Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBIAÐIÐ SUNNUDÁGÚR 25. JÚNÍ 1989
C 9
ingartímanum. Hún heitir Ark-
hangelsk og aðalhlutverkið er leikið
af Kelly McCulloch, sem lék Einar
í Sögur af Gimlispítala. Aðrir leikar-
ar í stórum hlutverkum eru Ari
Dohan og Kathy Marykuca. Þetta
er miklu stærra verkefni en ég hef
fengist við áður, við erum búin að
leigja risastórt landsvæði og byggja
þar rússneska borg og það eru
miklu meiri peningar í spilinu en
ég hef haft úr að spila fyrr, kostnað-
urinn við gerð Sagna af Gimlispít-
ala var 22.000 kanadískir dollarar
(1.045.000 ísl. kr.) en kostnaðar-
áætlunin fyrir þessa mynd er
350.000 kanadískir dollarar
(16.625.000 ísl. kr.), svo þú sérð
að munurinn er ansi mikill."
— Áttu von á því að þú notir
íslenskan bakgrunn í fleiri mynd-
um?
„Já, það hugsa ég. Það er fyrst
núna sem ég er farinn að líta á
mig sem alvöru kvikmyndagerðar-
mann og ég ákvað eftir Sögur af
Gimlispítala að næsta mynd yrði
að vera allt öðruvísi, svo menn
gætu ekki sagt að ég væri alltaf
að gera það sama, en mér segir svo
hugur að ég eigi eftir að snúa mér
aftur að minni íslensku arfleifð."
Ég lendi í nokkru þrefi við Madd-
in vegna þeirrar beiðni minnar að
hann sendi okkur mynd af sér, hann
segist vera óskaplega feiminn við
vmyndavélar og lítið hrifinn af því
að birtar séu af sér myndir, en lof-
ar þó að lokum að senda mér eina,
„handa íslandi" eins og hann segir.
Og ég kveð þennan glaðbeitta Vest-
ur-íslending með góðum óskum og
hlakka ennþá meira en áður til að
sjá Sögur af Gimlispítala þegar þar
að kemur.
eftir Urði Gunnarsdóttur
„ÉG TALA íslensku," er svar
Sturlu Gunnarssonar við held-
ur brösuglegri kynningu
minni á mér og Morgunblað-
inu. Enda er maðurinn
rammíslenskur, fæddur í
Reykjavík 1951 og búsettur
þar til Qögurra ára aldurs.
Þá flutti fjölskylda hans til
Kanada, þar sem hann býr
enn. Sturla er lærður kvik-
myndagerðarmaður og hefiir
starfað við gerð heimildar- og
sjónvarpsmynda í tólf ár.
Hann hefur gert alls rúmlega
tuttugu myndir en í haust snýr
hann sér að gerð fyrstu kvik-
myndar sinnar í fiillri lengd.
Islenskan vefst dulítið fyrir
honum og þegar hann skortir
orð, grípur hann til enskunnar
sem er honum mun tamari.
En það er óneitanlega
ánægjulegt að heyra vestur-
íslenskuna hljóma svo langt
að, sem frá Toronto í Kanada,
þar sem Sturla er búsettur.
Eg man vel eftir brott-
förinni frá íslandi," segir
Sturla. „Við fórum með
Gullfossi og mér er sér-
lega minnisstætt þegar
við sigldum út úr höfn-
inni. Oll fjölskyldan stóð
á hafnarbakkanum og
veifaði og ég var ósköp leiður.
En einnig spenntur yfir því að
vera að fara i svona langt ferða-
lag, og það til Ameríku. Ég hélt
að þar yrðu kúrekar á hveiju strái
en raunin varð önnur. Það íþyngdi
mér þó ekkert því við komum
fyrst til New York og þar var
allt svo spennandi. Öll stóru hús-
in, sjónvarpið og hitinn ...“
Fjölskyldan settist að í Van-
couver og þar ólst Sturla upp.
Ástæðuna fyrir brottflutningnum
segir hann hafa verið löngun for-
eldranna til að breyta til. Sturla
gekk í skóla í Vancouver og eign-
aðist kanadíska félaga. Hann
gleymdi fljótt íslenskunni og það
var ekki fyrr en hann var sendur
til íslands tólf ára að hann náði
málinu aftur. Hann var í sveit tvö
sumur og kom einnig til Islands
að loknu háskólanámi og fór á
vetrarvertíð.
í bflaverksmiðju General Motors.
