Morgunblaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1989 23 Oskar Lafontaine kemur til Islands • Morgunblaðið/Árni Sæberg Feðgarnir Stefán Ólafsson og Jóhannes Stefánsson í stækkuðum og nýinnréttuðum Hallargarði. Hallargarðurinn: Opnaður eftir breytingar Veitingastaðurinn Hallar- garðurinn í Húsi verslunarinnar verður opnaður á hádegi í dag eftir miklar breytingar. Hann hefiir verið stækkaður, innrétt- aður að nýju og gerður hefur verið sérinngangur inn á stað- inn. Hallargarðurinn hefur verið rekinn frá 17. júní 1983 af Veit- ingahöllinni, sem rekin er af sömu Leiðrétting Við messu á Hólahátíð 1989 var vígður nýr hökull, íslenskur að aílri gerð, en í rómönskum stíl. Höklinum fylgdi stóla af_ sömu gerð og einnig rikkilín. I frétt Morgunblaðsins í gær var rang- lega farið með nafn konunnar, sem saumaði rikkilínið, en það gerði Vilborg Stephensen, kjólameistari í Reykjavík. Vilborg saumaði einn- ig hökul og stólu. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mis- tökum. eigendum. Nú hefur verið lokað á milli veitingastaðanna tveggja og sérinngangur gerður inn í Hallar- garðinn með brú, sem er við hlið inngangsins inn í Veitingahöllina. Hallargarðurinn sjálfur hefur ver- ið stækkaður og tekur nú 80—90 manns í sæti, nýjum og stærri bar hefur verið komið fyrir í rúmgóð- um sal með aðstöðu til flutnings lifandi tónlistar og inn af honum er hliðarsalur fyrir 40—50 manns. Eftir þessar breytingar er hægt að halda 150—200 manna veislur í Hallargarðinum. Breytingarnar á Hallargarðin- um voru gerðar vegna mikillar aðsóknar að staðnum, vegna óska viðskiptavina um sérinngang og til að þjóna gestum Borgarleik- hússins en þar hefjast leiksýningar í október. Eigendur Hallargarðsins og Yeitingahallarinnar eru Stefán Ólafsson og fjölskylda hans. Stef- án hefur einnig rekið Múlakaffi í 26 ár. Breytingarnar á Hallargarð- -inum hafa engin áhrif á rekstur Veitingahallarinnar sem verður eins eftir sem áður. OSKAR Lafontaine, forsætis- ráðherra Saarlands og vara- formaður Þýska jafiiaðar- mannaflokksins, kemur til landsins 27. ágúst nk. í boði Alþýðuflokksins. I fréttatilkynningu frá Alþýðu- flokknum segir að Lafontaine sé án efa einn af umtöluðustu stjórn- málamönnum í Evrópu um þessar mundir. Kenningar hans og rit um þjóðfélagsmál hafa vakið athygli langt út fyrir Þýskaland einkum bókin Gesellschaft der Zukunft eða Þjóðfélag framtíðarinnar sem kom út árið 1988. Þar leggur Lafontaine áherslu á að jafnaðar- menn verði sífellt að endurskoða stefnu sína í samræmi við þjóð- félagsbreytingar. Oskar Lafontaine, sem fæddur er árið 1943, er nú formaður stefnunefndar Þýska jafnaðar- mannaflokksins, sem hefur það verkefni að marka stefnu flokksins næsta áratuginn undir yfirskrift- inni „Framfarir 90“. Dskar Lafontaine mun dvelja á‘ íslandi fram á miðvikudaginn 30. ágúst nk. Hann mun eiga fund með Jóni Baidvin Hannibalssyni, utanríkisráðherra og formanni Al- þýðuflokksins og öðru Alþýðu- flokksfólki. Hann mun einnig hitta aðra ráðamenn, þ.á.m. Steingrím Hermannsson, forsætisráðherra, og Ólaf Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra. Mánudaginn 28. ágúst kl. 17.00 gengst Alþúðu- flokkurinn fyrir opnum fundi í Ársal, Hótel Sögu, þar sem öllum íslenskum jafnaðarmönnum er sérstaklega boðið að hlýða á Oskar Lafontaine gera grein fyrir hug- myndum sínum um nýja jafnaðar- stefnu. