Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 18
* 18 C
M()KGUNBIAÐIÉ» >FJÖLMIÐLAR SliNN! FI)AGUR 25i JÚNL H989
FÓLK
j fjölmiðlum
■ ADDA Steina Björnsdóttir
fréttamaður á Bylgjunni er þessa
dagana að skrifa um siðSræði
íslenskra fjölmiðla. Adda er guð-
fræðinemi og hefur nú viðað að
sér heimiidum í
lokaritgerðina.
Ekki hefur mik-
ið verið skrifað
um þetta efni
áður. Adda
hyggstkanna
siðareglur og
veiyur
íslenskra blaðamanna á þessari
öld. Hafa þær breyst síðustu ára-
tugina? Að hve miklu leyti drógu
ísienskar siðareglur dám af er-
lendum venjum og reglum og
hver voru — og eru — áhrif sérís-
lenskra aðstæðna? Hefiir sið-
fræði íslenskra Qölmiðla verið
eitthvað öðruvísi en almenn sið-
fræði? Og siðast en ekki síst —
hve merkjanleg eru áhrif krist-
innar siðfræði í íslenskri fjölmiðl-
un?
Adda Steina
■ÞEIR Iandsmenn sem Iagt hafa
augu — og eyru — við Ríkissjón-
varpið hafa veitt því eftirtekt að
Páll Benediktsson fréttamaður
hefur flutt sig til í hinum opin-
bera geira, frá
hljóðvarpinu yfir í
sjónvarpið. Páll
1 mun meðal annars
upplýsa landsmenn
um málefni fisk-
vinnslunnar og
sjávarútvegsins.
Páll
Innan sjónvarpsins hefur Ólafiir
Sigurðsson firéttamaður hvað
mest sinnt þessum málaflokkum,
en hann annast nú fréttasljórn
erlendra frétta.
Aðspurður sagði Páll Morgun-
blaðinu að enn hefði hann ekki
endumýjað fatnað sinn til sam-
ræmis við hinn settlega virðu-
leika í klæðaburði sem fréttastof-
an krefst jaftian af starfsmönnum
sínum.
' Síðustu misserin hefur nokkuð
borið á mannatilfærslum milli
hinna opinberu fréttastofa —
einkum frá útvarpinu til sjón-
varps. Þessar tilfærslur em þó
ekki „samræmd og opinber"
stefiia ríkisQöImiðlanna. Heyrst
hefiir að sumum hljóðvarps-
mönnum þyki fréttasfjóri ríkis-
sjónvarpsins, Bogi Ágústsson,
nokkuð ötull við að „ræna“ vön-
um mönnum þaðan.
Morgunblaðið hefur þó heim-
ildir fyrir því að á báðum ríkis-
firéttastofunum sé aukinn vilji til
þess að auka samvinnuna til að
standast betur samkeppni „hinna
fijálsu ljósvakamiðla".
ÍÞRÓTTAGLÁP
Þó svo íþróttaviðburðir geti
gagntekið heilar þjóðir þá er það
einungis í undantekningatilfell-
um. Iþróttir eru fyrir tiltölulega
afmarkaðan hóp manna. Mark-
tækar kannanir gefa til kynna að
áhorf á íþróttaþætti sé að jafnaði
um 10% og lætur nærri að 7 af
hverjum 10 séu karlmenn, flestir
innan við miðjan aldur. Þessar
tölur staðfesta það sem allir vissu,
að íþróttir í sjónvarpi eru fyrir
karla. Það, ásamt keppniseðli
íþróttanna, skýrir e.t.v. þá stað-
reynd að remba alls konar er
meiri fylgifiskur íþrótta en annars
sjónvarpsefnis fyrir afmarkaða
hópa. Þjóðernisrembuna þekkjum
við íslendingar vel því stundum
jaðrar hlutdrægnin í lýsingum frá
landsleikjum við fordóma gagn-
vart andstæðingum. En þar sem
á þessari eyju býr einungis ein
þjóð fellur þetta í góðan jarðveg.
