Morgunblaðið - 03.09.1989, Side 11
mqrqumbmto foJPEHBMBgB iMm
ih_I&í
brezka ráðamanna, segir Howard.
Þeim hafi skilizt æ betur að Evrópa
stæði ekki andspænis nýjum Tall-
eyrand, sem reyndi að koma Frökk-
um aftur til vegs og valda eftir
auðmýkjandi ósigur, heldur nýjum
Napoieoni, sem stefndi að heims-
yfirráðum og var ákveðinn í að
beita öllum tiltækum ráðum til að
ná takmarki sínu.
Grimmd Hitlers
Bretar neyddust til að horfast í
augu við þennan óþægilega veru-
leika þegar hættuástand skapaðist
í álfunni 1938 og boðað var til ráð-
stefnu í Múunchen. Howard segir
að ástæðan hafi ekki fyrst og
fremst verið krafa Hitlers um að
Tékkar létu Súdeta-héruðin af
hendi, enda hafi Hitler getað bent
á meginreglur um „sjálfsákvörðun-
arrétt þjóða" máli sínu til stuðn-
ings. Ástæðan hafi öllu heldur ver-
ið sú að Hitler hafi beitt hrottaleg-
um aðferðum til að fá kröfum sínum
framgengt.
Hitler hataði Tékka vegna þess
að þeir höfðu lýðræðislega stjórn
Farþegar af
Athenia:
Fyrsta
stríðsfórn
Breta.
og ríki þeirra hafði verið komið á
fót samkvæmt Versala-samningn-
um. Tortíming Tékkóslóvakíu var
líklega liður í þeirri stefnu hans að
afla Þjóðveijum „lífsrýmis". Súd-
eta-Þjóðveijr héldu uppi skefjalaus-
um áróðri fyrir sameiningu við
Þriðja ríkið með stuðningí þaðan
og til átaka kom milli þeirra og
Tékka. Tékkar óttuðust innrás, en
Bretar og Frakkar óttuðust Evrópu-
stríð og lögðu fast að þeim að láta
undan Þjóðveijum.
Þjóðveijar fengu Súdeta-héruðin
á ráðstefnunni í Munchen, en Þjóð-
veijar, Bretar, Frakkar og Italir
ábyrgðust fullveldi leifa Tékkóslóv-
akíu. „Friður um okkar daga,“ sagði
Chamberlain þegar hann var hylltur
við heimkomuna til Lundúna. „Frið-
ur með sóma.“ Ófriði virtist hafa
verið afstýrt. Eins og Howard bend-
ir á létti Bretum mikið fyrst, en
þegar frá leið urðu þeir yfirleitt
sammála um að til stríðs hlyti að
koma.
í marz 1939 kastaði Hitler
grímunni og hertók leifarnar af
Tékkóslóvakíu. í það skipti reyndi
almenningsálitið í Bretlandi ekki
að halda aftur af stjórn Chamberl-
ains, segir Howard, og rak hann
þvert á móti áfram. Sjálfur hafi
hann viljað fara hægt í sakirnar,
en ekki fengið það.
Howard bendir á að Chamberlain
og margir starfsbræður hans í
. Lundúnum töldu stríð mestu ógæfu,
sem fyrir gæti komið, og að þeir
vildu forðast stríð „næstum því
hvað sem það kostaði. En nú varð
jafnvel honum Ijóst að hafi það
verið hægt á annað borð var það
ekki hægt með því að reyna að
kaupa frið og að í staðinn yrði að
beita fyrirbyggjandi ráðum“.
Flugherinn, RAF, hafði verið
stofnaður einmitt í því skyni að
fæla óvini Breta frá styijöld, en
hann gat ekki orðið alvarleg ógnun
við Þýzkaland fyrr en að þremur
árum liðnum. Bretar tóku því aftur
upp þá hefðbundnu stefnu að
mynda bandalag á meginlandinu
og koma þar með á „valdajafn-
vægi“.
Rætt við Rússa
Bretar tóku upp nána hernaðar-
samvinnu við Frakka og hétu þeim
sambærilegum hernaðarstuðningi
og í heimsstyijöldinni 1914-1918.
Herskylda var innleidd. Reynt var
að afla bandamanna í Austur-
Evrópu til að ógna Hitler á tvennum
vígstöðvum.
