Morgunblaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚSI' 1989 Stjórnmálamenn í hlutverki kjötkaupmanna. Morgunblaðið/Þorkell bili vegna enhverrar gjólu í stjóm- málunum; hið sama má raunar segja um viðmiðanir í viðskiptum eins og vísitölur eða reglur um opinber hús- næðislán. Um tíma var spamaður mikil dyggð en nú heitir sparifé fólks „fjármagn" á máli félags- hyggjunnar og sparifjáreigendur heita „fjármagnseigendur“ og með- höndlunin er í samræmi við það. Það þykir sjálfsagt að skattleggja spamað, eins og hann hafi ekki þegar verið skattlagður, eða gera hann að engu með neikvæðum vöxt- um. Áætlanir sem heimili og fyrir- tæki reyna að gera um tekjur og útgjöld verða marklausar vegna þess, að stjórnmálamenn em sífellt að breyta forsendunum sem á er byggt eða halda svo klaufalega um stjórnvölinn, að það eru engar for- sendur til að byggja á og þess vegna er ekki hægt að stefna að einu eða neinu. Það em tæpast ýkjur að segja, að lýðræði og góðri reglu sé stefnt í hættu, þegar stjómmálin og lands- stjórnin em komin á þær varhuga- verðu brautir sem þau hafa verið að leiðast inn á að undanförnu og ég hef verið að lýsa. Vinnubrögð af þessu tagi fara í bága við hug- myndina að lýðræðislegum stjórn- málum, þá hugmynd sem stjórnskip- an okkar hvílir á. III Afturför stjórnmálanna og fyrir- ferð birtist hvergi betur en í sjón- varpinu, nánar tiltekið í „fréttaleik- húsinu", sem orðheppinn maður nefnir svo. En við erum karinski flest það upptekin af dramanu á skján- um, ef nota má svo virðulegt orð um sápu, að við veitum því ekki athygli að á bak við leiktjöldin er veruleiki sem varðar okkur öll. At- burðir gerast með ævintýralegum hraða í sjónvarpi og þar ræður augnablikið, andartakið, ríkjum. Við látum blekkjast af leikrænum til- burðum, þar sem mælska og fram- hleypni ber rökvísi og háttvísi ofur- liði. Ég tek eftir því að margir trúa því alls ekki eða leiða ekki hugann að því, að stjórnmálamenn nota og misnota fjölmiðla, ekki síst sjón- varp, vísvitandi til að koma ár sinni fyrir borð. Því miður virðist mér að i hópi þeirra sem ekki átta sig á þessu séu margir starfsmenn fjöi- miðlanna, „fréttahaukarnir" sjálfir, og er það sér á parti ærið áhyggju- og umhugsunarefni. Ég hef fram að þessu einkum rætt um hnignun hinna sýnilegu stjórnmála, þeirra sem við höfum öll fyrir augunum og kastljós fjöl- miðla beinast að. En stjórnmálin hafa að undanförnu einnig verið að fara inn á aðrar háskalegar brautir, sem ekki eru eins sýnilegar öllum almenningi. Stjórnmálamenn, eink- um þeir sem kenna sig við félags- hyggju, eru æ oftar að skipta sér af málefnum sem þeir ættu við eðli- legar aðstæður ekki að koma ná- lægt. Stjórnmálin eru orðin fyrir- ferðarmikil á þeim vettvangi þjóðlífsins, þar sem þau eiga ekki heima. Stundum er þetta grátbros- legt og öllum sýnilegt: Stjómmála- menn í hlutverki kjötkaupmanna eins og nýlegt dæmi er um. Hitt er alvarlegra og færri ljóst, þegar stjórnmálamenn eru „með puttann á fyrirtækjunum" eins og frægasti sjóðakóngur íslenskra stjórnmála orðaði það síðastliðið haust, án þess að roðna. En „hæfileikinn til að roðna“ svo notað sé orðalag Hall- dórs