Morgunblaðið - 30.07.1989, Qupperneq 17
m a?
FÓLK
i jjölmiðlum
■ Blaðakóngurinn Eddie Shah
heftir að mestu sagt skilið við
blaðaútgáfu og hyggst snúa sér
að sjónvarps- og útvarpsrekstri.
Mestan áhuga heftir hann á því
að taka við leyfi Granada til að
reka stöð sjónvarpssamsteyp-
unnar ITV í Norður-Englandi.
Fyrir skömmu
gafst Shah upp á
að gefa út blaðið
Post, sem átti að
valda byltingu í
brezkri blaða-
útgáfu, aðeins
fimm vikum eftir
að það hóf göngu
sína. Aðeins
150.000 eintök seldust daglega
að sögn blaðsins og jafhvel enn
færri ef trúa má keppinautum
Shahs. Shah stefndi að því að
salan yrði 370.000 eintök á dag
og taldi að hann mundi koma
sléttur út ef hann næði því marki,
en það tókst sem sé ekki.
Árið 1986 stofiiaði Shah blaðið
Today, sem nú er í eigu fjöl-
miðlafyrirtækis Ruperts
Murdochs, News International.
Og nú fyrir skömmu seldi Shah
fyrirtækinu Reed International
útgáfufyrirtæki sitt Messenger
fyrir tæpar 30 milljónir punda.
Messenger-fyrii’tækið gefúr út
rúmlega 20 svæðisblöð í Norð-
vestur-Englandi.
Shah hefur þegar sett á laggim-
ar sjónvarpsstöðina Messenger
Television. Hann hefúr látið í ljós
áhuga á fimmtu brezku sjón-
varpsrásinni, sem kemst i gagnið
1993, og hefúr einnig áhuga á
svæðisútvarpi og auglýsingaút-
varpi fyrir allt Bretland.
■ Aðstoðarráðherra i brezka
menntamálaráðuneytinu, Angela
Rumbold, hvatti ekki alls fyrir
löngu brezka foreldra til að leyfa
börnum sínum að liorfa á tiltekna
sápuóperu á BBC, TheNeigh-
bours — Nágrannana — þar sem
hún „veiti góða innsýn í venju-
legt flölskyldulíf‘. Hins vegar
telur hún að aðrar sápuópemr,
einkum þær sem gerist að miklu
leyti í bjórkrám, „gefi ekki rétta
mynd af lífinu".
Frú Rumbold sagði þetta á fúndi
þrýstihóps, sem vill tryggja vand-
aðra barnaefni í sjónvarpi. Bæði
sjónvarpssamsteypan ITV og
BBC hafa spáð því að barnaefni
verði út undan, ef nýjar tillögur
í svokallaðri „hvítri bók“ brezku
stjórnarinnar um sjónvarpsmál
verða að lögum.
Líta nið-
ur á Sky
Stór hluti þeirra Breta, sem
hafa komið sér upp „disk-
um“ til að taka á móti sjón-
varpsefni frá gervihnöttum,
hafa unnið til verðlauna í
íþróttum og „eiga sand af pen-
ingum, en hafa lítið vit í kollin-
um“. Þeir eru í „þotuliðinu“
og óvinsælir vegna þess að
nágrannar þeirra skammast
sín fyrir að búa í námunda við
áhorfendur gervihnatta-sjón-
varps.
Þannig hljóðar niðurstaða
nýlegrar markaðskönnunar í
Bretlandi. Hún er talið mikið
áfall fyrir Sky-sjónvarpið, sem
hefur reynt að sannfæra sjón-
varpsáhorfendur um að það
sé„fint“ að horfa á gervi-
hnatta-
sjónvarp og að móttökudiskar
séu „stöðutákn.“ Könnunin
sýnir að diskarnir eru taldir
umhverfislýti og álitshnekkir
fyrir íbúðahverfi, þar sem þeir
eru áberandi.
____-M<»':<;[ Niu.Amy FJÖLMIÐLAR .íru _
Japanir ríða á vaðið
með háskerpusjónvarp
Japanir hafa nú hafið sendingar á svonefndu háskerpusjónvarpi
(High Definiton Television), en tækni þessi gefúr sömu myndgæði
og kvikmyndir og hljómgæði á borð við geisladiská. Efni frá Olympíu-
leikunum í Seoul var meðal annars sent út með þessari tækni írá
japanska sjónvarpinu (NHK) og fleiri tilraunasendingar eru fyrir-
hugaðar á þessu ári. Japanir stefna að því að hefja reglulegar send-
ingar háskerpusjónvarps til heimila þegar á næsta ári.
IBretlandi er nú unnið að því að
hefja sendingar háskerpusjón-
varps í árslok 1990, á vegum hins
nýja sjónvarpsfyrirtækis British
Satellite Broadcasting og sendum
verður komið fyrir á öðrum Astra-
sjónvarpshnettinum, þótt ekki séu
líkur á að að sjónvarpstækin sjálf,
sem taka eiga við háskerpusending-
unum verði komin í gagnið fyrr en
eftir fjögur ár.
Ýmsir hafa gert því skóna að hin
nýja tæknibylting í sjóhvarpsmálum
á Vesturlöndum kunni að leiða af
sér „tæknilegt járntjald" milli aust-
urs og vesturs og þar af leiðandi
hafa Sovétmenn sýnt þessari nýju
tækni mikinn áhuga. Fulltrúum frá
11 stærstu sjónvarpsstöðvum heims
var nýlega boðið til Moskvu til
skrafs og ráðagerða vegna þessara
mála og var niðurstaðan sú að til-
raunasendingar Sovétmanna á há-
skerpusjónvarpi ættu að geta hafist
árið 1995.
Mönnum til nánari glöggvunar
má geta þess að munurinn á venju-
legu PAL-sjónvarpi, eins og við
höfum nú, og háskerpusjónvarpi er
sá, að í Pal-sjónvarpi er myndin
með 625 þverlínum á skjánum, en
háskerpusjónvarp gerir ráð fyrir *
mynd með allt frá 1.100 upp í 1.300
þverlínum.
aöí húsnæðíslána
16. ágúst leggjast dráttarvextír á lán með íánskjaravísitöíu.
1. september leggjast dráttarvextír á lán með bYggíngarvísitöIu.
Gjalddagar húsnæðislána eru: 1. febrúar— 1. maí — 1. ágúst— 1. nóvember.
Sum lán hafa íjóra gjalddaga á ári, önnur aðeíns einn.
Greiðsluseðlar fYrir 1. ágúst hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur
má inna af hendí í öllum bönkum og sparísjóðum landsins.
Ún HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
SUÐURUNDSBRAU
108 REYKJA\
Sparaðu þér óþarfa útgjöld af dráttarvöxtum.
Þegar kemur
aíborgunum lána er það
í þínum höndum
að borga á réttum tí
ar með sparar þú óþarfa
útgjöld vegna dráttar-
vaxta, svo ekki sé minnst
á innheímtukostnað.
ÞU STJOKN
C