Morgunblaðið - 11.08.1989, Side 4

Morgunblaðið - 11.08.1989, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989 f Tæplega 4% haJli er nú á rekstri frystitogaranna - segir Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur LÍÚ „FRYSTITOGARAR eru nú reknir með 3,7% tapi, miðað við venjuleg- ar bókhaldsaðferðir, en samkvæmt ársreikningum var 3,3% hagnað- ur á rekstri þeirra árið 1988,“ sagði Svéinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að hins vegar væri opinbert álit Þjóð- hagsstofhunar að frystitogarar væru reknir með hagnaði miðað við 6% árgreiðsluaðferð. Sveinn Hjörtur sagði að fyrir nokkrum árum hefði verið um- frameftirspurn eftir sjófrystum fiski. íslenskum og erlendum frysti- skipum hefði hins vegar fjölgað verulega undanfarin ár og meira jafnvægi hefði komist á viðskipti við þau. Hann sagði að íslenskir frystitog- arar hefðu verið 3 eða 4 árið 1985. Nú væru þeir hins vegar yfir 20 talsins og íslensk frystiskip hefðu veitt 70 þúsund tonn í fyrra. Sunn- lensku frystiskipin hefðu veitt mikið af karfa en verðfall hefði orðið á honum í Japan í fyrra. Að vísu hefði verðið hækkað aftur en væri þó ekki orðið jafn hátt og það var áður. Auk þess væri þorskkvótinn 10%_minni en í fyrra. „Áhafnir frystitogara fá greidd 90% af aflahlut strax eftir löndun, samkvæmt kjarasamningum frá árinu 1987. Nú eiga útgerðirnar í erfiðleikum með að standa við þessa samninga vegna þess að þær fá seinna greitt fyrir sjófrysta fiskinn en áður,“ sagði Sveinn Hjörtur. Hann sagði að framlegð 13. frystitogara hefði verið 24,5% að meðaltali í fyrra en nú væri hún 20,5%. Það væri ekki nægilega hátt hlutfall, þar sem fjármagns- kostnaðurinn væri 24 til 25%. Fyrir 3 til 4 árum hefði 28% framlegð frystitogara ekki þótt óeðlileg. Hann sagði að framlegð ísfísktog- ara væri nú 18 til 19%, sem væri gott miðað við undanfarin ár. Sveinn Hjörtur sagði að frysti- togararnir fengju hvorki endur- greiddan uppsafnaðan söluskatt né greiðslur úr verðjöfnunarsjóði fisk- iðnaðarins. „3,3% af tekjum frystihúsanna eru greiðslur úr verðjöfnunarsjóðn- um og 1,7% af tekjum þeirra er endurgreiddur uppsafnaður sölu- skattur. Frystiskipunum er því mis- munað,“ sagði Sveinn Hjörtur. „Það hefur verið sagt að frystiskipin séu ekki í verðjöfnunarsjóðskerfinu en frystihúsin hafa ekki greitt í sjóðinn undanfarin ár og greiðslur úr hon- um hafa verið teknar að láni erlend- VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 11. AGUST YFIRLIT I GÆR: Um 600 km suður af Reykjanesi var vaxandi 978 mb. lægð, sem hreyfðist austur. Heldur kólnaði í veðri. SPÁ: Norðaustanátt. Súld eða rigning við norður- og norðaustur- ströndina, en annars þurrt að kalla. Bjart veður verður víða á Suð- ur- og Vesturlandi, en þó hætta á síðdegisskúrum í uppsveitum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðaustan- og aust- anátt og fremur kalt í veðri. Þurrt a 'vestanverðu landinu, en víða rigning eða skúrir í öðrum landshlutum, einkum norðaustanlands. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. -j o Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir V Él r r r r r rr Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * / Þoka Þokumóða Súld OO Mistur ? •> * * * * * * * Snjókoma * * * —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 9 rigning Reykjavík 9 skýjað Bergen 14 rigning Helsinki 17 léttskýjað Kaupmannah. 