Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 23
(,'891 IKUL .SS HUO. MORGUNBLAÐIÐ AíWilrlí^ðPIAQIflYM < nn IN NI l\iGA K runniidygur aiöAjaMuoaoM 2K7 JÚNÍ 1989 — 23 Guðmundur Arason verksljóri — Minning Fæddur6. september 1911 Dáinn 28. maí 1989 Dauðinn rná svo með sanni samlikast þykir mér slyngum þeim sláttumanni sem slær allt hvað fyrir er. (Hallgrímur Pétursson) I dag kveðjum við Guðmund Ara- son verkstjóra Rauðarárstíg 30 hér í borg. Hann fæddist á Illugastöðum í Múlasveit, Barðastrandarsýslu 6. september 1911 og varð því 77 ára. Foreldarar hans voru Ari Þórð- arson og Vigdís Sigurðardóttir. Þórður faðir Ara var Arason, sonur Ara Jónssonar, sem eignaðist 29 börn með þremur konum. Um hann var sagt að þrátt fyrir þessa miklu ómegð, væri hann alitaf frekar veit- andi en þiggjandi. Vigdís móðir Guðmundar var dóttir Sigurðar Jónssonar frá Múlakoti og Jóhönnu Magnúsdóttur. Guðmundur ólst upp í hópi sex systkina sem öll voru hin mannvænlegustu. Þau voru: Sigríð- ur (f. 20. júlí 1909, d. 19. júlí 1986), maður hennar Jón Hallsson, þau eignuðust einn son. Elías ísleif- ur (f. 4. júlí 1910, d. 20. júlí 1934). Jóhannes (f. 30. september_1913), kona hans var Steinunn Óskars- dóttir, þau eignuðust tvo syni, Steinunn er látin. Ólöf (f. 14. maí 1916 d. 13. apríl 1931). Jóakim (f. 28. maí 1917). Arnfríður (f. 24. júní 1920) sem á eina dóttur. Guðmundur ólst upp í Seljalandi í Gufudalssveit. Hann fór snemma að vinna fyrir sér í vistum hjá bænd- um í nágrenninu. 1936 hóf hann búskap í Bæ í Múlasveit, með heit- konu sinni Kristínu Pétursdóttur frá Galtará í Gufudalssveit. 1937 fædd- ist þeim sonur Elías Ólafur. 1940 fluttust þau að Vattarnesi í Múla- veit. Það ár fæddist dóttirin Guðrún Bryndís. Guðmundur var um fimm ára skeið póstur frá Vattarnesi að Skálmarnesmúla, símstöðvarstjóri, ásamt því að hann hafði með hönd- um bréfhirðingu. 1945 flytja þau Kristín að Múla í Gufudalssveit. Eftir þriggja ára dvöl er flutt til Önundarfjarðar en 1956 slitnar samband þeirra. Kristín flutti til Reykjavíkur og 1960 flytur svo Guðmundur einnig til höfuðborgar- innar þar sem hann gat dvalið í nánd við börn sín. Elías rekur fyrir- tækið Nylonhúðun í Garðabæ. Guð- rún Bryndís giftist Svani Tryggva- syni rafvirkja. Hann fórst í flug- slysi í Hvalfirði 1983 og varð öllum harmdauði. Börn þeirra eru Sesselja Guðrún, Kristín Lilja og Tryggvi Þór. Kristín Lilja á einn son sem heitir Svanur. Búskapurinn hafði alltaf verið líf og yndi Guðmundar og hugurinn hefur því verið mikið fyrir vestan þrátt fyrir flutninginn. Hann vann fyrstu árin við ýmis störf en réðst svo til garðyrkjudeildar borgarinnar og varð þar verkstjóri í unglinga- vinnu til loka starfsferils síns. Guð- mundur var vinsæll meðál unglinga því hann var hress í skapi og hafði gamanyrði á vörum en raungóður ef illa stóð á. Hann tók að sér ýmis viðvik fyrir borgina svo sem landvörslu, sýningu fyrir útlendinga á íslenskum búskaparháttum svo sem slátt með orfi og ljá. Hér hefur verið rakin saga íslensks alþýðumanns með sterk tengsl við landið. Starfsvettvangur var Barðastrandarsýsla og Önund- arfjörður og síðan Reykjavík. Innan þessara marka hélt hann sig svo varla var vikið útaf. Það var ekki farið út í lengstu legur. „Og nú fór sól að nálgast æginn“. Þegar Guðmundur var kominn yfir sjötugt fóru umsvif hans að minnka og á síðustu tveimur árum hnignaði heilsu hans mjög. Sláttu- maðurinn slyngi brýndi ljáinn. Við hann þreytti Guðmundur ekki kapp. Hann kveið aldrei vistaskiptunum. Barnatrúnni hélt hann til hins síðasta. Hann lést á sjúkrahúsi Hvítabandsins sunnudaginn 28. maí sl. Fyrir hönd fjölskyldunnar Grana- skjóli 74 þakka ég honum ágæta viðkynningu og bið ættingjum hans blessunar. Þú ljós sem ávallt lýsa vildir mér þú logar enn í gegnum bárur, brim og voðasker nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyr. (Matthías Jochumson) Valgeir Þormar Með þakklæti í huga kveð ég og fjölskylda mín nú heiðursmanninn Guðmund