Morgunblaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1989
15
Sigurlaug Herdís Friðriksdóttir.
Sigurlaug fæddist á Látrum í Að-
alvík, 14. ágúst 1909, dóttir hjón-
anna, Þórunnar Maríu Þorbergs-
dóttur og Friðriks Finnbogasonar
er þar bjuggu.
Sigurlaug, eða Lauga eins og hún
var ætíð nefnd, ólst upp í stórum
systkinahóp og við þær aðstæður
sem mótuðu hvern einstakling, hef-
ur hið ljúfa skaplyndi sem Laugu
var meðfætt; samofið umburðar-
lyndi og kærleika til allra manna
og dýra, komið að góðum notum.
Lauga var þolinmóð og vildi allra
vanda leysa, Bað gott fyrir öllum,
hvort sem það voru nákomnir eða
ókunnugir. Hugarfar Laugu var
fullt þeirri hlýju og góðvild til allra
að slíkt er vart finnanlegt. Um all
mörg ár hefur þrálátur liðagigtar-
sjúkdómur heltekið hana alla og var
mörgum undrunarefni hvað hún
kvartaði sjaldan, þó auðséð væri
hvað þjáning hennar var mikil. Um
langan tíma stórundraðist maður
hvað Lauga lagði mikið á sig við
hannyrðir. Þegar komið var í heim-
sókn og hún sat og heklaði stærðar-
innar lopateppi sem maður undrað-
ist hvernig hún gæti afkastað öðru
eins. Þessi teppi eru nú í eigu all-
margra nánustu afkomenda Laugu
og þykja hinar mestu gersemar og
ætíð streymir hlýja og notalegheit
um mann þegar maður kúrir undir
því á svölum vetrarkvöldum.
Sigurlaug kynntist ungum
manni, Hermanni Árnasyni, og
gengu þau í hjónaband 25. desem-
ber 1927, stofnuðu heimili og
bjuggu í Aðalvík, síðan í Hnífsdal
og síðast í Drekavogi 20 í
Reykjavík.
Sambúð þeirra reyndist farsæl
og barnahópurinn varð stór. Það
þarf mikinn kjark og trú til þesS
að koma á legg tólf börnum. Það
voru engir aukvisar sem komu slíku
verki farsællega frá sér og trúlega
hefur húsmóðirin á því heimili ekki
gengið snemma til hvflu eða sofið
út eins og húsmæður vilja margar
hverjar gera í dag.
Ennþá stækkar niðjahópurinn og
Leiðrétting
I minningargrein hér í blaðinu á
föstudaginn var, 18. ágúst um
Margréti J. Andersen, eftir systur
hennar, Soffíu Jónsdóttur komst
slæm prentvilia inn í niðurlagsorðin,
sem gerði þau óskiljanleg. Á undan
sálmi V. Briem „Kallið er komið“.
Þannig áttu þau að hljóða. Með
þessum sálmi vilja börn og barna-
börn Margrétar minnast hennar.
Beðist er velvirðingar á mistökun-
um.
Blomberq
Kæliskápar fyrir
minni heimili.
10 gerðir.
Einstaklega
hagstætt verð.
GÓÐ GREIÐSLUKJÖR.
ffilfl__
Einar Farestveit&Co.hf.
BORGARTÚNI28, SÍM116995.
telur í dag 128. Af þessum stóra
hóp hefur einn látist, dóttursonur
Sigurlaugar, Árni Davíðsson, en
hann lést í bifreiðaslysi 1977._ En
það var við kistulagningu Árna
heitins að Lauga sýndi okkur hvílíkt
þrek trúin gefur. Við sem vorum
við þá athöfn munum aldrei gleyma
þeirri stund.
Eiginmaður Laugu, Hermann,
andaðist 10. júlí sl. og má því segja
að trúlega fylgjast þau að. Ekki lét
almættið þau lengi vera aðskilin.
Kemur það fram það sem sagt er
við' hjónavígsluna, það sem Guð
hefur tengt saman, má eigi maður
sundur slíta.
Sigurlaug dvaldi á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli síðustu mánuðina
sem hún lifði og lést þar að morgni
sunnudagsins 20. ágúst. Aðstand-
endum senda starfsfólki þakkir fyr-
ir umönnun og hjúkrun.
Heimili Sigurlaugar og Her-
manns er ekki lengur okkur sýni-
legt. En við trúum að samvera
þeirra í rúm sextíu ár hafi verið
reynslutími og nú sé hin eilífa sam-
vera hafin. Guð blessi minningu
Sigurlaugar.
Oss héðan klukkur kalla
svo kallar Guð oss alla
til sín úr heimi hér.
Þá söfnuð hans vér sjáum
og saman vera fáum
í húsi því sem eilíft er.
(Sálm. V.Briem)
Jakob og fjölskylda
Liðin er ævi yndislegra hjóna,
þeirra afa og ömmu. Þau kvöddu
þennan jarðheim með aðeins fjöru-
tíu daga millibili og sýnir það
kannski best hve samhuga þau voru
alla tíð.
