Morgunblaðið - 23.07.1989, Síða 21
ATVINNU RAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
A TVINNUAUGL YSINGAR
Framkvæmdastj óri
Félag ráðgjafarverkfræðinga óskar eftir að ráða fram-
kvæmdastjóra í hálfa stöðu. Framkvæmdastjórinn á meðal
annars að sjá um skrifstofu félagsins og daglegan rekstur,
halda utan um félagatal og færa bókhald. Leitað er að ein-
staklingi með háskólamenntun og góða tungumála—, bók-
halds— og tölvuþekkingu.
Deildar stj óri
í blaðinu í dag er staða deildarstjóra í fjármáladeild félags-
málaráðuneytisins auglýst laus til umsóknar. Laun eru greidd
samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur
rennur út 11. ágúst næstkomandi.
Forstöðumaður
Staða forstöðumanns við félagsmiðstöðina EKKO í Kópavogi
er laus tii umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur séu mennt-
aðir á sviði félags— eða tómstundamála eða hafi starfað við
þau. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst og á að skila umsókn-
um til félagsmálastofnunar Kópavogs.
Ástralía
Netagerðarfyrirtæki í Ástralíu óskar eftir áð ráða tvo neta-
gerðarmenn með sérþekkingu á botn— og flotvörpugerð.
Mennirnir þurfa að geta unnið sjálfstætt og er starfið aðal-
lega fólgið í uppsetningu og viðgerðum á trollum. Laun eru
sögð eins og þau tíðkast fyrir sambærilega vinnu í Ástralíu
og eru fríar ferðir og atvinnuleyfi tryggð af hálfu fyrirtæks-
ins. Hægt er að semja um starf til eins árs eða lengri tíma.
rÁðÁÍjglýsÍngÁr
T ölvufyrirtæki
í blaðinu í dag er auglýst til sölu fyrirtæki sem annast inn-
flutning, heildsölu og smásölu á einmenningstölvum og auka-
hiutum auk rekstarvara íyrir tölvur. Sagt er að fyrirtækið
geti hentað einstaklingum með tölvuþekkingu eða jafnvel
tölvufyrirtæki sem vill auka vöruúrval og þjónustu við eigend-
ur einmenningstölva.
Sendiráð
Erlent sendiráð óskar í blaðinu eftir að taka á leigu stórt
og glæsilegt einbýlishús, helst 300—400 fermetra. Leigutím-
inn þarf að vera að minnsta kosti þijú ár. Þeir sem áhuga
hafa eiga að senda upplýsingar um staðsetningu, leigu og
fleira til auglýsingadeildar blaðsins fyrir 1. næsta mánaðar.
Y arahlutaver slun
I blaðinu er auglýst til sölu bílavarahlutaverslun á höfuð-
borgarsvæðinu. Fram kemur að velta fyrirtækisins hefur
farið vaxandi undanfarið og er fyrirtækið sagt í fullum
rekstri. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við auglýs-
ingadeild blaðsins.
SMAAUGLYSINGAR
Útivist
Kassagerð Reykjavíkur
Atvinnuástand
Minni hreyfing á
ófaglærðu verkafólki
Útivist auglýsir í dag nokkrar ferðir sem farið verður í um
verslunarmannahelgina. Farið verður meðal annars í Þórs-
mörk, Núpsstaðarskóga, Skaftártungur og boðið verður upp
á nýja ferð í Hólaskóg, Landmannalaugar og að Gljúfurleitar-
fossi.
FYRIRTÆKJUM virðist hafa haldist betur
á ófaglærðu verkafólki síðustu mánuði en
oft áður, til dæmis á árinu 1987. Forsvars-
menn nokkurra iðnfyrirtækja sem Morg-
unblaðið hafði tal af voru flestir þeirra
skoðunar að sífellt algengara væri að
verkafólk ílentist hjá sama fyrirtækinu.
Sumir viðmælenda blaðsins höfðu orð á
því að þetta hefði það í fór með sér að
þjálfunarkostnaður minnkaði og jafhvel
mætti sjá þess merki að vöruvöndun og
hráefhisnýting batnaði.
Siguijón Siguijónsson verkstjóri
hjá Plastprenti sagði að tals-
vert hefði verið spurt um vinnu
hjá fyrirtækinu undanfarið, aðal-
lega skólafólk, en fæstir hefðu
sótt um vinnu til frambúðar. Hann
sagði að þeir ófaglærðu verka-
menn sem ráðnir væru störfuðu
mun lengur að jafnaði hjá fyrir-
tækinu. „Ég hef aðeins orðið var
við það að fólk er farið að hugsa
lengra fram í tímann,“ sagði Sig-
uijón. Sigurjón sagði það vera
rnikinn kost fyrir Plastprent að
þurfa ekki sífellt að þjálfa nýtt
fólk til starfa. „Það kemur niður
á bæði gæðum framleiðslunnar óg
nýtingu hráefnis," sagði Siguijón.
Hörður Kristinsson hjá Kassa-
gerð Reykjavíkur sagði að nú
væri mikið af skólafólki í vinnu
hjá fyrirtækinu en allt frá síðasta
hausti hefði verið betra að fá fólk
til starfa en áður og greinilega
minni hreyfing á ófaglærðu verka-
fólki.
