Morgunblaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 21
20 MOíRGUNBLAÐIÐ ' FXÍSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1989 MORGUNBLAÐIÐ RÖSTU1)AGI?R 25. 'ÁGÚST 1909 .. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstj.órar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 90 kr. eintakið. Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna Rúmlega tvær milljónir manna efndu til friðsam- legra mótmæla í Eystrasalts- löndunum á miðvikudag, þegar 50 ár voru liðin frá því að þeir Molotov og Ribbentrop, ut- anríkisráðherrar einræðisherr- anna Stalíns og Hitlers, rituðu undir griðasáttmála, sem hafði að geyma leyniákvæði um inn- limun landanna þriggja í Sov- étríkin. Þegar til þess er litið að íbúar landanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Lithá- ens, eru innan við átta milljón- ir og þar af fjölmargir af rússn- eskum uppruna, sýnir þátttak- an í mótmælunum, að andstað- an við ólögmæt sovésk yfirráð á gífurlegan hljómgrunn. Kremlveijar hafa í 50 ár leitast við að réttlæta yfirráð sín yfir Eystrasaltslöndunum með yfirlýsingum um, að þær hafi sjálfar ákveðið inngöngu í Sovétríkin. í skjóli leyni- ákvæða griðasáttmálans, en sovésk stjórnvöld hafna ekki lengur tilvist þeirra, var sov- éski herinn sendur til landanna þriggja. Undir byssukjöftum hans neyddust þjóðimar síðan til að ganga í sovéska ríkja- sambandið. Þessar staðreyndir ættu að vera óumdeildar og með vísan til þeirra er aug- ljóst, að lagalegar forsendur fyrir því að ríkin þrjú séu so- vésk lýðveldi með verulega tak- markað vald í eigin málum eru með öllu brostnar. Örlög Eystrasaltsríkjanna hafa löngum vakið deilur á Vesturlöndum. Hér á þessum stað hefur hvað eftir annað verið vakið máls á því á und- anfömum 50 ámm hvílíkum órétti þjóðimar þrjár vom og hafa verið beittar. Bent hefur verið á sögu þeirra þegar leitað er fordæma fyrir því, hvemig grimm valdafíkn einræðisherra getur leikið fámennar þjóðir, sem hafa ekki gert öflugar ráðstafanir til að tryggja sjálf- stæði sitt og öryggi. Um þetta efni hefur Morgunbiaðið deilt við andstæðinga sína, ekki síst á Þjóðviljanum, hinu gamla málgagni Kommúnistaflokks íslands og þeirra, sem tóku upp hanskann hér á landi fyrir griðasáttmála þeirra Stalíns og Hitlers og héldu því fram, að smáþjóðir ættu ekkert betra hlutskipti í vændum en lenda í faðmi Stalíns. Þess er enn beðið að málsvarar drottnunar- stefnu Kremlverja í íslenskum stjórnmálum geri með sóma- samlegum hætti upp við fortíð- ina, til dæmis með því að biðja Eystrasaltsþjóðirnar þijár af- sökunar á málflutningi sínum. Fyrir sex árum var gefið út opinbert rit í Sovétríkjunum, þar sem það er dásamað með hástemmdum orðum, hve lenínisminn hafi dugað vel til að uppræta spennu vegna þjóð- erniskenndar innan Sovétríkj- anna. Þar er lögð áhersla á, að sovéska þjóðin líti á sig sem eina stóra flölskyldu. Þróun mála í Eystrasaltslöndunum og annars staðar í Sovétríkjunum bendir til þess að þarna hafi verið farið með rangt mál eins og svo oft endranær í sovésk- um áróðri. Raunar eru ekki nema fáeinar vikur liðnar síðan Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor- seti flutti sjónvarpsávarp og varaði fólk