Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 27

Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 27
MÓRGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ 'SUNNUUAGUR 30. JÚLÍ 1989 C 27 Dúxinn. Þórarinn Hjalta- son, nú yfirverk- fræðingur um- ferðarnefndar Borgarverk- fræðings í Reykjavík, með fangið fullt af verðlaunum fyrir sinn. Skólinn búinn, alvaran tekin við. Þarna má sjá nýstúdentinn Jón Steinar Gunnlaugsson, nú hæstaréttar- lögmann í Reykjavík, alvörugefinn og tilbúinn í slaginn. Árnaðaróskir í rigningunni Ragnar Finnsson, læknir, og Lára Margrét Ragnarsdóttir, hagfræðingur hjá Ríkisspítölum. SÍMTALIÐ... ER PIÐ HILMARIÓNSSON, ÆÐSTATEMPLAR STÓRSTÚKU ÍSLANDS. Fimmtán prósentfull- oröinna bindindismenn 92-15155 Safn, góðan dag. — Hilmar Jónsson, er hann við? Já, augnablik. Já. — Hilmar? Þetta er hann. — Jóhannes Kári Kristinsson heiti ég, blaðamaður á Morgun- blaðinu. Mig langaði til að spyijast aðeins fyrir um stúkustarf nú á dögum. Hefur ekki talsvert dregið úr því frá því sem var? Jú, það hefur kannski gert það, eins og hjá svo mörgum félögum. Sumarstarfsemi okkar er samt nokkuð líflegt og má nefna sem dæmi að Galtalækjarmótið sem við héldum um verslunarmannahelgina í fyrra var næststærsta mótið. Eins erum við með árleg vormót um Jónsmessuna fyrir krakka á barna- stúkualdri. Þau hafa gengið ágæt- lega. Hins vegar er því ekki að neita að það er erfiðara að fá fólk inn í félagsskapinn en áður. — Nú var mikið um hér áður fyrr að fólk um tvítugt væri ung- templarar. Eru einhverjir úr þeim aldurshópi í ykkar röðum núna? Því er ekki að neita að aldurs- gapið er töluvert mikið milli barna- starfsins sem endar um 14—15 ára aldur og síðan fólks komið á fer- tugsaldurinn. Það var hugsað á sínum tíma þegar ungtemplara- reglumar voru stofnaðar að þær ættu að þjóna eins konar millistigs- hlutverki. Hins vegar vantar okkur núna yngra fólkið. Við emm að undirbúa ráðstefnu með haustinu og þar verður meðal annars rætt hvemig við get- um nálgast þenn- an aldurshóp. Nú voru fyrir stuttu að koma niður- stöður úr Gallup-skoðanakönnun þar sem kannað var bindindi meðal íslensku þjóðarinnar og þar kom í ljós að um 15% sögðust vera alger- ir bindindismenn á áfengi og það' * er með því hærra sem við höfum séð. Við viljum ná til þessa hóps. Svo hefur það aftur á móti gerst á seinni tímum að AA-fólk hefur nálgast okkur mikið í skoðunum. Flest árin hefur það verið með sínar árlegu sumarsamkomur í Galta- lækjarskógi og nokkur samgangur orðið milli vissra deilda innan AA-samtakanna og okkar hreyf- ingar. Skoðanalega séð sýnist mér vera lítill ágreiningur nú. Hér áður var mikið um ritdeilur milli hreyf- inganna en mér sýnist að þeir hafí nálgast okkur mikið í seinni tíð og við e.t.v. gerst umburðarlyndari í þeirra garð. — Hvað með afstöðu ykkar til' 1 eiturlyija? Á síðustu árum höfum við verið í samstarfi við landlækni og haldið töluvert af ráðstefnum vítt og breitt um landið. Sumar hafa verið vel sóttar. Síðasta vetur höfðum við starfandi sérstakan æskulýðs- fulltrúa og var þá töluvert gefið út af fræðslubæklingum sem síðan var dreift inn á heimilin. Við erum einnig með augun opin fyrir vel unnum bókum og greinum um þetta efni og sækjumst eftir því að fá höfunda þeirra til að hald;i fyrirlestra hjá okkur. — Jæja, þá held ég að það sé ekkert fleira. Ég þakka þér kær- lega fyrir spjallið og vertu blessað- ur. Já, blessaður. Verslunarmannahelgi í Galtalæk. Hljómar til London SYNGJA ÁIP. HUÖMPLÖIU Hljómar frá Keflavík, hinir íslensku Bítlar, var sú hljóm- sveit sem æska landsins féll í stafi yfir, árin 1963 til 1969. Þeir voru fjórir félagarnir í byijun, þeir Eng- ilbert