Morgunblaðið - 11.08.1989, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989'
19
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Gjaldmiðillinn og
ríkisstjórnin
Istefnuyfirlýsingu ríkisstjóm-
ar Steingríms Hermannsson-
ar er stöðugleiki í gengi hins
íslenzka gjaldmiðils talinn
grundvöllur stjómarstefnunnar í
efnahagsmálum, ásamt halla-
lausum ríkisbúskap. Ráðherrar
hafa margsett fram staðhæfing-
ar í þessa vem, bæði í ræðu og
riti. I stefnuyfirlýsingunni segir
m.a.:
„Samræmd stjóm ríkisfjár-
mála, peningamála og gengis-
mála verður gmndvöllur efn-
hagsstefnu stjómarinnar. Stefnt
verður að stöðugleika í gengis-
málum. Aðhaldi verður beitt í
ríkisfjármálum og peningamál-
um til að koma á jafnvægi í þjóð-
arbúinu á næstu ámm.
Ríkisfjármál og lánsfjármál
fyrir næstu ár munu miðast við
að draga úr þenslu . . . Fjárlög
fyrir árið 1989 verða samþykkt
með tekjuafgangi. Til þess að
ná þessu markmiði verða útgjöld
ríkisins [1989] ekki hækkuð að
raungildi frá því sem var á þessu
ári [1988].“
Fjölmiðlar hafa fjallað ítar-
lega undanfarið um vöxt ríkisút-
gjalda og skattheimtu síðustu
misseri, m.a. af þeirri ástæðu,
að það stefnir í 5.000-6.000
milljóna króna Qárlagahalla á
líðandi ári, að öllu óbreyttu, þrátt
fyrir sjö milljarða króna nýja
skattheimtu á árinu og þrátt
fyrir fjárlagafyrirmæli um 600
m.kr. tekjuafgang A-hluta ríkis-
sjóðs. Minna hefur verið rætt
um misvísun stefnuyfírlýsingar
um stöðugleika í gengismálum
og gengisþróunar í höndum
ríkisstjómarinnar.
Eins og fram kemur í við-
skiptablaði Morgunblaðsins í
gær, féll íslenzka krónan um
15,8% gagnvart erlendum gjald-
miðlum á fyrstu sjö mánuðum
líðandi árs, sem þýðir, að erlend-
ir gjaldmiðlar hafa'að meðaltali
hækkað um 18,8% mælt í
íslenzkum krónum. Mest er fall
krónunnar gagnvart Banda-
ríkjadal. Hann hefur hækkáð um
25,8% á þessum mánuðum sem
þýðir fall krónunnar um 20,5%.
I árslok 1988 var gengi dalsins
kr. 46,28 en í gær var gengi
hans kr. 59,16.
Nú er fall krónunnar gagn-
vart erlendum gjaldmiðlum eng-
in nýjung. Hækkun innlends til-
kostnaðar í framleiðslu, umfram
hækkun verðs á útflutningsvör-
um, kemur gjarnan fram með
þessum hætti: í smærri krónum
— verðbólgu. Og verðbólgan
skekkir samkeppnisstöðu
íslenzkra atvinnuvega og skerðir
kaupmátt krónunnar.
Fall krónunnar í tíð ríkis-
stjómar Steingríms Hermanns-
sonar sýnir, engu að síður, mis-
vísun orða og efnda hennar að
þessu leyti — sem á öllum öðrum
sviðum.
Flest efnisatriði í stefnuyfir-
lýsingu ríkisstjómar Steingríms
Hermannssonar hafa orðið sér
til slcammar í framkvæmdinni,
„stöðugleikinn í gengismálum"
sem annað. Sama gildir að þessu
leyti um ríkisstjórnina og gjald-
miðilinn. Gengishrap hennar
blasir við allra augum í endur-
teknum skoðanakönnunum.
Hverju
reiddist
Þjóðviljinn?
Iforystugrein hér í blaðinu,
sem skrifuð var í tilefni af
fríhelgi verzlunarfólks, var sam-
dráttur í verzlun m.a. rakinn til
alhliða samdráttar í þjóðarbú-
skapnum: taprekstrar undir-
stöðugreina, minna vinnufram-
boðs, nokkurs atvinnuleysis og
rýrari kaupmáttar. í. greininni
er og hátt verðlag hér á landi,
einkum á matvöru, rakið að
hluta til hærri skattheimtu [sölu-
skatts] í verði vöru og þjónustu
en í grannríkjum.
