Morgunblaðið - 03.09.1989, Síða 19

Morgunblaðið - 03.09.1989, Síða 19
C 19 —íl—fil MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1989 —i'1'1' ! i u fitriT-tt'-t—rt—ti-;—;i ~ r 'i fullkomlega vatnsheldir þannig að engin væta kemst að líkamanum. Fyrir þá sem þurfa að þola stöðuga ágjöf veðurs og vatns eru þriggja laga búningar hentug- astir, en þeir skiptast í hlý undirföt, milli- föt og vatnsheldan yfirklæðnað. En þó aðstæður til siglinga séu góðar hér á landi, er aðstaða fyrir siglingamenn 20 til 30 árum á eftir tímanum miðað við nágrannalöndin að sögn Ara Bergmanns. Kjölbátaeigendur hafa aðstöðu fyrir 30 báta í Reykjavíkurhöfn en þeir vonast til þess að byggð verði í framtíðinni sérstök smábátahöfn fyrir kjölbáta. Aðstaða segl- brettamanna og kænueigenda er hins veg- ar í flestum tilfellum góð, enda krefjast þeir ekki eins mikillar aðstöðu og kjölbát- amir. Læra best í keppni Siglingamenn halda því fram að um leið og siglingunum sé ætlað að veita gleði og lífsfyllingu í streituheimi nútímans eigi þær að þjálfa fólk í sjómennsku. Ari legg- ur mikla áherslu á það, að helli menn sér strax út í siglingakeppni nái þeir mun fyrr handtökunum og allri tækni við sigl- ingarnar, jafnvel þó þeir hafi í huga að sigla einungis sér til ánægju í framtíð- inni. „Það tekur yfirleitt mann á miðjum aldri þrjú ár að ná tökum á seglbáti ef hann fer út að sigla öðru hveiju, en ekki nema eitt ár ef hann hellir sér út í keppni." Eitt af því skemmtilega við siglingarnar er að þar virðast ekki gilda nein aldurs- mörk að sögn Ara. I siglingakeppnum keppa unglingar og miðaldra á jafnréttis- grundvelli og alltaf er hægt að finna flokk sem hægt er að keppa í, enda mun algeng- ur aldur á meðal kjölbátasiglingamanna vera í kringum fertugt. En eins og að framan greinir getur til- - gangur manna með siglingunum verið misjafn og siglingamenn segja þær geta uppfyllt flestra þarfir. Þær geti boðið jafnt upp á góðan félagsskap sem einveru, þær geti boðið upp á harðvítuga keppni eða rólega hvíld með Qölskyldu og vinum, þær geti boðið upp á hraða, líkamlega og and- lega þjálfun eða afslöppun við þyt í segl- um. Allt fer þetta eftir því hvað hver og einn kýs. Sumir kjósa að sigla á góðviðris- dögum með fjölskyldunni á spegilsléttum sjó, aðrir sækjast eftir keppni og spennu í ólgusjó. Svo eru þeir sem ganga enn lengra og fullnægja ævintýraþr'ánni með því að sigla um heimsins höf og kynnast á þann hátt menningu annarra þjóða um leið og þeir sinna áhugamáli sínu. sem sjó leggur mun fyrr en hér á landi og styttir því tímabil siglingamanna tölu- vert. Það er þó ekki algengt að íslenskir siglingamenn stundi íþrótt sína yfir vetr- artímann, sérstaklega kjölbátaeigendur sem ekki fá báta sína tryggða eftir 15. október. Ekki þurfa íslenskir siglingamenn að kvarta undan því að hann blási ekki, veðr- áttan hér býður víst upp á nóg af vindi. Á hinn bóginn gerir það svolítið erfíðara fyrir hér á landi að það er misvindasamt og getur brugðið til beggja átta að það sé of mikið rok eða of mikið logn. Kuldi á ekki að vera vandamál lengur þar sem nýtísku siglingabúningar gera það auð- velt að klæða hann af sér. Kristján Óli hjá Króla segir að vatnsheld og hlý hlífðar- föt séu á verðbilinu 22 til 40 þúsund. Fyrir svokallaða blauta báta, þar sem sigl- ingamaðurinn er undir stöðugum vatns- gusum og jafnvel verulegan hluta siglin- gatímans í sjó, eru svokallaðir þurrbúning- ar nauðsynlegir, gúmmígallar sem eru IELSTU BATAR SHI SKLlEIHElí LANDI Kœnur: Optimist, einsmanns bátur fyrir unglinga fram að 16 ára aldri. Topper, einsmanns bátur. Europe, einsmanns bátur notaður í kvennaflokki á Ólympíuleikum. Weyfarer, tveggjamanna bátur með belg- segli. 470, tveggjamanna bátur notaður í keppni á Ólympíuleikum. 505, tveggjamanna bátur nokkru hrað- skreiðari en 470. Kjölbátar: Þeir eru af fjölmörgum stærðum og gerð- um, en keppa hér á landi saman eftir for- gjafarkerfi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.