Morgunblaðið - 03.09.1989, Síða 10

Morgunblaðið - 03.09.1989, Síða 10
það yrði lagt að velli? Howard bendir á að ákvörðunin hafí verið þeim mun merkilegri vegna þess að Bretar voru illa und- ir stríð búnir. Þeir höfðu að vísu hafið endurvígbúnað fimm árum áður, en efnahagur þeirra var bág- borinn eftir kreppuna. Hjálpar var ekki að vænta frá Bandaríkjunum eins og 1917. Bretar yrðu að bjarga sér sjálfir, ef til stríðs kæmi, og líklega að hjálpa samheijum sínum. í ársbyijun 1939 var gert ráð fyrir að þeir yrðu gjaldþrota eftr tvö ár, ef herútgjöld lækkuðu ekki. „Friðkaupastefiia“ Auk þess var ólíklegt að stríð við Þjóðveija mundi einskorðast við Evrópu. Bretar þurftu líka að veija heimsveldi sitt. Búast mátti við að keppinautar þeirra, Japanar og Ital- ir, réðust á nýlendur þeirra í Asíu, Austurlöndum nær og við Miðjarð- arhaf. Athygli landhers og sjóhers Breta beindist að ótryggu ástandi á Indlandi og í Palestínu og varnir heimsveldisins höfðu algeran for- gang. Einungis flughernum, RAF, var ætlað að skerast í leikinn í Evrópu, ef til stríðs kæmi, og hann gekk fyrir þegar endurvígbúnaður- inn hófst 1935. En yfirmenn RAF höfðu eins mikinn beyg af nýrri heimsstyijöld og félagar þeirra í hinum greinum heraflans. Illa gekk að koma á fót öflugum flota sprengjuflugvéla. Árásargeta þýzka flughersins óx yfirmönnum RAF í augum og þeir voru vantrúaðir á að takast mætti að veija brezka lofthelgi. Yfirmenn brezka heraflans og ijármálaráðuneytið hvöttu til þess að friður yrði varðveittur. Almenn- ingur í Bretlandi vildi líka að styij- öld yrði afstýrt. Blóðbaðið á vígvöll- unum við Somme og Passchendale í fyrra stríði var flestum enn í fersku minni. Loftárásir voru lítt þekkt fyrirbæri og flestir hugsuðu með hryllingi til áhrifa þeirra í framtíð- inni. „Friðkaupastefna“ Nevilles Chamberlains forsætisráðherra naut því almenns stuðnings, enda kom það ekki í ljós fyrr en síðar að ekki var hægt að kaupa frið við Hitler. Hataður samningur Fram til 1939, segir Howard, gátu Bretar jafnt sem Þjóðveijar litið þannig á 'ástandið að með að- gerðum sínum væri Hitler einungis að leiðrétta „ranglæti" Versala- samningsins frá 1919. Endurvíg- búnað Þjóðverja mátti réttlæta á þeirri forsendu að fyrrverandi óvin- ir þeirra hefðu ekki afvopnazt eins og þeir hefðu lofað. Þegar Þjóðveij- ar sendu her inn í Rínarhéruðin 1936 var hægt að afsaka það með því að þeir væru komnir aftur inn á svæði, sem þeir ættu — eigin „baklóð“. Innlimun Austurríkis 1938 vakti svo mikla hrifningu í Vín að ekki þýddi að reyna að hnekkja þeirri ákvörðun, þótt það hefði verið hægt. Tékkar og Slóvakar voru að vísu ofurseldir Þjóðveijum með innlimun Austurríkis og þeir voru banda- menn Frakka, samheija Breta. En Hitler virtist aðeins krefjast þess að 3,5 milljónir Súdeta-Þjóðveija í landamærahéruðum Tékkóslóvakíu fengju kost á að sameinast Þýzka- landi, sem þeim hafði verið meinað 1919. Þetta voru háþróuðustu hér- uð landsins, en þetta gat virzt eðli- legt Og sanngjarnt. „Þeim mun sanngjarnara virtist þetta vegna þess,“ segir Howard, „að Hitler ógnaði ekki beinlínis neinum tilteknum, brezkum hags- munum með aðgerðum sínum. Hann lét í ljós einlæga virðingu á Brezka heimsveldinu. Jafnvel þeir sem vantreystu honum mest gerðu aðeins ráð fyrir að hann rnundi sækja inn í Austur-Evrópu og kynni að lenda í árekstrum við Rússa. Sumir fögnuðu því meira að segja, því að þeir töldu jafnvel enn meiri hættu stafa frá „bolsévisma“ en fasisma og að því væri gott að Þjóð- veijar efldust og mynduðu varnar- vegg gegn hættunni úr austri.