Morgunblaðið - 03.09.1989, Side 22

Morgunblaðið - 03.09.1989, Side 22
22 C M(.)Bfjl/NBLABl» FIÖLMIÐLAit^USNIJDA.aUÍt (i. SKJ’TEMUKR 1989 INGIBJÖRG ÓÐINSDÓTTIR FOLK í fjölmiðlum ■ Enn sem komið er verða Islendingar að fara til útlanda til að nema fjölmiðlafræði. Margir eru núna að læra þessi fræði bæði austan hafs og vest- an. Ingibjörg Óðinsdóttir er meðal vestur- faranna og dúxaði hún í námi sínu við fjölmiðlafræð- ina við háskól- ann í Athens í Ohio í Banda- ríkjunum. Bandaríkja- mönnum þykir góður námsár angur nokkurs virði. Öldungadeildarþingmað- ur fylkisins sendi heillaóskir og Ingibjörgu hefur verið boðið að vera lærifeðrum sínum til að- stoðar. Skólagjöld næsta vetrar verða væntanlega felld niður. Fjölmiðlafræðin við Ohiohá- skóla er Qögurra ára nám að BS-gráðunni. Ingibjörg hefur lokið þremur árum. A næsta ári verður aðaláherslan á prentmiðlana en einnig mun hún í vetur fara í þriggja vikna námsferð til að kynna sér starf- semi alþjóða fréttastofa austan hafs og vestan. Hugur Ingi- bjargar stendur til frekara náms á framhaldsstigi og mun hún þá líklega læra til starfa við sjónvarp. Ingibjörg sagði í samtali við Morgunblaðið að henni litist vel á fyrirhugað fjölmiðlanám við Háskóla Islands. Sérstaklega þótti henni það vænlegt að nem- endur lykju prófi í öðrum fóg- um og bættu svo við einu ári í fjölmiðlun. Þetta fyrirkomulag væri að sumu leyti markvissara heldur en námið í Bandaríkjun- um þar sem menn veldu hvert úr sinni áttinni námskeið í öðr- um fögum til viðbótar við fjöl- miðlafræðina. Ingibjörgu þótti íslenskir Qölmiðlar standast nokkuð vel samanburð við bandaríska. E.t.v. væri þó umfjöllun þeirra um erlend málefni of „hrá“. Það mætti gera meira af því að velja og hafna og setja þessar fréttir í samhengi við íslenskar að- stæður. ■ Eigendur móttökudiska munu eiga erfitt með að fylgjast með efhi gervisjónvarpsstöðva í illviðri, því að miklar rigningar valda truflunum. Breskur visindamaður, dr. John Norbury, hefur skýrt frá þessu í samtali við Daily Telegraph. Aðeins úr- hellisrigning mun koma að sök, segir hann. Slekkur sjónvarp á börnum? Er sjónvarpið f itandi? ■ Lfkamleg áhrif sjón- varps á börn eru sannan- legri en andleg áhrif SJÓNVARP heillar og hryll- ir. A sama tíma og talað er um hversu öflugt tæki sjón- varp geti verið til þess að uppfræða ungviði og efla þess dáð, heyrast örvæntingafull- ar raddir um að sjónvarpið sé að gera börn að tilfínning- asljóum ofbeldismaskínum og glæpahólkum. Þetta siðferði- lega tvíeðli sjónvarps verður mönnum æ ljósara. í sumar hittumst um 4.000 læknar.í París til þess að ræða áhrif sjónvarps á börn og unglinga. Um margt var skrafað en í hnotskurn var spurningin hvort börn gætu slökkt á sjónvarpinu eða hvort sjón- varpið slökkti á þeim. Sjónvarpsgláp er vanabind- andi, fyrir því virðast liggja óyggjandi sannanir. Börn ánetjast sjónvarpi ekkert frekar en fulloðrnir en hins veg- ar er talið að fólk í örum þroska verði fyrir meiri áhrifum en það sem eldra er og tornæmara. Vísindamönnum gengur hins vegar ennþá mjog illa að staðfesta hver áhrif sjón- varps eru á andlegt líf og tilfinningar barna. Ennþá eru engin haldbær rök fyrir því að ofbeldismyndir hneigi börn til illra verka, önnur en hið gamalkveðna að börn læri það 'sem fyrir þeim er haft. Þvert á móti benda sumar rann- sóknir