Morgunblaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 11
MORGVNBIAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2.5. ÁGÚST.1S89 n David Aller og Ingegerd Nilson í hlutverkum elskendanna. Linnea Sallay og Lars Pallarius fylgjast með úr fjarska. una af einstakri innlifun. Hlutverk hennar er mjög erfitt en samt var Ingegerd ótrúlega örugg allan tímann og réð fullkomlega við það sem hún var að gera. David Aler söng hlutverk „hans“ og gerði það einnig af mikilli prýði. Rödd hans er sérlega falleg en nokk- uð há af barítón að vera og því réð hann ekki alltaf við dýpstu tónana sem honum voru ætlaðir. Reyndar er þetta gamalkunnugt vandamál þegar óperur eru annars vegar. Tón- skáldið yeit sjaldan nákvæmlega hvernig háttað er rödd einsöngvar- ans sem fær hlutverkið í hendur og þar sem söngvarar eru jafn mismun- andi og þeir eru margir er erfitt að búa hlutvérkið þannig úr garði að öllum líki. Þetta kom þó engan veg- inn að sök og spillti alls ekki heildar- mynd verksins. Þolrifm í Lars Pallerius voru reynd til hins ítrasta á frumsýningunni. Tenórinn var í hlutverki „fólksins" ásamt mezzosópransöngkonunni Linneu Sallay og stóð sig mæta vei. Hann átti ekki í minnstu erfiðleikum með hlutverk sitt enda þótt það lægi ótrúlega hátt og krefðist mikils krafts. Hann er léttur lýrískur tenór og mjög efnilegur söngvari. Ekki hefði verið verra ef hann hefði feng- ið tækifæri til þess að sýna meiri breidd í röddinni á sviðinu í Gamla bíói því í barka hans liggur vafalítið dýr gimsteinn grafínn. Linnea Sallay sýndi ekki síður öryggi í hlútverki sínu en stallsystir hennar Ingegerd Nilsson. Eitt áhrifamesta atriðið var tvísöngur þeirra í þriðja þætti þar sem sú fyrr- nefnda botnar orðin sem hin bugaða unnusta reynir að bera fram á var- irnar. Samsöngur þeirra var mjög fallegur og þrunginn titrandi spennu. Linnea er ung að árum eins og félagar hennar og þau eru öll að feta sín fyrstu spor á söngvarabraut- inni. Full ástæða er til þess að óska þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn. Ný hljómsveit í gryfjunni Undirleik að óperunni annaðist nýstofnuð hljómsveit kennd við Hundadagahátíðina. Hún er skipuð ungum hljóðfæraleikurum sem stefna að því að gera tónlistina að lífsviðurværi sínu. Hljómsveitin var mjög iðin við æfingar og náði undra- fljótt tökum á tónlistinni. Enginn viðvaningur sat heldur við stjórn- völinn: Per Borin, sænskur hljóm- sveitarstjóri, lá ekki á liði sínu hvorki við æfíngar né þegar að flutningi kom. Hann þekkti verkið svo vel að hann hefði getað stjómað því utan- bókar ef því hefði verið að skipta. Hann er frábærlega fær stjórnandi og væri mikill akkur í því fyrir íslenska tónlistarmenn að fá tæki- færi til þess að vinna með honum sem fyrst aftur. Tónlistin og ljóðið Karólína Eiríksdóttir stígur hér sín fýrstu spor sem óperutónskáld. Hún fetar ótroðnar slóðir og kemur á margan hátt mjög á óvart. Hún hefur sérlega gótt vald á fínlegum tónvefnaði og þar sem hann er hvað fíngerðastur tekst henni best upp. Hún notar sjaldan alla hljómsveitina í einu heldur tengir hljóðfærin saman sífellt á nýjan máta þannig að áferð verksins er síkvik og seiðandi. Hún gælir stundum aðeins við einstakan þráð í hljómsveitarvefnum, hefur sérstakt dálæti á klarinettunni og einleiksfiðlunni en þau Guðni Franz- son og Gerður Gunnarsdóttir kon- sertmeistari skiluðu þessum hluta með mikilli prýði. Þá notar hún slag- verkshljóðfæri á áhrifaríkan hátt og þar fór Eggert Pálsson á kostum ásamt félögum sínum í hljómsveit- inni. Karólína er trú ljóði Marie Louise Ramnefalk og dregur fram skemmti- legar myndir tengdar textanum með tónmáli