Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 28
-28 e- MORGjUNBLAÐIB VELVAKAMPl .SUNNUPAOiUJR „25. ÆByga © 1985 Universal Press Syndicate » prjár osKir fyrir loo krónur." ASTER... c«-7 . að hafa hljótt þegar hann er að læra. TM Beg. U.S Paí Oít. —ali nghts leserved * 1989 Los Angeles Times Syndicate 540 VífiKr Ég held það sé betra að ég skrifi frænda þakkar- bréfið, Siggi minn. Þeir sögðu í búðinni að það ætti ekki að krumpast... HÖGNl HREKKVÍSI cjm^QMyöW w^lmuul^ „J£TA, HANN EE \>A LOKSJNS KO/J/I/VUNN j( AF" LiSrANU/W VF/f? f?A Tj'U /VIEST EFTlf?LyS/U A FÖRNUM VEGI Grundarfj örður: Kassabílar og fiskur Líklega er fátt jafhfallegt og vorið við Breiðafjörð fyrir þá sem kunna að njóta þess og vit- anléga snýst lífið um fisk á vor- in eins og á öðrum árstíma hvort heldur sem það er grásleppa eða ýsa. Eh á Grundarfirði smíða menn líka bíla. Á góðum vordegi er því ýmislegt að ger- ast bæði hjá konum og körlum og ekki síst hjá börnunum. Þeir voru hressir strákarnir sem ætla að taka þátt í kassabílar- allinu 17. júní. Bílarnir sem keppa verða a.m.k. sex talsins og af þeim eru fjórir komnir í ökufært ástand, þann fimmta var verið að mála þegar fréttaritara bar að garði og sá sjötti var enn þá vandlega geymdur inni í bílskúr og yfir smíði hans hvíldi mikil leynd. — En hvar fá strákarnir efni í bílana og aðstoð við smíðina? „Dekkin á okkar bíl eru bara gömul og ónýt dekk af hjólunum okkar," sögðu þeir Svavar, Árni og Gísli. „Okkar er nú enginn venjulegur kassabíll, það er svo mikill málmur í honum en við fáum samt að keppa," sögðu Kristján og Svenni, en þeir voru búnir að sprauta sinn bíl silfurlitan. Ýmsa hjálp sögðust þeir hafa fengið hjá pabba Svenna. „Við höfum sko eiginlega alveg smíðað okkar sjálf- ir, bara fengið smáhjálp með hjól- in en þau eru undan gamalli kerru," sögðu Elvar og Valgeir,. Jón Hans, Guðbjartur og Arnþór sögðu að þeirra væri nú eiginlega mesti bíllinn, „því húddið á honum er af alvöru-bíl, nefnilega skottið af gömlum Voffa." Hinir tveir bílarnir eru líka smíðaðir af strákum og pöbbum, en ætla engar stelpur að taka þátt í þessu ralli? Það var Elvar sem hafði orð fyrir hópnum og meinti greinilega hvert orð sem hann sagði: „Nei, það eru sko engar stelpur, þær eru svo miklar skræf- ur, þær leggja ekkert út í þetta og nenna bara ekki að smíða kassabíla." „Lítið að gera út áríð vegna kvótaleysis" Niðri við höfn lá Farsæll SH bundinn og hafði komið inn fyrr um daginn. Báturinn er á togveið- um og 2-5 daga úti í einu. Um borð var Sigurjón Halldórsson skipstjóri ásamt Heiðrúnu og Sindra börnum sínum. „Það er langt stopp framundan hjá okkur núna vegna kvótaleysis," sagði Sigurjón. Við höfum verið á tog- veiðum og það hefur verið ágætis reytingur, kannski endist okkur kvótinn fram í júlíbyrjun, en þá erum við líka búnir fyrir utan 250 tonn af skel sem við megum veiða en það gerum við svona með haustinu. I fyrra tók okkur tæpan mánuð að veiða 280 tonn svo það verður ekki mikið að gera út árið. Þessi kvoti leyfir engar frekari fjárfestingar eða framkvæmdir. Auðvitað verður að hafa stjórn á fiskveiðum og ég þekki enga betri lausn en kvótakerfið, hins vegar hlýtur að mega laga það á ein- hvern hátt, þetta er farið að fæla unga menn frá," sagði Sigurjón um leið og hann vatt sér aftur um borð í Parsæl, en Farsæll fékk viðurkenningu Siglingamálastofn- unar á 17. júní sem snyrtilegasti báturinn við Breiðafjörð. „Vorið er svo fallegt við Breiðafjörðinn" Sé gengið frá höfninni og út Nesveg verða á vegi manns tveir hvítir og áberandi snyrtilégir skúrar. I öðrum skúrnum stóðu tvær ungar konum og söltuðu grá- sleppuhrogn. „Eiginlega veit ég ekki hvort grásleppan kom með vorið eða vorið með grásleppuna," sagði hún Linda og hló, þar sem hún stóð með drifhvíta svuntu, gúmmíhanska og á stígvélum og saltaði hrogn í tunnu ásamt stöllu sinni, Jóhönnu. „Þetta er bæði lif- andi starf og hressandi vinna, enda líkar mér alltaf vel að vinna við físk," sagði Jóhanna. — En í hverju felst þessi vinna? NÞað var Linda sem hafði orð fyrir þeim. „Við sigtum allt vatn af hrognunum og það gerum við á kvöldin þegar báturinn kemur inn. Strax í