við hættunum af þjóðernishyggju; hún kynni að leiða til hins mesta ófarnaðar. Fjöldamótmælin á miðviku- dag voru friðsamleg. Þau sýna að almenningur í Eystrasalt- slöndunum sættir sig ekki við óbreytt ástand. Er undravert á hve skömmum tíma og af hve miklum þrótti íbúar þessara fámennu landa, sem hafa í hálfa ö!d lifað í ótta og mátt sæta hvers kyns ofsóknum og tilraunum til að uppræta tungu þeirra og menningu, rísa upp til vamar þjóðerni sínu og sjálf- stæði. Af hálfu sovéskra yfir- valda hefur verið leitast við að slá á þessa þróun meðal ann- ars með því að vísa til Vestur- Evrópu, þar sem ríki séu að renna saman í stærri heild. Málflutningi á þessum nótum hefur verið svarað á þann veg, að mikill munur sé á Moskvu og Brussel. Barátta Eystrasaltsríkjanna sýnir, að menning smáþjóða verður ekki upprætt og vilji þeirra til að láta að sér kveða sem sérstök heild verður ekki brotinn á bak aftur, nema þær sætti sig við það sjálfar. Það eru ekki ytri aðstæður heldur innri þróttur, sem ræður úrslit- um í baráttu þjóða, stórra og lítilla, fyrir tilvist sinni og áhrifum. Hreppsnefnd Kjalarness samþykkir sorpurðun í Álfsnesi: Samkomulag um kaup borgarímiar á Alfenesinu HREPPSNEFND Kjalarnes- hrepps samþykkti í gær á fundi sínum að heimila sorpurðun í Alfs- nesi. Borgarsljóri og Jón Ólafsson oddviti hreppsins undirrituðu í gær áður gerð samkomulasgsdrög sem fela meðal annars í sér að Hitaveita Reykjavíkur yfirtaki hitaveitu hreppsins. Eigendur Álfsness og borgarsljóri undirrit- uðu samkomulag um kaup borgar- innar á landinu í gær; kaupverðið Utanríkismálanefiid SUS: Sjálfstæðis Eystra- saltsþjóðanna krafist FIMMTÍU ár voru liðin á miðvikudág, 23. ágúst, frá því að griðasátt- máli Sovétríkjanna og nazistaríkis Adolfs Hitlers í Þýskalandi var undir- ritaður. Alræðisríkin tvö komust þá að samkomulagi um skiptingu Pól- lands, Eystrasaltsríkjanna þriggja og Finnlands í áhrifasvæði, þar sem annað hvort ríkjanna hafði sérstakra hagsmuna að gæta. Utanríkismála- nefhd Sambands ungra sjálfetæðismanna hefur sent ft-á sér fréttatilkyn- ingu þar sem segir að enn gæti áhrifa þessa samnings með hernámi Sovétmanna á Eystrasaltsríkjunum. Tekur SUS undir sjálfstæðiskröfur þessara ríkja. í fréttatilkynningu frá utanríkis- málanefnd Sambands ungra sjálf- stæðismanna segir: „Ungir sjálf- stæðismenn styðja frelsisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna, krefjast þess að Sovétmenn geri hreint fyrir sínum dyrum í máli þessu og vilja nota tækifærið til að minna Islendinga á hversu auðglatanleg gæði frelsi og lýðræði geta verið. Með gerð griðasáttmálans má full- yrða að kommúnistastjómin í Moskvu hafi beinlínis stuðlað að heimsstyijöldinni síðari, sem einræð- isherrann Jósef Stalín .kornst að full- keyptu, þegar nazistar töldu sig hafa komið ár sinni svo vel fyrir borð á vígstöðvunum, að hægt væri að ráð- ast inn í Sovétríkin. Ungir sjálfstæðismenn taka heils- hugar undir sjálfsagðar kröfur Eist- lendinga, Letta og Litháensbúa um að fá að njóta ófrávíkjanlegs sjálfsá- kvörðunarrétts þjóða, frelsis og lýð- ræðis, enda eru launráð þau, sem brugguð voru í leyniákvæðum þess eðlis, að lagalegur grundvöllur veru ríkjanna í Sovétríkjunum