Morgunblaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞRÖTTIR FÖSTUDAGUR 25. AGUST 1989 39 - ÍÞRÚmR FOLK ■ ÍSLENDINGAR munu há landskeppni í tugþraut við Breta og Frakka heigina 2. og 3. sept- ember. Keppnin fer fram í Stoke í Englandi, og verða keppendur fjór- ir frá íslandi. Það verða þeir Jón Arnar Magnússon, Gísli Sigurðs- son, Unnar Vilhjálmsson og Ólaf- ur Guðmundsson. Þjálfari í för með þeim verður Óskar Thorar- ensen. ■ JAFNTEFLI varð í Eyjum í gær þegar Völsungar mættu þar til leiks; hvort lið fékk að sjá fjögur gul spjöid. Eyjamenn skoruðu hins vegar fleiri mörk; eða sex talsins Segn tveimur mörkum Völsunga. I ÞESSI spjaldagleði Friðgeirs Hallgrímssonar, dómara, gerir það að verkum að þrír Eyjamenn verða að líkindum í leikbanni þegar liðið mætir Stjörnunni á laugardaginn eftir rúma viku. Þeir eru: Tómas Ingi Tómasson, Jakob Jónharðs- son og Friðrik Sæbjörnsson. KNATTSPYRNA / 2. DEILD Tómas Ingi. Ólafur Árnas. ■ EYJAMENN sjá á bak fleiri leikmönnum fyrir þann leik því Bergur Ágústsson og Ólafur Árnason verða þá farnir af landi brott til að læra. ■ TERRY Venables, fram- kvæmdastjóri Tottenham, virðist vera í ejnhveijum vandræðum með peningana því hann vill kaupa nán- ast allt sem hreyfist. Hann hefur boðið Notts County eina milljón sterlingspunda fyrir varnarmann- inn Dean Yates frá Notts County og West Ham sömu upphæð fyrir bakvörðinn Julian Dicks. ■ TVEIR gamlir kappar hafa ákveðið að hætta endanlega. Það eru Joe Jordan, framkvæmdastjóri Bristol City, sem lék með Leeds, Manchester United, AC Mílanó og Veróna, og Andy Gray sem lék með Wolves, Aston Villa, Everton og loks WBA. ■ L.A. LAKERS standa nú uppi miðherjalausir, eða því sem næst, því Vlade Divac frá Júgóslavíu, sem þeir fengu til liðs við sig, hefur verið kallaður í her- inn í heimalandi sínu. Kemur þessi ráðstöfun töluvert á nyuoum.u . °yart' t)ví Dívac er ekki á þeim aldri, sem algengast er að sé kallaður í herþjónustu. Það er því alveg ljóst að hann leikur ekki með liði utan heimalandsins næstu tvö árin. Frá Gunnari Valgeirssyni í Banda- Öruggt forskot Stjömunnar Sigurlás Þorleifsson með þrennu fyrir Eyjamenn STJARIMAN er nú komin með öruggt forskot á toppnum í ann- arri deild eftir stórsigur á Víði í Garðinum í gærkveldi. Lokatölur leiksins urðu 4:1 fyrir Stjörnuna, sem nú er með 5 stiga forskot á Víðismenn, og 10 stiga forskot á ÍBV, þegar einungis þrjár umferðir eru eftir. Frammistaða Stjörnunnar í sumar er svo sann- arlega glæsileg, og getur fátt eitt komið í veg fyrir að hún leiki ífyrstu deild aðári. Víðismenn fengu samt óskabyij- un í leiknum, því þegar liðnar voru tíu mínútur af leiknum var staðan orðin 1:0 eftir að Grétar ■BHHi Einarsson hafði FráBimi skorað með fallegu Blöndalí skoti beint í bláhor- Keflavík. njg Stjörnumenn áttu undir undir högg að sækja fyrstu 20 mínútur leiksins, eða þar til jöfn- unarmark þeirra kom á 21. mínútu. Var það gamla skagakempan, Sveinbjörn Hákonarson, sem skor- aði þá eftir skyndisókn. Eftir þetta réttu Stjörnumenn heldur betur úr kútnum og á 38. mínútu skoraði Árni Sveinsson af miklu öryggi. Víðismenn fengu svo upplagt tækifæri undir lok hálfleiksins til að jafna metin, þegar Bjöm Vil- helmsson sendi knöttinn yfir, eftir að hafa snúið vamarmann skemmtilega af sér. Stjörnumenn voru engan veginn á því að gefa eftir forskot sitt, og á 55. mínútu bætti Sveinbjörn þriðja marki Stjörnumanna við eftir að Víðisvömin hafði opnast illilega, eins og svo oft í leiknum. Lokaorðið í leiknum átti svo Ing- ólfur Ingólfsson, sem ekki átti í vandræðum með að skora eftir skjóta sókn Garðabæjarliðsins. Sigurlás með þrennu Eyjamenn rótburstuðu þeir Völs- unga frá Húsavík, 6:2. Það má því segja að