Síðan innlimaði Hitler hafnar-
borgina Memel í Litháen 22. marz
og uggvænlegar fréttir bárust um
að hann væri í þann veginn að láta
til skarar skríða gegn Póllandi og
Rúmeníu. Því tiíkynnti Chamberlain
í Neðri málstofu brezka þingsins
31. marz: „Ef til þess kemur að
gripið verður til einhverra aðgerða,
sem greinilega ógna sjálfstæði Pól-
lands, og afleiðingin verður sú að
pólska stjórnin telur nauðsynlegt
að veita viðnám með herafla sínum
mun stjórn Hans hátignar telja sig
skuldbundna til að veita pólsku
stjórninni þegar í stað allan þann
stuðning, sem hún getur.“ Með öðr-
um orðum: Þýzk árás á Pólland
mundi sjálfkrafa leiða til styijaldar
yrði gert varð stefna þeirra Ijós og
þeir fylgdu henni án þess að iðrast."
Loforðið við Pólveija hafði heldur
ekki fyrirbyggjandi áhrif: það
espaði Hitler í stað þess að draga
úr honum kjarkinn. í apríl hóf hann
mundu standa við loforðið við Pól-
veija vegna hlutleýsis Rússa. En
loforðið við Pólveija var í samræmi
við vilja almennings í Bretlandi og
Howard telur að það hafi þjónað
langtíma-hagsmunum Breta. „Það
Hitler lýsir yfir styrjöld í þýzka þinginu 1. sept-
ember 1939: vildi stríð.
við Bretland. (Bretar og Frakkar
ábyrgðust einnig sjálfstæði Rúm-
eníu og Grikklands.)
„Hernaðarlega séð var ákvörðun-
in nánast óveijandi," segir How-
-ard.„Hafi verið hægt að hjálpa Pól-
landi á annað borð var það aðeins
hægt með aðstoð Sovétríkjanna, en
óljóst var hvað fyrir Sovétríkjunum
vakti og Pólveijar og allir nágrann-
ar þeirra í Áustur-Evrópu van-
treystu þeim af skiljanlegum ástæð-
um.“
Viðræður við herráð Rússa voru
teknar upp, en lítill áhugi var á
þeim og ekki búizt við miklum
árangri. „Um það má déila hvort
Rússar hafi sjálfir tekið viðræðurn-
ar alvarlega," skrifar Howard.
„Loforðið við Pólverja hafði þegar
fært þeim einn mikilvægan ávinn-
ing: það gat orðið tilefni til stríðs
milli hugsanlegra óvina þeirra í
vestri. Hvað sem öðru leið gátu
þeir ekki náð því lokatakmarki sínu
að fá rússnesku landamærin færð
aftur í sama horf og 1914 nema á
einum stað: Berlín. Þegar Hitler
bauðst til að stuðla að því að það
Churchill: „Winston er kominn aftur.'
„Allt sem ég hef barizt fyrir er hrunið
til grunna." Chamberlain fer irá Dow-
ning-stræti 10 til fundar í Neðri málstof-
unni rétt fyrir hádegi 3. september 1939
eftir að hafa tilkynnt brezku þjóðinni í
útvarpi að „þetta land eigi i stríði við
Þýzkaland". Með honum er aðstoðarmað-
ur hans, Dunglass lávarður (síðar Sir
A'ec Ðouglas-Home forsætisráðherra; nú
Home lávarður).
baráttu fyrir því að Pólveijar skil-
uðu þýzku borginni Danzig
(Gdansk) og Þýzkaland og Austur-
Prússland yrðu tengd með vegi og
járnbraut um „Pólska hliðið“ (milli
þeirra að Eystrasalti). Pólveijar
voru ófáanlegir til tilslakana og ollu
Chamberlain vonbrigðum. Um leið
hóf Hitler augljósan undirbúning
styijaldar gegn Pólveijum og þegar
nazistar og sovétstjórnin gerðu með
sér griðasamning 23. ágúst 1939
vissi hann að honum var algerlega
óhætt að láta til skarar skríða.
Stríð Hitlers
Hlutleysi Stalíns reið baggamun-
inn. Hitler trúði því ekki að Bretdr
var skýr og augljós bending til Hitl-
ers: hingað og ekki lengra.“
„Hitler hundsaði þessa bend-
ingu,“ skrifar hann. „Úrslitakost-
irnir komu honum í opna skjöldu.
En þá var svo komið að hann taldi
stríð við Breta óhjákvæmilegt og
hafði látið gera meiriháttar flota-
áætlun til undirbúnings því. Stríðið
hófst nokkrum árum fyrr en hann
hafði búizt við, en það var aðeins
til óhagræðis og ekkert stórslys."
Hitler vildi stríð. Hann taldi stríð
nauðsynlegt hlutskipti fyrir þýzku
þjóðina og hafði vísvitandi búið
hana undir stríð. Hann taldi stríð
ekki „mestu ógæfuna" eins og
Chamberlain. Þetta segir Howard
að Bretum hafi gengið illa að skilja
og sama máli gegni með nokkra
brezka sagnfræðinga, þeirra á með-
al A.J.P. Taylor, sem olli fjaðrafoki
þegar hann hélt því fram fyrir 30
árum að Hitler hefði ekki ætlað að
koma af stað stórstyrjöld og í mesta
lagi búizt við stuttu stríði við Pói-
veija.