er enginn — ekki síst þegar litið er til réttar Sovétlýðvelda til þess að ganga úr Sovéríkjunum, sem tryggður er í stjórnarskrá Sovétríkjanna." Segir síðan að ef Míkhaíl Gorbatsj- ov og ríkisstjórn hans vilji að mark sé tekið á tali um „glasnost" og „per- estrojku" verði sovésk stjórnvöld að sýna meintan vilja í verki. Skora ungir sjálfstæðismenn á sovéska valdamenn að Sovétríkin geri opinber skjöl, sem lúta að griðasáttmála þeirra við Þriðja ríki nazista í Þýska- landi, sem undirritaður var hinn 24. ágúst, 1939, þar með talin leyniá- kvæði samningsins. er tæpar 100 milljónir, að sögn Jón G. Tomassonar borgarritara. Að sögn borgarritara er stefiit að því að finna stað í nágrenni Áburð- arverksmiðjunnar við Gufunes fyrir sorpböggunarstöð og er talið líklegt að hugmyndir um böggun- arstöð í Hafiiarfirði verði nú gefii- ar upp á bátinn. Formleg ákvörð- un heftir þó ekki verið tekin í sljórn Sorpeyðingar höfuðborgar- svæðisins b.s.. Hreppsnefnd Kjalarness sam- þykkti með 3 atkvæðum gegn einu og með hjásetu eins fulltrúa sam- komulagsdrög oddvita og borgar- stjóra um að fallið yrði frá forkaups- rétti hreppsins á Álfsnesinu, heimiluð verði þar urðun jafnframt því sem Hitaveita Reykajvíkur yfirtaki hita- veitu hreppsins. í liðinni viku hafði hreppsnefndin fellt með þremur at- kvæðum gegn tveimur samkomu- lagsdrögin. Aðspurður hvað valdið hefði sinna- skiptum hreppsnefndarinnar sagði Jón Ólafsson oddviti að þar hefði fyrst og fremst komið til mikil um- ræða um orkumál og fleiri hluti í hreppnum. „Menn höfðu mikið litið til norðursvæðisins og höfðu sam- þykkt urðun þar en það kom í ljós að það var ekki í dæminu að hálfu byggðasamlagsins. Þá mátu menn stöðuna þannig að gefa leyti til urð- unar í Alfsnesi. Það höfðu breyst vissar forsendur, það voru undir- skriftarlistar og fleira í- gangi í hreppnum." Böggunarstöð í Gufimesi Að sögn Jóns G. Tómassonar borg- arritara var í gær undirritað milli borgarinnar og eigenda Álfsnessins samkomulag um kaup á landinu. Ekki er um endanlegan kaupsamning að ræða heldur samkomulag um hvernig skuli að kaupunum staðið, þar á meðal fjárhæðir og greiðslu- . Morgunblaðið/Árni Sæberg Sænska akademían færði íslenskri málnefnd 100 þúsund krónur sænskar að gjöf í gær. Það var Sture Allén (t.v), fastaritari akademíunnar, afhenti Krisljáni Árnasyni, formanni málnefndarinnar, gjöfina við hátíðlega athöfii í íslenskri málstöð við Aragötu I Reylyavík. Sænska akademían: Gaf níuhundruð þúsund krónur í málræktarsjóð SÆNSKA akademian færði í gær íslenskri málnefiid að gjöf eitthundr- að þúsund sænskar krónur, eða rúmlega níuhundruð þúsund krónur íslenskar. Peningarnir eiga að renna í málræktarsjóð, sem komið verð- ur á fót af menntamálaráðuneytinu. Sænska akademían færði íslenskri málnefnd gjöfina í tilefni af 25 ára afmæli nefndarinnar. Við athöfn, sem haldin var í íslenskri málstöð í, gær, fjallaði Sture Allén, fastaritari akademíunnar, um málræktarstarf Islenskrar málnefndar og benti á, að akademían hefði meðal annars verið stofnuð til að gegna sama hlut- verki. Hann aflienti síðan Kristjáni Árnasyni, formanni málnefndarinnar bók sem gefin var út í tilefni af 200 ára afmæli akademíunnar 1986 og