Morgunblaðið - 30.07.1989, Page 4

Morgunblaðið - 30.07.1989, Page 4
ö í) 4 C esö[ Lllll .08 ÍIUDAUU'/K')'.' QIOA |!iyui)}JOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR: 30: JULl 1089 INGIMAR BJARNASON Ingimar er samt nískastur allra manna á hestana sína og lætur þá ekki í hendumar nema á útvöldum. „Það væri nú meiri ómyndarhátturinn að selja hestana sína ef maður þarf þess ekki með,“ segir hann heima hjá sér á Jaðri, rétt kominn úr ferða- stuði eins og hann sjálfur segir. Var hann á hestamannamóti á Iða- völlum hjá Egilsstöðum og kom ríðandi til baka með sex færeyska vini sína. En Ingimar er svo sannarlega engin nánös þegar vinir hans eiga í hlut, helst vill hann alltaf hafa hóp manna í kringum sig og sagði einn sem hafði sótt hann heim „að hann héldi manni grátandi af hlátri meðan á dvölinni stæði“. Einnig er sagt um Ingimar að hann eigi það til þegar hann fái gesti að kalla í nágranna sína til að hafa nú íjörið enn meira. Sjálfur segist hann lifa fyrir það að fá gesti og líði best þegar nágrannamir koma líka til að gleðjast með honum, „nú svo er ekki treystandi á að maður sé nógu skemmtilegur sjálfur". Ingimar lætur sig ekki muna um að ríða langar leiðir á móti vinum sínum og er þá jafnan með flokk gæðinga með sér. Heyrt hafði ég, að hann væri með 26 hesta af 30 á jámum og þegar ég spyr hann hvers vegna þá segir hann: „Nú, það er aldrei að vita hvenær bítur á krókinn hjá mér og vinir koma.“ En þegar ég spyr hann hvort hestamennskan sé nú ekki ansi dýrt sport, þá svarar hann því til, að það sé svo dýrt að hann vilji aldrei ræða um það. Svaðilför Hestamir hans Ingimars eru flestir af Amaneskyninu, undan hinum eina og sanna Blakki, og á enginn jafn hreint kyn og hann. Eru þetta stórir og viljugir hestar sem treystandi er á, lundgóðir og ganggóðir. Betri ferðahestar ku víst ekki vera fáanlegir og á þeim hefur Ingimar riðið um fjöll og fim- indi. Fer hann helmingi hraðar yfir en aðrir menn, en ástæðan fyrir því er einfaldlega sú, að hon- um leiðist svo að vera einum eftir að hafa verið á mannamótum, vill því komast heim sem fyrst. Árlega fer hann í ferðalög með vinum sínum, oftast hálfsmánaðar ferðir, fyrst fyrir slátt og síðan eftir slátt, og segir hann þetta lítið tefja sig frá búskapnum. „Það er allt hægt að gera ef áhuginn er fyrir hendi. Nágrannar mínir segj- ast ekki hafa tíma í þetta, en þeg- ar ég kem úr ferðum mínum sé ég að þeir hafa ekki gert nokkurn skapaðan hlut meðan ég var í burtu, — og líður mér þá vel.“ Oft hefur Ingimar komist í hann krappan þegar hann lagði í ámar á Suðurlandi „óbrúaðar og hroða- legar“, eins og kunnugir komast að orði, en aldrei hefur þó verið Ræðuhöld Menn eru sammála um Ingimar sé þróttmikið karlmenni, enda færi hann vart í ferðir sínar ef svo væri ekki, og ég spyr hann hver sé nú leyndardómurinn bak við þessa hestaheilsu? Þá segir hann mér grafalvarleg- ur að hann hafi verið heilsulaus í 40ár. „Það er þó happ fyrir mig, því annars hefði ég verið óviðráð- anlegur. Ég fékk Akureyrarveik- ina, eða mænuveikibróður, 18 ára gamall og hann sagði það, læknir- inn, að það væri alveg sérstakt að ég skyldi hafa það af. Ég hef aldr- ei jafnað mig að fullu, en hef bitið þetta af mér. Er þó alltaf heldur að lagast.