Morgunblaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1989 5 Mimii hækkun á víni og tóbaki en áætlað var - segir Bolli Þór Bollason MINNI hagnaður af rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins heldur en fjárlög gera ráð fyrir skýrist fyrst og fremst af minni verðhækkunum en áætl- að var að mati Bolla Þórs Bolla- sonar í Qármálaráðuneytinu. Ríkisendurskoðun segir í skýrslu sinni um framkvæmd Qárlaga á fyrri helmingi þessa árs, að tekj- ur ríkissjóðs af sölu ÁTVR hafi orðið 369 milljónum króna minni en Qárlög gerðu ráð fyrir og að stefhi i að þær verði um 500 milljónum króna undir þeirri áætlun allt árið. Höskuldur Jóns- son forstjóri ÁTVR segir margt hafa farið á annan veg en búist var við í fjárlögum, þar á meðal hlutfall léttra og sterkra vínteg- unda og hlutfall innlendra og erlendra bjórtegunda í sölu ÁTVR. „Þegar fjárlög voru samþykkt, var miðað við að verð á áfengi og tóbaki hækkaði töluvert meira en almennt verðlag í landinu,“ segir Bolli Þór Bollason í fjármálaráðu- neytinu. „Síðan gerist það, að menn treysta sér ekki til að fylgja þessu eftir,“ segir hann og nefnir til skýr- ingar meðal annars kjarasamninga. „í staðinn fyrir að hækka um kannski 10% umfram annað verð- lag, þá rétt heldur verð á áfengi og tóbaki í við verðbólguna." Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR var spurður hvaða skýringar væru á minni tekjum af sölu ÁTVR. „í fýrsta lagi þá er þessi tala sem er inni í fjárlögunum ekki okkar tala,“ segir Höskuldur. Hann nefnir í öðru lagi breytta neyslu lands- manna sem hafi leitt tií minni sölu sterkra.vína, en þau skila hlutfalls- lega háum tekjum'. í þriðja lagi hefur hlutfall milli innlendra og erlendra bjórtegunda orðið annað en búist var við, innlendur bjór er hátt í helmingur heildarbjórsölunn- ar í stað fimmtungs eins og búist var við. Innlendi bjórinn skilar mun minni tekjum en sá erlendi. Þá hef- ur tóbaksneysla enn dregist saman á þessu ári um 3-4%, og auk þess vega breytingar á gengi dollarans þungt í því tilliti, þar sem stærstur hluti tóbaksins er keyptur frá Bandaríkjunum. Dollarinn hefur hækkað í verði og þá um leið inn- kaupsverð tóbaksins í íslenskum krónum. Höskuldur segir að áætl- anir Áfengisverslunarinnar fyrir þetta ár standist á hinn bóginn í höfuðatriðum. Menningarsj óður útvarpsstöðva: Misbrestur á greiðslum tilsjóðsins TALSVERÐUR misbrestur er á að ljósvakamiðlar standi í skilum við menningarsjóð útvarps- stöðva, en samkvæmt lögum ber miðlunum að skila til sjóðsins 10% af auglýsingatekjum sínum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru Ríkisútvarpið, Ey- firska útvarpsfélagið og útvarp Rót í skilum við sjóðinn, en Stöð 2 og Bylgjan/Stjarnan eru það ekki, auk smærri útvarpsstöðva, sem sent hafa út um skemmri tíma, flestar í fáeina daga. Sjóðnum ber að styrkja innlenda dagskrárgerð og geta einungis sjón- varps- eða útvarpsstöðvar sótt um styrki til hans. Umsóknarfrestur rennur út á sunnudaginn kemur, 27. ágúst, og vérða stöðvarnar að vera í skilum til þess að eiga mögu- leika á úthlutun. Ný stjórn menningarsjóðs út- varpsstöðva var skipuð í vor. í henni eiga sæti Páll Skúlason, prófessor, sem er formaður, Guðni Guðmunds- son, rektor, og Brynjólfur Bjarna- son, framkvæmdastjóri. Stjórnin kemur saman í fyrsta skipti til formlegs stjórnarfundar í næstu viku. Vilja leigja Villa Magg■ til tilraunaveiða AÐILAR frá Sauðárkróki hafa lýst áhuga á því að leigja kúfisk- veiðiskipið Villa Magg af þrota- búi Bylgjunnar hf. á Suðureyri til tilraunaveiða á hörpuskel og kúfiski. Að sögn Skarphéðins Þórissonar bústjóra þrotabúsins er rætt um að leigja skipið í 40 daga, en eignir þrotabúsins fara á nauðungarupp- boð síðar í haust. Byggðastofnun á langstærstar kröfur í þrotabúið. ■ i bi mmr \'\ >\\ ■ I •! ■ ■ : ■i ii i ai ■ i mm i mi r mi ■ t aai | ■■b ■ m i m • ■§ i B r mm i —i • hi wi m\ bbi mi x —ii • wmm i wt mmi mii mi ai mm i —■ i ■»* i^m^m^mmm —mmm i i/ mmm ■ mi m ■ ■ ■ m l — i ■ l ^m^mm^m . mmimmmmmmmm l I mmm» ■ I m l bb i — l ■■• wmmmmmm—w K, mmmmm^mmm I bbbi / «1 mi ■ i ■ I ■ I —l — I < ^m^mmmmm ■ —I / •« ■• ■■• ■■• — —— y ■■■ i/ •■•i ii ■ i ■ ■ ■ i —i ■ i t^^^^mmm F mmmmmmmmi mmm i aai ■■! i mmi mmi mi mmmi mi mwmmm w ^iSSi mmm i ■■• ■ni ■■! «/ m i —■ i — t mmmmmm rnm i . k, Kt SíI 5!— i....n.. með glæsibrag Vinsælustu dægurlög síðustu áratuga þar sem JÓn SÍgurÚSSOn hefur komið við sögu sem lagasmiður eða textahöfundur. Jón í bankanum heldur um þessar mundir upp á 50 ára starfsafmæli og af því tilefni setjum við upp dægurlagahátíð undir stjóm Ingimars Eydal. Söngvarar: Elly Vilhjálms, Ragnar Bjarna, Þorvaldur Halldórs, Þuríúur Sigurðardóttir,! Trausti Jónsson og Jtjördís Geirs ■ V ■w • Tvwiy Fluttar verða perlur síðustu ára svu sem: Meira fjör Upp undir Eiríksjökli Eg er á förum til fjarlægra landa Kom heim, vinur, kom heim Bel Ami Ég er kominn heim I grænum Edens garði Senn fer vorið á vængjum yfrr fióann Rock og cha cha cha Óli rokkari Út í Hamborg Hvað varstu að gera í nótt Nína og Geiri Vertu ekki að piata mig I kjallaranum Einsi kaldi úr Eyjunum Ó nei Ég fann þig Fjórir kátir þrestir Eg vil fara upp í sveii Fyrsta ástin Komdu t kvöid Vertu ekki að horfa svona alltaf auk fjölda annarra laga. jlcrúða FoKiréttuy Miðasala og borðapantanir í Broadway daglega frá kl. 12-20, sími 77500. Pantið borð tímanlega og tryggið ykkur góú sæti strax í dag. BC'OAÐWAT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.