Morgunblaðið - 03.09.1989, Side 14

Morgunblaðið - 03.09.1989, Side 14
Yfirlýsing um tak- mörkun ábyrgðar í síðasta pistli sagði af lög- fræðingi nokkrum sem átti held- ur óskemmtileg viðskipti við fatahreinsun. I pistlinum var velt upp ýmsum lögfræðilegum álitacfnum sem lofað var að leysa úr í næsta pistli. Álitaefnin snertu yfirlýsingu sem fram kom á miða sem afhentur var þegar flíkurnar voru lagðar inn til hreinsunar. Þótt ágreiningurinn virðist á yfirborðinu hversdags- legur og Qalla um tiltölulega litla hagsmuni, er ekki þar með sagt að hann sé auðleystur. Hér verð- ur rúmsins vegna að stikla á stóru. Fyrsta spurningin sem leysa þarf úr er sú hvort orðalag umræddrar yfirlýsingar sé með þeim hætti að hún taki ekki til þeirra hluta sem lögfræðingurinn lagði inn til hreinsunar. Er þar auðvitað átt við teppið, renni- lásinn og smell- urnar á úlpunni. Það má reikna með að sá sem eftir Davíð Þór samdi þessa yfir- Björgvinsson lýsingu hafi ekki ætlað sér að undanskilja þessa hluti. A.m.k verður ekki komið auga- á rökin fyrir því. Ég býst þess vegna ekki við að eigandi fata- hreinsunarinnar verði látinn gjalda fyrir þetta sérstaklega og að ekki verði gagnályktað þannig að ætlun hans hafi verið að bera ábyrgð á öllu sem ekki er nákvæmlega upp talið í títtnefndri yfirlýsingu. Vissu- lega er orðalagið þó með þeim hætti að það er þrasgjörnum mönn- um gjöful uppspretta útúrsnúninga og röfls. Eiganda hreinsunarinnar er þess vegna ráðlagt að kippa þessu í liðinn til að firra sig hugsan- legum vandræðum síðar. Þá erum við komin að því atriði sem er í reynd miklu áhugaverð- ara, en það er spurningin um það hvort svo víðtæk yfirlýsing um tak- mörkun á ábyrgð stenst þegar á reynir. Það er einmitt þessi spurn- ing sem er tilefni þess að miðinn frá fatahreinsuninni er hér til skoð- unar. Yfirlýsingar um takmörkun ábyrgðar með þessum hætti er ekki einskorðuð við fatahreinsanir, heldur er þær víða að finna þar sem þjónusta af ýmsu tagi er látin í té. T.d. eru þær mjög algengar í flutn- ingaþjónustu, hvort sem um er að ræða fólks- eða vöruflutninga á sjó, landi eða í lofti og í sumum tilfellum er beinlínis kveðið á um hana í lögum, sbr. t.d. 173. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Þá er gjarnan að fínna hliðstæðar yfirlýs- ingar þar sem veitt er viðgerðar- þjónusta af ýmsu tagi, t.d. á raf- magntækjum. Þess ber þó að geta að takmörkun ábyrðar getur í gróf- um dráttum verið með tvennum hætti. Annars vegar þar sem til- gangur takmörkunarinnar er að binda bótaábyrgð við tiltekna fjár- hæð og hins vegar þar sem koma á í veg fyrir að viðkomandi stofni til bótaskyldu yfirleitt eða takmarka stofnun bótaskyldu við tiltekin at- vik. Sú yfirlýsing sem hér er til um- ræðu er af síðarnefnda taginu. Til- gangurinn með henni er að koma í veg fyrir að fatahreinsunin verði bótaskyld vegna skemmda sem kunna að verða á þeim hlutum sem tekið er við til hreinsunar og firra sig þar með ábyrgð sem hún myndi annars bera samkvæmt almennum reglum. Spurningin hér er sú hvort og þá að hve miklu leyti slík ábyrgðartakmörkun stenst gagn- vart viðskiptavininum. í því