Morgunblaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1989 Þorsteinn Pálsson: Metum hvort lögð verð- ur fram vantrauststillaga ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að sjálf- stæðismenn muni meta það er til þings kemur hvort þeir leggi fram vantrauststillögu á ríkisstjómina. „Það er í samræmi við þá afstöðu, sem við höfum tekið - að ríkisstjómin fari frá og efni til nýrra kosn- inga nú þegar - að bera fram tillögur þar að lútandi, hafí sfjórain ekki gert það þegar Alþingi kemur saman,“ sagði Þorsteinn í sam- tali við Morgunblaðið. Þorsteinn sagðist lítið mark taka á yfirlýsingum Júlíusar Sólnes um að Borgaraflokkurinn myndi snúast gegn ríkisstjóminni ef ekki gengi saman í stjómarmyndunarviðræð- um fyrir mánaðamót. „Mér sýnist ekkert benda til þess enn sem kom- ið er að Borgaraflokkurinn ætli að láta af hækjuhlutverki sínu,“ sagði Þorsteinn. Eg geri engan greinar- mun á því hvort þeir leika þetta hækjuhlutverk í ráðherrastólum eða utan þeirra. Ég spyr fyrst: er Borg- araflokkurinn, sem átti til að mynda þátt í að koma ekkjuskattinum á, tiibúinn að taka.þátt í því með okk- ur þegar til þings kemur að afnema það óréttlæti, sem samþykkt var á síðasta þingi? Getur Borgaraflokk- urinn tryggt að allir þingmenn hans taki þátt í því? Um leið og við fáum jákvæð svör við spumingum af þessu tagi frá Borgaraflokknum getum við farið að tala saman, til dæmis um nefndakjör. Ef Borgara- flokkurinn eða hluti hans stendur ábyrgur fyrir skattheimtu af þessu tagi er ekki mikið að tala við okk- ur, því að við ætlum okkur að af- nema þetta óréttlæti, sem Ólafur Ragnar kom á. Við emm ekki til samstarfs við þá sem styðja það.“ Þorsteinn sagði að á síðastliðnu vori hefði Júlíus Sólnes rætt um það við sig hvort hann væri tilbúinn að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina með Borgaraflokks- mönnum. „Ég sagðist vera tilbúinn til þess að hafa um það breiða sam- vinnu ef allir þingmenn Borgara- flokksins og Samtök um jafnrétti og félagshyggju væm tilbúin að taka þátt í því, þannig að tryggt yrði að það næði fram að ganga. Flokkur Stefáns Valgeirssonar var ekki tilbúinn til þess þá, og ég hygg að allir þingmenn Borgaraflokksins hafi ekki verið það heldur. Þess vegna varð ekki úr því þá,“ sagði Þorsteinn. „Eigi að samþykkja van- traust á flokkana þijá, sem em í stjórn, þarf stuðning Kvennalista og Sjálfstæðisflokks, sem em í stjórnarandstöðu, og flokkanna sem styðja stjórnina en eiga ekki ráð- herra, Borgaraflokksins og Sam- taka um jafnrétti og félagshyggju." VEÐUR Heimild: Veðurstota íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) í DAG kl. 12.00: VEÐURHORFUR í DAG, 25. ÁGÚST YFIRLIT í GÆR: Um 500 km suðaustur af Hvarfi er 998 mb lægð á hreyfingu austur en yfir vesturströnd Grænlands er 1.020 mb hæð og þaðan hæðarhryggur suðaustur yfir (sland. Hiti verður 10-16 stig sunnanlands að deginum en nokkru svalara norðanlands. SPÁ: Hægur vindur milli norðurs og austurs eða hæg, breytileg átt. Þurrt veður um allt land og víða léttskýjað. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg norðlæg eða breytileg átt. Þurrt að kalla og víða léttskýjað. Fremur svalt, einkum norðanlands. HORFUR Á SUIYNUDAG:Hægviðri í fyrstu en þykknar síðan upp með vaxandi suðaustanátt, fyrst vestanlands. Hiti 7-13 stig að deginum. ■j Q° Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V E' = Þoka — Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur - i. Skafrenningur |”<^ Þrumuveður TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: *' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 8 skýjað Reykjavík 13 léttskýjað Bergen 12 skýjað Helsinki 11 rlgning Kaupmannah. 