15 skýjað Narssarssuaq 12 alskýjað Nuuk 5 alskýjað Osló 16 þokumóða Stokkhólmur 16 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Algarve 22 þokumóða Amsterdam 18 mistur Barcelona 26 þokumóða Berlín 17 skýjað Chicago 18 heiðskfrt Feneyjar 18 skýjað Frankfurt 14 þokumóða Glasgow 8 léttskýjað Hamborg 17 þokumóða Las Palmas vantar London 18 rigning Los Angeles 18 skýjað Lúxemborg 16 þokumóða Madríd 18 léttskýjað Malaga 25 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Montreal 17 heiðskirt New York 20 léttskýjað Orlando 23 alskýjað Parfs 24 léttskýjað Róm 21 þokumóða Vín 16 heiöskirt Washington 19 skýjað Winnipeg vantar is. Því má draga þá ályktun að gengið sé rangt skráð gagnvart frystitogurunum sem nemur að minnsta kosti 5% af tekjum frysti- húsanna,“ sagði Sveinn Hjörtur. • • Jón O. Bárðarson for- stjóri í Garðabæ látinn JÓN Örnólfur Bárðarson, for- stjóri Silfurtúns hf., er látinn á sjötugasta og öðru aldursári. Jón fæddist 9. júlí 1918 að Ytri- Búðum í Bolungarvík. Foreldrar hans voru hjónin Bárður G. Jóns- son, bóndi þar, og Sigrún K. Guðmundsdóttir. Jón lauk verslunarprófi frá Versl- unarskóla íslands 1939 og hóf verslunarrekstur á ísafirði 1944, fyrstu 5 árin með Guðmundi Péturs- syni en síðan á eigin vegum allt til ársins 1968. Útsölustjóri Áfengis- pg tóbaksverslunar ríkisins á ísafirði frá 1949-67 og í Keflavík frá 1967-85. Jón var einn af stofn- endum Félags vestfirksra skreiðar- framleiðenda. Stofnaði Þakpappa- verksmiðjuna hf. í Garðabæ á sjötta áratugnum ásamt bróður sínum, Ragnari Bárðarsyni. Árið 1972 stofnaði hann Silfurtún hf. ásamt fjölskyldu sinni en fyrirtækið varð fyrst til að hefja endurvinnslu á pappír á íslandi og framleiðir nú eggjaumbúðir og þakpappa ásamt fleiru. Eftirlifandi eiginkona hans er Salóme Margrét Guðmundsdóttir verslunarmaður. Þau hjónin eignuð- ust þijá syni og eru tveir á lífi, Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur i Grindavík, og Friðrik Ragnar Jóns- son flugvélaverkfræðingur og flug- maður hjá Flugleiðum. Uppeldis- sonur hans er Grétar Guðmundur Steinsson búsettur í Svíþjóð. Morgunblaðið/BAR Unglingarnir sem standsettu húsnæði fyrir nýju lögreglustöðina í Breiðholti ásamt þeim Jóni H. Hrafhssyni lögregluflokkstjóra og Jóni Þ. Þorbergssyni, varðsljóra, sem ásamt Arnari Bjamasyni munu starfa við nýju stöðina; Magnúsi Einarssyni aðstoðaryfirlög- regluþjóni og Böðvari Bragasyni lögreglusljóra. Ný lögreglustöð opnuð í Breiðholti LOGREGLUSTOÐ var opnuð í Draftiarfelli 14 í Breiðholti í gær. Þrír lögreglumenn munu hafa þar aðsetur. Fyrstu um sinn verður stöðin opin frá klukkan 11-19 virka daga en einnig er fyrirhugað að hún verði opin á helstu álagstímum, svo sem að kvöldlagi um helgar. Lögreglu- mönnunum þremur er uppálagt að leggja aðaláherslu á gangandi eftirlit og að efla tengsl lögreglu og íbúa Breiðholtshverfa en aðr- ar deildir lögreglunnar munu einnig sinna þar óbreyttu eftir- liti. Húsnæði lögreglustöðvarinnar í Drafnarfelli er í eigu Iðnaðarbank- ans en eigendur fyrirtækja í Fella- görðum áttu frumkvæði áð því að stöðin var sett á laggirnar og lögðu til aðstöðu og það efni sem þurfti til innréttinga. Þá greiða fyrir- tækjaeigendurnir húsaleigu lög- reglustöðvarinnar fyrst um sinn. Reykjavíkurborg greiddi laun ungl- inga úr hverfinu sem fengu sumar- vinnu við að standsetja húsnæðið. I fréttatilkynningu frá lögregl- unni segir að það sé von hennar að íbúar Breiðholtshverfa sýni þessu framtaki velvilja og nýti sér möguleikan á auknum tengslum lögreglu og þeirra, báðum til hags- bóta. Þá segir að hér sé um tilraun að ræða með breytt fyrirkomulag löggæslu í borginni þar sem meðal annars sé horft til grenndarlögreglu svo sem hún er skipulögð á hinum Norðurlöndunum. Stefnt sé að því að skoða framhaldið að fenginni sex mánaða reynslu. Sterling-þotan til Kaupmanna- hafnar í gær VIÐGERÐ á þotu danska flugfé- lagsins Sterling, sem hlekktist á hér á landi í fyrradag, lauk í gærmorgun eftir næturlanga vinnu. Vélinni var flogið aftur til Kaupmannahafhar um hádegið í gær. Vélinni- af Boeing 727-200-gerð hlekktist á í flugtaki frá Keflavíkur- flugvelli á miðvikudagsmorgun og mjótt þótti á munum að stórslys hlytist af, Viðgerð hófst um kvöldið og lauk snemma í gærmorgun. Að sögn flugvirkja Flugleiða var þetta ekki fullnaðarviðgerð en nægileg til að fljúga mætti vélinni utan. Sterling-flugfélaginu verður sendur reikningur fyrir viðgerðinni. Áhöfn- in, sem kom með vélinni hingað á miðvikudag beið hér meðan gert var við vélina. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.