“ Hann segist gæta sín í matar- æði, borði ekki salt til dæmis.' Smér borðar þó Ingimar með öllum mat eftir því sem kunnugir segja, jafnvel með hangikjöti. Var eitt sinn í Færeyjum hjá vinum sínum og fékk reyktan lunda með dýrind- is sósu en spurði svo hvort hann gæti ekki fengið smér með þessu. Einhveiju sinni var hann á ferð um landið sitt ásamt vinum sínum og Dana nokkrum sem fékk sér ætíð Gammel Dansk á morgnana úr sérstöku staupi. Ingimar þekkti ekki þennan snaps, en verður að orði þegar hann hefur þegið eitt staup: Svei mér ef það er ekki áfengisbragð að því? Honum verður aldrei orðfátt og er haft fyrir satt að iðulega haldi hann tvær til þijár ræður á ferðum sínum. Stendur þá uppi á steini og hvetur menn til dáða. Ég spyr hann hvaða leið honum þyki nú skemmtilegast að fara, og hann segir mér að það sé leiðin úr Fljótsdal yfir í Lónssveit. „Það spilar saman að njóta hestsins og Morgunblaðið/Einar Falur Bóndanum á Jaðri verður aldrei orðfátt. Iðulega heldur hann tvær til þrjár ræður á ferðum sínum. Stendur þá uppi á steini og hvetur menn til dáða. Uppáhaldshesturinn hans er Svipur, 27 vetra. „Það væri nú meiri ómyndarhátturinn að seija hestana sína.“ inn sinn, þá aðeins fimm ára gam- all, og fylgt fólkinu. Ekki var hann heldur hár í loft- inu þegar hann lagði fyrst í ámar. Níu ára gamall stytti hann sér leið yfir Kolgrímu með hesta og tómar heykerrur þegar hann var að sækja heyið sem var á túnunum niður við sjó. Fór svo bakaleiðina yfir brúna og voru ferðirnar oft þrjár á degi hveijum. „Það var heitt á sumrin og því mikið í ánni, en þetta gerði mann að vatnamanni," segir Ingimar. Anna kona hans er einnig fædd og uppalin í Suðursveitinni, að Kálfafelli, og segir Ingimar að þau hafí kynnst þegar hann kom og bauð henni á bak. En Anna segir það ekki rétt vera. „Ingimar ágirntist hryssu sem ég átti og var undan Blakki. Ég vildi ekki láta hann fá hana, og til að eignast hana varð hann að eignast mig fyrst." Anna og Ingimar eiga tvær dætur og búa nú félagsbúi að Jaðri ásamt annarri dóttur sinni og tengdasyni, og eru með mikinn fjárbúskap. landsins," segir hann, „finna kraft og stolt hestsins og taka eftir hveijum steini og laut.“ Uppáhaldshesturinn hans er Svipur, 27 vetra gamall. „Það var nú einmitt fyrir hans gamla og mikla vilja að hann tók á rás upp í kletta sem ekki voru mönnum færir, á leiðinni frá mótinu núna. Svona hefur hann alltaf verið. Verður oft kvíðinn ef eitthvað stendur til. Eitt sinn var ég með hann sex vetra á Iðavöllum og var að ríða Fljótsdalinn heim. Ég hleypti honum á undan ásamt öðr- um hrossum og var hann fyrstur. Skyndilega tekur hann á rás niður að Lagarfljóti með allan hópinn á eftir sér og leggur út í fljótið þar sem það er breiðast. Ég var alveg ráðalaus, sá fram á endalok hest- anna minna því ekki sýndist mér þeir ætla að hafa þetta. Landtakan var líka erfið hinum megin en upp komust þeir þó. Svipur ætlaði auð- vitað að æða áfram, en þá var það maður frá Skriðuklaustri sem komst fyrir þá. Ég ræð stundum ekkert við Svip, svo viljugur er hann. Hrekki á hann þó ekki til frekar en hinir hestarnir mínir.