Arason hinstu kveðju. Hann fæddist á Iilugastöðum í Múlasveit Barðarstrandasýslu 6. september 1911, þriðji í röðinni af 7 systkinum. Faðir hans lést þegar hann var 11 ára að aldri og þurfti han því ungur að fara að bjarga sér og styðja við bak móður sinnar. Kom snemma í ljós hjá honum at- orka og iðni. Hann hóf sambúð og eignaðist tvö mannvænleg börn El- ías Ólaf, fæddur 26. október 1937 og Guðrúnu Bryndísi, fædd 28. október 1940. Hún giftist Svani Tryggvasyni, d. 25. apríl 1983, börn þeirra eru Sesselja, Kristín Lilja og Tryggvi Þór. Kristín Lilja á einn son Svan Rafn. Guðmundur og kona hans Kristín Pétursdóttir slitu síðar samvistum. Hann bjó ávallt með sauðfé, hafði hann mest- an áhuga á þeirri tegund búskapar, enda afburða glöggur á kindur. Um nokkurt skeið bjó hann á Vattar- nesi, þar hafði hann símstöð og var póstur. Hann varð fyrir því óhappi fyrir vestan að bíll sem hann var farþegi í valt út af bröttum vegi, hafði það þau áhrif á heilsu hans að hann brá búi og flutti búferlum til Reykjavíkur, en náði sér þó að mestu. Gerðist hann síðar verk- stjóri hjá Reykjavíkurborg við garð- yrkjustörf og fleira og vann ætíð af mikilli samviskusemi og natni, hafði hann einstakt lag á ungling- um sem unnu undir hans stjórn. Við á Engi kynntumst honum er hann vann við girðingarvinnu hér í nágrenninu, sá hann fljótlega að við þurftum á hjálp að halda við ýmisleg verk við búskapinn, varð hann okkar hjálparhella upp frá því í hjáverkum. Þegar móðir mín veiktist 1980 var Guðmundur um það bil að kom- ast á eftirlaun og lét sig þá ekki muna um að koma flest alla daga vikunnar og hjálpa til með kindurn- ar, þó bíllaus væri enda alia tíð sporléttur. Átti hann þá sjálfur kindur við Rauðavatn, nokkru seinna flutti hann svo kindurnar sínar til okkar, þar sem hagi var nógur. Dóttur minni, Helgu, reynd- ist hann sem besti afi og höfðu þau sameiginlegt áhugamál þar sem kindurnar voru. Síðustu árin voru kraftarnir þrotnir og heilsan bilaði, dvaldist hann á sjúkradeild Hvítabandsins undir það síðasta. Guð blessi minn- ingu hans. Ingibjörg Larsen Lokað verður hjá Nylonhúðun hf., Lyngási 8, Garðabæ, eftir hádegi mánudaginn 26. júní vegna útfarar GUÐMUNDAR ARASONAR, Rauðarárstíg 30. Mesta fluguúrval landsins Laxa- og silungaflugur í ótrúlegu úrvali t Eiginkona mín og móðir okkar, HELGA GOTTSKÁLKSDÓTTIR, Sólheimum, Sæmundarhlíð, andaðist í Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki, fimmtudaginn 22. júní. Jóhann Jóhannesson og börn. t Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Haðarstíg 10, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 27. júní kl. 13.30. Guðmundur Þórarinsson, Magnús Þórarinsson, Heiga Þórarinsdóttir, Guðbjörg Þórarinsdóttir, Þuriður Þórarinsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Gunnar Helgason, Þorgrímur Halldórsson. t Útför föður okkar, afa og langafa, GUÐMUNDAR ARASONAR fyrrv. bónda og verkstjóra, Rauðarárstfg 30, verður gerð frá Fossvogskapellu mánudaginn 26. júní kl. 15.00. Elfas Guðmundsson, Bryndfs Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Elsku dóttir okkar, stjúpdóttir, barnabarn og systurdóttir, HARPA RUT SONJUDÓTTIR, sem lést af slysförum 15. júní, verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni mánudaginn 26. júní kl. 15.00. Sonja B. Jónsdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Engilbert Jensen, Aðalheiður Jensen, Guðrún Sigurgeirsdóttir, Jón G. ívarsson, Sigurgeir Jónsson, ívarJónsson, Fannar Jónsson og fjölskyldur. 5^ | • TV -&Z UTILIF Sími 82922 H LEIKFONG Mesta leikfangarýmingarsala allra tíma. Verslunin hættir hér SIDASTA VIKA SIÐASTA VIKA n "t IA o •a 3 s> 3 S o> s 3 o- m 8 3 sr s « M Dagmömmur Barnaheimili Einkaheimili Notið tækifærið fyrir afmæli og jafnvel jólin 10% - 20% - 50% - 70% ofslóttur Allt á aö seljost Sendum í póstkröfu LEIKFANGAHÚSIÐ, Skólavörðustíg 10, Reykjavík, sími 14806 ot -o E 8 <o 8 C -8 E E 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.