Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1989 ,/y/ié vorum 5«öpuS fyrlr hvort emncuí, Go&rún!" Einlægriin var meiri í koss- um þínum þegar þú varst froskur ...? Með morgunkaffmu Það er sunudagur í dag og hægt að sofa út... HÖGNI HREKKVÍSI Lærdómsríkt leikrit I'uröuieg ummæli um laiidsbygg-ðarfólk Til Velvakanda. sagði orðrétt f pistli þessum. ingsleysi á ferðinni. Okkur öllum ei Furðulegt var að hlýða á frásögn Best gæti ég trúað að margnefnd- kennt að virða eignarréttinn og þá Gísla Sigurðssonar, í þætti sl. sunnu- ur Gísli yrði skrýtinn á svip ef allt auðvitað eigur annarra, á hveiju sem dag, á Rás 1. Hafði maður sá verið f einu birtust nokkrir landsbyggðar- er og ætti sannarlega að gæta þess á ferðalagi úti f sveit með fleira fólki, menn á lóðinni hans og spígsporuðu vandlega að slíkt ákvæði sé í heiðrum klifrað yfir girðingu inn á landareign þar fram og aftur! Margur bóndinn haft framvegis. Mér fmnst að Gísli einhvers bónda, sem ekki var ánægð- hefur þrælað allt sitt líf til að eign- hafi sýnt yfirgang og frekju í þessu ur yfir slíku tiltæki og lýsti hann ast jörðina sína og er þess vegna máli, í stað þess að biðja kurteislega með sterkum orðum viðbrögðum annt um hana, rétt eins og margur um leyfi. þessa bónda, sem landið átti. borgarbúinn er lengi að vinna fyrir Akureyringur ^^^^Gísl^a^b^a|^^mrettn Þama er mikið _skiln- Til Yelvakanda. „Furðuleg ummæli um landsbyggð- arfólk“ var fyrirsögn á grein, sem birtist í Velvakanda föstudaginn 18. ágúst síðastliðinn. Undir hana ritar Akureyringur. Það er mikið samspii í efni þess- arar greinar og leikriti, sem flutt var í Ríkisútvarpinu á fyrstu starfsárum þess og væri tímabært að endurflytja. Ekki man ég nafnið á þessu leikriti en efni þess var eitt- hvað á þessa leið: Miðaldra hjón í Reykjavík með tvö stálpuð börn ákváðu að fara Skrifíð eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins; að þéir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. úr úr bænum með tjald og annan viðleguútbúnað til að eiga góða daga í sveitinni. Var nú ekið frá Reykjavík þar til við blasti fallegt sveitabýli, girnilegt til gistingar. Óku þau umsvifalaust inn á tún bóndans og spurðu engan leyfis. Slógu þau síðan upp tjaldi og tóku til við matreiðslu. Kom þá í ijós, að ýmislegt vantaði. Voru nú börnin send heim að bænum, hittu húsfreyju og báru upp erindið: „Við áttum að sækja mjólk í þennan brúsa og svo vantar okkur einnig kartöflur." Fleira vantaði í búið en stutt var að fara á bjargar bæinn. - Húsbændur í sveitum landsins eru þekktir fyrir gestrisni og svo reynd- ist einnig hér. Að þessu loknu ætl- uðu svo tjaldbúar að stunda beija- tínslu, um það þurfti engan að spyija leyfis. Næst var svo röðin komin að bónda og húsfreyju í leikritinu. Þau tóku sér frí frá störfum þegar hey- öflun var lokið og lögðu leið sína til Reykjavíkur. Námu þau staðar við heimili gesta sinna, sem áður er getið. Báru þau síðan föggur sínar inn á húsalóð, slógu upp tjaldi og hugsuðu sér gott til glóðarinnar að tína ribsber í garðinum og eiga góða daga og hvíld frá öllu amstr- inu í sveitinni. í sama mund varð húseiganda litið út um gluggann og varð þá uppi fótur og fit. Verðir laganna voru kallaðir á vettvang og skjótt bundinn endi á hvíld þreyttra ferðaianga. Til viðbótar er hér atvik, sem átti sér stað fyrir nokkru hér í sveit. Kona frá Reykjavík fór með drenginn sinn til sumardvalar í sveit. Eins og flestar mæður vildi hún gefa drengnum góð ráð um leið og hún kvaddi hann. Heilræðið var: „Mundu nú að drekka eins mikla mjólk í allt sumar eins og þú getur, því mjólkin fæst fyrir ekki neitt í sveitinni.11 Guöfinna Hannesdóttir, Bláskógum, Hveragerði. Ekkert minnst á Guð í hugvekjunni Til Velvakanda. Sunnudaginn 27. ágúst settist ég fyrir framan sjónvarpið til að hlusta á hugleiðingu út frá Guðs orði. Eftir annasaman dag fannst mér ég þurfa á andlegri uppbygg- ingu að haida og áleit því tilvalið að hlýða