Þessu reiðist Þjóðviljinn, fyrir
hönd ríkisstjómarinnar og for-
manns Alþýðubandalagsins og
telur hátt verðlag hér á landi sök
verzlunarinnar sjálfrar. Gleymd
eru þau orð, sem blaðið hafði
nýlega eftir Þresti Olafssyni,
framkvæmdastjóra KRON, þess
efnis, að hér sé illt að reka al-
vöru verzlun með „þeirri álagn-
ingu og þeim rekstrarskilyrðum
sem nú eru“!
Málsvöm Þjóðviljans fyrir
skattastefnu ríkisstjórnarinnar,
sem m.a. speglast í háu vöru-
verði, skýtur skökku við það sem
í blaðhaus stendur: „málgagn
verkalýðshreyfingar"! Þar er nú
annað hljóð úr horni en fyrr á
tíð, enda blása í það skatt-
heimtumenn og kerfiskarlar
fremur en launþegár og neytend-
ur. Ritstjórinn mætti gjaman,
svona til tilbreytingar, skrifa
eins og einn matarskatts- og
kaupmáttarleiðara um skatt-
heimtu ríkisstjórnarinnar, [m.a.
25% söluskatt] og framkvæmd-
ina á „grundvallarstefnunni:
stöðugleika í gengismálum“.
Snorri Ingimarsson yfírlæknir: !
„Viljum gera folk að
eigin náttúrulæknum“
Unnið að skipulagsbreytingum á innra starfi Heilsuhælis NLFÍ í Hveragerði
Selfossi.
„VEIGAMEST af öllu er að kalla
gestinn sjálfan til ábyrgðar á eig-
in heilsu. Við viljum kenna fólki,
að það geti hagrætt lifnaðar-
háttum sínum þannig að það auki
heilbrigði sitt og bæti heilsuna,"
segir Snorri Ingimarsson nýráð-
inn yfirlæknir Heilsuhælis Nátt-
úrulækningafélags Islands í
Hveragerði. „Það er mikilvægt
að gestir hér skilji að þeir eru
af líkama og sál og koma úr
ákveðnu umhverfi. Þetta þríeyki
hefiir áhrif hvert á annað.“ Út
frá þessum þáttum sem Snorri
nefnir er undir hans stjóm unnið
að ýmsum nýjungum í starfsemi
Heilsuhælis NLFI í Hveragerði
og endurskipulagningu.
Að jafnaði eru dvalargestir á
Heilsuhælinu um 180 og yfirleitt
miðað við að þeir dveljist þar í
mánuð. Mikil eftirspurn er eftir
dvöl á hælinu sem sést best á því
að biðlistinn er 1.000-1.300 manns.
Og aðsóknin eykst jafnt og þétt.
Nærri lætur að 1% þjóðarinnar
dvelji á Heilsuhælinu á ári hverju.
Starfsemi Heilsuhælisins er í takt
við heilbrigðisáætlun Alþjóða heil-
brigðisstofnunarinnar (WHO) sem
tillaga um íslenska heilbrigðisáætl-
un byggir á.
- Náttúrulækningafélag Islands er
sjálfseignarstofnun sem á Heilsu-
hælið í Hveragerði. Aðilar að NLFÍ
eru Náttúrulækningafélag Akur-
eyrar, Hafnarfjarðar og Reykjavík-
ur. NLF Akureyrar hefur barist
fyrir byggingu heilsuhælis þar og
gert er ráð fyrir að það verði tekið
í notkun eftir tvö ár.
Starfsemi heilsuhælisins í Hvera-
gerði er skipt í fimm svið, gigtar-
svið, bæklunarsvið, krabbameins-
svið, megrunarsvið og almennt svið.
Vegna hinnar miklu aðsóknar getur
dregist að fólk komist að en gestir
koma inn á beiðni frá lækni. Við
mat á umsóknum er reynt að meta
aðstæður hvers og eins óg sam-
ræma óskir fólks við aðstæðurnar
sem fyrir hendi eru á Heilsuhælinu.
