Morgunblaðið - 03.09.1989, Síða 18
18 e
ÖBÖÍ 81/L3THE8 .8 HUDAGUJ4MU8 ŒdÁJSPÍUOHOl
' TVIORGUNBLAÐIÐ~SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1989
-t
Svifid seglumföndum
ólk sækir í tóm-
stundum sínum
sífellt meira út
fyrir hinn tækni-
vædda heim og á
vit náttúrunnar,
sér til hressingar
og uppbyggingar.
Hvort sem farið
er í útreiðartúr,
rennt sér á
skíðum, svifið um
í sviffiugu eða
svifdreka; allt lýs-
ir þetta sífellt
ríkari þörf
nútímamannsins
til þess að losna
undan tækniv-
æddum heimi augnablik og gefa sig á
vald náttúmöflunum. Siglingar eru undan
þessum sömu rótum runnar, enda hafa
þær upp á að flest það að bjóða sem
nútímamaðurinn sækist eftir í frístundum;
hreint loft og útiveru, hreyfingu og glímu
við náttúruna.
Gerðir seglbáta
En seglbátur er ekki „bara“ seglbátur.
Þeir eru af ýmsum stærðum og gerðum
og nútímatækni er beitt við smíði þeirra
til þess að gera þá sem besta úr garði
og um leið sem fjölbreytilegasta eftir þeim
tilgangi sem þeim er ætlað að þjóna. Sigl-
um má í grófum dráttum skipta í þijá
flokka: kjölbáta, kænur og bretti.
Kjölbátar eru stærstu og dýrustu bát-
arnir, algengustu gerðir eru frá 5,5 metr-
um og upp í 10 metra langir. Þeir draga
nafn sitt af föstum, djúpum og þungum
kili sem þeir eru búnir til mótvægis við
áraun seglanna. Kjölbátar eru stöðugir
og lítil hætta er á að velta þeim, en í
þess stað ná þeir ekki miklum hraða, nema
þeir sem sérstaklega eru smíðaðir til kapp-
siglinga. Kjölbátar eru oft notaðir til lang-
ferða.
Kænur eru smærri, gjarnan flatar í
botninn, grunnskreiðar og búnar svo-
nefndum fellikili. Við hagstæð skilyrði
lyfta þær sér upp á bógölduna og plana
eins og sagt er, líkt og hraðbátar gera.
Við þær aðstæður getur hraðinn orðið
mjög mikill. Þessum fleytum er hætt við
að hvolfa sé ekki aðgát höfð við stjórn-
tök. Yfirleitt láta menn það ekki á sig fá
og hjá þeim sem leggja stund á kappsigl-
ingar eru veltur daglegt brauð. Bátamir
em búnir lofthólfum, þannig að þeir
sökkva ekki og auðvelt er að rétta þá við.
Þriðja gerð sigla er svo segibrettið, en
það er langminnst og á margt sameigin-
legt með kænum, nema hvað brettin em
léttari, plana fyrr og ná meiri hraða. Þessi
grein siglinganna hefur vaxið hraðast hér
á landi á síðustu ámm.
Auk ofangreindra flokka eru einnig til
tví- og þríbolungar, sem náð hafa mikilli
útbreiðslu erlendis á síðari ámm og em
afkvæmi eintijáninga Polynesíumanna.
Þeir era hraðskreiðir og stöðugir, en hins
vegar er erfitt að rétta þá við ef þeim
hvolfir.
Fljótandi sumarbústaðir
Ari Bergmann Einarsson er
gamalreyndur siglingamaður og formaður
Siglingasambands íslands. Hann segir að
margir noti seglbáta sem einskonar fljót-
andi sumarbústað, sigli út fyrir borgina
með fjölskyldur sínar, tjaldi í víkum og
fjörðum eða sofi í bátnum. „Það þarf ekki
að fara langt út fyrir borgina til þess að
finna sannkallaðar paradísir þar sem
skemmtilegt er að fara með fjölskylduna
í smá útilegu. Til dæmis er mjög gaman
að sigla upp að Mýmm eða jafnvel bara
upp á Kjalarnes, þar em ákaflega fallegar
siglingaleiðir þó fáa gruni það sem aka
þar um í bíl.“
Að líða um hafið í seglbát er sveipað
rómantískum ljóma í hugum margra. Að-
eins þytur í seglum eða kvak í mávum
geta tuflað fullkomna kyrrð; heilnæmt
sjávarloft, hreint og ferskt, fyllir vit og
lungu. En siglingar em að sama skapi
tákn um ríkidæmi og auðlegð í margra
huga, sport ríka mannsins.
Það má til sanns vegar færa að seglbát-
ar geta verið dýrir, en það er þó afar
misjafnt eftir gerð og útbúnaði bátsins.
Kristján Óli Hjaltason hjá heildversluninni
Króla hefur flutt töluvert inn af bátum
og útbúnaði til siglinga. Að sögn Kristjáns
kosta svokallaðir æfingabátar, það em
kænur fyrir byijendur, frá 80 til 220 þús-
und krónum. Einsmanns bátur fyrir þá
sem em lengra komnir kostar hins vegar
á milli 150 og 400 þúsund krónur. Kjölbát-
amir eru töluvert dýrari og kosta frá 650
þúsund krónum hjá Króla. Að sögn Kristj-
áns em flestir kjölbátar sem í notkun em
hér á landi á verðbilinu 900 þúsund til
2,4 milljónir króna, en dýrari bátar eru
þó til hér. Flestir em þessir bátar í einka-
eign, stundum em tveir um bát en sjald-
gæft að fleiri eigi bát saman.
Börn og unglingar þurfa þó ekki að
leggja út í miklar fjárfestingar til þess
að kynnast siglingaíþróttinni, því á vegum
margra bæjarfélaga em starfrækt sigl-
inganámskeið yfir sumartímann. Flestir
þekkja til siglinganámskeiðanna á vegum
Reykjavíkur og Kópavogs, enda hafa þau
notið mikilla vinsælda hjá börnum og
unglingum á undanförnum ámm. Páll
Kolbeinsson hefur umsjón með siglinga-
námskeiðum á vegum Reykjavíkurborgar
hjá siglingaklúbbnum Siglunesi í Naut-
hólsvík, en hann segir að áhugi á sigling-
um fari sífellt vaxandi. Veðrátta hefur
þó mikil áhrif á aðsóknina og vissulega
hefur leiðinlegt veður í sumar sett mark
sitt þar á. —
Páll segir að flestir séu krakkarnir á
aldrinum 10 til 14 ára, en aldursflokkur-
inn 15 til 17 ára hafi dottið út vegna
ónógrar endurnýjunar í bátaflotanum fyr-
ir nokkmm ámm. Það stendur nú til bóta,
enda voru nýir bátar keyptir á síðasta
ári, þar á meðal nýr kjölbátur sem er sá
fyrsti sem Siglunes kaupir. Að sögn Páls
er siglingaklúbburinn ekki aðeins fyrir
unglinga, þar er einnig bátaleiga og full-
orðinskennsla fyrir þá sem vilja.
Aðstaða og aðstæður
Víkingarnir voru snjallir siglingamenn
og svo virðist sem afkomendur þeirra búi
enn yfir þeirri náðargáfu. Að minnsta
kosti eru siglingar ein vinsælasta almenn-
ingsíþróttin á hinum Norðurlöndunum.
Þrátt fyrir veðráttu em aðstæður til
siglinga á margan hátt ákjósanlegar hér
á landi að sögn Ara. Þó ótrúlegt megi
virðast er ís á vetmm til dæmis meira
vandamál á hinum Norðurlöndunum, þar