á kristilega hugvekju á þessum Drottins degi. En umræðu- efnið kom mér mjög á óvart. Björg Einarsdóttir, sem flutti hugvekjuna ræddi um hlutverk smáþjóða í stórum heimi og von orð hennar og flutningur með ágæt- um út af fyrir sig. Samt sem áður gat ég ekki varist þeirri spurningu: Hefði þetta ekki frekar átt heima í þættinum „Um daginn og veginn" eða öðrum slíkum? I hugvekjunni minntist flytjandi aldrei á Guð og kristin trú var þar ekki til umræðu. Mér dettur í hug sú líking, að maður færi út í búð og keypti þar vöru í pakkningum, sem gæfu til kynna að innihaldið væri lýsi. Þegar þær væru síðan opnaðar, kæmi í ljós mjólk en ekki lýsi. Mjólkin er góð í sjálfri sér en ekki beint það sem vonast var eftir. Þannig leið mér fyrir fram skjáinn umræddan sunnudag. Ég bjóst við hugleiðingu út frá Guðs orði en raunin varð önnur og því varð ég fyrir von- brigðum. I framhaldi af þessu er ég að velta fyrir mér hvort fjölmiðlar al- mennt hafi lítinn áhuga á Guðs orði og kristilegu efni eða sinni því aðeins af skyldurækni. Það sem ég er mest hissa á er, að sunnudags- blað Morgunblaðsins hefur þurrkað út allt kristilegt efni á síðum sínum og er það áhyggjuefni þar sem Morgunblaðið hefur löngum viljað vera bakhjarl kirkju og kristni í landinu. Einn undrandi Víkverji skrifar Heyskapur er víðast langt kom- inn og sums staðar er honum lokið. Víkveiji hefur ferðast tölu- vert um Suðurlandsundirlendið og Borgarfjörð að undanförnu og hefur veitt því athygli að ný heyskapar-, tækni, svokölluð rúllubinding, hefur verið tekin upp á ótrúlega mörgum bæjum. Að sögn kunnugra er þetta tækni sem er til mikilla þæginda fyrir bændur og sparar mörg hand- tökin. En hún er dýr og útheimtir viðbótarbúnað, sem einnig er dýr. Sú spurning vaknar hvort nauð- synlegt hafi verið fyrir suma bænd- ur að fá sér þessi nýju tæki. Leyn- ast ekki í geymslum við sveitabæi tæki til að hirða hey, sem eru full- boðleg til notkunar? Er tækjabruðl í sveitum ekki ein helsta ástæðan fyrir hinu óheyrilega háa verði á landbúnaðarvörum í þessu landi? xxx Víkveiji dvaldi í góðra vina hópi á Bifröst i Borgarfirði um síðustu helgi. Sú dvöl var mjög ánægjuleg og kom þar margt til. Borgarfjörður skartaði sínu feg- ursta í dásamlegu veðri, aðbúnaður og matur á Bifröst var eins og bezt verður á kosið og héraðið hefur upp á ótalmargt að bjóða til dægradval- ar. Meðal annars lék Víkveiji golf á mjög skemmtilegum velli í Borgar- nesi. Hann er aðeins 9 holur og því oft mikil örtröð um helgar, þegar flestir vilja leika golf. Það má und- arlegt heita að ekki skuli hafa ver- ið ráðist í gerð golfvallar í Norður- árdal, þar sem fjölmenn félagasam- tök, BSRB og Iðja, hafa byggt upp sumarbústaðahverfi. Víkveiji vill skora á þessi félagasamtök að hafa forystu um gerð golfvallar á svæð- inu. Það ér í þágu félagsmanna og annarra, sem vilja stunda holla íþrótt í tómstundum. xxx 1* vikunni fór Víkveiji með hóp útlendinga að borða á elztu og þekktustu ölstofu miðborgarinnar. Maturinn var mjög góður en þjón- ustan ekki samboðin staðnum. Þeg- ar veitingamenn ráða ófaglært fólk til starfa er algert lágmark að þeir kenni því undirstöðuatriðin í því hvernig þjóna á til borðs. xxx Magnús Bjarnfreðsson rifjar upp í síðasta helgarblaði Tímans þegar jazzistinn heimsfrægi Louis Armstrong kom hingað til lands árið 1963. Það kom ekki fram í viðtalinu við Magnús að Knatt- spyrnufélagið Víkingur stóð að heimsókn Louis hingað til lands og fór þar fremstur í flokki Ólafur heitinn Erlendsson, þekktur knatt- spyrnufrömuður og starfsmaður. Loftleiða. Víkveiji var unglingur á þessum , árum og hafði þann starfa á tónleik- unum að afhenda gestum tónleika- skrár. Óhætt er að taka undir með Magnúsi að tónleikarnir voru ógleymanlegir. Louis Armstrong hafði svo mikla útgeislun á sviði að Vikveiji hefur hvorki fyrr né síðar skynjað neitt því líkt. Hann var listamaður af Guðs náð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.