Morgunblaðið - 23.07.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 23.07.1989, Síða 2
2 FRETTIR/INNLEIUT MÓRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1989 Innheimta bensíngjalds og launaskatts: Tekjur ríkissjóðs rýma ekki næsta ár - segir aðstoðarmaður flármálaráðherra TEKJUR ríkissjóðs rýma ekki á næsta ári, þótt lögum og reglugerðum sé breytt þannig að launaskattur og bensíngjald verði innheimt mánað- arlega í stað annars hvers mánaðar, að sögn aðstoðarmanns fjármála- ráðherra. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins sagði við Morgun- blaðið á föstudag að það að flýta innheimtu á þessum sköttum gerði ekki annað en að rýra tekjur ríkisins á næsta ári. Már sagði þetta vera hugsanavillu því tekjumar á næsta ári yrðu þær sömu og áður. Það sem gerðist væri, að þeir sem stæðu skil á bensíngjaldi og launaskatti yrðu á einum punkti að greiða tvo mánuði. Síðan greiddu þeir mánaðarlega. „Þetta rýrir ekki tekjur ríkissjóðs á næsta ári, heldur rýrir þetta skuld þessara aðila gagnvart ríkissjóði á þann hátt, að ef þjóðfélagið yrði ein- hvem tímann gert upp myndu þeir skulda einn mánuð í stað tveggja," sagði Már Guðmundsson. Morgunblaðið/Einar Falur Heimsmetstilraun á sjóflugvél Á Skerjafirði er nú stödd sjóflugvél af gerðinni Cessna 185. Flugmaður vélarinnar er banda- rískur, Thomas Casey frá Seattle, og er hann á leið umhverfis hnöttinn. Tilgangur ferðarinnar er að selja heimsmet með því að lenda aldrei á flugvelli. „Ég komst að því að slikt flug hefur aldrei áður verið farið, og dreif mig því af stað,“ sagði Casey í samtali við Morgunblaðið. Hann áætlar að verða 40-50 daga í ferðinni, og telur sig nú vera u.þ.b. hálfnaðan, en hann hóf sig á loft frá Seattle þann 30. júní. Frá Reykjavík fer hann liklega í dag, áleiðis til Hjaltlands. Ekki hundrað krónu mynt eða 10.000 krónu seðill á næstunni - 'segir Stefán Þórarinsson rekstrarstjóri Seðlabankans BANKASTJÓRN Seðlabankans tekur á næstunni afstöðu til erindis Verslunarráðs um þörf á 100 krónu mynt vegna aukinnar notkunar sjálfsala. Stefán Þórarinsson rekstrarsljóri bankans segir að hann telji ekki líkur á að Seðlabankinn muni í bráðina leggja til við við- skiptaráðherra að slík mynt verði gefin út eða 10.000 króna seðill. Már Guðmundsson hagfræðileg- ur ráðunautur fjármálaráð- herra sagði við Morgunblaðið, að þessi breyting hefði það í för með sér að á þessu ári fáist 13 mánaða innheimta, en á næsta ári yrði 12 mánaða innheimta eins og verið hefði. Samtals á greiðslustaða ríkis- sjóðs að batna um 500 milljónir vegna þessara breytinga. Færeyingar: Ekki án- ægðir með þennan dóm JÓGVAN Sundstein, lögmaður Færeyja, segir að Færeyingar séu ekki ánægðir með að fá þann dóm, að þeir séu skuldum vafin þjóð með litla möguleika til sjálf- stæðra ákvarðana, eins og Ólafur Ragnar Grímsson Qármálaráð- herra komst að orði á blaða- mannafundi í vikunni. Fjármálaráðherra sagði þar að íslendingar gætu ekki haldið lengi áfram á þeirri braut að reka ríkissjóð með halla ár eftir ár og fjármagna hallann með erlendum lánum. „Ef það verður gert kemur að því á næsta áratug að við endum einfaldlega eins og Færeyingar og Grænlendingar, skuldum vafin þjóð sem litla möguleika hafi til sjálf- stæðis og sjálfstæðra ákvarðana vegna þess að við höfum ekki haft getu til þess að taka á okkar eigin málum í tæka tíð,“ sagði ráðherra