var í henni ávísun upp á 100 þúsund sænskar krónur, eða rúmlega 900 þúsund íslenskar, sem renna eiga í málræktarsjóð, sem menntamálaráð- herra hyggst stofna. Kristján Árnason þakkaði þessa gjöf og færði akademíunni ljósprent- að eintak af Skarðsbók. Sagði hann meðal annars, að akademían hefði unnið merkt starf til eflingar litlum tungumálasamfélögum með veitingu nóbelsverðlaunanna i bókmenntum. kjör. Kaupverðið er tæpar 100 millj- ónir króna. „Það er nánast fram- reiknað kaupverð þeirra á jörðinni með óhjákvæmilegum kostnaði sem fýlgdi kaupunum,“ sagði borgarrit- ari. Borgin hafði keypt landið af Sigur- birni Eiríkssyni á síðasta ári en kaup- in gengu til baka þegar urðunarleyfi fékkst ekki. Þá keypti Ragnar Guð- mundsson-, ásamt fleirum, landið af Sigurbirni á sambærilegu verði og samningurinn við borgina hafði kveð- ið á um. Jón G. Tomasson sagði að ekki hefði verið tímasett hvenær hafist yrði handa við framkvæmdir í Álfsnesinu, stjórn Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins, byggðasam- lags, ætti eftir að ákveða það. „Við teljum að haugarnir í Gufunesi séu ekki nothæfir nema í um það bil eitt ár enn, þannig að þetta verður að gerast á næsta ári,“ sagði hann. Aðspurður hvort með þessu væri úr sögunni að reisa sorpböggunar- stöð í Hafnarfirði, sagði Jón G. Tóm- asson: „Það er mjög trúlegt að reynt verði að finna stað fyrir sorpböggun- arstöð í Reykjavík." Borgarritari sagði að einkum væri um að ræða svæði í nágrenni Áburðarverksmiðj- unnar á Gufunesi. Hann vildi ekki tilgreina nákvæmlega um hvaða land væri að ræða en sagði að ekki væri um svæðið, þar sem núverandi sorp- haugar stæðu, að ræða. Greiddi atkvæði gegn urðun í Alfsnesi Inga Margrét Árnadóttir á Skraut- hólum greiddi ein hreppsnefndarfull- trúa atkvæði gegn samþykkt meiri- hluta hreppsnefndarinnar í gær. Hún sagði að hún hefði alla tíð verið á móti urðun sorps í Álfsnesi, og ákvörðun meiríhluta hreppsnefndar- innar hefði komið eins og þruma úr heiðskíru lofti, vegna fyrri sam- þykktar frá 18. þessa mánaðar þar sem því var hafnað að sorp yrði urð- að á þessum stað. „Afstaða mín í þessu máli hefur á engan hátt breyst, og því greiddi ég atkvæði gegn samkomulaginu. Ég frétti lauslega af því með skömm- um fyrirvara að þetta lægi í loftinu, en þegar ég leitaði eftir upplýsingum um það til oddvitans neitaði hann mér um þær, og því fékk ég ekki að sjá þær fyrr en á fundinum, sem boðað var til með mjög skömmum fyrirvara." Morgunblaðið/RAX Teikning hefur verið gerð af innsiglinu, sem fannst í Viðey. Innsig- lið er úr kopar, um tveir sentimetrar í þvermál og rúmir fjórir á hæð.Á innfelldu myndinni sést embættisinnsigli Skúla. Stafagerðin er sú sama, stafirnir S og M fléttaðir saman með miklu flúri, og kóróna yfir. Kórónuna vantar á innsiglið, sem fannst við uppgröft- inn, en í hennar stað er einhvers konar sívalningur eða sporbaugur. Fornleifauppgröffcurinn í Viðey: Innsigli Skúla Magn- ússonar fógeta fiindið TORKENNILEGUR málmklumpur, sem kom upp við fornleifaupp- gröft í Viðey í fyrrasumar reyndist vera hinn merkilegasti gripur, þegar búið var að skafa hann og hreinsa. Þar er komið innsigli Skúla Magnússonar landfógeta, sennilega til