sambandi þarf fyrst að at- 44 huga hvort samningur um tak- mörkun ábyrgðar hafi stofnast yfirleitt, en það er auðvitað frum- skilyrði til þess _ að takmörkunin verði talin gild. í raun er um að ræða einhliða yfirlýsingu þess sem þjónustuna selur og svigrúm við- skiptavinarins til að semja um þetta atriði í bókstaflegri merkingu þess orðs ekkert. Til eru nokkrir íslensk- ir Hæstaréttardómar þar sem á þetta atriði hefur reynt. Ef marka má þá er sennilegt að litið verði svo á að samningur hafi stofnast í þessu tilfelli enda tekur viðskipta- vinurinn við miðanum og leggur fötin inn til hreinsunar án athuga- semda. Énda þótt meginreglan sé sú að aðilum viðskiptasambands sé fijálst að semja um takmörkun á ábyrgð og að slíkir samningar séu almennt gildir, er hugsanlegt að þeim verði vikið til hliðar. í fyrsta lagi kunna þeir að fara í bága við skýr lagaákvæði þar sem mælt er fyrir um ábygrð. T.d. er að finna í sigiingalögum og loftferðalögum ákvæði sem takmarka heimild farmflytjanda til að undanþiggja sig ábyrgð. í öðru lagi hafa dóm- stólar haft visst eftirlit með slíkum samningsákvæðum. Ef samningsá- kvæði af þessu tagi telst bersýni- lega ósanngjarnt geta dómstólar hugsanlega vikið því til hliðar á grundvelli 36. gr. samningalaga nr. 7/1936, sbr. 6. gr. 1. 11/1986. Að öðru leyti hafa dómstólar haft tilhneigingu til að skýra svona ákvæði þröngt til hagsbóta fyrir þann sem höllum fæti stendur. Þetta síðastnefnda leiðir til þess að sé tjón á hlutunum að rekja til ásetnings eða stórfellds gáleysis þess sem undanþiggur sig ábyrgð eða starfsmanna hans, er harla ósennilegt að það fái staðist og raunar alls ekki þegar hlutir þessi eru beinlínis notaðir i leyfisleysi eins og lýst var með kjólfötin góðu. Ekki er við neina íslenska dóma að styðjast í þessu sambandi en þetta er í samræmi við viðhorf fræðimanna. Ég held að ég geti fullyrt að eigándi fatahreinsunar- innar yrði að bæta lögfræðingnum kjólfötin, en sennilega slyppi hann með hitt, a.m.k. svo lengi sem lög- fræðingnum tækist ekki að sanna að tjónið á teppinu og úlpunni væri að rekja til ásetnings eða stór- fellds gáleysis starfsmanna hreins- unarinnar eða eigandans sjálfs, sem auðvitað er ekki útilokað. Þetta dæmi ætti að sýna okkur að fáorð yfirlýsing á miða frá fata- hreinsun sem Iítið lætur yfir sér í fyrstu getur orðið lögfræðingum mikið þrætuefni. ______68GI ÆWMaTqaa .e. itupAGUM, jiymnvi qiciAjaviudiiom MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR sunnudagur 3. SEPTEMBER 1989 HAGFRÆDI/ Ernídst á einstaklingum í nafni jafnréttis ogfélagshyggju? „Með þessari breytingu, sem er fagnaðareftii, er girt fyrir að eftirlifandi maki þurfi að selja ofan af sér... Hækkun eignaskatts, ekknaskatturinn, gengur í þveröfuga átt.1 heimskulegur HÆKKUN eignarskatts sem ríkisst jórnin knúði fram á síðasta þingi hefur í munni almennings verið nefnd ekknaskattur. Skatturinn leggst með þunga á einstaklinga, einhleypinga, fráskilda, ekkjur og ekkla, sem eiga fasteignir yfir tilteknum mörkum. Stynur nú mörg ekkjan undan hinni óskiljanlegu harðneskju sem skattlagning þessi felur í sér. Á að hrekja fólk af