Jensen, Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson og Erlingur Björnsson. Þau ár sem hljómsveitin starfaði spilaði sá síðastnefndi á gítar og á þeim tíma var hann kosinn besti rythmagítaristi íslands og — eins og maður segir — þótti hafa sérstakan stíl. Ekki hefur borið mikið á Erlingi síðan Trúbrot var og hét, en í ljós kom að hann býr suður í Sandgerði og hefur varla snert gítarinn síðastliðin tutt- ugu ár. „Þegar Hljómar hættu voru ákveðnar skipulagsbreytingar hjá hljómsveitum almennt, farið var að nota orgel og þá var of mikið að vera með tvo gítarista. En ég var einnig umboðsmaður hljóm- sveitarinnar og líkaði vel. Ég fékk tilboð frá hljómsveitinni Flowers en gerðist þess í stað umboðsmaður hjá Trúbrot. Eftir að hún hætti fór ég að vinna, síðan lærði ég til þjóns hjá Ólafi Laufdal, var fyrsti lærl- ingurinn hans, og eftir það vann HVAR ERU ÞAU NÚ? ERLINGUR BJÖRNSSON fyHljónta- tímabiliÖ varævin- tyralegt“ ég á bar, bæði í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og á Hótel Val- höll á Þingvöllum. Hljómatímabilið var ævintýra- legt — skemmtilegustu tímar sem ég hef lifað. Það var skrýtið að vera ekki lengur á sviðinu, maður hafði ekki gert neitt annað í sex ár. En þetta var kröfuhörð vinna fyrir fjölskyldumann og ég vildi ekki leggja tónlistina fyrir mig. Þessu fylgdi bæði dansleikjaferðir innanlands, og ferðir erlendis, þeg- ar Hljómar voru í upptökum, bæði í London og Kaupmannahöfn, og það er svo sem frá ýmsu að segja. Við hittum marga þekkta tónlistar- menn, til dæmis Paul McCartney sem bauð okkur að skoða Apple- stúdíóið en við komumst ekki til þess. Jimi Hendrix hitti ég einu sinni og það var mjög gaman að spjalla við hann. Það munaði litlu að hann kæmi til íslands, hann talaði um það, en ári síðar lést hann. Upphafið að Hljómum segirðu? Hugmyndin kom fyrst frá Gunn- ari, svo talaði hann við mig en við vorum saman í skólahljómsveit. Við ætluðum ekki að byija að spila strax, en svo forfallaðist hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar sem átti að spila, svo okkar fyrsti dansleik- ur var í Krossinum í Keflavík. Ég varð eiginlega talsmaður hljóm- sveitarinnar á sviðinu, kynnti til dæmis lögin okkar. Ég var að vísu mjög feiminn svona í byijun, en hinir voru bara enn feimnari. Ann- ars átti ég erfitt með að ákveða mig þegar hljómsveitin var að fæð- ast því þá var ég á leið til Okla- homa í Bandaríkjunum til náms í flugvirkjun. Loftleiðir voru búnir að styrkja mig til náms og ég átti að vera samningsbundinn í fimm ár. Það er alltaf erfitt þegar valið stendur á milli tveggja hluta. Ég spila sjaldan á gitar, það er helst þegar kemur eitthvað tóma- hljóð í mann. En ég hlusta mikið á tónlist og hef sérstakt dálæti á blús og djass, já og Eric Clapton. Svo hef ég gaman af þungarokki. Rolling Stones hlusta ég enn á, þeir höfðuðu alltaf meira til mín en Bítlarnir. Það kemur alltaf árvisst upp að Hljómar eru beðnir að spila og fyr- ir þremur árum vorum við með prógramm á Broadway sem gekk sérstaklega vel. Þetta eru öruggir menn að spila með. Við félagarnir erum góðir vinir en hittumst sjald- Morgunblaðið/Júlíus an; Gunnar er oft við upptökur, Rúnar er bókaður langt fyrirfram og Berti er alltaf í laxinum. Við áttum að spila á Hótel íslandi í vetur en samningar náðust ekki. Ég hef engan sérstakan áhuga á því að gera neitt í því að Hljómar komi fram, fyrir mér er þetta „hist- oría“. En ég hefði samt gaman af því ef það kæmi til. Gamlir aðdá- endur eru svo sem enn að hnýta í mig.“ Erlingur býr í Sandgerði ásamt Kolbrúnu Leifsdóttur og eiga þau tvö böm. Síðustu tvö ár hefur hann starfað sem leigubílsstjóri í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.