Við komuna á hælið fara gestir
fyrst í viðtal hjá hjúkrunarfræð-
ingi, fá tilvísun inn á herbergi og
kynningu á húsakynnum hælisins.
Skipulag hælisins er kynnt með
kynningarbæklingi um þá meðferð
sem í boði er ásamt möguleikum á
dægradvöl.
Daginn eftir fær gesturinn viðtal
hjá lækni og meðferð hans hefst.
Misjafnt er hveiju gestirnir þurfa á
Snorri Ingimarsson yfirlæknir við
að halda. I allri meðferð er það leið-
andi þáttur að hjálpa fólkinu til að
hjálpa sér sjálft við að ná varanleg-
um árangri. Meðferðin miðast að
því að skapa nýjan lífsstíl hjá gest-
unum sem þeir geti tileinkað sér
eftir dvölina.
Sjúkdómar tengjast
lifiiaðarháttum
Lifnaðarhættir á hveijum tíma
flytja með sér nýtt sjúkdómamynst-
ur. Þannig komu velferðarsjúk-
dómar fram þegar fátæktar- og
vankunnáttusjúkdómar hurfu. A
öldinni sem leið voru það smitsjúk-
dómar og hörgulsjúkdómar sem
heijuðu á fólk en nú eru það hjarta-
og æðasjúkdómar sem eru aðaldán-
armein fólks. Náttúrulækninga-
stefnan kom fram þegar smit- og
hörgulsjúkdómar hurfu. Aðalflagg
stefnunnar var að kenna fólki rétt
mataræði. Þessi stefna er talin hafa
skilað miklum verðmætum inn í
nútímann. Mataræði hefur breyst
mikið undanfama áratugi og núna
er fólk meðvitað um hvað er hollt
og hvað beri að forðast.
„Úr velferðarsjúkdómunum er
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
sundlaug Heilsuhælisins sem er vinsæl af gestum og mikið notuð.
samfélagið að fara inn í félagslega
sjúkdóma, streitusjúkdóma, geð-
ræna sjúkdóma, eiturlyíjaneyslu,
sjálfsvíg og afleiðingar slysa. Þetta
er það sem vex núna, fólk á við
geðræn vandamál að stríða út af
stressi og það kemur fram í líkam-
legum og andlegum kvillum," segir
Snorri Ingimarsson yfirlæknir.
„Það er svo með andlegu hliðina
á nútíma þjóðfélagi með mótmæla-
trú, það er að segja sálgæsluna,
hún er ekki þannig að hún létti á
fólkinu eins og gerist með skriftun-
um í kaþólsku samfélagi. Fólk byrg-
ir því með sér vandamálin og reyn-
ir að bæla þau sem svo aftur kem-
ur fram í áðurnefndum sjúkdómum.
Ef maður reynir að skilja hvað
felst á bak við trúarbrögðin þá er
mikill munur á því hvort fólk rækt-
ar sinn guð með sér og það góða
og jákvæða eða hvort það lítur á
hann sem hlutrænan aðila og leyfir
neikvæðum viðhorfum að ríkja í
huga sér.“
Maðurinn er það sem hann
hugsar
„Það er ekki nóg að segja að
Séð heim að Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði.
maðurinn sé það sem hann borðar
eihs og oft er sagt varðandi heil-
brigt líferni. Það er ekki síðra að
segja að maðurinn sé það sem hahn
hugsar. Líkami og sál eru eitt á
okkar jarðvistardögum, við breytum
því ekki. Ef við hér hjá NLFÍ getum
hjálpað fólkið að staldra við og sjá
hvað hefur farið úr skorðum varð-
andi líkamlegt og andlegt heilsufar,
þá er vel.
Fólk þarf að gera sér ljost hvers
vegna það er komið hér og síðan
að gera sér grein fyrir starfi sínu
sem miðar að því að heilsan batni.
Bæði gestirnir og starfsfólkið hér
verða að gera sér grein fyrir þessu.
Læknirinn á ekki að vera áberandi,
hann á varla að sjást, hann á að
verka, veita handleiðslu.