Eins er karlremban hluti af þessu
fyrirbæri. Hér á landi birtist hún
helst heima í stofu þegar gáska-
fullir vinir eiginmannsins hrossast
með bjórinn undir beinu útsend-
ingunum. Einnig rembast menn
vegna búsetu og vegna hinna
ýmsu liða sem þeir eru tengdir
tilfinningaböndum. Erlendis birt-
ist þessi hanaskapur m.a. í skræl-
ingjahætti og skrílslátum sem er
mörgum mikið áhyggjuefni. Sem
betur fer virðumst við íslendingar
hafa brotið gegn stórskammaeðli
okkar í þessum málum og farið
hægar í sakirnar en ýmsar ná-
grannaþjóðir.
Til þess að sjónvarpsefni slái í
gegn þarf stjörnur. Þó svo til séu
íslenskar íþróttastjömur þá hafa
þær öðlast þá tign á erlendri
grund. Stjömur em búnar til í
fjölmiðlum. Fjölmiðlarnir marg-
endurtaka afrekin, lýsa íþrótta-
manninum í bak og fyrir, ræða
við hann bæði fyrir og eftir,
skyggnast inn í einkalífið og gera
eitt og annað til þess að gera
manninn merkilegan. Á þennan
hátt fjalla stöðvarnar ekki um
okkar íþróttamenn sem taka þátt
í keppni hér á landi. Slík umfjöll-
un eykur tvímælalaust áhuga
fólks á íþróttum og íþróttamótum
hvers konar. Hins vegar er það
nú ekki alltaf svo að viðtöl við
leikmenn auki innsæi og skilning
áhorfenda. Þegar Charlie nokkur
George var hvað iðnastur við að
skora mörk fyrir knattspyrnulið
sitt, Arsenal, snemma á síðasta
áratug, reyndu breskir íþrótta-
fréttamenn stundum að fá lýsingu
hans á aðdraganda og uppbygg-
ingu markanna. Charlie svaraði
alltaf í svipuðum dúr: „Nú, boltinn
var þarna og ég bara sparkaði í
hann.“
Helstu kostir sjónvarps nýtast óvíða
betur en í beinum útsendingum frá
íþróttakappleikjum
Islensku stöðvarnar sýna íþróttir
samtals að meðaltali í um 12 stundir
á viku
I Remba allskonar virðist nátengd-
ari íþróttum en öðru sjónvarps-
efni
Þ AÐ HEFUR verið sagt að það sé tvennt sem
geti haldið fólki fyrir framan sjónvarpið fram
undir dagsbrún. Kosningasjónvarp og beinar
útsendingar frá íþróttaviðburðum. íþróttir
hafa flest það sem gerir sjónvarpsefni áhuga-
vert, sérstaklega beinar útsendingar frá
kappleikjum og viðureignum. Hraði, hreyf-
ing, lipurð, snilli, kraftur, tækni, stjórn-
kænska, stígandi, eftirvænting, spenna, undr-
un, sigur, gleði, tap, beiskja, tár og von-
brigði. íþróttir eru hvunndagsdrama sjón-
varpsunnandans. Sjónvarpsstöðvar eru farn-
ar að sjá um eigin uppfærslur eins og ball-
skákmót islensku stöðvanna í vor og vetur
bera vott um. Ballskákin er dæmi um íþrótt
sem hentar mjög til sjónvarpsútsendinga og
er óhætt að segja að vinsældir hennar í Evr-
ópu hafi vaxið eins og sveppagróður undir
sviðsljósum sjónvarþsveranna.
Iþróttir hafa lengi gegnt eins
konar öskubuskuhlutverki á sjón-
varpsheimilinu. Þær hafa ýmist
verið taldar annars flokks fréttir
eða miður gott skemmtiefni og
hefur það m.a. leitt til þess að
fáir hafa íhugað af alvöru gildi
og ágæti sjónvarps- nmtmmm^
íþrótta. það er ekki
fyrr en með auknum
möguleikum á bein-
um útsendingum
hvaðanæva frá að
íþróttir fá viðurkenningu sem
merkilegt og áhugavert sjón-
varpsefni í sjálfu sér. Stofnun
íþróttadeildar hjá ríkisútvarpinu
og starfsemi þeirrar deildar er í
fullu samræmi við þessa þróun.
Beinar útsendingar á vegum
þeirrar deildar voru 43 á fyrstu 5
mánuðum þessa árs, en það jafn-
gildir rúmlega tveimur útsending-
um á viku að meðaltali og stóðu
þær samtalf yfir í nærri 65 klst.
