Morgunblaðið - 23.07.1989, Qupperneq 36
ÆWÆFJFÆAÍáSr
wmmiiWwÁP &3nsr-4tÆFÆF Efstir á blaði
SYKURLAUST FRÁ WRIGLEY’S FLUGLEIDIR JSÍ
MORGUNBLAÐW. ADALSTRÆTl 6. 101 REYKJA VÍK
TELEX 2121, PÓSTFAX 681811, PÓSTUOLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR.
{
Silfurhnapp-
ar frá 1600
í FÓRUM Guttorms Þormars,
,_Jjónda að Geitagerði og hrepp-
stjóra í Fljótsdalshreppi, eru
tveir útflúraðir silfurhnappar,
sem jafnvel er talið að hafi verið
smíðaðir fyrir árið 1600.
Guttormur sagði
í samtali við
Morgunblaðið að
bandarískur miðill
hefði skoðað hnapp-
ana og haldið því
fram að þeir hafi
verið smíðaðir í
Þýskalandi árið 1585, af silfursmið
sem lært hefði list sína á Ítalíu.
Hingað sagði miðill hnappana hafa
komið árið 1621, þá á einkennis-
-.búningi dansks eftirlitsmanns.
Faðir Guttorms, Vigfús heitinn
Þormar, fann hnappana á fjalli í
Fljótsdal laust eftir síðusti^aldamót
og voru þeir í hans vörslu allt til
þess er hann andaðist, en eftir það
í vörslu Guttorms.
Sjá nánar Leyndardómur silf-
urhnappanna bls. lOc.
Brotist inn
á skrifstof-
ur Alþingis
FJÖGUR innbrot voru fram-
in aðfaranótt laugardagsins.
Þar á meðal var brotist inn
á skrifstofur Alþingis í
Kirkjuhvoli. Fáu mun hafa
verið stolið þaðan en sá, eða
þeir, sem brutust þar inn
fóru um allt húsið, rótuðu í
innanstokksmunum og
skemmdu.
Einnig var brotist inn í
Vonarstræti 4, þar sem
Félagsmálastofnun er til húsa.
Litlu var stolið þaðan en mikið
rótað og skemmt. Þá var brot-
ist inn í verslunina Blómalist
í Ingólfsstræti og bátinn Ólaf
Bjarnason SH í Daníelsslipp.
Úr bátnum var stolið sjón-
varpstæki.
Laxá í Kjós:
Morgunblaðið/Einar Falur
Vandræði á vinnupalli
Mörg erlend skemmtiferðaskip hafa komið hingað til lands í sum-
ar. Þessi skip eru oft hin glæsilegustu, enda er þess vel gætt að
hvergi sé að finna á þeim ryðtauma eða óhreinindi. Þegar Ijósmynd-
ari Morgunblaðsins átti leið um Sundahöfn í vikunni lá hvítmálað
skemmtiferðaskip þar við festar og var verið að snurfúsa það. Það
virtist þó ekki tekið út með sældinni og málarinn virtist um tíma
eiga í einhveijum vandræðum með vinnupallinn. Allt fór þetta þó
vel og skipið hefúr eflaust verið óaðfinnanlegt þegar farþegarnir
komu aftur um borð, eftir að hafa spókað sig í landi um tíma.
Norðlingafljót í Borgarfírði:
Slepping hafbeitarlax bönnuð
Yiljum verja vatnasvæðið fyrir aðkomufíski, segja forsvarsmenn veiðiréttareigenda
LEIGUTAKAR Norðlingafljóts í
Borgarfirði, sem hafa flutt haf-
beitarlax frá Lárósi i ána og selt
stangveiðimönnum aðgang, hafa
fengið synjun frá Landbúnaðar-
ráðuneytinu um undanþágu frá
nýrri reglugerð sem bannar flutn-
ing á laxi landshluta á milli. Leigu-
takarnir hafa þegar selt öll veiði-
leyfi í ána og standa frammi fyrir
því að endurgreiða þau öll, auk
þess sem þeir hafa lagt í mikinn
kostnað við mannvirki bæði við
ána og í Lárósi. Meðmæli fisksjúk-
dómanefndar og viðkomandi
veiðifélags þarf til að fá undan-
þágu frá umræddri reglugerð, en
Veiðifélag Borgarfjarðar var ekki
reiðubúið að veita undanþágu.