“ Sá gæðingur sem nú kemur næstur að vinsældum hjá bóndan- um heitir Álfur. — Og af hveiju hann? spyr ég. „Nú, af því að ég ræð ekkert við hann!“ svarar Ingimar á Jaðri. Helst vildi hann alltaf hafa hóp manna í kringum sig. Hér eru Ingimar og Anna kona hans fýrir miðju ásamt barnabömum sinum og færeyskum vinum sínum, Aksel, Edith, Páli og Önnu og þeirra böraum. þau að áin hefur vaxið mjög og er nú ekki árennileg.„Það múgaði á ánni, eins og úlfaldakryppur væru á henni," segir Ingimar. „Við leituðum að broti yfír, vorum með átta hesta og voru þeir mjög tregir. Þá reyndum við að ýta að þeim í hægðunum og láta þá ráða. Rákum sex út í en straumur var það mikill að þrír af þeim flutu eins og korktappar langt út eftir ánni, en hinir fundu leið yfir og í þessari svaðilför. En hún aldeilis þvertók fyrir það. Sagðist ekki ætla að láta eitthvert björgunar- belti fara með sig langt út á sjó, ég gæti bara sjálfur sett það á mig. Nú, ég gerði það, fannst í alltfall betra að ég hefði það þó, en það þótti víst ekki karlmannlegt svona eftir á!“ Fimm ára reiðmaður Ingimar er sonur Bjarna Gísla- VATNAMAÐURINN ÁRNAR voru ófærar og eng- inn lifandi maður lét sér til hugar koma að fara yfír þær, — nema að sjálfsögðu bóndinn sem frá baraæsku hafði farið yfir ár og kvíslar með hesta og heykerrur. Hann fór með konu sína yfir Skeiðará óbrú- aða og svo illfæra að það múgaði á henni. Ekki aðeins er Ingimar Bjarnason bóndi á Jaðri í Suð- ursveit þekktur fyrir dirfsku og þrótt, heldur eru hestarnir hans af hinu fræga hornfirska kyni rómaðir og eftirsóttir. lagt á tæpara vað en þegar hann fóryfir Skeiðará í júlímánuði 1970, áður en hún var brúuð. Var hann á heimleið frá Þing- völlum ásamt Önnu konu sinni Benediktsdóttur, bróðurdóttur meistara Þorbergs, og þegar þau koma að Núpsstað reyna þau að koma boðum til bræðranna á Svínafelli um að senda á móti þeim vatnadreka yfir ána. Var það innr- ásarprammi sem hermenn höfðu skilið eftir á stríðsárunum og not- aður var sem feija áður en brúin kom. En boðin fórust fyrir og þeg- ar hjónin koma að Skeiðará sjá var harla lærdómsríkt að sjá hvernig þeir fóru að því. Við fórum því að eins og þeir, og lögðum í ána á stærstu og sterkustu hestun- um. Og yfir komumst við, renn- blaut upp á lendar. Þetta er það svakalegasta sem ég hef lent í. Anna ætlaði nú fyrst ekki yfir, sagðist ekki einu sinni sjá eyrina austan megin. Þú sérð þó Öræfajökul, sagði ég og vildi ekkert hlusta á hana. Þó var það spaugilegt, að á leiðinni til Þing- valla hafði ég verið í björgunar- belti þegar ég fór yfir ána, og vildi nú auðvitað að Anna notaði beltið sonar frá Uppsölum í Suðursveit og.Þóru Sigfúsdóttur frá Leiti í sömu sveit, en hún var Þingeying- ur að hálfu. „Ég er því einn fjórði Þingeyingur," segir Ingimar, „en þeir sem þekkja mig segja að ég sé tómur Þingeyingur." Áhuga á hestum hefur hann haft svo lengi sem hann man eftir sér, og segir mér frá því, að þegar verið var að vígja fyrstu brúna yfir Kolgrímu árið 1935, hafi vígslugestir streymt fram hjá Upp- sölum á leið til athafnarinnar og hann ekki nennt að bíða eftir for- eldrum sínum, heldur slegið í hest-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.