I einni viku sem val-
w in var af handahófi
OAKSVIÐ sýndi Sjónvarpið
------------------------- íþróttir í samtals um
eftirÁsgeir Fridgeirsson SÍÖ °f h5álffkM. og
J & & var það 12,8% af
útsendu efni þá vikuna og þó svo
knattspyman hafi verið í fyrir-
rúmi þá var sýnt frá samtals 12
íþróttagreinum. Stöð 2 hefur frá
upphafi lagt mikla áherslu á að
sýna margar ólíkar iþróttir. Hlut-
fall íþrótta þar er talsvert lægra
en hjá Sjónvarpinu eða um 5,5%
og munar þar mest um að stöðin
sýnir mun minna beint frá við-
burðum á erlendri grund.
Skein yfir landi
Einn af mínum kæru
skólanemendum, sem
síðar gerðist blaða-
maður, skrifaði ágæta grein
um samgöngur, skipulags-
mál og fleira sem varðar
mannlíf í nútíma-samfélagi.
Þar gat hann þess, að ég
hefði einhveiju sinni látið svo
um mælt í efnafræðitíma,
að í rauninni væri alveg nóg
að kunna Gunnarshólma.
Frá þessu sagði hann að
sjálfsögðu mér til lofs og
ævinlegrar dýrðar. Skömmu
síðar vitnaði merk kona til
þessarar frásagnar í grein
um menningarmál og bar
mikið lof á svo ágætan efna-
fræðikennara. Og nú fyrir
tveim dögum var ég minntur
á þessi ummæli nemanda
míns, blaðamannsins, og
þótti mér þá sýnt, að hróður
minn sem raunvísindamanns
færi enn vaxandi.
Atvik það, sem hér liggur
að baki, hefur að vísu orðið
mér skemmtilega minnis-
stætt, enda hef ég oft frá
því sagt meðal kunningja.
Og þar sem það hefur hvað
eftir annað sætt opinberri
umfjöllun, er vérðugt að frá
því sé greint af sagnfræði-
legri nákvæmni.
Einhvern tíma hafði ég
sem sé rausað yfir bekknum
í hálfa kennslustund um til-
tekið efnaferli, þegar einn
nemendanna greip fram í
fyrir mér: „Heyrðu, Helgi,
þurfum við að kunna eitt-
hvað af þessu utanbókar?"
Og fyrr en ég vissi af hafði
ég misst út úr mér: „Nei,
nei, blessaður vertu, þú átt
ekki að kunna utanbókar
nokkurn skapaðan hlut nema
Jónas Hallgrímsson.“ Þar
með var það mál útrætt.
Nokkrum dögum síðar var
skriflegt próf í efnafræði.
Þar voru lagðar fyrir nokkr-
ar einfaldar spurningar. Sú
fyrsta var: „Hvemig oxast
metanól í díkrómsýru?" Og
við henni barst eitt svar sem
af bar að mati kennarans:
„Eigi veit eg það svo gjörla;
en hitt veit ég, að — Skein
yfir landi sól á sumarvegi og
silfurbláan Eyjafjallatind
gullrauðum loga glæsti seint
á degi.“
Skemmst er frá því að
segja, að kennarinn komst
við og harmaði sáran, að ein-
kunnastiginn skyldi ekki ná
upp fyrir tíu, þegar kennslan
hafði loks borið þann frá-
'bæra árangur, að einum
nemanda var ljóst orðið, að
gullgerðarlist himinsólar á
jökultindi er miklu merki-
legri en kukl vísindamanna,
sem em langt komnir að
gera blessað jarðarkrílið
okkar óbyggilegt.
Hvað sem því líður, hefur
það stundum flögrað að mér,
hvort ekki kynni að reynast
íslenzkri menningu þarfara
að hvetja vaxandi kynslóð til
að læra ljóð Jónasar utan-
bókar, skilja þau smám sam-
an sem listaverk og varðveita
þau sem gersemar í hug
sínum, fremur en að öll þjóð-
in sé látin gera grein fyrir
því í skólum, hvernig metan-
ól oxast í díkrómsým.
Helgi
Hálfdanarson