Morgunblaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 36
36r í ; MORGUNBLAOIÐ FQSTUDAGUtt 25. ÁGÍj^ „E9 sagbi „QleðiLeg jól, Lcú/aréur þu geiurekki ietó i>ab me& þér^" Z-sr'- , þitt draumafleý. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights resorved • 1989 Los Angeles Times Syndicate Með morgimkaffinu Og hvað má bjóða frúnni? Það veit ég ekki, hún situr heima og pijónar ... Hefur þú sjálf lent í öllu því sem þú ert að vara mig við, mamma? Grænfriðungar og vísindin Til Velvakanda. Lítilla sanda, lítilla sæva, lítil eru geð guma. Mér datt þetta í hug, þegar fólk fór að vitna i fjölmiðlum um göfugmennsku Grænfriðung- anna. Þeir hinir sömu virtust hafa gleymt þegar þessir friðarsinnar komu hingað og unnu skemmdar- verkin í hvalstöðinni. Hvað var það svo, sem þessir skepnuvinir buðu okkur. Jú, svo lengi sem við veidd- um ekki hvali, þá lofuðu þeir þvi að hætta að rógbera okkur, og fólki var gert fijálst að kaupa sjávaraf- urðir okkar. Síðan bæta þeir því við, að strax og vísindamennirnir segðu að nauðsynlegt væri, að byija á veiðunum aftur sökum offjölgunar kvikindanna í sjónum, þá kæmu þeir aftur og þá skyldum við fá að vita hvar Davíð keypti ölið. Þetta er sama sagan, aldrei ætla þeir að viðurkenna vísindarann- sóknirnar, hvað sem það kostar. Með öðrum orðum, Grænfriðung- arnir stefna að því að gera Norður- Atlantshafssvæðið óbyggilegt. Það var ekki út í bláin að eskimóakonan í Kanada vildi sækja Grænfriðung- ana til saka fyrir að gera líf Eskimó- anna óbærilegt með vitleysu sinni. Stefna okkar í hvalveiðimálum var laukrétt. Það er hlálegt að heyra Umhirða lóða Til Velvakanda. Þannig er mál með vexti, að ég keypti íbúð í vor í þríbýlishúsi. Henni fylgir nokkuð stór lóð. Eg spurðist ekkert fyrir um hvernig hirðingu hennar væri háttað, kom utan af landi úr einbýlishúsi. Nú er farið að halla sumri og ég hefi mest ein þurft að sjá um slátt og annað sem lóðinni heyrir til. Meðeigendur hafa varla látið sjá sig og alls ekki fólk, sem býr í ris- inu, sem er þó með börn, sem auð- vitað eru þarna að leik. Það kom á daginn, að þetta ris er ekki sam- þykkt sem íbúð og þar af leiðandi geta íbúarnir skotið sér á bak við það, hafandi full not af lóðinni, án þess að þurfa að taka til hendi. Ég varð alveg undrandi á þessu. Þetta eru ekki lítil forréttindi. Ég sá fljótt, að það hafa verið forverar mínir, sem hugsuðu um lóðina en hinir hafa notið góðs af. Nú hefi ég ekki í hyggju að taka þetta á mig ein og spyr eins og fávís kona. Er ekki siðferðileg skylda allra íbúa húsa að taka sam- eiginlega þátt í umhirðu lóðanna, jafnvel þótt um leigendur sé að ræða? Það er allavega siður í mínu fyrra byggðarlagi. Þetta olli mér miklum vonbrigðum. Það er vandalítið að vera vitur eftir á en ég hefði allavega hugsað mig tvisvar um áður en ég festi kaupin, ef ég hefði vitað þetta. Hver er réttur manns í þessu? Ég vona að einhver gefi svar við því í dálkunum hér. Nýflutt í bæinn þessa aftaníossa, Grænfriðunga, lýsa hugsjónum sínum. Hvernig á að draga úr mengun öðruvísi en með aðstoð vísindanna, en hvenær ætla ofstækismenn á borð við Gre- enpeace' að nota sér þekkingu þeirra. Þeir raka saman peningum á fáfræði almennings og selja kölk- uðum ríkum kerlingum myndir af hvölum til að prýða stássstofur sínar, og segja þeim að myndin tákni fósturbörn þeirra. Síðan kaupa þeir skip til að varna mönnum að sækja sér björg í bú, og svo ferðast þeir veröldina á enda og predika elsku sína á náttúrunni. En þeir nota ekki peninga til þess að létta þjóðum kostnaðinn af því að hreinsa sjóinn sem líka getur orðið hættulegur sjávardýrum. Eru þessi fræði boðleg afkomendum Egils