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 24. ágúst FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 54,00 40,00 49,58 26,095 1.293.763 Þorskur(smár) 20,00 20,00 20,00 0,-465 9.310 Ýsa 84,00 50,00 79,57 1,161 92.346 Karfi 35,00 15,00 31,01 7,455 231.148 Ufsi 24,00 11,00 22,40 2,992 67.024 Ufsi(smár) 15,00 15,00 15,00 0,466 6.990 Steinbitur 55,00 50,00 53,95 0,986 53.169 Langa 15,00 15,00 15,00 0,177 2.655 Langlúra 25,00 25,00 25,00 0,110 2.750 Lúða 300,00 145,00 179,45 462,00 82.905 Kolaflök 120,00 120,00 120,00 0,120 14.400 Kinnar 91,00 91,00 91,00 0,077 7.007 Gellur 230,00 230,00 230,00 0,015 3.450 Samtals 46,00 40,596 1.867.517 i dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík ' Þorskur 62,50 49,00 52,78 58,206 3.072.400 Þorskur(smár) 15,00 15,00 15,00 0,282 4.230 Ýsa 92,00 72,00 81,56 5,702 465.033 Karfi • 15,00 9,00 9,30 0,301 2.799 Ufsi 29,00 14,00 22,61 39,759 898.848 Hlýri 20,00 20,00 20,00 0,047 940 Hlýri+steinb. 55,00 55,00 55,00 0,728 40.040 Langa 25,00 23,00 23,87 0,129 3.079 Blálanga 25,00 23,00 24,31 0,211 5.129 Lúða(stór) 250,00 180,00 207,76 0,416 86.430 Lúða(smá) 205,00 160,00 182,46 0,472 86.120 Sólkoli 25,00' 25,00 25,00 0,044 1.100 Skarkoli 56,00 28,00 45,91 4,079 187.277 Samtals 43,99 110,291 4.851.225 Selt var úr Jóni Baldvinssyni, Skagaröst, Krossnesi, Freyju, Hjalt- eyrinni og netabátum. í dag verður selt úr neta- og faerabátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 56,00 47,00 54,19 8,123 440.181 Ýsa 81,00 80,00 80,49 1,217 97.960 Karfi 25,50 15,00 23,66 0,524 12.399 Ufsi 30,00 15,00 21,74 0,473 10.284 Steinbltur 50,50 27,00 44,53 0,127 5.655 Hlýri 27,00 27,00 27,00 0,031 837 Langa 26,00 26,00 26,00 0,150 3.900 Blálanga 15,00 15,00 15,00 0,024 360 Lúða 175,00 115,00 127,45 0,053 6.755 Skarkoli 35,00 35,00 35,00 0,015 525 Sólkoli 35,00 35,00 35,00 0,026 910 Keila 14,00 14,00 14,00 0,150 2.100 Skata 40,00 40,00 40,00 0,029 1.160 Skötuselur 130,00 130,00 130,00 0,014 1.820 Humar 770,00 770,00 770,00 0,019 14.630 Samtals 54,62 10,975 599.476 í dag verður selt óákveðið magn af þorski og ýsu úr Hópsnesi og óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. Ráðstefna um gæða- sljórnun VINNUHÓPUR á vegum staðlastofiiana á Norðurlönd- um heldur samráðsfund á ís- landi 28. til 29. ágúst næst- komandi en á fundinum verður ljallað um uppbyggingu gæða- kerfa og vottun, segir í frétta- tilkynningu. í tengslum við samráðsfundinn verður haldin ráðstefna á vegum Staðlaráðs íslands um hag íslenskra fyrirtækja af því að taka upp gæðastjórnun og gæðavottun. Ráðstefnan verður haldin 28. ágúst í Borgartúni 6 og er öllum opin. Þátttakendur eru skráðir hjá staðladeild Iðntæknistofnunar. Málning datt af sendibíl Rannsóknarlögreglan í Hafnar- fírði óskar eftir að ná tali af öku- manni sendibifreiðar sem að kvöldi föstudagsins ll.