orðrétt. Jógvan Sundstein sagði við Morgunblaðið að íslenskur ráðherra hefði að sjálfsögðu rétt til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á þann hátt sem honum þætti best. „En við erum auðvitað ekki ánægðir með að vera dæmdir á þennan hátt. Á hinn bóginn vitum við vel, að við höfðum eytt um efni fram og því er efnahagsleg staða okkar mjög erfið. En við erum að takast á við það vandamál og það eru kröftugar aðgerðir í gangi til að endurreisa efnahaginn," sagði Jógvan Sundstein. Ekki náðist tal af Jonathan Motz- feldt, formanni grænlensku land- stjómarinnar. Akureyri: Mikil ölvun á tjaldsvæðinu MIKIL ölvun var á ijaldsvæðinu á Akureyri í fyrrinótt. Lögreglan var kölluð til þar sem fólk kvart- aði yfir því að hafa ekki svefii- frið fyrir verstu ólátabelgjunum. Einn gestanna á tjaldsvæðinu fékk að gista fangageymslur Iög- reglunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni var þessi mikla ölvun að mestu bundin við tjaldsvæðið. í sjálfum bænum var ástandið í með- allagi en fjóra þurfti að taka úr umferð. Mikill §öldi fólks hefur verið á tjaldsvæðinu um helgina, einn sá mesti frá upphafi. að er varla þörf á þessu, segir Stefán, „tiltölulega stutt er síðan 50 króna myntin kom eða tvö ár og 5.000 króna seðillinn var gefinn út ári fyrr. Það er býsna kostnaðarsamt að hanna nýja mynt, búa til sláttumót og fleira. Líklega myndi 10.000 króna seðill fylgja í kjölfar 100 krónu penings, þó ekki væri nema til að halda fems konar seðlum. Og hætt er við verðlags- hækkunum í tengslum við svona breytingar. En endanleg ákvörðun um þetta er í höndum viðskiptaráð- herra.“ Um þá röksemd Verslunarráðs að notkun sjálfsala sé að aukast segir Stefán að æ fleiri sjálfsalar, t.d. á bensínstöðvum og sjúkrahús- um, taki seðla. Þótt verðmeiri mynt en hér tíðkist í nágrannalöndunum sé víða hafður annar háttur á. í Bandaríkjunum jafngildi stærsta myntin t.a.m. um 15 íslenskum krónum. Stefán segir að yfirleitt sé ekki farið að huga að nýjum seðlum fyrr en þeir verðmestu séu 75-80% af seðlum í umferð. Nú séu 5.000 krónu seðlar um 58% af seðlamagni í umferð eða 1750 milljónir króna. „Þótt 10.000 krónu seðlar kæmu fljótlega í stað helmings 5.000 krónu seðla væru aðeins 85.000 slíkir í umferð," segir Stefán. „Það er ekki hægt að fara af stað með svo lítið upplag, til að ná verði við að gefa út nýja seðla eitthvað niður þarf þijár milljónir stykkja af þeim.“ Verður saga ríkissjóðshall- ans sú sama og á síðasta ári? AFGANGUR af rekstri ríkissjóðs samkvæmt Qárlögum hefur smám saman verið að breytast í verulegan halla þegar liðið hefiir á árið. Þetta hefiir eðlilega verið borið saman við síðasta ár. Þá voru fjárlög afgreidd með afgangi. Um mitt árið var ljóst að halli yrði á ríkissjóði og sá halli jókst jafiit og þétt þegar leið á árið. Þegar upp var staðið var hallinn rúmar 7.200 milljónir króna. Til uppriíjunar fer saga ríki- sjóðshallans á sfðasta ári hér á eftir í stuttu máli: Desember 1987. Fjárlög af- greidd með 54 milljóna króna af- gangi. Apríl 1988. Fjármálaráðuney- tið upplýsir að þrátt fyrir breyttar efnahagshorfur sé engin ástæða til þess að ætla að fyrri áformum um hallalausan rekstur á ríkis- sjóði verði kollvarpað. Júní 1988. Endurskoðuð áætl- un fjármálaráðuneytis um ríkis- reksturinn sýnir að ríkissjóður verði að óbreyttu rekinn með 483 milljóna króna halla. Júlí 