Þar sem Hitler vildi stríð brugð-
ust fyrirbyggjandi aðgerðir á sama
hátt og tilraunir tii að kaupa frið. ■
„Þetta er mikill sorgardagur fyrir
okkur alla, en engan eins og mig,“
sagði Chamberlain þegar Neðri
málstofan kom saman á hádegi 3.
september, einum klukkutíma eftir
að hann hafði tilkynnt brezku þjóð-
inni í útvarpsávarpi frá Downing-
stræti 10 að ekkert svar hefði
borizt frá Berlín og „þar af leiðandi
ætti þetta land í styijöld við Þýzka-
land“.
„Allt sem ég hef barizt fyrir, allt
sem ég hef gert mér vonir um, allt
sem ég hef trúað á í opinberu lífi
er hi'unið til grunna,“ sagði Cham-
berlain í þinginu. Hann minnti suma
á lækni, sem hafði ekki átt nógu
sterk lyf. „Fimmtíu árum síðar,“
segir Michael Howard, „getum við
kannski fellt miidari dóm um þenn-
an mann, sem vann mikið og heiðar-
legt starf til að varðveita frið, sem
aðeins hefði verið hægt að tryggja
með algerri uppgjöf, ef allt annað
hefði brugðizt. Af þeim sökum varð
að heyja stríð, þótt lítil von kynni
að vera um sigur.“
Winston snýr aftur
Á þingfundinum flutti þingmað-
urinn frá Epping, Winston Churc-
hill, fyrstu hvatningarræðu sína í
stríðinu. Chamberlain skipaði hann
flotamálaráðherra þegar hann end-
urskipulagði stjórn sína síðdegis.
Churchill hafði gegnt sama emb-
ætti í upphafi fyrri heimsstyijaldar,
aldarfjórðungi áður, og flotamála-
ráðuneytið í Lundúnum tilkynnti
öllum herskipum: Winston is back
(Winston er kominn aftur). Stór
floti sigldi til Ciyáe ög Liv'erpGOÍ tli
að heija orrustuna um Atlantshaf.
Um kvöldið bárust fréttir um
fyrstu fórn Breta í stríðinu. Far-
þegaskipið Athenia, sem var á leið
frá Liverpool til Montreal með 1.400
farþega innanborðs, varð fyrir
tundurskeyti frá þýzka kafbátnum
U-30, 200 mílur vestur af Skot-
landi, og sökk. Hundrað og tólf
fórust.
Teningunum var kastað. Óviss-
unni var lokið og Bretar fundu til
undarlegs léttis. Væl í loftvarna-
flautum staðfesti að stríð var haf-
ið.„Algert stríð. Hefjið hernaðar-
átök strax," sagði í stríðstilkynn-
ingum í útvarpinu.
Brottflutningi barna frá stór-
borgum og dreifingu gasgríma var
hraðað. Orrustuflugmenn voru til-
búnir við vélar sínar á Suðaustur-
Englandi og biðu nánari fyrirmæla.
Könnunarflugvélar hófu sig til flugs
frá bækistöð RAF í Wyton til að
taka ljósmyndir af þýzka flotanum
í Wilhelmshaven.
Fleiri brezkar flugvélar voru
sendar til Þýzkalands — en ekki til
að varpa sprengjum, heldur dreifi-
ritum, þar sem Hitler var kennt um
að stríð var skollið á. Einn flugmað-
urinn sneri aftur til stöðvar sinnar
löngu á undan áætlun. „Ég fleygði
bögglunum út og hæfði í mark!“
sagði hann þegar yfirmaður hans
grennslaðist fyrir um ástæðuna.
„Tókstu ekki upp úr þeim fyrst?“
spurði liðsforinginn. „Nei, átti ég
að gera það?“ svaraði flugmaður-
inn. Liðsforinginn sagði: „Guð minn
góður, þú hefðir getað drepið ein-
hvern!“
Nákvæmlega 2.163 dagar voru
þangað til kjarnorkusprengju var
varpað á Hiroshima.
„Síðasta Evrópustríðið“, sem svo
hefur verið kallað, hafði hafizt með
innrásinni í Pólland 1. september.
Eftir fall Frakklands í júní 1940
stóðu Bretar einir. Rússar drógust
inn í átökin eftir innrás Þjóðvetja
réttu ári síðar og Bandaríkjamenn
eftir árás Japana á Pearl Harbor
7. desember 1941. K-ínveijar höfðu
átt í höggi við japanskt innrásarlið
síðan 1937. Ef stríðið hefði ein-
skorðazt við Evrópu er talið næstá
víst að Hitler hefði sigrað.