Sveinn Jónsson, einn leigutaka
Norðlingafljóts, sagði að þessi
niðurstaða væri reiðarslag fyrir þá
Nóra í snúningum
fyrir laxveiðimenn
NÓRA heitir einn af aðstoðar-
„mönnum" erlendra veiðimanna
við Laxá í Kjós. Hún er eins árs
en þótt aldurinn sé ekki hár sæk-
ir hún háfinn þegar stangaveiði-
mennirnir setja í lax, sækir laxa-
plastið í bílinn og ber síðan afl-
ann afitur til bílsins hvort sem
hann er í plasti eða ekki. Nóra
er labrador-hvolpur, en eigandi
hennar er Asgeir Heiðar, staðar-
leiðsögumaður við Laxá.
Heiðar sagði í samtali við Morg-
unblaðið, að Nóra væri ein-
stakur hundur, hann hefði átt sex
hunda aðra og enginn hefði komist
j hálfkvisti við Nóru að greind. Hún
“hefði sótt fyrir sig ijúpur á fjöllum
frá 3. mánaða aldri og alls yfir 500
Nóra ber aflann frá ánni.
ijúpur síðasta haust. „Þetta var
erfitt og neyðarlegt fyrir hana um
tíma, því hún missti hvolpatennurn-
ar á miðju ijúpnatímabilinu og þá
vildu ijúpurnar leka út úr henni á
hlaupunum," sagði Heiðar.
Tíkin unga er til margra hluta
Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson
Búin að sækja laxaplastið og færa Ásgeiri Heiðari það.
nytsamleg, þannig leyfði hún að
eigandi sinn klippti úr sér fáein hár
á föstudagskvöldið og úr þeim
hnýtti hann veiðifluguna Nóru. í
gærmorgun veiddust svo fyrstu lax-
arnir á fluguna í Laxfossi og á
Fossbreiðu.
„Nei, hún fær ekki að landa löx-
unum og ég veit ekki hvað verður
í þeim efnum. Hún er enn svo ung
að maður veit varla enn hvað hún
kemur til með að geta,“ sagði Heið-
ar, en bandarískur veiðikappi sem
sat á steini og hvíldi sig iæddi að
þeirri kenningu sinni að staðarleið-
sögumaðurinn stefndi að því að
þjálfa hundinn svo vel í leiðsögn,
að sjálfur gæti hann sofið út á
morgnanna meðan Nóra sæi um
viðskiptavinina.
félaga, því þeir hefðu lagt í kostnað
upp á milljónir..
„Það sem gerir þessa afgreiðslu
enn fáránlegri er að á þessu svæði
starfa tvær laxeldisstöðvar sem fá
klaklax frá Lárósi og Veiðifélag
Borgarfjarðar taldi að ekkert væri
við það að athuga þótt við fengjum
lax frá Hafnará. Þar veit ég ekki
betur en að um aðkeyptan Láróslax
sé að ræða,“ sagði Sveinn.
Davíð Aðalsteinsson formaður
stjórnar Veiðifélags Borgarfjarðar
sagði að sér virtist sem Norðlinga-
fljótsmenn hefðu ætlað sér að halda
áfram á sömu braut, en þetta hefði
verið þriðja árið sem þeir slepptu
hafbeitarlaxi í ána. Ekkert benti til
þess að þeir hefðu sótt um undan-
þágu fyrr en í óefni var komið í
byijun júlí. Forsvarsmenn félagsins
hefðu ekki treyst sér til þess að
veita undanþágu.
„Það er ekki að ástæðulausu sem
umrædd reglugerð var samin,
vegna mikillar hættu á stofnablönd-
un og sjúkdómum. í Hafnará eru
hins vegar borgfirskir stofnar,"
sagði Davíð.
Jón Höskuldsson hjá Landbúnað-
arráðuneytinu sagði að ráðherra
hefði ekki getað veitt undanþágu í
blóra við óskir Veiðifélagsins.
„Fisksjúkdómanefndin setti sann-
gjörn skilyrði og þar tel ég að kom-
ið hafi fram ákveðinn vilji hjá hinu
opinbera til að leysa málið,“ sagði
Jón.