Það er nauðsynlegt að horfa
heildrænt á sjúklinginn. Aðalatriðið
er að hann geri sér grein fyrir því
hvers vegna hann hefur þær trufl-
anir sem angra hann. Það er ástæða
fyrir öllum kvillum.
Það læknast enginn sem
vill það ekki
Hraðinn í okkar þjóðfélagi er svo
mikill að við gefum okkur ekki tíma
til að hlú að sjálfum okkur en það
er mikið atriði. Fyrir fáum áratug-
um voru til þriggja kynslóða fjöl-
skyldur, síðan tveggja kynslóða en
núna á fjölskyldan einungis sameig-
inlegan gististað og víða eru þær
ekki til. Þetta eru afleiðingar
breyttrar þjóðfélagsskipunar og í
þeim birtast þau vandamál sem við
er að glíma. Til þess að ná árangri
er nauðsynlegt að skilja orsakasam-
band á milli hinna ýmsu þátta. Það
er því mikilvægt að menn skilji að
þeir eru af líkama og sál og koma
úr ákveðnu umhverfi. Þetta þríeyki
hefur áhrif hvert á annað.
Það getur verið erfitt fyrir fólk
að skilja samhengið á milli hinna
ýmsu kvilla og aðstæðna viðkom-
andi, á heimili eða á vinnustað.
Þegar fólk aftur skilur kjarna máls-
ins og kemst að honum þá er allt
annað að lækna. Þá verður það
virkt. Það er einmitt þannig að það
læknast enginn sem vill það ekki
sjálfur, sama hvað hann fær mikið
af töflum eða grænmeti.
Ætlum að vinna
þjóðfélaginu gágn
Við sem storfum hér þurfum að
gera okkur grein fyrir því hvers
konar vandamálum hælið á að þjóna
og hvaða tökum á að beita til að
taka á þeim vandamálum. Skipu-
lagsbreytingarnar hérná miðast við
þetta. Við erum að skoða hvað við
getum gert í dag, hvað vel, hvað á
ekki að gera og hvernig við getum
best mætt vanda morgundagsins.
Við reynum að skilgreina náttúru-
lækningarnar og tökum einnig það
besta frá hefðbundnum lækningum.
Þetta nýtum við okkur í starfinu
hérna. Okkur langar til að bæta
okkur og hér þarf ýmislegt að lag-
færa. Við bætum okkur best með
því að hafa að leiðarljósi hvar sér-
staða okkar kemur að mestum not-
um.
Vandamál okkar við reksturinn
héma er hversu daggjöldin eru lág,
þau eru til dæmis lægri en hjá dval-
arstofnunum sem veita enga með-
ferð. Við emm hér með hressingar—
og endurhæfingárstofnun með fag-
menntuðu starfsfólki og nauðsyn-
legum búnaði til að sinna þörfum
dvalargesta.
Við ætlum að vinna þjóðfélaginu
gagn. Hér er gott starfsfólk og
mikið af ungu og áhugasömu fólki
og það gleður mest að allir eru
mjög jákvæðir í garð þess sem á
að gera.
Það er staðreynd að umhverfið
mótar okkur til góðs og ills. Við
þurfum að skilja þetta orsakasam-
band til að geta orðið okkar eigin
náttúmlæknar. Það er alls staðar
vaxandi skilningur fyrir líkamlegri,
sálarlegri og félagslegri endur-
hæfingu. Hún miðast að því að fólk
geti snúiðt aftur út í þjóðfélagið og
orðið að liði þar. Við viljum að fólk-
ið fari héðan með eitthvað með sér
og að það verði eigin náttúmlæknar
að meðferð lokinni.
Heilsuskóli á döfinni
Það er mikilvægt að fólk kunni
að bregðast við vandamálum sem
steðja að. Það þarf að hafa aðra
kosti en að tæma ísskápin eða
drekka brennivín til að takast á við
sálarflækjurnar," segir Snorri Ingi-
marsson yfirlæknir.
Á Heilsuhælinu er heilsuskóli í
undirbúningi. Með heilsuskóla er
átt við að almenn fræðsla og hand-
leiðsla fyrir dvalargesti verði í föst-
um skorðum. Einnig verður gert ráð
fyrir sérfræðslu á sviðunum vegna
gigtar, krabbameins, offitu og
bæklunar.