persónulegra nota. Innsiglið er svo vel varðveitt að það er eins og Skúli hafi haldið á því í gær, eins og Margrét Hallgrímsdóttir fornleifafræðingur segir. Innsiglið fannst í yfirborðslögum austan við Viðeyjarstofu. Það er áreiðanlega yfir 200 ára gamalt þar sem Skúli lézt í Viðey árið 1794. Forvörzlu innsiglisins lauk fyrir nokkrum dögum. Margrét ságði í samtali við Morgunblaðið að hún væri gott dæmi um árangur þeirrar rannsóknar- og hreinsunar- vinnu, sem fram færi á veturna á meðan ekki væri hægt að grafa eftir fornleifum. Annað innsigli úr eigu Skúla er varðveitt, í einkaeign. Það er emb- ættisinnsigli landfógeta, fanga- mark Skúla með kórónu yfir. Inn- siglið, sem grafið var upp í Viðey, er með sömu stafagerð en kórónu- laust. Björk Ingimundardóttir, skjalavörður á Þjóðskjalasafni, sagði í samtali við Morgunblaðið að gerð innsiglisins styddi þá til- gátu að um persónulegt innsigli Skúla væri að ræða. Frekari rann- sóknir á skjölum og bréfum frá Skúla þurfa þó líklega að koma til áður en það er endanlega staðfest. Margir kassar af forngripum hafa komið upp úr rústum Viðey- jarklausturs undanfarnar vikur. Ýmsir bera þeir vott um íburð og góð efni klaustursins. Margrét Hallgrímsdóttir sýndi Morgun- blaðsmönnum til dæmis hringnælu, sennilega úr silfri, sem kom upp fyrir nokkrum dögum. Fornleifa- fræðingar telja sig nú geta aldurs- greint elztu hleðslur klausturrús- tanna nokkuð nákvæmlega með samanburði við öskulög. Veggur, sem grafinn hefur verið upp, er hlaðinn einhvern tímann á tímabil- inu frá 1100 til 1226, en síðan þá er elzti máldagi klaustursins. Svo heppilega vill til að sama ár féll öskulag, sem fornleifafræðingar nota til aldursgreiningar. Færri setjast á skóla- bekk á landsbygg'ðinm FÆRRI grunnskólanemar setjast á skólabekk á Vesturlandi og Suðurl- andi í haust en í fyrrahaust að sögn fræðslustjóra umdæmanna. Grunn- skólanemar á Norðurlandi vestra og Reykjanesi eru álíka margir og í fyrra. Á Suðurlandi og Norðurlandi vestra fækkar nemendum í dreifbýlisskólum en flölgar í þéttbýlinu. „Nemendafjöldi hefur haldist svipaður undanfarin ár. Þó má greina nokkra fækkun,“ sagði Jón R. Hjálmarsson, fræðslustjóri á Suðurlandi, í samtali við Morgun- blaðið í vikunni. „Fækkunin kemur einkum fram í sveitaskólunum. í bæjar- og þéttbýlisskólum fjölgar nemendum. Fjölgunin nægir þó ekki til að nemendum fjölgi á svæð- inu í heild.“ Jón sagðist búast við að grunnskólanemendum héldi áfram að fækka á Suðurlandi. Um 4000 grunnskólanemendur stun- duðu nám í umdæminu í fyrra. Að sögn Jóns hefur verið ráðið í flestar ef ekki allar lausar kennarastöður. Færri réttindalausir kennarar starfa við skólana en áður. Á Norðurlandi vestra hefur nem- endum sem sækja dreifbýlisskóla einnig fækkað. Að sögn Guðmundar I. Leifssonar, fræðslustjóra, hefur fjölgun nemenda I þéttbýli vegað upp á móti fækkuninni. 