sínu. Hugmyndimar em ót- eljandi og frjóar og hún á fullt í fangi með að koma þeim öllum á nótnablaðið. Áheyrendur hefðu samt örugglega kosið að heyra sumar þeirra oftar en einu sinni eða tvisvar því þær vom oft mjög snjallar og að sama skapi áhugaverðar. Þessi aðferð ber vitni um ákveðið eirðar- leysi sem ef til vill tengist þó hug- blæ verksins og því kann tónskáldið að hafa unnið á þennan hátt af ásettu ráði. Hver hreyfing þrauthugsuð Tveir leikstjórar stýra sýningunni, þau Per-Erik Öhrn og Misela Cajc- hanova. í raddskrá óperunnar er hvergi getið um leikræna túlkun verksins. Leikstjórunum em því fijálsar hendur um útfærslu þess. Algjört frelsi er að vissu leyti nauð- synlegt skapandi listamönnum en kann þó að bjóða ýmsum hættum heim. Leiðin sem þau velja í túlkun sinni er þó skýr og einföld. Öll hreyf- ing á sviðinu er með minnsta móti og fullkomlega í samræmi við fíngerða tónlistina og ljóðið. Greini- legt var að leikstjóramir höfðu út- hugsað hveija minnstu hreyfíngu söngvaranna. í raun var það maka- laust hversu miklu þeir náðu fram í jafn fáum dráttum. Symbólismi og konan Messíana Tómasdóttir gerir leik- mynd og búninga að verkinu. Hún leggur á sama hátt áherslu á einfald- leika sýningarinnar. Sviðsmynd er sáraeinföld, fléttaður tágastóll er allt sem hún þarf auk nokkurra lit- skyggna sem hún bregður á tjaldið í hinu forna kvikmyndahúsi. Enda þótt myndirnar virtust ekki láta mikið yfir sér var samt mikill sym- bólismi eða táknfræði falin að baki þeirra. Óperan er öll sögð frá sjónar- horni unnustunnar og þjáning henn- ar og píslarvætti er táknuð með krossi. Erfiðara er að skilja keiluna sem sífellt birtist í bakgrunni sviðs- ins. í fræðibókum um táknmyndir er keilan sögð tengjast sólinni sem oft er getið í óperunni og pýramídan- um, en hann gefur til kynna einsemd og kröm. Þetta kemur fullkomlega heim og saman við efni verksins og undirstrikar þjáningu „hennar" á hrífandi hátt. Að lokum skal þakkað það fram- tak Hundadagahátíðarinnar að fá Vilborgu Dagbjartsdóttur til þess að þýða ljóðið „Mann hef ég séð“ á íslensku. Það var flutt af segulbandi fyrir sýningu og sáu nokkrir leikarar um flufning þess. Þeirra verður ekki getið hér, en flutningurinn var mjög áheyrilegur og kom efni óperunnar prýðilega til skila. ÍSLENSm DAGAR! söluhæstu plötur þessa sumars (og dagsins í dag) á sérstöku tilboðsverði, sem ekki er hægt að hafna. Áður Tilboð LP/kass. >1*007- 959,- Geisladiskur 1.359,- / tilefni af kynningu á íslenskri framleiöslu gerum viö viö- skiptamönnum okkar tilboö á þremur langvmsælustu plötum sumarsins sem allar eru íslenskar. Rinnig lækkum viö verö á 24 íslenskum úrvals kassettum úr kr.d^^ í 699,- KR. mrf- 699,- Hljómsveit Ólafs Gauks - lög Oddgeirs Kristjánssonar Magnús Eiríksson - 20 bestu lögin Bubbi - isbjarnarblús Spiiverk þjóðanna - Sturla Rúnar Gunnarsson — Rúnar Gunnarsson StuðmennSumar á Sýrlandi Ómar Ragnarsson - Ómar Ragnarsson Hljómsveit Ingimars Eydal Haukur Morthens - Gullnar glæður Hljómar - Gullnar glæður Þorvaldur Halldórsson - syngur sjómannalög Sávanna tríó - Folksongs íslensk alþýðulög Guðmundur Ingólfsson - Þjóðlegur fróðleikur Ríó tríó - Á þjóðlegum nótum Ríó tríó - Best af öllu Lúdó og Stefán Ellý og Vilhjálmur - syngja lög Sigfúsar Þrjú á palli - Tekið i biökkina Diddú og Egill - Þegar mamma var ung Egó - Breyttir timar Fjórtán fóstbræður - 40 lög Grettir Björnsson Brimkló - Eitt lag enn Litla hryllingsbúðin KAUPSTAÐUR Jtö' ÍMJÓDD A1IKUG4RDUR Athugiö aö tilboöiö stendur abeins í dag og á morgun meöan birgöir endast. ÍSLENSKAR ÚRVALSKASSETTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.