Morgunblaðið - 03.09.1989, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.09.1989, Qupperneq 12
1 12 C 686Í íiaaMM'HS MORGUNBLAÐIÐ MANNUFSSTRAUMAR silflfM GUR 3. SEPTEMBER 1989 MATUR OG DRYKKUR/ Meb Eggert Þór Bemharbssyni í Vibeyjarstofi u MömmulambalænÖ best ÞEGAR Sir George Mackenzie og fylgdarmenn hans sóttu heim Viðeyjarstofu árið 1810 Ólaf Stephensen fyrrum stiftamtmann, þá fjörgamlan en býsna brattann, skaut viðurgjörningurinn þeim skelk í bringu, bæði hvað varðaði magn og samsetningu: sagógrautur ásamt heilli vínflösku á mann; bakað kindakjöt; sykurstráðar pönnukökur; sagóbúðingur fljótandi í hnausþykkum ijóma. Á undan eftirréttinum þurfti hver og einn að teyga í botn gríðarmikinn silfiirbikar, barma- fúllan af víni. Að svo búnu var borið fram kaffi og að lokum sjóð- heitt púns, í glösum á stærð við ölkollur. Býsna dæmigerður heldri manna málsverður á öldinni sem leið — að íslenskum hætti. Sá viðurgjörningur sem við Eggert Þór Bemharðsson sagnfræðing- ur hlutum í Viðeyjarstofu á dögunum var býsna mikið þekkilegri, enda hefðum við vísast dottið ofurölvi ofan í fomleifauppgröft- inn á bæjarhlaðinu og dáið þar drottni okkar, hefðum við þurft að fara að dæmi Mackenzies og félaga. Eggert vinnur að ritun eftir Jóhönnu sögu Reykjavíkur, Sveinsdóttur ásamt þeim Guð- jóni Friðrikssyni og Þorleifi Óskars- syni. Hann hefur á sinni könnu síðustu áratugina, eða frá og með árinu 1940 fram á okkar daga. Yfir notalegum málsverði í gamla „slot- inu“ bar margt á góma, einkum hvað varðar matarmenningu Reykvíkinga um og upp úr seinna stríði. Viðey er svipuð að flatarmáli og furstadæmið Mónakó — og þó að þar sé að sönnu enginn fursti, heldur bara Davíð stundum, fyllist maður lotningu við að stíga inn í þetta elsta steinhús landsins, sem Skúli fógeti lét byggja af mikilli rausn og flutti í árið 1754. Þar er vítt tii veggja og hátt til lofts — um 4 metrar — og ekki verður betur séð en að endur- gerð hússins hafi tekist með miklum ágætum. Aðstandendur Óðinsvéa hafa séð um veitingarekstur í Viðeyjarstofu í sumar. Staðurinn hefur notið mikilla vinsælda, útlendinga jafnt sem Is- lendinga, enda eftir miklu að slægj- ast í eynni: fornminjum, náttúrufeg- urð og fuglalífi, svo og veitingunum, að sjálfsögðu. Viðeyjarstofa verður opin út september, frá fimmtudags- kvöldi fram á sunnudagskvöld. Hvernig reynist 6. áratugar matseðill í dag? Að virða fyrir sér Reykjavík og strandlengjuna í kvöldsólinni er rómó en ekki með öllu sársaukalaust; sorp- úrlosun á fullu. Brotajárn. Olíutank- ar. Með þetta fyrir augunum sötruð- um við Eggert Viðeyjardögg (450 kr.) í fordrykk. Hún er hrist saman úr benedictine-líkjör, gini, sítrónu- safa og íshröngli og bragðast afar vel. íslendingar komust yfirleitt í kynni við margar nýiungar á árum siðari heimsstyijaldarinnar, þ. á m. kokteila,“ segir Eggert. „Landsmenn þurftu hins vegar tíma til að tileinka sér nýja siði og vissu stundum ekki almennilega hvernig við átti að bregðast þegar þeir stóðu andspænis framandi háttum. Á stríðsárunum buðu bændur eitt sinn til veislu á Hótel Borg. Forystu fyrir hópnum hafði sigldur kaupfélagsstjóri sem þekkti samkvæmislífið, jafnt í höfuð- staðnum sem í erlendum stórborgum, og vissi hvað fín veisla var með for- merkjum fágaðra borgara. Hinir í hópnum vildu gjarnan prófa eitthvað nýtt. Byijað var á kokteil og snittum. Flestir komu af fjöllum, vissu ekki hvaða fínerí þetta var, áttu alveg eins von á næpum og rófum. En gestir önduðu léttar þegar þeir sann- reyndu að kokteillinn var bara vínblanda og snittumar venjulegt brauð með margra hæða áleggi. Hvort tveggja þótti afbragðs gott. Þegar kom að aðalréttinum syrti hins vegar í álinn. Sá sigldi pantaði súpu og kjúkling fyrir hópinn en þá rakst hin erlenda matarmenning á innlenda siði og einn bóndinn æpti: „Hvað! Á að fara að éta helvítis hænsni. Þetta er argasta óæti sem ég mun aldrei setja inn fyrir mínar varir." Þannig