Morgunblaðið - 03.09.1989, Qupperneq 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1989
dreymdiþig
í nótt ?
eftir Ólöfu Þorsteins/Mynd Einar Falur
HVAÐA ferðalag var á þér í nótt? Varstu nokkuð að
berjast við fíl í frumskógum Afríku eða stökk loðin
mús upp í rúmið þitt? Varst þú kannski hremmdur í
geimskipi eða var brotist inn á skrifstofúna þína?
Fékkst þú gigt í hægra hné, eða bauð átrúnaðargoð-
ið þér í bíó? Þú fékkst þó ekki bendingu um næstu
lottótölur? Hristir þú hausinn yfir bölvuðu ruglinu
þegar þú vaknar eða tekur þú mark á draumunum?
Þú ættir að rýna svolítið í draumana þína ef þú ert
vansæll og ef vandamálin eru mörg því „allir draum-
ar hafa merkingu, þó svo virðist ekki vera í fyrstu,“
segir Tony Crisp, breskur sérfræðingur í draumaráð-
gjöf, en hann hélt námskeið hér á landi fyrir skömmu.
Tony er kennari,
ráðgjafi, rithöf-
undur og útvarps-
maður, svarar fyr-
irpurnum í dag-
blaðið The Daily
Mail og er fastur
dálkahöfundur
tímaritsins SHE í
Bretlandi. í tutt-
ugu og sjö ár hefur
hann rannsakað eðli og hlutverk
drauma, og gefið fólki ráðleggingar
hvernig ráða beri drauma. Starf
hans er nátengt sálfræði og í nýj-
ustu bók sinni um drauma vitnar
hann gjaman í kenningar Carls
Jungs, lærisveins Sigmunds Freuds.
„Meðan þú sefur koma mörg vanda-
mál upp á yfirborðið sem eru óleyst
í daglegu lífi og með því að muna
draumana geta menn hjálpað sér
sjálfir. Það þarf í raun enga sér-
fræðinga," segir Toni, „nema til
þess að koma fólki af stað.
Það eru til sannanir fyrir því að
þegar fólk hvílir meðvitund sína í
vöku, til dæmis við vissar slökunar-
Tony Crisp á námskeiði þar sem
hann hélt fyrirlestra og réð
drauma fólks.
æfingar eða í hugleiðslu, þá „opn-
ast“ hugurinn, og það sem var í
undirmeðvitundinni kemst upp á
yfirborðið. Það sem ég kenni fólki
er að losa um hömlur sem það hef-
ur í daglegu lífi, en til þess þarf
að virkja undirmeðvitundina. Fólk
gerir sér oft ekki grein fyrir tilfinn-
ingahnútum sem það hefur, finnur
hinsvegar ákveðna sálræna eða
líkamlega vanlíðan. En í drauma-
ferli eru vandamálin á nokkurs kon-
ar dulmáli, eins og Freud benti á í
sínum kenningum. Margir búa yfir
ótta eða þjást af sektarkennd, en
dreymir ekki endilega það sem þeir
eru hræddir við, draumarnir eru
yfirleitt mjög táknrænir. Ég hjálpa
einstaklingum að vinna úr draum-
unum með því að ráða ýmis tákn,
finna vandamálin og leysa þau. Ég
er einnig með hópa þar sem fólk
aðstoðar hvert annað, og þar að
auki leiðbeini ég öðrum ráðgjöfum.“
— Eru draumar ekki oftast bara
rugl?
„Enginn draumur er merkingar-
laus. Hvers vegna velur hugurinn
eitt úr umhverfinu en ekki annað?
Það eru milljónir annarra skilaboða
úr umhverfinu sem menn fá á hveij-
um degi. Ef maður kannar hvern
draum fyrir sig er alltaf eitthvað
sem hægt er að byggja á til árang-
urs í meðferð. Sumir fá jafnvel skýr-
ar bendingar í draumi og sjá at-
burði fyrir. Kaupsýslumaður einn
dreymdi að verið var að bijótast inn
í verslun hans. Daginn eftir komst
hann að því að innbrotið var framið
þá um nóttina. Það er eins og undir-
meðvitundin starfi líkt og risastór
tölva, eða líkari skanner, sem sér
alls kyns smáatriði sem eiga sér
stað eða eiga eftir að gerast. Sumt
fólk virðist hafa hæfileikann til
þess að líta á sitt æviskeið sem eina
heild, en það fólk hefur sterk tengsl
við hið innra sjálf. Hinsvegar hafa
bandarískar kannanir sýnt að af
8.000 draumum sem taldir voru
fyrirfram draumar voru aðeins 140
marktækir."
— Er hægt að flokka hvaðan
draumar koma?
„Það eru þijú svið í undirmeðvit-
undinni sem hægt er að segja að
draumar komi frá. Eitt þeirra er
þetta safn af skilaboðum frá hugs-
uninni sem slíkri. Annað er líkam-
legt plan, til dæmis kemur það oft
fyrir að menn dreymi að þeir fái
tiltekinn sjúkdóm, eða meiðsli, og
það rætist nákvæmlega, og þá fyrr
en síðar. Þriðja planið er geð-
ræns/tilfinningalegs eðlis, til dæmis
hatur, ást, ótti eða togstreita.
Reyndar dreymir marga út frá
ákveðinni tilfinningatogstreitu."
— Hafa slæmir draumar áhrif á
daglegt líf manna?
„Tvímælalaust. Fólk er oft hrætt
við drauma sína. Margir hringja til
mín á útvarpsstöðina vegna mar-
traða. Það virðist hjálpa þeim að
tala um þá og læra að ráða í þá
sjálfir. Margir eru óánægðir í dag-
legu lífi, í vinnu, í hjónabandi, í
ástalífi og slíkt kemur alltaf fram
á mismunandi hátt í draumum.
Undirmeðvitundin er svo óendan-
lega skapandi, oft dreymir menn
aðstæður sem þeir gætu ekkert
þekkt til, til dæmis geta menn ver-
ið staddir á öðrum plánetum, eða
eru að beijast við ógeðsleg skrímsli
sem eiga sér enga hliðstæðu í raun-
veruleikanum. I draumum sínum
breytast sumir í dýr, til dæmis í
fisk á öngli, og líður beinlínis þann-
ig. Oft er hægt að tengja slíkan
draum sambandi viðkomandi við
einhvern sérstakan aðila. Imyndun-
in er óendanlega skapandi afl þar
sem allt er mögulegt. Besta dæmið
er rithöfundar sem skrifa sögur um
atburði sem þeir hafa aldrei upplif-
að.“
Að horfast í augu
við vandamálið
— Hveiju er mikilvægast að átta
sig á í draumum sínum?
„Það eru fjórar meginspurningar
sem fólk getur spurt sjálft sig. Er
égþolandi eða gerandi í draumnum?
er sú fyrsta. Ef það gerist aftur
og aftur að menn eru fórnarlömb
í draumum gæti það bent til þess
að þeir séu það einnig í daglegu
•1