2016 stun- duðu grunnskólanám í umdæminu síðastliðin vetur eða álíka margir og veturna á undan. Guðmundur sagði árganga sem von væri á í skólana fámenna en benti á að bú- ferlaflutingar hefðu áhrif á fjölda nemenda I skólum. Kennararáðn- ingar hafa gengið vel á Norður- landi vestra. Fræðslustjóri kvað sparnaðarráðstafanir ríkisstjórnar- innar koma niður á þjónustu við nemendur. Rætt hefði verið um að minnka kennslu í einhveiju kennslugreinum og stækka bekkj- ardeildir. Auk þess kæmi til greina að skerða kennslu sex ára barna. Á Reykjanesi setjast 11.123 grunnskólanemendur á skólabekk í haust. í fyrravetur voru nemendur 11.028. í Hafnarfirði fjölgar nem- endum um 3% og í Mosfellssveitum 2.3%. Annars staðar í umdæminu er svipaður fjöldi nemenda og í fyrra. Að sögn Helga Jónassonar, fræðslustjóra, hefur ekki þurft að fjölga nemendum í bekkjardeildum í haust. „Við höfum beitt almennu aðhaldi og því hefur verið tekið vel.“ Á Vesturlandi hefur grunnskóla- nemendum fækkað um 150 síðast- liðin 3 ár. Að sögn Snorra Þor- steinssonar, fræðslustjóra, er von á fjölmennari árgöngum í skólana eftir 1-2 ár. Um 2850 grunnskóla- nemar setjast á skólabekk á Vest- urlandi í haust. Snorri sagði að erf- itt yrði að spara í grunnskólakerfinu án þess að það bitnaði á nemendum. Meðal aðhaldsaðgerða nefndi hann að reynt yrði að auka samkennslu. inn í Bjarnarfirði Laugarhóli. SLÁTTUR er nýlega hafinn í Bjarnarfirði, en um þetta leyti var hon- um að ljúka í fyrra. Þurrt vor hindraði grassprettu, auk þéss sem beita varð fénaði á túnin lengur en venja er til, vegna snjóþyngsla síðastliðins vetrar. Þegar svo leið að því að hægt væri að slá, lagðist hann í rosa, með regni og roki svo að ekki hefir orðið mikið úr slætti ennþá. Sláttur hófst í lok annarrar viku ágústmánaðar. Er hann aðallega í vothey og er það víða bundið í rúll- ur. Þó þarf að vera þurrt á þegar slegið er. Fréttamaður spurði Ingi- mund Ingimundarson á Hóli um slátt, en hann hafði slegið blettinn sinn fyrr í sumar/ „Slætti hér var lokið um þetta leyti í fyrrasumar, en nú er hann rétt að hefjast", voru svör Ingimundar. Veturinn var með eindæmum snjóþungur og sér þess enn víða merki. Fannir eru í fjöllum, alveg niður undir tún ennþá. Þá er beija- spretta svo lítil og léleg, að annað eins þekkist vart á Ströndum. Veg- ir norðan Hólmavíkur eru holóttir og iélegir, svo að ekki hvetur það ferðamenn til þess að sjá alla þá náttúrufegurð sem annars er hér. í júnímánuði var unnið að því að bæta umhverfi Gvendarlaugar við Klúkuskóla. Var steypt ný stétt framan við sundskýlin og lagður hiti í hana. Þá var lögð stétt með- fram allri lauginni og hún afgirt svo að nú verður aðeins komist að henni í gegnum sundskýlin. Þá var steypt stétt að heitum potti. Verk- taki við þetta var Jón Magnús Magnússon. Klúkuskóli verður sett- ur föstudaginn 1. september. Áætl- að er áð skólastarf hefjist jafnvel viku fyrr, með sundnámskeiði. - SHÞ Samkomulag í launa- deilu HIK og ríkisins LAUNASKRIFSTOFA ríkisins hefiir fallist á túlkun Hins íslenska kennarafélags á samkomulagi sem gert var eftir verkfall félagsins í vor um kennslu síðustu daga skólaársins, vikuna 18.