voru íslendingar að mörgu leyti um miðja öldina, bændur í kaupstað sem vildu ólmir reyna eitthvað nýtt en áttu stundum erfitt með að tileinka sér nýja hætti og óttuðust oft hið óþekkta. Reykjavík var í örum vexti óg bauð upp á nýja og áður óþekkta möguleika en samfélagið var fullt af þversögnum." wwÆPWM iHtíejrjíirsujAu ueiilbU jafnt á kjöt og fisk, og er samkvæmt fransk-íslensku línunni. Þar er t.d. að finna hávellu, sundkafara af anda- ætt, sem ég hef bara augum barið á Mývatni og ákveð því að bragða. En Eggert er í öðmm pælingum. „Þegar matsöluhúsarekstur komst á rekspöl I Reykjavík á 6. áratugnum voru matseðlarnir yfirleitt fábreyttir. Gjarnan aspassúpa í forrétt, lamba- kjöt í aðalrétt og ís á eftir,“ segir Eggert. „Hins vegar voru réttirnir stundum nefndir enskum eða frönsk- um nöfnum og því hélt fólk jafnvel að þarna væri eitthvað óskaplega fínt og framandi á ferðinni. Varð svo hlessa þegar það fékk bara venjulega súpu og seigt buff í hveitijafningi." Eggert ætlar nú að kanna hvernig matseðill 6. áratugarins reynist anno 1989. „Matseðillinn nú er mun til- komumeiri en í þá daga. Samt hefur kjarninn frá þeim tíma lifað góðu lífi; aspassúpan, lambið og ísinn.“ Eggert segist vera orðinn fremur leiður á þessari súputegund og pant- ar sér því ekta, franska lauksúpu, ofngljáða og koníaksbætta (620 kr.), glóðaða lambasteik “$$ la Proven- cale“, framborna með grænmeti (1.620 kr.) og súkkulaði-„fondue“, brætt súkkulaði með ferskum ávöxt- um og heimalöguðum ijómaís (650 kr.). Karlmenn íhaldssamari í mat en konur „Ég hef verið tiltölulega íhalds- samur á mat,“ segir Eggert. „Heim- alningssjónarmiðið ríkt. Það besta sem ég fæ er dæmigert mömmu- lambalæri með salti og pipar, gamli sunnudagsmaturinn. Mér þykir það betra en annað, kannski af því að það snertir fleiri taugar en bragð- laukana." Eggert finnst reyndar líklegt að karlmenn séu almennt íhaldssamari I þessum efnum en konur; bernsku- maturinn veki með þeim hreinni nost- algíu af því að þeir kynntust lítt matartjlbúningi og uppvaski; kannski grípi þeir líka til íhaldsseminnar í varnarskyni fyrir kunnáttuleysi sitt á þessu sviði. Þetta hafi þó verið að smá breytast síðustu tuttugu árin eins og raunar matarmenning íslend- inga yfir höfuð. „Ég held að ég sé að verða gjald- gengari á almennum matarmarkaði á seinni árum,“ segir hann. „Konan mín (Þórunn Valdimarsdóttir sagn- fræðingur) hefur smám saman reynt að siða mig til. Hún hefur kennt mér að meta ýmislegt framandlegt, t.d. frá Mexíkó, en þar bjó hún um tíma. Ferðalög erlendis hafa líka hjálpað upp á sakirnar, einnig fjöldi nýrra veitingastaða í Reykjavík sem bjóða upp á ókennilega rétti. Enn á ég þó nokkuð í land með að venjast nýjum siðum. Slíkt getur tekið tíma. Og stundum hefur mér liðið líkt og bændunum um miðja öldina. Hefðin getur verið sterk. Þetta getur verið óttinn við hið óþekkta en ekki endi- lega andstaða gegn því.“ Ófaglært þjónustufólk og ódannaðir kúnnar Og við víkjum umræðunni aftur til stríðsáranna. Með tilkomu hersins spratt upp nokkur Ijöldi matsölu- staða og kaffihúsa í ýmsum gæða- flokkum. Sumir þessara staða voru reknir áfram í svipaðri mynd eftir stríð, öðrum var breytt í sjoppur. Gríðarlegur munur var á veitinga- stöðum, t.d. á Hótel Borg og kaffi- og matsölustöðunum í Hafnarstræti sem kostgangarar úr hópi erfiðis- manna sóttu msst En nisð þessii var altjent lagður grunnur að íslenskri veitingahúsamenningu. Á ofanverð- LÆKNISFRÆÐI/ Vel ab verib! Úr Skuggahverfinu skömmu fyrir aldamót. (Jón Helgason biskup málaði myndina.) í GÖMLUM annálum er aldrei getið um taugaveiki en vafalítið hefúr það oft verið einmitt hún sem var á kreiki þegar „sóttir“ herjuðu og stundum mun hún beinlínis hafa gengið undir nafhinu landfarsótt. að var ekki fyrr en um miðja síðustu öld sem skýrslur lærðra lækna tóku veikina með í reikninginn en eftir það eru að jafnaði skráðir milli eitt og tvö hundruð sjúkling- ar