfluðu sér vaxandi óvinsælda vegna harkalegrar framgöngu á herteknu svæðunum. Steingrímur fékk ekki að tala við Arafat og Olof Palme féll fyrir morðingjahendi í Stokk- hólmi. Markaðshyggjan teygði anga sína á ólíklegustu staði og jafnvel Kínverjar tóku að hneigjast tij kapítalisma. átti sitt blómaskeið og listamenn sóttu efni og stíl úr öllum áttum og hrærðu saman. Nánast allt var leyfilegt og engin stefna annarri rétthærri í orði, þótt annað hafi kannski verið upp á teningnum á borði. Heyrst hefur talað um skort á hugsjónum og sumir listamenn jafnvel haldið því fram að list sé ekki annað en framleiðsla, hvorki merkilegri né ómerkilegri en önnur. Aðrir sakna félagslegrar skírskot- unar í listum og ásaka listamenn um flótta frá samfélaginu og vanda- málum þess. Löngunin til að meika það hefur að sjálfsögðu náð inn í raðir listamanna, nú gildir að koma sér á framfæri í fjölmiðlum, gefa út, halda sýningar, halda tónleika og gera kvikmyndir með eins stuttu millibili og framast er unnt til að almenningur gleymi ekki að þú sért til. Mesta byltingin í íslenskum list- um er endurfæðing íslenskra kvik- mynda. Strax í upphafi áratugarins streymdu á tjaldið íslensk hugverk; Land og synir, Óðal feðranna, Veiðiferðin, Útlaginn, Jón Oddur og Jón Bjarni og allir flykktust í bíó, veljum íslenskt varð mottó áhorfenda án tillits til gæða mynd- anna. Svo varð allt í einu ekki nóg að velja íslenskt, fólk fór að velja og hafna, Nýtt líf, Dalalíf og Löggu- Iíf náðu feikna vinsældum á meðan Á hjara veraldar og Atómstöðin áttu ekki eins upp á pallborðið. Myndirnar breyttust, urðu fjölþjóð- legri að ýmsu leyti, spaghettinorðr- inn fæddist með Hrafninn flýgur og byssuhasar og on-the-road- fílingur skutu upp kolli í Skyttunum og Foxtrot. Erlendir aðilar tóku að fjármagna gerð íslenskra kvik- mynda og nú undir lok áratugarins er fyrsta íslenska myndin með al- þjóðlegri stjörnu í aðalhlutverki í undirbúningi. Eins og konur urðu miðdepill athyglinnar í stjórnmálum urðu strákar upphaf og endir alls í bók- menntunum í upphafi níunda ára- tugarins. Pétur Gunnars hélt áfram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.