-25. maí. Ágrein- ingur hefiir verið upp síðan laun voru greidd út í júlí og leystist með munnlegu samkomulagi fulltrúa félagssins og Qármálaráðherra um túlkun á samkomulaginu. Guðmundur H. Guðmundsson hjá launaskrifstofu ríkisins, sagði að stefnt hefði í óefni með hugsanlega vinnu kennara í haust til að ljúka síðustu önn og því hefði verið ákveðið að vægja í þessu máli og fallast á túlkun félagsins. Það hefði auk þess í för með sér að önnur atriði skýrðust, en skrifstofan teldi þessa ákvörðun ekki fordæmisvald- andi, þar sem þarna væri um sérs- takt tilfelli að ræða. Túlkun HÍK á því samkomulagi sem gert var um kennslu í þessari viku felur í sér að öll kennsla er greidd með álagi. Þannig að ef kennari hefur til dæmis kennt tíu stundir þá margfaldast þær með stuðlinum 0,6 og kennarinn fær greiddar 6 klukkustundir í auka- vinnu til viðbótar sínum föstu laun- um. Kennsla umfram kennslu- skyldu er greidd í aukavinnu með stuðlinum 1,6. Rök félagsins fyrir þessu voru þau að sérstakt álag fylgdi kennslunni eftir verkfallið sem stóð í rúmar sex vikur. Túlkun launaskrifstofunnar á hinn bóginn var sú að kennarar hefðu kennsluskyldu þessa viku og bæri því ekki álagsgreiðslur fyrr en þeir hefðu kennt í 16,25 kennslu- stundir. Lélegar heimtur á hafbeitarlaxi í ár; Laxinn á góðum vöxtum í hafinu - framkvæmdastjóri Vogalax „TEKJURNAR af hafbeitarlaxi verða minni í ár en við reiknuðum með en laxinn er á góðum vöxtum í hafínu, þar sem hlutfallslega hærra verð fæst fyrir stóran fisk en smáan,“ sagði Vilhjálmur Guðmundsson, framkvæmdasljóri Vogalax, í samtali við Morgunblaðið. Vilhjálmur sagði að 3 til 4% heimtur væru á hafbeitarlaxi hjá Vogalaxi í ár, sem væri helmingi minna en búist var við. Aftur á móti væri líklegast að stöðin endurheimtí þeim mun meira af tveggja ára gömlum laxi á næsta ári. Vilhjálmur Guðmundsson sagði að tæplega 9% heimtur hefðu verið á laxi sem Vogalax sleppti vorið 1987. Vilhjálmur sagði að hrygnurnar væru seinþroska í ár og 80% af þeim laxi, sem Vogalax hefði endurheimt í sum- ar, væru litlir hængar. Stöðin myndi hins vegar heimta hrygnurnar á næsta ári og þá tvöfalt þyngri en þær væru nú. Hann sagði að meðal- vigt á slægðum eins árs gömlum laxi væri nú einungis um 2 kíló en hún væri hins vegar yfirleitt 2,4 til 2,5 kíló. Vilhjálmur sagði að Vogalax hefði sleppt einni milljón seiða í fyrravor og tæpum tveimur milljónum í vor. „Við erum að hefja strandeldi tíl að dreifa þeirri áhættu sem fylgir haf- beitinni og nýta fjárfestinguna bet- ur,“ sagði Vilhjálmur. Jón Sveinsson, framkvæmdastjóri Láróss, sagði að það stefndi í að endurheimtur á laxi hjá stöðinni yrðu 5 til 6% í ár. í fyrra hefðu þær ver- ið rúm 9% en bestu heimtur hjá stöð- inni hefðu verið 12%. Jón sagði að laxinn væri einnig seinna á ferðinni en hann hefði verið undanfarin ár. Ástæðumar gætu verið margar, til dæmis kaldur sjór. „Við erum hins vegar mjög vel settir og sígandi lukka er best,“ sagði Jón. Hann sagði að nú væri meðal- vigt á eins árs gömlum laxi hjá Lá- rósi 2,7 til 2,9 kíló, sem væri mjög gott. Jón sagðist hafa sleppt um 40 þúsund sjógönguseiðum árið 1987, 113 þúsund í fyrra og á fórða hundr- að þúsund í ár. ^ Júlíus B. Kristinsson, fram- 1 kvæmdastjóri Silfurlax, sagði að stöðin hefði sleppt 160 þúsund seið- um i sjó í fyrra. „Ég reikna með að við endurheimtum 5.000 til 5.500 laxa núna sem eru mun lakari heimt- ur en í fyrra. Við treystum hins veg- ar ekki á miklar tekjur í ár vegna þess að það er svo stutt síðan við byrjuðum," sagði Júlíus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.