og Snorra? Það hefði verið betra til afspurnar, ef öll þjóðin hefði trúað á vísindin. Húsmóðir Glæsilegt framtak Til Velvakanda. Ég vil þakka glæsilegt framtak Kaupstaðar, Miklagarðs, Miðvangs í Hafnarfirði og Félags íslenskra iðnrekenda varðandi íslenska daga í ofangreindum verslunum. Ég ákvað að heimsækja þessar verslarn- ir og komst að því að þetta framtak er til algerrar fyrirmyndar. Það er nauðsynlegt að vekja okkur til um- hugsunar um mikilvægi íslensks iðn- varnings og hvet ég sem flesta til þess að heimsækja þessar búðir og velja íslenskt þegar verslað er. Hald- ið áfram á þessari braut, iðnrekend- ur og Miklagarðs- og Kaupstaðar- menn. Viðskiptavinur HÖGNI HREKKVÍSI Vík\erji skrifar Ferðaþjónusta bænda er allrar athygli verð. Þar kemur margt til. Fyrst má benda á tvær stað- reyndir. Önnur er sú, að framundan er vandseð önnur leið til aukningar gjaldeyristekna en vaxandi ferða- mennska. Hin er sú, að afkoma bænda er víðast hvar slök og of- framleiðsla á sauðfjárafurðum mik- il. Fólk flýr sveitirnar vegna tak- markaðra möguleika og þar stendur mikið húsnæði ónotað. Islenzk nátt- úra, einkum sérstaða hennar, er eftirsótt af útlendingum. Þeir sækj- ast ekki eftir sólskini, þegar þeir koma hingað. Þeir sækjast eftir sérstöðu landsins. Þeir leggja ekki mest upp úr lúxushótelum og til- raunum okkar til eftirlíkinga á er- lendri matargerð. í heimalöndum sínum hafa þeir nóg af sólskini, dýrum hótelum og nautasteikum. Hingað vilja útlendingar sækja ein- faldleika, hreinleika náttúru og lands og kynnast afurðum þess og fólki. Ferðaþjónusta bænda kemur þarna til sögunnar sem mjög væn- legur kostur. Húsnæði er víðast til staðar til að hefja móttöku ferða- langa án mikils tilkostnaðar, fram- leiðsla matvæla er næg á staðnum og umhverfið býður upp á óþijót- andi möguleika. Með eflingu þess- arar starfsemi bænda geta tekjur þeirra vaxið og þrýstingurinn á framleiðslu dilkakjöts umfram eftir- spum minnkað. Jafnframt er hægt að bjóða ferðamönnum upp á tiltölu- lega ódýrar ferðir þar sem þeir kynnast sérkennum lands og þjóð- ar. Að auki má svo ala þá á marg- umræddu dilkakjöti öðru fremur. Önnur hugmynd hefur komið fram í þessum efnum og er raunar með ólíkindum hve lengi menn hafa verið að átta sig á henni. Það er kalt á íslandi og útlendingar þurfa skjólfatnað hér. Hvers vegna bjóð- um við ekki upp á pakkaferðir í ferðaþjónustu bænda þar sem ferðalangsins bíður lopapeysa og regngalli við komuna. Með því yrði fljótlega tryggð sala á fleiri lopa- peysum en nú er verið að burðast við að selja erlendis og hér heima með ærnum tilkostnaði. xxx örg svæði hér á landi eru vel til þess fallin að veita ferða- mönnum viðtöku. Mýrdalurinn er eitt þeirra, en hann og umhverfi hans býr yfir fjölbreyttara landslagi og möguleikum en flest önnur. Mýrdalsjökull gnæfir yfir sveitinni og á hann er hægt að fara á vélsleð- um og til skíðaferða, en skíðalyfta hefur nýlega verið sett þar upp ofan Sólheima. Veiði er þar í vötnum og stutt upp að perlum hálendisins hvort sem farið er á hestum eða bílum. Dyrhólaey, Hjörleifshöfði, Reynisfjall og Pétursey eru einstök náttúrufyrirbrigði og sjóferðir með hjólabátum Víkveija eru tímans virði. Gisting er föl við góðar og fjölbreyttar aðstæður á mörgum bæjum og vel mætti hugsa sé að sett yrði upp þjónustumiðstöð í dalnum og aukin aðstaða til íþrótta- iðkana svo sem golfvöllur. Möguleikarnir liggja víða ónýttir. • Það sem þarf, er að menn rífi sig lausa úr viðjum vanans og hugsi fram á veginn. Byggi ekki allar gerðir sínar á röngum úreltum grunni með gamaldags sjónarmið að leiðarljósi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.