Alltaf var jafn notalegt að koma
í heimsókn til afa og ömmu í Drekó,
eins og við kölluðum þau oftast.
Enda alltaf tekið á móti manni opn-
um örmum, bæði með kræsingum
og hjartahlýju, og fór maður ætíð
glaður og þakklátur út frá þeim.
Það er sárt til þess að hugsa að
geta ekki komið við hjá afa og
ömmu, og slegið á létta strengi um
lífið og tilveruna í daglegu amstri
nútímans.
Þá sér í lagi um gamla daga og
um lífið í Aðalvíkinni. Þeirra æsku-
stöðvar, sem þeim þótti svo undur
vænt um. Þótt lífið hefði oft verið
erfitt í þá daga, eins og þau kom-
ust svo oft að orði, og sveitin þeirra
afskekkt og erfið yfirferðar, sáu
þau ætíð björtu hliðarnar á tilver-
unni. Þau voru svo hreykin af átt-
högunum, enda bjuggu þau þar
saman í yfír 22 ár af sínum 61 árs
hjúskaparárum. Þau eignuðust 12
börn, 7 syni og 5 dætur, 56 barna-
börn og barnabarnabörnin eru um
60.
Þótti þeim sérstök ánægja að fá
að fylgjast með og umgangast af-
komendur sína, og stuðluðu að sam-
heldni fjölskyldunnar. Afi hafði
mjög gaman af léttu gamni, og
átti auðvelt með að kitla hláturtaug-
arnar þegar við átti, enda þekktur
fyrir skemmtilega meinlausa stríðni
sem hitti ávallt í mark og kom
manni til að hlæja og hafa gaman
að.
Amma var aftur svo róleg og
naut þess að segja manni sögur um
pabba og þau hin systkinin, þegar
þau voru að alast upp og um guð
og trúna, sem hefur eflaust hjálpað
henni og fjölskyidunni á erfiðum
stundum oft á tíðum.
Það er svo margs að minnast sem
ekki er hægt að tjá í svo fátækleg-
um orðum sem þessum.
Hlutverki afa og ömmu er lokið
hér á jörðu. Ég vil þakka þeim sam-
fylgdina með hlýhug og söknuði.
Kolbrún Friðriksdóttir
og fjölskylda
.. Sérútbúin ..
FJOISKYLDIITOLVA
SEM ÞIÐ GETIÐ EIGNAST FYRIR 14.990 KR. RAÐGREIÐSLUR
*
Þetta er IBM PS/2 einmennings- WwvKKS Hugbúnaðarpakki með RIT- í tölvuna eru sett upp nokkur dæmi
tölva með hágæðaskjá, mús til að VINNSLU, TÖFLUREIKNI, GRAF- um notkuri, þau eru m.a.: lítið
einfalda alla vinnslu, auk fjöl- ÍK og GAGNAGRUNNI. Hentar heimilisbókhald, kökuuppskri'fta-
breytts hugbúnaðar sem gerir mjög vel til ritgerðasmiða, skýrslu- kerfi og safnarakerfi. Með Works
hana að sérstæðri FJÖLSKYLDU-
TÖLVU.
í hugbúnaðinum finoa allir fjöl-
skyldumeðlimimireitthvað sértil
gagns og gamans.
vinnu, fyrir heimilisbókhaldið o.fl.
Works er músin þarfur þjónn. Það
er ekki tilviljun að Works hefur
fengið umsögnina „BESTI SAM-
HÆFÐI HUGBÚNAÐURINN."
áfyjUwWk
f 'iMé?
fylgir handbók og ítarlegur hjálpar-
texti.
IEIKXIR Þetta er splunkunýr leikur
sem skerpir hugann og allir hafa
gaman af.
LOTTÓ Nú getur þú notið aðstoðar
tölvunnar við að reyna við vænan
lottóvinning.
r1 m v ^ .r*- ^ r- nHp' /Bf
Þetta eru þroskaleikir fyrir börn og
unglinga sem eru m.a. notaðir við
keðnslu. Atburðir úr daglega lífinu nýt-
ast við að skilja betur stærðfræði og töl-
fræði og gera þessi fög skemmtileg.
rleg handbók á íslensku fylgir með.
Auk alls þessa má síðan bæta við
öðrum hugbúnaði. Reynslan sýnir
að við notkun FJÖLSKYLDU-
TÖLVUNNAR opnast ótal nýir
möguleikar.
IBM FJÖLSKYLDUTÖLVAN gagn og gaman allra !
En ykkur langar vafalaust til að
skoða og vita meira um þennan
kostagrip á svo hagstæðu verði. Til
þess eru starfsmenn Gísla
J.Johnsen á Nýbýlavegi 16 í
Kópavogi reiðubúnir.
■hl
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
HVERFISGÖTU 33 SlMI 62 37 37
cm
■ Miðað er við raðgreiðslur í 11 mánuði.
■H
LelA 4 stoppar vlA dymar
ARGUS/SlA ODDIHF