býtið næsta morgun söltum við svo hrognin ofan í tunn- ur. Það er mikið eftirlit með þess- ari tegund fiskvinnslu, hver ein- asta tunna- er skoðuð af ríkismati sjávarafurða og síðan innsigluð. Víða er grásleppunni sjálfri hent en krakkarnír okkar verka hana og láta síðan síga. Þau hafa geng- ið í hús og selt hana og bara feng- ið góðar viðtökur. Það kemur allt- af eitthvað af rauðmaga í netin, en hann borðum við og gefum vin- um og vandamönnum. Kannski prófum við að reykja hann líka til gamans." En af hverju skyldi Lindu líka vel að salta grásleppuhrogn? „Við byrjum að vinna um 7 á morgnana. Það er gott að drífa sig á fætur og út í kyrrðina, vorið er svo fallegt hérna við Breiða- fjörðinn. Þessi vinna er svo árstí- ðabundin, svona smátörn 1-2 klukkutímar kvölds og morgna og þá vinnum við af kappi. Ætli vinn- an eigi bara ekki vel við mig á sama hátt og vorið," mælti Linda að lokum og var um leið þotin inn aftur svo þær mættu nú að ljúka verkinu fyrir kvöldmat. - Ragnheiður Víkverji skrifar ¦ . =.....'¦ •- - - - -...... . • .*'.-- i Víkverji hefur lúmskt gaman af skoðanakönnunum um allt milli himins og jarðar, sem tröllríða fjöl- miðlum, einkum í gúrkutíð, þótt hann sé hóflega trúaður á niðurstöð- ur þeirra. Almenningsálitið á nefnilega ekki nema eina hliðstæðu, hvað stöðug- leika áhrærir — eða hitt þó heldur — sum sé veðráttuna. Og íslenzk veðrátta hefur mörg andlit, jafnvel sama daginn. Sama er að segja um almenningsálitið. Skoðanakannanir kunna að lýsa viðhorfum augnabliksins; þess augnabliks, sem er liðið þegar fyrstu fréttir af því birtast. Liðið augnablik segir hinsvegar ekki mikið um morg- undaginn — en dulítið þó. Félagsvísindastofnun heitir fyrir- bæri, sem á stundum forvitnast um viðhorf mörlandans til hins og þessa. Reyndar er forvitni af þessu tagi að verða að sérstakri og mann- frekri atvinnugrein, til hliðar við fréttamennsku, sem er með nefið ofan í hvers manns koppi. Hér skal ekki fjallað um áhrif þessara atvinnugreina á þjóðarfram- íeiðsluna, heldur.vikið að skoðana- könnum Félagsvísindastofnunar á umsvifum hins opinbera, sem „ryk- sugar" launaumslög fólks, og inn- siglar dyr þeirra sem ekki eru borg- unarmenn fyrir „lítilræðinu". Víkverji sá það í Mogganum sínum á fimmtudaginn að 70,2 af hundraði aðspurðra taldi umsvif hins opinbera of mikil. Þessi afstaða risti djúpt inn í alla stjórnmála- flokka. Atta af hverjum 10 aðspurðra krata var þessarar skoðunar. Sjö og hálfur af tíu aðspurðum sjálfstæðis- mönnum. Tæplega sex af hverjum tíu Kvennalistakonum. Jafntefli var hjá framsókn, eins og vera ber hjá já-já- og nei-nei-flokki, það er fimm af hverjum tíu aðspurðra. Alþýðu- bandalagið rak síðan lestina með fj'óra og hálfan af hverjum tíu að- spurðra þessarar skoðunar. Hinsvegar vafðist flestum tunga um höfuð, eins og fyrrverandi menntamálaráðherra komst stund- um að orði, þegar spurt var hvar skera ætti niður ríkisútgjöldin. Helzt var að menn nefndu ráðuneytin og stjórnsýsluna. V ið íslendingar erum fámenn þjóð í stóru og strjálbýlu landi. Aðeins fjórðungur úr milljón. Þar af aðeins helmingur vinnandi eða áttundi partur úr milljóninni. Það er því ekki stór hópur sem stendur undir þjóðarbúskapnum, það er aflar þjóðarteknanna, sem til skiptanna koma — og bera verða útgjöldin öll. Það er erfitt að bera smáþjóð, eins og okkur, saman við milljóna- þjóðir að þessu leyti, tugmilljóna- þjóðir eða þjóðir sem telja hundruð milljóna. Það gegnir raunar furðu, þegar alls er gætt, hve vel okkur hefur tekist að búa í haginn, þrátt fyrir á stundum misviturt ríkisvald. Víkverji tekur sum sé undir með meirihlutanum í skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar. Yfirbyggingin í samfélaginu er allt of stór miðað við burðarþol undirstöðunnar. Hinsvegar verðum við að gera okkur grein fyrir því að það er og verður dýrt að vera Islending- ur. Dæmi: Það kostar fámenna þjóð í stóru strjálbýlu fjalla- og fljóta- landi, eins og Islendinga, meira að byggja upp og halda við þjóðvegum en milljónaþjóð í litlu, flatlendu landi, eins og Danir. Já það er dýrt — en kostnaðarins virði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.