“ Yfirleitt var þetta þó ekki skoðun ld€il 1 MORGUNBLADIP SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1989 Þýzkar Stuka-steypiflugvélar: „Leifturstríð“ gegn Póllandi. Eftir Guðmund Halldórsson KLUKKAN níu fyrir hádegi sunnudaginn 3. septem- ber 1939, fyrir nákvæmlega hálfi’i öld, kom Sir Nev- ile Henderson, sendiherra Breta í Berlín, í þýzka ut- anríkisráðuneytið til að afhenda Þjóðverjum úrslita- kosti ft*á brezku ríkissljórninni. Joachim von Ribb- entrop utanríkisráðherra hafði boðað að hann yrði ekki við og yfirtúlkur ráðuneytisins, dr. Paul Otto Schmidt, átti að taka á móti honum. chmidt hafði sofið yfir sig þennan örlagaríka morg- un. Þegar hann kom til ráðuneytis- ins í leigubíl sá hann Henderson ganga upp tröpp- urnar, en hann skauzt inn um hlið- ardyr og var mættur á skrifstofuna í tæka tíð til að taka á móti gestin- um. Sendiherrann og Schmidt heils- uðust hátíðlega með handabandi. Henderson neitaði að fá sér sæti og las úrslitakostina fyrir dr. Schmidt, hægt og virðulega. Því var lýst yfir að Bretar mundu líta svo á að styijaldarástand ríkti milli þeirra og Þjóðveija, ef þeir lýstu því ekki yfir innan tveggja klukku- stunda að þeir væru reiðubúnir að binda enda á innrás sína í Pólland, sem hafði hafizt tveimur dögum áður. Dr. Schmidt flýtti sér til kanzl- arahallarinnar. Eins og venjulega var margt manna í herberginu fyrir framan skrifstofu Foringjans, en það eina sem Schmidt fékkst til að segja var: „Það verður engin önnur Munchenar-ráðstefna. “ Hitler og Ribbentrop biðu óþreyjufullir eftir Schmidt. Hann las þýðingu sína hægt og rólega. Þegar hann hafði lokið lestrinum ríkti alger þögn. Hitler sat hreyfing- arlaus og starði fram fyrir sig. Eft- ir andartakshlé, sem virtist heil eilífð, sneri hann sér að Ribbentrop og sagði: „Hvað tekur nú við?“ Svipurinn var illilegur og hann virt- ist gefa í skyn að Ribbentrop hefði veitt honum villandi upplýsingar um hugsanleg viðbrögð Breta. Þegar Schmidt kom út og sagði tíðindin þögnuðu allir. Göring sneri sér að Schmidt og sagði: „Megi guð hjálpa okkur, ef við töpum þessu stríði!" Göbbels stóð einn úti í horni, hnípinn og í djúpum þönkum. Allir voru áhyggjufullir og alvarlegir. Loforðið við Pólverja „Þjóðveijar höfðu greinilega ekki búizt við stríðsyfirlýsingu,“ skrifaði Schmidt seinna. „Hitler og yfir- menn landhers hans og sjóhers höfðu heldur ekki átt von á slíku. Innrás í Pólland: Tilelhi til stríðs milli Þjóðverja og Breta. Þýzkir fótgönguliðar „einhvers staðar í Póllandi11: Pólverjum hafði verið heitið stuðningi. Enginn leiðtogi nazista, nema ef vera kynni Ribbentrop, hafði trúað því að Bretar og Frakkar færu í stríð út af Póllandi. Hitler hafði fyrirskipað árásina á Pólland í þeirrí bjargföstu trú að það mundi ekki gerast og þýzka þjóðin var sam- mála Foringjanum um að Þjóðveijar mundu fá frið til að leysa Póllands- málið að eigin geðþótta." En Bretar og Frakkar höfðu ábyrgzt fullveldi Póllands og litu svo á að ef Þjóðveijar réðust á landið yrði það tilefni stríðs. Ef þeir hefðu ekki tekið þessa afstöðu hefði Hitler gleypt Pólland á sama hátt og Tékkóslóvakíu hálfu ári áður án þess að það hefði leitt til allsheijarstyijaldar. Ekki hafði komið til stríðs út af Tékkóslóvakíu eða Austurríki þegar Þjóðveijar innlimuðu það 1938 eða Rínar- héruðunum, þar sem vígvæðing var bönnuð, þegar þeir hernámu þau 1936. „Ákvörðun um stríð eða frið var ekki i höndum ráðamanna í Berlín, heldur Lundúnum og París,“ sagði brezki sagnfræðingurinn Michael Howard í grein í The Times nýlega. „Hvernig stóð þá á því að þegar brezka stjórnin hafði sleppt hveiju tækifærinu á fætur öðru lagði hún út í tvísýnu í september 1939 og lýsti yfir styijöld fyrir hönd lands, sem hún stóð í engum sögulegum tengslum við og gat enga öfluga aðstoð veitt samkvæmt öllum hern- aðarlegum útreikningum, áður en ÞEGAB HEIMIKIW HOF STRID Hvers vegna skall á heimsstyr jöld 1939?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.