atgangur þeirra á vellinum sé ýmist í ökkla eða eyra. í fyrri hálfleik skoraði Tómas Ingi Tómasson stöngin inn fyrir ÍBV, og við það sat í hálfleik. Frá SigfúsiG. Guðmundssyni íEyjum. KNATTSPYRNA KA meistari KA var í gærkvöldi Akureyrar- meistari í knattspyrnu er liðið sigraði Þór, 4:2, eftir að staðan hafði verið 3:0 í hálfleik. Jón Grétar Jónsson Magnús skoraði tvö fyrstu Már mörk KA og Jón skrifar Kristjánsson bætti því þriðja við. An- tony Carl Gregory gerði það fjórða og var það sérlega glæsilegt. Áður hafði Júlíus Tryggvason skorað úr aukaspyrnu fyrir Þór og skömmu fyrir leikslok lagaði Þórir Áskels- son, litli bróðir Halldórs í Val, stöð- una fyrir Þór. Leikurinn var hinn fjorugasti og sigur KA fyllilega verðskuldaður og um sex hundruð áhorfendur skemmtu sér konunglega. FRJALSAR IÞROTTIR Einar kastaði 83,32 m Einar Vilhjálmsson kastaði 83,32 m á fimmtudagsmóti FÍR í gær og er það næst besti áranpr hans í ár. Sigurður Matthíasson bætti eigin árangur um rúmlega 40 cm.; kastaði 78,45 m og Unnar Garðarsson kastaði 69,94 m, sem einnig er hans besti árangur. Þeir kapparnir köstuðu með hinu nýja ungverska spjóti, sem kom fram á sjónarsviðið í ár. Önnur úrslit í mótinu urðu þau, að Anna Östenberg, frá Svíþjóð, kastaði kringlu 50„ 84 m, sem er hennar besti árangur, en í Öðru sæti var Halla Heimisdóttir, Ármanni, sem kastaði 33,90 m. { Spjótkasti kvenna kastaði Unnur Sigurðardóttir, UMFK, lengst allra, eða 37,18 m. í síðari hálfleik skoruðu þeir hins vegar hvert markið á fætur öðru og Völsungum tókst tvívegis að svara fyrir sig. Sigurlás Þorleifsson, sem mikið átti eftir að koma við sögu í leikn- um, skoraði annað markið, eftir að Heimir Hallgrímsson hafði skotið í slá. Völsungar minnkuðu muninn með marki Ásmundar Amarssonar, en mínútu síðar fékk Sigurlás víti, og úr því skoraði Hlynur Stefáns- son. Fjórum mínútum síðar, eða á 64. mínútu, skoraði Sigurlás fjórða mark Eyjamanna. Völsungar bættu öðru marki sínu við á 75. mínútu, og var þar Jónas Hallgrímsson að verki, en heima- menn refsuðu þeim með því að bæta tveimur mörkum við. I fyrra skiptið átti Sigurlás góða stungu- sendingu á Inga Sigurðsson, sem skoraði. Og í síðara skiptið var það Sigurlás sem skoraði sitt þriðja mark í leiknum með skalla. Eyjamenn eygja því enn von um sæti í 1. deild, því þeir hafa einung- is tapað tveimur stigum meira en Víðir, og það má því ekkert út af bera hjá Garðsliðinu, til að ÍBV skjótist ekki upp fyrir það. Fyrsta jafntefli Selfyssinga Viðureign ÍR og Selfoss var ekki fyrir augað. Þóf og bamingur á miðjunni mestallan leikinn, enda ekki að neinu að stefna og engu að tapa. ÍR-ingar höfðu forystuna í hálfleik; Eggert Sverrisson skor- aði á 18. mínútu, en Ingi Bjöm Albertsson skallaði í netið fyrir sitt lið, 5 mínútum fyrir leikslok, og fyrsta jafntefli Selfoss í sumar var staðreynd. Árni Sveinsson, fyrirliði Stjömunnar, hefur verið mikilvægur fyrir liðið, sem er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í 1. deild eftir aðeins eins árs veru í 2. deild. Fj. leikja U j T Mörk Stig STJARNAN 15 12 1 2 38: 13 37 VÍÐIR 15 10 2 3 21: 15 32 ÍBV 14 9 0 5 37: 27 27 SELFOSS 15 7 1 7 19: 25 22 BREIÐABLIK 14 5 4 5 28: 24 19 LEIFTUR 14 4 5 5 13: 15 17 ÍR 15 4 5 6 17: 20 17 TINDASTÓLL14 3 2 9 26: 25 11 VÖLSUNGUR15 3 2 10 20: 36 11 EINHERJI 13 3 2 8 16: 35 11 Ikvöld TVEIR leikir verða í 2. deild karla í kvöld. Breiðablik og Einheiji leika á Kópavogsvelli og Leiftur og Tindastóll á Ólafsfirði. í 3. deild leika Reynir og Grótta í Sandgerði. Allir leik- imir hefjast kl. 19.00. Kópavogsvöllur 2. deild Breiðablik - Einherji VopnafirðiJ í kvöld kl. 19:00 BYKO AUK/SÍA k10d11-156

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.