á ári hveiju og einstöku sinnum fleiri. Dauðsföll af völdum sjúkdóms- ins eru tíunduð með höppum og glöppum svo að ókleift er að draga upp heild- armynd af dánartíðni. Dreifing sjúklinga um lándið ár eftir ár sýnir að veikin hefur verið landlæg en stundum gjósa upp víðtækir faraldrar. Einn slíkur gekk 1858-61 og taldi Jón Finsep. sem þá var læknir á Norðausturlandi að sjö eða fleiri af hundraði íbú- anna í sumum héruðum hefðu tek- ið veikina. Tveim áratugum síðar er sagt á einum stað: Manndauði óvenju-lítill miðað við hinn geysi- lega manndauða í sumum tauga- veikifaröldrum hér á landi. — Eft- ir aldamótin fjölgar skráðum sjúk- dómstilfellum og eru flest árin talin nokkuð á þriðja hundrað en það kynni að stafa fremur af ná- kvæmari skráningu en auknu sótt- arfari. Upp úr 1920 fækkar tauga- veikisjúklingum aftur, og frá og með 1927 kemst talan aldrei upp í 50. Eftir 1937 er hún aldrei hærri en 6 og árið 1943 er sögu- legt að því leyti að þá veiktist enginn af taugaveiki og trúlega hefur landið aldrei fyrr verið taugaveikilaust í heilt ár frá því er sögur hófust. Næstu árin voru skráðir 1-4 og örugglega hefur taugaveiki ekki komið upp innan- lands eftir 1947. Síðasta mannslát af völdum veikinnar varð 1939. Á áttunda áratugnum voru 2 sjúkl- ingar skráðir en þeir smituðust báðir erlendis. Svona giftusamlega hefur okkur þá að lokum tekist í baráttunni og mættu margar þjóð- ir öfunda okkur af, því að enn er taugaveiki heimagangur víða um lönd og ferðamönnum sem leggja leið sína í þá heimshluta er ráð- lagt að láta bólusetja sig. En bólu- efni gegn taugaveiki hefur verið fáanlegt frá því nokkru eftir alda- mót og mikið notað bæði á stríðs- og friðartímum. Það sem öðru fremur hefur snúið taflinu okkur í hag er aukinn skilningur landsins barna á nauðsyn hreinlætis á öll- um sviðum og ekki síst þar sem matar- og drykkjarvörur eru ann- ars vegar, rýmri og heilsusamlegri húsakynni og almennt næringar- ástand betra en áður hefur þekkst. Að endingu er við hæfi að rifja upp tvo smákafla úr útrýmingar- sögu taugaveikinnar hér á iandi. I. Matthías Einarsson var búinn að stunda lækningar í Reykjavík í rúmt ár þegar taugaveiki kom upp í Skuggahverfinu seint um haustið 1906. Tæplega hundrað manns tóku veikina og áttu þeir allir heima norðan Laugavegar en milli Smiðjustígs og Barónsstígs. I nóvember veiktust 29, í desem- ber 47 og sá læknirinn ungi og áhugasami að við svo búið mátti ekki standa. Hann gerði uppdrátt af hverfinu og merkti inn á hann sýkt heimili, hvern nýjan tauga- veikisjúkling og hvenær hann veiktist. Þegar hann svo smám saman komst að því að flest þetta fólk sótti sér vatn í einn og sama brunninn kynnti hann sér vatns- bólið nánar og umhverfi þess. Þessi brunnur var einn af fjórum eða fimm vatnsbólum í austurbæn- um, eða fyrir ofan Læk eins og sagt var í þá daga, og hét Móa- kotslind, kennd við lítinn bæ sem stóð vestan og norðan við gatna- mót Vatnsstígs og Lindargötu sem bæði hlutu nafn af vatnsbólinu. I brekkunni kringum Móakot voru gripahús og útikamrar og halli þaðan niður að lindinni. Utan um vatnsbólið var steinlímd hleðsla, timburþak yfir og inni vatnsdæla, svokallaður póstur. Matthías sá að steinveggurinn var farinn að gefa sig, í hann voru komnar sprungur sem bersýnilega hleyptu jarðvatni í gegn og niður í lindina. Hann fékk því til leiðar komið að lindinni var lokað um miðjan des- ember og eftir það fór nýjum til- fellum fækkandi með viku hverri og faraldurinn dó út í lok febrúar. Sama ár vora á Alþingi sett lög um vatnsveitu í Reykjavík og haustið 1909 var vatnslögnin frá Gvendarbrunnum til bæjarins full- gerð. II. Svo liðu þijátíu ár og þá sendi Vilmundur Jónsson land- læknir stúdent í síðasta hluta læknanáms, Björn Sigurðsson frá Veðramóti, til Flateyjar á Skjálf- anda og bað hann freista þess að finna orsök langvarandi tauga- eftir Þórarin Guðnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.