þessa mánaðar missti olíumálningarfötur af bíl sínum á Vífilsstaðavegi. Listmunir úr steindu gleri Hraftihildur Ágústsdóttir opn- ar sýningu á listmunum úr steindu gleri í Gallerí List að Skipholti 50B á morgun, laug- ardag, kl. 15.00. Þar sýnir hún fjórar glermyndir og tólf lampa, allt verk sem hún hefúr unnið á síðasta ári. Hrafnhildur lauk prófi frá Hjúkr- unarskóla íslands árið 1967, en hefur búið í New York með fjöl- skyldu sinni mörg undanfarin ár. Hún hóf nám í glerlist árið 1978 við Arc en Ciel, glervinnustofu í Larchmont, síðar í teikningu við School of Visuai Art og í hönnun við Glassmasters Guild í New York. Hrafnhildur tók fyrst þátt í sam- sýningu í New York árið 1981, en sýndi fyrst verk sín hérlendis árið 1987. Síðastliðið sumar hélt hún einkasýningu í Hudson River Muse- um í Yonkers, New York, og sl. haust í Gallery RBF í Mamar- oneck, N.Y. Sýningin í Gallerí List verður opin alla virka daga frá kl. 1Q.30 til 18.00 og um helgar frá kl. 14.00 til 18.00. Sýningunni lýkur þann 3. september. Síðasta hestamót sumarsins Syðra-Langholti. • Hestamannafélögín Smári, Geysir og Sleipnir halda sitt árlega suðurlandsmót í hesta- íþróttum um helgina, 26. og 27. ágúst. Keppt verður í öll- um greinum hestaíþrótta og er þáttaka ágæt, enda öllum heimil. Margir kunnustu knapar lands- ins taka þátt í mótinu. Áðstaða er ágæt á Flúðum til að halda slíkt mót. Mikið hefur verið um ferða- menn á Flúðum í sumar, einkum útlendinga. Að sögn Margrétar Brynjólfsdóttur, hótelstjóra, hefur straumur útlendinga aldrei verið svona mikill áður. Sig. Sigm. Dúkkukerran um Vestfirði Brúðuleikhúsið Dúkkuker- ran fer leikferð um Vestfirði dagana 26.-30. ágúst með æv- intýrið „Bangsi". Leikhúsið reka þær Ásta Þórisdóttir og Lilja Sigrún Jónsdóttir, ásamt aðstoðarmanni sínum Einari Hauki Þórissyni. Ævintýrið fjallar um vinina Bangsa og Rebba, sem fara í ævintýralega bónorðsför í Þursaskóginn. Leikið er með bæði hand- og stengjabrúð- um. Sýningin er fyrir börn á öllum aldri. Sýningar verða í Bamaskólanum Súðavík 26. ágúst klukkan 13, Bamaskólanum Bolungarvík 26. ágúst klukkan 18, Barnaskólanum ísafirði 27. ágúst klukkan 11 og 14, Leikskólanum Suðureyri 28. ágúst klukkan 13.30, Félagsheimil- inu Flateyri 28. ágúst klukkan 17, Barnaskólanum Þingeyri 29. ágúst klukkan 13, Bamaskólanum Bíldudal 30. ágúst klukkan 10, Dunhaga Tálknafirði 30. ágúst klukkan 13.30 og í Barnaskólanum Patreksfirði 30. ágúst klukkan 17.30. Listamannahúsið: Dagur Sigurðar- son sýnir 30 myndverk SÝNING Dags Sigurðarsonar á um 30 myndverkum í Lista- mannahúsinu í Hafiiarstræti 4 í Reylqavík verður opnuð næstkomandi laugardag klukkan 15. Verkin á sýningunni hafa verið máluð bæði hérlendis og erlendis á undanförnum ámm, segir í frétta- tilkynningu frá Listamannahúsinu. Hrafhhildur Ágústsdóttir við eitt af glerverkum sínum. Gígja Baldursdóttir Gígja Baldurs- dóttir í Ásmund- arsal GÍGJA Baldursdóttir opnar á morgun klukan 16 myndlistar- sýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu. Gígja fæddist í Reykjavík 3. des- ember 1959. Lauk stúdentsprófi frá Fjölbraut við Ármúla 1979. Stundaði nám við Myndlistaskól- ann í Reykjavík 1980-1981, Oslo Maleskole 1981-1982 og og Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1982-1986. Myndirnar á sýningunni em málaðar með akrýllitum á pappír og em gerðar á ámnum 1988- 1989. Sýningin verður opin virka daga klukkan 16-20, um helgar frá klukkan 14-20 og lýkur sunnudag- inn 10. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.