18 skýjað Narssarssuaq 5 alskýjað Nuuk 4 skýjað Ósló 17 skúr Stokkhólmur 17 skýjað Þórshöfn 12 skýjað Algarve 33 skýjað Amsterdam 19 hálfskýjað Barcetona 30 skýjað Berlfn 23 skýjað Chicago 20 alskýjað Feneyjar 30 þokumóða Frankfurt 25 léttskýjað Glasgow 15 rigning Hamborg 18 rignlng tas Palmas 33 hálfskýjað London 24 skýjað Los Angeles 18 skýjað Lúxemborg 22 heiðskírt Madríd 32 mistur Malaga 31 léttskýjað Mallorca 32 skýjað Montreal 14 léttskýjað New York 21 léttskýjað Orlando 26 skýjað París 25 léttskýjað Róm 30 þokumóða Vín 23 mistur Washington 23 skýjað Winnipeg vantar Morgunblaðið/BAR Vigdís íMiklagarði Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, heimsótti Miklagarð við Sund í gær og kynnti sér íslenska framleiðslu sem þar hefiir verið kynnt undanfarið á íslenskum dögum. íslenskir dagar hafa verið haldnir í sex verslunum Miklagarðs, Kaupstaðar og Mið- vangs en þeim lýkur í dag með margvíslegum kynningum, tónlist- amppákomum og tískusýningum í Miklagarði við Sund og Kaup- stað í Mjódd. Fríkirkjumálið: Utburður heimilaður BORGARFÓGETI hefúr heimilað með úrskurði að séra Gunnar Björasson verði borinn út úr prestsbústað Fríkirkjusafiiaðarins við Garðastræti. Að sögn Einars Kristins Jónssonar formanns stjórnar safiiaðarins hefur lögmanni stjómarinnar verið falið að að fylgja málinu eftir. „Við vonum að ekki þurfi að koma til útburðar," sagði Einar Kristinn. Krafa um útburð var sett fram við borgarfógeta 22. júní síðastlið- inn. Málið var fimm sinnum tekið fyrir án þess að nokkur væri mætt- ur af hálfu séra Gunnars. í úr- skurði fógeta er þess getið að ár- angurslaust hafi verið reynt með almennum póstsendingum, ábyrgð- arbréfum, símskeytum og sam- töíum við lögmann að boða Gunnar eða fulltrúa hans til að mæta við fyrirtöku málsins. Ekki náðist í séra Gunnar Björns- son í gær. Hann hefur tekið kalli til preststarfa í Holti í Önundarfirði og mun hverfa til þeirra starfa á næstunni. Júlíus Sólnes, Borgaraflokknum: Reynum að fella stjórn- ina náist samningar ekki JÚLÍUS Sólnes, formaður Borgaraflokksins, segir að verði ekki gerðir samningar fyrir mánaðamót um að flokkurinn fari inn í ríkisstjórnina, muni hann reyna að fella hana. Borgaraflokksmenn séu famir að und- irbúa kosningar og harða stjórnarandstöðu. Sjálfstæðismenn hafa lýst því yfír að þeir muni ekki hafa samstarf við Borgaraflokkinn um nefndakjör á Alþingi á meðan stjótnarmyndunar- viðræðum flokksins og ríkisstjórnar- innar sé haldið áfram. „Sjálfstæðis- flokkurinn ætlar greinilega að halda hlífiskildi yfir stjóminni í vetur, hann neitar alltént að reyna að ná með okkur meirihluta í nefndunum," sagði Júlíus. „Það verður þá í verka- hring Sjálfstæðisflokksins að verja stjómina. Við munum hins vegar reyna að beita okkur af alefli að því að reyna að fella hana ef þessir samningar verða ekki búnir fyrir mánaðamót. Júlíus sagði að stjómarandstaða Borgaraflokksins yrði fyrst og fremst málefnaleg. Flokkurinn myndi flytja á þingi þau mál, sem hann hefði barizt fyrir, svo sem afnám matar- skatts, hvort sem stjómin félli á þeim eða ekki. Svo kynni einnig að fara' að borgaraflokksmenn huguðu að því að flytja vantraust á stjórnina, en það hefði ekki verið rætt endanlega. Stj órnarformaður íslensks markaðar hf.: Greiðum 32-33 millj. kr. húsaleign í flugstöðinni „REKSTUR íslensks markaðar gengur ekki upp vegna hárrar húsaleigu í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli og samdráttar í sölu á ullarvörum," sagði Óskar Gunnarsson, sljómarformaður fyrirtækisins, í samtali við Morgunblaðið. Óskar sagði að rekstur íslensks markaðar hf. yrði allur stokkaður upp og þvi hefði öllum starfsmönnum fyrirtækisins, 24 tals- ins, verið sagt upp störfiim frá 1. ágúst sl. með þriggja mánaða fyrir- vara. íslenskur markaður greiðir 32 til 33 milljónir króna á ári í húsa- leigu og sameiginlegan kostnað I flugstöðinni, að sögn Óskars. „Ég hygg að því miður verði húsnæði sem við getum ekki nýtt starfsmennirnir ekki allir endurráðn- ir,“ sagði Óskar Gunnarsson. Óskar sagði að til greina kæmi að selja skrifstofu- og lagerhúsnæði fyrir- tækisins í Keflavík. Hann sagði að rúmlega 20 iðnfyrirtæki væru hlut- hafar í íslenskufn markaði og þau legðu mikla áherslu á að geta haldið rekstrinum í flugstöðinni áfram. „í húsaleigusamningi okkar í flugstöð- inni, sem gildir til ársins 1992, er og við höfum fyrst og fremst farið fram á að verða leystir undan því. Við það myndi reksturinn lagast mjög verulega." Óskar sagði að vegna samdráttar hjá Flugleiðum í flugi á Norður- Atlantshafsleiðinni hefði viðkomu- farþegum frá Bandaríkjunum fækk- að en þeir hefðu keyptu mest af ullar- vörum íslensks markaðar. i L' i » I. t I 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.