Laxness, er líklega það sem skilur á milli siðaðs stjórnmála- manns og hins sem enga siði virðir. Hve margir skyldu þeir annars vera stjórnmálamennirnir sem varðveita og rækta hæfileikann til að roðna? Ég þarf ekki að fara mörgum orðum um það á þessum stað, hvað í því felst að „hafa puttann á fyrir- tækjunum". Það þýðir einfaldlega að „þeir sem ferðinni ráða“ í stjórn- málunum ráða því hvaða fýrirtæki vaxa og dafna annars vegar og er gert ókleift að starfa hins vegar. Þetta er gert með því að gera fyrir- tæki háð opinberri fyrirgreiðslu, lán- um og leyfum. Þessi stefna var orðuð með skýr- um hætti í forystugrein í Þjóðviljan- um, höfuðmálgagni núverandi ríkis- stjórnar, í nóvember á síðasta ári: „Það er fráleitt," stóð þar, „að ieysa vanda fiskvinnslunnar með almenn- um. aðgerðum á borð við gengis- fellingu. Þvert á móti verður að skoða og skilgreina hvert sjúk- dómstilfelli fyrir sig og beita síðan einstaklingsbundinni lyfjameðferð, ef þeir sem ferðinni ráða vilja á annað borð að viðkomandi sjúkling- ur lifi.“ Stjórnlyndi íslenskra ráðamanna verður ekki betur lýst en með þeirra eigin orðum. Hér er það boðað, að atvinnufyrirtæki eigi ekki að sitja við sama borð og keppa í fijálsum viðskiptum heldur eigi stjómmála- menn og stjórnmálasjónarmið að ráða gengi þeirra. Og veitið því at- hygli, að þetta eru ekki orðin tóm: Atvinnutryggingarsjóði útflutnings- greina, ekki vantar nafngiftimar! og Hlutafjársjóði var komið á fót í þeim tilgangi að stjórnmálamenn og umboðsmenn þeirra gætu fengist við vanda einstakra fyrirtækja og ráðið framtíð þeirra. Þetta hefur með réttu verið nefnt „þjóðnýting bakdyramegin" og er engu betri en sú þjóðnýting fyrir opnum tjöldum sem var hugsjón ýmissa stjórn- málamanna, áður en sósíalisminn beið endanlegt skipbrot. Vinnu- brögðin við innheimtu söluskatts á dögunum þar sem fyirtækjum var vísvitandi mismunað, er svo annað dæmi um stefnuna að „hafa puttann á fyrirtækjunum" í framkvæmd. IV Það er við hæfi að spytja eftir allar þessar ófögru lýsingar á ástandi íslenskra stjórnmála, hvers vegna þetta hefur gerst. Hvers vegna hefur stjórnmálunum farið aftur í stað þess að miða enn fram á við? Einföld, einhlít svör' eru ekki til, enda er sagan, og þar á meðal rás viðburða í stjórnmálum, að miklu leyti hendingar sem við höfum oft litla stjórn á. Vafalaust kemur hér margt til: óvenju hraðar þjóðfélags- breytingar undanfarinna ára, kyn- slóðaskipti í stjórnmálaflokkunum, gerbreytt fjölmiðlun, erlendir hug- mynda- og menningarstraumar. Önnur ástæða, og kannski aðal- ástæðan þegar öllu er á botninn hvolft, fyrir því, hvemig komið er fyrir stjórnmálunum er ef til vill sú, að stjórnmálamenn skortir skýrar hugmyndir um það, hvert á að vera verksvið þeirra sjálfra og flokka þeirra í nútímaþjóðfélagi. Nátengt þessu er það álitaefni, hvar marka á umsvifum hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, bás. Það er tilgangs- laust, svo dæmi sé tekið, að liggja yfir fjárlagafrumvarpi eða tölum um rekstur ríkisins og velta fyrir sér möguleikum á sparnaði og sam- drætti fyrir en menn gera sér grein fyrir markmiðunum með slíkri vinnu, þeim grunni sem