Hún vann til um tíu verðlauna
víðs vegar um heiminn. Nú, svo
hef ég unnið talsvert að gerð
þekktra sjónvarpsþátta. Ég gerði
meðal annars nokkra þætti í
þáttaröð sem kennd er við Alfreð
Hitchcock og nokkra Twilight
Zone-þætti.“
Hefur þú eingöngu haldið þig
við gerð heimilda- og sjónvarps-
mynda?„Já, og það er einfaldlega
vegna þess að ég hef áhuga á
gerð heimildamynda og mér hefur
ekki boðist vinna við kvikmynd
sem hefur freistað mín fyrr en
nú. í haust ætla ég að gera mynd
í fullri lengd sem á að heita Diplo-
matic Immunity og fjallar um
kanadískan sendiherra í E1
Salvador. Við stöndum nú í samn-
ingaviðræðum við leikara, flesta
kanadíska. Ég geri ekki ráð fyrir
að íslenskir kvikmyndaunnendur
þekki nokkuð til þeirra auk þess
sem ég get ekki sagt frá því hveij-
ir þeir eru fyrr en samningar hafa
náðst. Þó er orðið ljóst að arg-
entíska leikkonan Norma Allie-
andra mun leika eitt aðalhlutverk-
anna.
Myndina gerir fyrirtæki mitt,
Metropolis Motion Pictures, í sam-
vinnu við fimm kanadísk fyrirtæki
og eitt breskt. Það er erfitt að
gera kvikmyndir í Kanada vegna
nálægðarinnar við Bandaríkin,
sem ráða í raun kanadíska mark-
aðnum. Hér eru ekki framleiddar
nema um tuttugu myndir á ári,
þar af helmingur í frönskumæl-
andi hluta landsins.“
Sturla hefur bæði unnið í
Bandaríkjunum og Kanada en
hefur „ekki enn gert mynd á ís-
landi en langar til þess. Ég vona
að ég geti einhvem tíma komið
til íslands og gert mynd þar en
ég veit ekki um hvað hún ætti
að vera. Núna er ég að hefja töku
á leikriti eftir Vestur-íslendinginn
Bill Valgeirsson, sem hefur skrif-
að mikið um Vestur-íslendingana
sem eru búsettir í Gimli.“
Sturla segist aðhyllast „sósíal-
realisma“ - félagslegt raunsæi í
kvikmyndum en myndir hans
þykja skemmtilegar og spennandi
í senn. Hann segir eftirlætisleik-
stjórana meðal annars vera þá
Ingmar Bergman og Robert Alt-
man. En hann segist ekki aðhyll-
ast neinn einn kvikmyndaleik-
stjóra öðmm fremur. Ekki heldur
leikara, en Sturla hefur unnið með
fjölda þekktra kanadískra leikara
og nokkmm bandarískum, „þeir
em engar stórstjömur en vel
þekktir." Meðal þeirra eru Helen
Shaver, Susan Anton og Steve
Canaly, sem íslenskir sjónvarpsá-
horfendur þekkja úr Dallas.
Hefur þú samband við þá Is-
lendinga sem eru í Kanada?
„Mömmu mína,“ svarar Sturla _að
bragði. „Allt fólkið mitt er á Is-
landi nema mamma. Þar sem hún
er virk í starfi íslendingaklúbbs
hér, hitti ég klúbbfélagana stöku
sinnum. Ég fæ líka sent Iceland
Review svo ég get fylgst með því
sem er að gerast heima. En ég
tel mig vera íslending, rétt eins
og Kandamann. Konan mín er
indversk-kanadísk, hér em allir
annars staðar að, þjóðarbrotum
og hefðum ægir saman.“
Helen Shaver og Karem
Maliki-Sanchez í
sjónvarpsmyndinni
Utsendaranum, sem Sturla
gerði í samvinnu við Granada-
og USA Network
sjónvarpsstöðvamar.
Sturla Gunnarsson.
í British Colombia- háskólanum
lagði Sturla stund á ensku og
bókmenntir. Sem aukafag valdi
hann sér kvikmyndagerð, en hann
segir heim kvikmyndanna ekki
hafa opnast sér fyrr en hann fór
í háskóla. „Á þessum árum, upp
úr 1970 voru miklar hræringar í
þjóðfélaginu, ekki síst í kvik-
myndagerð. Og í skólanum var
okkur einnig mögulegt að velja
meira. Að loknu prófi í bókmennt-
um tók ég kvikmyndagerð sem
aðalfag og lauk því námi 1978.
Ég var mjög heppinn þegar ég
kláraði, því lokaverkefni mitt var
myndin A Day Much Like the
Otherts, sem vann til fjölda verð-
launa. Stuttu síðar gerði ég leikna
heimildarmynd sem heitir After
the Axe og fjallar um fram-
kvæmdastjóra sem-verður undir í
valdabaráttu innan fyrirtækis síns
og er sagt upp stöðunni. Ég gerði
myndina á miklum umbrotatímum
í amerísku atvinnulífi og hún fékk
mjög góða dóma, var tilnefnd til
Óskarsverðlauna sem besta leikna
heimildarmyndina. Af öðrum
myndum sem ég hef gert má
nefna Final Offer sem fjallar um
verkfall kanadískra verkamanna