Endurhæfingin fyrir krabba-
meinssjúklinga verður rekin í sam-
vinnu við krabbameinsdeild Land-
spítalans og heimahlynningu
Krabbameinsfélags íslands. Hug-
myndasmiðurinn að þessari endur-
hæfingu var góðvinur Snorra,
Óskar Kjartansson gullsmiður sem
lést í byijun árs 1988 úr krabba-
meim.
Endurhæfing á öðmm sviðum
verður rekin í samvinnu við aðila
sem starfa á þessum vettvangi í
þjóðfélaginu. Með endurhæfingu
verður fólkinu boðið upp á ákveðna
kjarnameðferð sem allir fara í gegn-
um en einnig verða í boði valgrein-
ar eða möguleikar af ýmsum toga.
„Við útilokum ekki neitt í þessu
sambaridi," segir Snorri yfirlæknir,
„það em engir fordómar gagnvart
neinu. Það er til dæmis dýpri skiln-
ingur í allri okkar tjáningu og við
þurfum að hjálpa fólki að tjá tilfinn-
ingar og skilaboð út frá Iíkams-
ástandi sínu og þessi tjáning getur
verið með ýmsu móti.“ Snorri segir
að valgreinar með þessa tjáningar-
möguleika verði í boði til dæmis list-
ræn tjáning í gegnum hljómlist og
myndlist. Hann segir ennfremur að
einn af þeim möguleikum ■ sem
Heilsuhælið gefi í þessu efni sé að
gestir geti tekið maka með í þessa
meðferð og það sé mjög þýðingar-
mikið vegna þess að alvarlegur
heilsubrestur í fjölskyldu sé ekki
einkamál einstaklings heldur þurfi
handleiðslu fleiri til að takast á við
sKkan vanda. _ gig Jóns
VINSTRISTJÓRN-
IN 1971-1974
eftir Birgi ísl.
Gunnarsson
Vinstri stjórnum fylgja sameigin-
leg einkenni við stjórn efnahags-
mála, eins og ég gerði grein fyrir
hér í blaðinu fyrir skömmu. I kjöl-
farið fjallaði ég síðan um vinstri
stjórn Hermanns Jónassohar
1956-58 í sérstakri grein. Hér verð-
ur fjallað um vinstri stjórn Ólafs
Jóhannessonar 1971-1974.
Ný vinstri stjórn
Við reglulegar þingkosningar
1971 urðu úrslit þau að Sjálfstæðis-
flokkur og Alþýðuflokkur, sem
staðið höfðu að viðreisnarstjómun-
um undanfarin 12 ár, misstu þing-
meirihluta sinn. Nýr stjómmála-
flokkur undir fomstu Hannibals
Valdimarssonar hafði komið fram
og fengið 5 þingmenn kjörna. Mán-
uði eftir alþingiskosningamar
myndaði Ólafur Jóhannesson nýja
vinstri stjórn með þátttöku Fram-
sóknarflokksins, Alþýðubandalags-
ins og hins nýja flokks, Samtaka
fijálslyndra og vinstri manna.
ítarlegur
málefiiasamningur
Málefnasamningur þessarar
ríkisstjómar var ítarlegur og þar
m.a. fjallað um margt sem snerti
efnahags-, kjara og atvinnumál.
Skipulagshyggja einkenndi mjög
stefnu og störf þessarar ríkisstjóm-
ar. Af þeim sökum var sett upp
mikið bákn, Framkvæmdastofnun
ríkisins, sem skipuleggja átti fjár-
festinguna í landinu undir pólitískri
yfírstjóm. Enn kom fram sú trú
aðstandenda þessarar ríkisstjórnar
að reyna að stýra athöfnum ein-
staklinga og fyrirtækja með stjórn-
valdsathöfnum í stað þess að grípa
til almennra hagstjórnaraðgerða.
Flest fór úr böndunum
Þrátt fyrir að mörgu leyti hag-
stæð ytri skilyrði breyttist ástand
efnahagsmála fljótt til hins verra
og lítið varð um efndir á þeim lof-
orðum sem glaðbeittir vinstri ráð-
herrar gáfu í upphafí starfsferils
síns. Nefna má nokkur dæmi um
það sem úr böndum fór.