menn vilja standa á. Á sama hátt og stjórnmálamenn koma sér undan því að svara grund- vallarspurningum um hlutverk síjórnmála leiða þeir að mestu hjá sér þýðingarmikil efni eins og til dæmis togstreituna á milli almanna- hagsmuna annars vegar og sér- hagsmuna hins vegar. Og þó er það einmitt þessi togstreita sem er rótin að fiestum vandræðunum í efna- hags- og atvinnulífi okkar. Þetta blasir t.d. við í sjávarútvegi og land- búnaði, en hefur lengst af verið feimnismál í íslenskum stjórnmál- um. Efnahagsmálin eru ær og kýr stjórnmálamanna og þeir virðast flestir hafa afskaplega takmarkað- an, ef nokkurn, áhuga á öðrum málefnum þjóðlífsins. Þeir fara þá leynt með það! Þetta hefur í för með sér að mörgum finnst stjórn- mál afar leiðinleg, einhæf og and- laus. Mörg úrlausnarefni á vett- vangi skóla, mennta og lista eða vísinda og tækniþróunar eru stjórn- málalegs eðlis og það skapar margv- íslegan vanda þegar fram hjá því er horft. Tökum dæmi: Á ári hveiju veitum við milljörðum króna í skóla- kerfið, en enginn getur svarað því hver hin opinbera skólastefna er. Enda er hún tæpast til. Á móti má kannski segja, að við getum verið guðs lifandi fegin að stjórnmála- mennirnir láta þessi svið þjóðlífsins í friði meðan þeim gengur ekki bet- ur en raun ber vitni, að fást við þau verkefni, sem þeir telja sig þekkja allar hliðar á. Ég hef kallað þetta spjall mitt hér „Eru stjórnmálin komin að nið- urlotum?" Ég er þá að tala um stjórnmálin eins og þau eru iðkuð hér á landi um þessar mundir, eink- um í nafni félagshyggju og ég hef lýst. Vissulega eru slík stjórnmál gengin sér til húðar, komin í þrot; þau eru tímaskekkja. Og hið sama er að segja um stjórnmálamennina sem á þeim bera ábyrgð. Viðreisn stjórnmálanna er mikil og brýn nauðsyn. En hún felst ekki í nýjum stjórnmálaflokkum, það væri mikil einföldun að halda það, heldur hinu, að halda uppi vægðar- lausri gagmýni á stjórnmálastarfið og stjórnmálahugmyndirnar eða hugmyndaleysið, innan flokkanna sem utan, og knýja stjórnmálamenn til að horfast í augu við það, að stjórnmálin eru í ógöngum og út úr þeim verður að finna leið. Höfundur er ritsljóri tímaritsins Frelsið. Grein þessi erað mestu samhljóða erindi sem hann flutti á fundi á Gauki á Stöng í Reykjavík laugardaginn 12. ágúst sl. 17 BORÐ-, PALL-, KRÓK-, TELJARA- OG GÓLFVOGIR Margar gerðir eða frá 15 kg. að 6000 kg. með mismunandi nákvæmni. Einnig fáanlegar vatnsvarðar (IP65) og með ryðfríum palli. Möguleikar á tengingu við tölvur og prentara. Viðgerðir á allflestum gerðum voga og breytum eldri gerðum voga í rafvogir. HAGSTÆTT VERÐ. LEITIÐ UPPLÝSINGA. ÓLAfUS OlSlA-SOM & CO. Slf. SUNDABORG 22 SÍMI91-84800 VOGAÞJÓNUSTA SMIÐSHÖFÐA 10 SÍMI 91-686970 Viö rýmum sófasettalagerinn í dag og næstu viku. Tugir sófasetta verða seldir á hlægilega lágu veröi, áöur en haustvörurnar koma. Nokkur sett meö smávægilega útlitsgalla veröa seld á enn lægra verði. Nú er færi á að eignast stórkostleg sófasett með úrvalsleöri eöavönduöu áklæöi viö verði, sem slær allt út. ALLT NIÐUR í KR. 68.300!!! SMIÐJUVEGI 6, KÓPAVOGI, S: 45670 - 44544 N4ASTER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.