1988. Fjármálaráðu- neytið segir að horfur séu á 700 milljóna króna halla á árinu. September 1988. Ríkisendur- skoðun segir að stefni í 1.500 til 2.000 milljóna króna halla á ríkis- sjóði. Október 1988. Fjármálaráð- herra nýrrar ríkisstjórrtar telur að halli á ríkissjóði geti orðið 3.000- 4.000 milljón krónur. Nóvember 1988. Fjármálaráðu- neytið telur að ríkissjóðshallinn verði 2.980 milljónir króna. Nóvember 1988. Ríkisendur- skoðun telur að halli á rekstri ríkissjóðs verði 4.700 til 5.000 milljónir. Janúar 1989. Þjóðhagsstofnun segir að halli á ríkissjóði árið 1988 hafi verið 6.571 milljón króna. Febrúar 1989. Fjármálaráðu- neytið birtir tölur sem sýna að ríkissjóðshallinn hafi orðið 7.200 miUjónir króna. í janúar á þessu ári voru ijárlög ársins 1989 samþykkt með 636 milljóna króna tekjuaf- gangi. I mars var upplýst að af- koma ríkissjóðs fyrsta ársijórð- unginn væri betri en fyrri áætlan- ir gerðu ráð fyrir. I júlíbyijun kom hins vegar í ljós að stefndi í 4.200 milljóna króna halla á ríkissjóði í árslok. Þá voru boðaðar aðgerðir sem eiga að minnka hallann um 1.200 til 1.300 milljónir króna og af- ganginn, 3.000 milljónir, á að taka að láni innanlands. Það er engin ný bóla að íslensk stjómvöld virðist vakna upp við vondan draum um mitt árið, við það að fyrirsjáanleg er mun verri útkoma ríkissjóðs í árslok en fjár- Iög gerðu ráð fyrir. Þá er búið að tína undan tepp- inu ýmsa útgjaldaliði, sem þangað var sópað í fjárlagagerð, og af- greiða með aukafjárveitingum eða sérstökum aðgerðum. Kjarasamn- ingar hafa gjaman sett strik í reikninginn, bæði vegna þess að laun hækka meira en áætlað var og eins fylgja þeim ýmis loforð sem hafa útgjöld í för með sér. Þetta gerðist bæði nú og í fyrra. Það er þó ekki aðalástæðan fyrir hallanum sem varð á síðasta ári, heldur samdrátturinn í efna- hagslífinu og þjóðartekjunum á síðari hluta ársins. Engar opinberar spár um mitt árið gerðu ráð fyrir jafn miklum samdrætti og raun bar vitni. Auk þess reyndust áætlanir um breikk- aðan söluskattstofn óraunhæfar og því hrundu tekjuáætlanir fjár- málaráðuneytisins á síðustu mán- uðunum. Þá má nefna að í lok ársins gekk fjármálaráðheria frá ýmsum útgjaldaliðum sem ella hefðu fallið á þetta ár, og jók þannig enn á hallann. Nú er fjármálaráðuneytið reynslunni ríkari. Áætlanir þess gera ráð fyrir meiri samdrætti í lok ársins vegna kvótaleysis, en til dæmis Þjóðhagsstofnunar. Einnig telur ráðuneytið sig gera sér betri grein fyrir hveiju skatt- amir skila, og því eigi tekjuáætl- unin að geta staðist að öllu jöfnu. Þá er gjaldahliðin eftir. Þar eru enn ýmsar holur ófylltar og má til dæmis nefna refaræktina, en ákvörðunum um frekari aðgerðir til bjargar henni var frestað til hausts. Fjármálaráðuneytismenn segj- ast þó ekki sjá teikn á lofti um annað en að þessi síðasta áætlun standist að mestu og síðasta ár sé engan veginn sambærilegt við þetta. Þeir viðurkenna þó, að ef stórfellt hrun og atvinnuleysi verði í haust í kjölfar þess að aflakvótar klárast, þá muni tekju- áætlunin hrynja. Því hefur raunar verið spáð af ýmsum að einmitt þetta gerist. En fjármálaráðherra segir að þetta séu hrakspár, sem ekki muni rætast frekar en aðrar hrak- spár um stórfellt atvinnuleysi, sem komið hafi fram allt frá því ríkisstjómin tók við völdum. BAKSVIÐ eftir Gudmund Sv. Hermanmson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.