Á tímum viðreisnar hafði verð-
bólga verið hófleg, en nú æddi hún
áfram með miklu meiri hraða en
áður. Á árinu 1974 stefndi verð-
bólgan í yfir 50% og ríkisstjómin
réð ekki við neitt.
Viðskiptahalli jókst mjög ört.
Síðustu ár viðreisnarstjórnarinnar
hafði viðskiptajöfnuður verið hag-
stæður, en nú snérist dæmið við.
Öll ár þessarar vinstri stjómar var
halli á viðskiptum við útlönd. Þetta
leiddi til mjög versnandi gjaldeyris-
stöðu. Erlendar skuldir jukust stór-
Birgir ísl. Gunnarsson
„Stjórnmálaástand nú
minnir um margt á það
sem gerðist veturinn
1973-74. Að völdum sit-
ur úrræðalaus og óvin-
sæl ríkisstjórn. Sveitar-
stjórnarkosningar
verða í maí á næsta
vori og á það vafalaust
eftir að auka á óróleika
innan stjórnarflokk-
anna. Við skyldum þó
aldrei fá tvennar kosn-
ingar næsta vor eins og
1974?“
lega, en þær tvöfölduðust á þremur
árum.
Aukin skattheimta
Ríkisútgjöldin stóijukust og mik-
ill greiðsluhalli var fyrirsjáanlegur
á ríkissjóði þegar stjórnin fór frá
1974. Eins og tíðkast hjá vinstri'
stjórnum var skattbyrði þyngd
mjög. Hlutur hins opinbera, þ.e.
ríkis og sveitarfélaga, óx úr 30%
af þjóðarframleiðslu 1970 í 35,5%
1973.
Viðskiptabankarnir áttu við
mikla fjárhagserfiðleika að etja.
Lausaijárstaða þeirra versnaði jafnt
og þétt. Spariinnlán drógust saman.
Fólk sá að sparnaður þess brann
upp á báli verðbólgunnar og leitaði
því annarra leiða til að varðveita
sparnað sinn. Stjórnin hélt og vöxt-
um niðri með handafli. Fjölmargir
opinberir sjóðir voru komnir í þrot
og á árinu 1974 stefndi í stórkost-
legan greiðsluhalla hjá mörgum
opinberum sjóðum og fyrirtækjum.
Öll þessi ringulreið í efnahags-
málum leiddi til þess að hallarekst-
ur blasti við í sjávarútvegi, bæði í
veiðum og vinnslu. Ljóst var þvi
að grípa yrði til róttækra aðgerða
í efnahagsmálum þegar kom fram
á árið 1974. Ríkisstjórnin lagði þá
fram frumvarp til laga um viðnám
gegn verðbólgu. Frumvarpinu
fylgdi ítarleg greinargerð „hag-
rannsóknarstjóra“ um efnahags-
horfur 1974. Flestar fullyrðingar
um ástandið sem fram koma hér
að framan eru teknar úr þeirri
greinargerð.
Stjórnin fellur
Frumvarpið var um margt ófull-
komið. Ósamkomulag var um efni
þess innan ríkisstjórnarinnar og
fram tekið að stjórnarflokkamir
hefðu óbundnar hendur um einstök
atriði frumvarpsins. Samtök fijáls-
lyndra og vinstri manna klofnuðu
og þinglið flokksins hætti að styðja
ríkisstjórnina nema Magnús Torfi
Ólafsson menntamálaráðherra. Þar
með hafði ríkisstjórnin misst meiri-
hluta sinn á Alþingi. Fram kom til-
laga um vantraust, en Ólafur Jó-
hannesson forsætisráðherra rauf
þing og boðaði til kosninga áður
en vantraustið komst á dagskrá.
Þetta var 8. maí og kosningar boð-
aðar 30. júní 1974.
Þótt ekki hefði verið boðað til
þingkosninga var ijóst að þetta vor
yrði tíðindasamt í stjórnmálum.
Sveitarstjórnarkosningar stóðu fyr-
ir dyrum þann 26. maí 1974 og var
undirbúningur þeirra hafinn þegar
hér var komið sögu. Einhveiju kann
það að hafa ráðið um endalok þess-
arar stjómar. Ríkisstjórnarflokk-
amir fundu andbyrinn og hafa því
vafalaust sumir grátið það þurrum
támm að losna úr prísundinni.
