Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 15

Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1989 C 15 það orð á sér að vera einn af betri tónleikastöðum borgarinnar fyrir óreyndar sveitir og þar koma fram tíu til fimm(án hljómsveitir í viku hverri. Eigandinn, sem ekki virtist tala ensku að néinu marki, var á staðnum og sat við dyrnar allt kvöldið til að fylgja því eftir að enginn færi inn án þess að borga. • Ohætt er að segja að mönnum ieist ekki á blikuna þegar komið var inn í staðinn til að koma fyrir hljóðmögnunartólum síðdegis á laugardag, enda er staðurinn all óhijálegur í björtu. Það hýrnaði þó bráin eftir því sem leið á kvöldið og þegar bandarísku sveitirnar, Back Room Revolution og Current, hófu leik sinn mátti heyra.að hljóm- burður var með besta móti. Ekki var það þó nóg til að gera tónlistina sem þær sveitir fluttu áheyrilegri og vinvaningsbragurinn var slíkur að einhver spurði hvor hér færu fram Músíktilraunir. Haraldur Thorsteinsson kynnti ísveitirnar íslensku og það var ekki jskrum þegar hann sagði áheyrend- jur eiga von á tónlist í nokkuð öðrum jgæðaflokki. Fyrsta íslenska sveitin, iBless, staðfesti það; greinilega mun [betur undir tónleikahald búin en sveitirnar sem á undan komu. Hef ! ég reyndar fyrir því heimildir að íslensku sveitirnar hafi allar æft daglega síðustu vikurnar áður en farið var út. Næstir á svið voru drengirnir í Ham og gaman var að sjá hvernig áheyrendur skiptust í tvo hópa nán- ast um leið og sveitin hóf leik sinn; þeir sem höfðu gaman af og þeir sem óskuðu henni alls hins versta, sem eru einmitt þau viðbrögð sem sveitin segist vilja fá. Á eftir Ham tróð Jón Gnarr upp og las kafla úr skáldsögu sinni um óþokkann Runka, en Risaeðlan var síðasta sveit á svið. Þegar Eðlan hóf leik sinn stóð gamla konan upp að stól sínum við dyrnar og tróðst að sviðinu til að hlýða á leikinn og áheyrendur fóru alíir á ið og skelltu sumir uppúr af skemmtan. Að öðrum ólöstuðum átti Risaeðlan áheyrendur þetta kvöld, enda að leika tónlist sem spannar víðara svið en hinar. Pyramid Tónleikabúllan Pyramid er líklega þekktust sem ein helsta hommabúlla í Greenwich Village og þar er til siðs að barþjónar séu klæðskiptingar til að lífga upp á yfirbragð staðarins. Ekki var þó sá háttur á þetta kvöld; í það minnsta var ekki annað að sjá en að stúlkan sem afgreiddi væri stúlka. Á þessum tónleikum lék með hljómsveitin Alice Doughnut, sem er á vegum Alternative Tentacle. Sú sveit lék þriðja í röðinni, en Ham lék fyrst,Jþá Risaeðlan og Biess rak lestina. Á meðal áheyrenda voru sjónvarpsmenn frá bandarískri sjónvarpsstöð sem tóku upp nokkur lög til að nýta í fréttaútsendingu, en einnig voru ýmsir blaðamenn og útgefendur á staðnum, sem benti til þess að tónleikarnir myndu bera tilætlaðan árangur. Ekki skemmdi fyrir að hljómsveitirnar léku allar eins og þær ættu lífið að leysa og sem fyrr var það Risaeðlan sem vakti mesta hrifningu, enda í mikl- um ham þetta kvöld. Kynnir á tónleikunum í Pyramid var breska ljóðskáldið og blaðamað- urinn Steven Wells, sem kom fram undír nafninu Seething Wells og flutti ljóð á milli Eðlunnar og Alice Doughnut. Hann var líflegur vel og setti einkar skemmtilegan blæ á það sem fram fór, þó kímnisögur hans um ísbirni og fiskstauta hafi fallið í misfijóan jarðveg. Ekki má gleyma Jóni Gnarr, sem las enn úr skáldsögu sinni og var gerður góður rómur að lestrinum. Uppskera Það er Ijóst að ferð sem þessi er ekki farin í skammtímahagnað- arskyni og óhugsandi er annað en að nokkuð tap hafi verið. Tapið greiðir Smekkleysa líklegast því ekki fæst Ijárstuðningur frá hinu opinbera þegar rokktónlist er ann- ars vegar. Sá árangur varð þó af ferðinni að fimm fyrirtæki, Rough Trade, Important Records, Alterna- tive Tentacle, One Little Indian og Enigma, lýstu áhuga á því að gefa út plötu með Risaeðlunni; Alterna- tive Tentacle lýsti einnig áhuga á að gefa út Ham og Bless og óskaði eftir því að fá að vera dreifingarað- ili á ljóðasafninu Kráarljóðin, sem Smekkleysa gaf út fyrir nokkru á íslensku, ensku og spænsku. (Þess má geta að One Little Indian gefur út LP-plötu með Ham í september nk.) Allt er þetta þó enn á frum- stigi og ekki hafa verið nefndar neinar fjárupphæðir nema í einu tilfelli. Einnig samdiOne Little Indi- an um það við Smekkleysu að gefa út safnplötu með Smekkleysuhljóm- sveitunum fimm á næsta ári í Bret- landi og víðar. Sveitirnar fóru einn- ig í blaða- og útvarpsviðtöl, sem er jú fyrsta skrefið uppávið í Banda- ríkjunum. Það má því segja að búið sé að sá, en of snemmt er að segja til um hver uppskeran verður þó horfur séu óneitanlega góðar. Risaeðlur. A ínnfelldu myndinni er sér- stakur aðdáandi Risaeðlunnar, Steven „Seething" Wells, sem var kynnir á Pyr- amid-tónleikunum. Jon Gnarr SPORTVÖRU- UTSALA Spörtu, Laugavegi 49 heldur áfram Stórkostleg veriMkun Krumpugallar nr. S-M-L-XL. Verð frá kr. 2.990-5.900. Mjög mikið úrvai af barnaskóm. Númerfrá 21. Skór í skærum litum. Markmannshanskar — Fótboltar — töskur. Sundfatnaður og margt margt fleira. Apaskinnsgailar Nr. 150-192 Verð kr. 5.900 (áður kr. 8.325). Bómullargallar Allarstærðir. Verð frá kr. 1.400. Touch uppháir leðurskór Nr. 31-41. Verðkr. 1.790 (áðurkr. 2.550). Adidas - Bamba Fótboltaskórf/rhöl og gervi- gras. Nr. 36-48. Verð kr. 2.490 (áður kr. 3.590). Við rúllum boltanum til ykkar. Nú er tækifærió til þess aú gera góú kaup tyrir versiunarmannahelgina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.