heimilum sínum fyrir þá sök eina að hafa misst maka sinn? Ranglátur skatturog Fleiri verða fyrir þessum skatti en þeir sem bera hann með b um hætti. Gera verður greinarmun á þeim sem greiða skatt og þeim sem bera hann á endanum. Maður sem á eign sem hann vill leigja út hlýtur að krefjast þess að leigan standi undir sköttum og skyld- um sem á fast- eignina eru lagðar. Jafnframt þarf eftir Ólof hann að ætla fyrir ísleifsson viðhaldi og af- skriftum á eigninni. Fyrir utan þenn- an kostnað, sem hann ber, er eðlilegt að leigutekjur af fasteigninni stand- ist samjöfnuð við tekjur sem fá mætti ef verðmæti hennar væri fest í annars konar eignum, t.d. bankabók eða í verðbréfum. Loks þarf að reikna með því að leigutekjur eru skattlagð- ar með sama hætti og launatekjur. Fólk sem býr í leiguhúsnæði má af þessum sökum búast við að leigusali krefjist hækkunar á leigu sem skatt- inum nemur. Margvíslegar ástæður liggja til þess að fólk leitar í leiguhúsnæði um lengri eða skemmri tíma. Sumir vilja frekar leigja en kaupa. Aðrir eiga e.t.v. ekki annarra kosta völ, t.d. vegna hjónaskilnaðar, vanefna eða sjúkleika. Námsmenn og fólk sem ' er að hefja búskap getur þurft á leiguhúsnæði að halda um tiltekinn tíma. Alkunna er að leigumarkaður er þröngur hér á landi og leiguhúsnæði dýrt. Háum ijárhæðum er veitt úr ríkissjóði á ári hverju til að byggja félagíjlegar íbúðir, svonefndar kaup- leiguíbúðir, til að mæta þörfum leigj- enda. Hófleg skattlagning á húsnæði gæti hins vegar verið mun ódýrari kostur fyrir ríkissjóð til að mæta þörfum leigjenda. Vafalaust gæti leigumarkaður vaxið í eðlilega stærð, a.m.k. á stærri þéttbýlisstöðum, ef slakað væri á klónni gagnvart eig- endum húsnæðis, og þannig gætu einkaaðilar í auknum mæli séð fyrir þörf á leiguhúsnæði. Þess í stað hef- ur nú verið spillt fyrir þessum mögu- leika og auknar byrðar lagðar á leigj- endur með vanhugsuðum skatta- hækkunum á húseigendur. Um sama leyti og hækkun eigna- skattsins var lögfest samþykkti Al- þingi lög sem heimila maka að sitja í óskiptu búi eftir fráfall maka síns. Með þessari breytingu, sem er fagn- aðarefni, er girt fyrir að eftirlifandi maki þurfi að selja ofan af sér til að mæta kröfum erfingja um skipti á búi. Hækkun eignaskatts, ekkna- skatturinn, gengur í þveröfuga átt, jafnvel þótt veittur sé fimm ára umþóttunartími. Þegar kröfuhörðum erfingjum hefur verið bægt frá heim- ili ekkju.eða ekkils knýr fjármálaráð- herra dyra. Veit vinstri höndin ekki hvað sú hægri gjörir? Ilækkun eignarskattsins, sem vafalaust var lögfest í nafni jafnrétt- is og félagshyggju, er með lakari verkum ráðamanna á síðustu misser- um og eru þó ýmis önnur ógóð. Megi marka kannanir fjölmiðta eiga þeir eftir, svo notað sé orðalag Jóns biskups Arasonar, að hreppa harða pínu af handaverkum sínum. Hannermjúkur • hannersætur • hannergóÖur Barnaís meó lakkrísídýfu, algjört sælgæti 'tf b fif á á 1 00 kall í dag, sunnudag. Hjá okkur er jógúrtísinn á sama verði og annar ís. Skalli, Laugalæk 8 - Skalli, Reykjavíkurvegi 72 LÖGFRÆÐI/Hver ber ábyrgd á flíkunum? — Framhald

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.