Tvennar kosningar
Kosningaúrslit í sveitarstjórnar-
kosningunum vom nokkur vísbend-
ing um það sem koma skyldi í al-
þingiskosningunum. Helsti stjórn-
arandstöðuflokkurinn, Sjálfstæðis-
flokkurinn, vann einn sinn stærsta
sigur og fékk í Reykjavík t.d. hærra
hlutfall en hann hafði áður fengið.
Alþingiskosningar staðfestu síðan
fall vinstri stjórnarinnar, en mestan
sigur vann Sjálfstæðisflokkurinn.
Geir Hallgrímsson myndaði síðan
ríkisstjórn sem sat út kjörtímabilið.
Stjórnmálaástand nú minnir um
margt á það sem gerðist veturinn
1973-74. Að völdum situr úrræða-
laus og óvinsæl ríkisstjórn. Sveitar-
stjórnarkosningar verða í maí á
næsta vori og á það vafalaust eftir
að auka á óróleika innan stjórnar-
flokkanna. Við skyldum þó aldrei
fá tvennar kosningar næsta vor eins
og 1974?
Höfundur er einn af
alþingismönnum Sjálfstæðisflokks
fyrir Reykja víkurkjördæmi.
Hólahátíð á sunnudag
Prestafélag Hólastiftis, Hólanefiid og Hólafélagið standa fyrir ár-
legri Hólahátíð sunnudaginn 13. ágúst nk. Hátíðin hefst kl. 14 með
guðsþjónustu og mun herra Ólafiir Skúlason biskup íslands predika.
Kirkjukór Ilvammstangakirkju syngur undir stjórn Helga S. Ólafs-
sonar og nokkrir prestar úr Hólastifti þjóna fyrir altari. Að afiok-
inni messu mun Hólanefnd bjóða kirkjugestum til kaffidrykkju í
húsakynnum Bændaskólans.
Hátíðarsamkoma hefst síðan í
Dómkirkjunni kl. 16.30. Þar syngur
þýskur ungmennakór, gospelkór,
undir stjórn Wolfgangs Knut, en
einnig syngur kirkjukór Hvamms-
tangakirkju nokkur lög. Hátíðar-
ræðuna flytur séra Hjálmar Jónsson
prófastur á Sauðárkróki og mun
hann ræða um „Hólabókina",
sálmabók Guðbrands biskups Þor-
lákssonar, sem út kom 1589 og á
því 400 ára afmæli á þessu ári.
Ávarp flytur síðan sr. Sigurður
Guðmundsson vígslubiskup og loka-
orð sr. Gísli Gunnarsson.
Við Hólahátíðina á sunnudaginn
verður þess minnst og fagnað þeim
áfanga sem náðst hefur við upp-
byggingu kirkjunnar á Hólum, en
í sumar hefur verið unnið að við-
gerðum kirkjunnar að utan, hún
múrhúðuð að nýju og máluð hvít,
nema forkirkjan sem er með hinum
rauða lit sem var í upphafi. Þannig
að vel er sjáanlegt hvernig kirkjan
leit út er hún var vígð árið 1763.
Þá hafa farið fram gagngerar end-
urbætur á kirkjugarðinum, leg-
steinum lyft, jarðvegur jafnaður og
garðurinn þakinn.
Á síðastliðnu ári var kirkjan end-
urgerð að innan og þess minnst
með hátíð þann 4. desember sl.
Aðalfundur Hólafélagsins verður
einnig haldinn sunnudaginn 13.
ágúst kl. 11 árdegis en félagið var
stofnað 1964. Aðalmarkmið félags-
ins er að beita sér fyrir samtökum
meðal þjóðarinnar um eflingu Hóla-
staðar á sem víðtækustu sviði. Skal
höfuðáhersla lögð á endurreisn
biskupsstóls að Hólum og eflingu
staðarins sem skólaseturs. Að því
skal stefnt að Hólar verði í framtíð-
inni andleg aflstöð og kirkjuleg
miðstöð í Hólastifti. _ BB.