Stefán Haraldsson skrifstofu-
stjóri hjá Steinullarverksmiðjunni
á Sauðárkróki sagði að talsverð
ásókn væri í störf hjá verksmiðj-
unni enda væri hægt að hafa gott
upp úr vaktavinnu í henni. Hann
sagði að núorðið héldist verksmiðj-
unni vel á starfsfólki en nokkuð
hefði verið um að fólk stæði stutt
við fyrst eftir að hún tók til starfa
fyrir fjórum árum.
Jón Sigurðsson framkvæmda-
stjóri Járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga sagði að fyrirtækið
hefði aldrei átt í erfiðleikum með
að fá hæft starfsfólk. Hann sagði
þó að fyrirtækið hefði orðið vart
við meira framboð væri af háskóla-
gengnu fólki en þegar þenslan var
mest. Jón sagði biðlista vera af
ófaglærðu fólki sem vildi komast
í störf hjá fyrirtækinu og hefði svo
alltaf verið. „Við höfum alla tíð
getað fengið alla þá menn sem við
höfum viljað,“ sagði Jón. Hann
sagði að hjá fyrirtækinu störfuðu
nú á milli 80 og 90 ófaglærðir
verkamenn og sagði hann sáralitl-
ar mannabreytingar verða í hópi
þeirra. „Þær hafa raunar aldrei
verið miklar en eru nú minni en
áður,“ sagði Jón.
Jón Guðmann Pétursson fram
kvæmdastjóri Hampiðjunnar sagði
að fyrirtækinu gengi mun betur
að halda á hæfu fólki en áður,
sérstaklega samanborið við árið
1987. Hann sagði að þó væri ekki
mjög mikið um það að fólk sækti
um vinnu og að alltaf væri eitt-
hvað um það að fólk hætti. Jón
Guðmann sagði að nú væri tals^
vert af skólafólki í vinnu hjá fyrir-
tækinu og erfitt væri að áætla
hvernig myndi ganga að manna
stöður þeirra í haust. Hann bjóst
þó við því að það yrði auðveldara
en síðasta haust.
Dalvík
Atvinna
stöðug
Dalvík
Atvinnuástand á Dalvík hefur
verið stöðugt og jafiit það sem
af er þessu ári. Blikur eru þó á
lofti þar eð bátar eru að verða
búnir með kvóta. Ef ekki á að
koma til stöðvunar hjá Frystihúsi
KEA í haust þarf að samræma vel
veiðar og vinnslu báta sem þar
leggja upp afla sinn. Eru menn
sæmilega bjartsýnir á að það tak-
ist.
Björgúlfur, annar togari Utgerð-
arfélags Dalvíkinga, hefur nú klárað
kvótann og er áætlað að hann verði
bundinn við bryggju út ágúst. A
meðan mun Björgvin afla hráefnis
fyrir frystihúsið og þá mun Baldur
sem er í eigu KEA koma meira inn
í hráefnisöflun.
Eftir nokkurt uppihald í byijun
árs hefur vinna haldist stöðug í
rækjuverksmiðju Söltunarfélags
Dalvíkur. JÞrír heimabátar hafa land-
að þar. Á næstunni mun Dalborg,
skip félagsins, hefja rækjuveiðar eft-
ir að hafa gert út á bolfisk.
Pólstjarnan hefur átt í erfiðleikum
vegna sölutregðu á lagmeti. Að jafn-
aði starfa 10—11 hjá fyrirtækinu en
vinna hefur verið stopul til þessa.
Fyrirtækið er nú að prófa nýja vöru
en enn er óljóst hver árangurinn
verður.
Mikill fjörkippur hefur hlaupið í
byggingariðnað á síðustu árum enda
húsnæðisskortur. A undanförnum
tveimur árum hafa á milli 40 og 50
íbúðir verið í byggingu. Á þessu ári
er byrjað á heldur færri en atvinna
er þó enn næg.
Áukinn ferðamannastraumur hef-
ur einnig komið fram á Dalvík og
hafa umsvif aukist hjá Sæluhúsinu.
Húsið hefur heimavist skólans á leigu
og býður þar gistingu. Auk þess er
það með veitingasölu.
Fréttaritari
Ólafsvík
Lítið unnið
umfrain
dagvinnu
Atvinna er ekki mikil í Ol-
afsvík um þessar mundir en
öll fiskvinnslufyrirtækin eru þó
í gangi. Litið er unnið umfram
dagvinnuna. Tvær rækjuvinnslur
eru starfandi hjá Hraðfrystihúsi
Ólafsvíkur og Stakkholti.
Rækjuveiðin hefur verið góð en
nú gengur á kvótana. Nókkrir bátar
eru búnir eða eru að ljúka við
þorskkvótann. Dragnótabátar
reyna mikið við skarkola en lítið
veiðist af honum. Veiðar smábáta
með handfæri ganga allvel þegar á
sjó gefur. Þeir þurfa að sækja djúpt
því að lítt er fiskvart á grunnslóð-
inni. Fáeinir aðkomumenn og út-
lendingar eru í vinnu hér sem stend-
ur en óljóst er hvernig ástandið
verður með haustinu. Atvinna við
iðnað og þjónustu er hér hverfandi
og fyrirtækin eíga í vök að veijast.
Helgi