til þess að tilfinningaleg samsömum með atburði í sjón- varpi (eða kvikmynd) hverfi jafnharðan og staðið er upp frá tækinu. Sumir hafa raunar leyft sér að benda á að í þá þijá ára- tugi sem sjónvarp hefur breiðst hve hraðast út hefur sjaldan verið eins friðsælt á þessari plá- netu. Þó ber að nefna að sjón- varp virðist hafa einhver áhrif á börn í tilfinningalegu ójafnvægi. Rannsóknir hafa t.d. sýnt örlitla fylgni milli tíðni sjálfsmorða barna og sýninga á sjónvarps- myndum sem BAKSVIÐ eftir Ásgeir Friðgeirsson fjalla um sjálfsmorð og sjálfsmorðstil- raunir. Margir hafa áhyggjur af því að sjónvarp rústi samskipti innan fjölskyldunnar, þ.e. að foreldrar og börn hætti að tala saman. Enn og aftur eru sann- anir fátæklegar því sjónvarp- snotkunin virðist frekar vera einkenni en orsök. Samskiptin eru hvort eða er í rusli og ef ekki væri sjónvarpið þá hefði afkvæmið heyrnartólin úr geislaspilaranum á höfði sér. Einhugur virðist vera á meðal vísindamanna um að sjónvarpið hafi breytt því hvernig fólk beiti athyglinni. Athuganir hafa leitt í ljós að svokallað athyglisþan 25 ára gamalla námsmanna hef- ur minnkað um þriðjung. Fæstir vilja draga þá ályktun að fólk sé nú sljórra en áður heldur hitt að það beiti hugarkraftinum minna en áður. Læknar og aðrir vísindamenn hafa átt auðveldar með að greina áhrif sjóvarpsgláps á líkamlega heilsu ungmenna en andlega. Ljóst þykir að mikið gláp dregur úr svefni barna og gerir hann slitróttari. Hvíldin verðu því af skornum skammti. Einnig veldur samfellt sjónvarpsáhorf í marg- ar klukkustundir bak-, augn- og hausverkjum. Fræðimenn sem láta sig það einhveiju varða hvaða áhrif sjónvarp hefur á börn virðast sömuleiðis sammála að glápið geti verið fitandi, eink- um og ser í lagi fyrir börn. Hreyfingarleysi og slæmar mat- arvenjur virðast vera orðnir óhjákvæmilegir fylgifiskar þes að dvelja tímunum saman fyrir framan imbakasssann. Daglega gerist það að hópur barna og einnig fullorðinna, raðar í kring- um sig kóki, fitugu og „orkum- iklu“ nasli og dísætu sælgæti. Fjarstýringin er að sjálfsögðu í seilingarijarlægð svo ekki þurfi að erfiða við að skipta um rás eða hækka og lækka hljóðstyrk- inn. Það má ekki gera hlé a' þessari hvunndagssinfóníu eyrna, augna og munns. Læknarnir í Frans kölluðu foreldra barnanna til ábyrgðar. Þeir ályktuðu á þá leið að for- eldrar ættu alls ekki að leyfa börnum sínum að horfa lengur á sjónvarp en í tvær stundir á sólarhring. Einnig mæltu þeir með því að foreldrar reyndu að horfa á sjónvarpið með börnum sínum og ræða við þau um það sem fyrir augu bar. Þannig gagnaðist glápið þeim best. Til þess svo að fullkomna uppeldið er hér lagt til að foreldrar taki börnin með sér í göngutúr og viðri þau fyrir svefninn. Hver segir hvað og við hvern ÝLEGA var hér á fjölmiðlasíðum blaðsins fjallað um fjölmiðlagagnrýni. Þar var meðal annars bent á að fjöl- miðlar fjölluðu mikið um fjöl- miðla og að oft væri sú um- fjöllun í formi nokkurs konar sjálfsdýrkunar. Um leið var svo bent á að önnur hlið fjöl- miðlagagnrýni fæli í sér rök- fræðilega greiningu á fjöl- miðlum og úrskurð í fram- haldi hennar og að við íslenskir fjölmiðlaneytendur værum rétt að byija að kynn- ast þessari hlið — miðlarnir væru að þreifa fyrir sér með hentugt yfírbragð og form. Úti í hinum stóra heimi nær saga fjölmiðlarannsókna aft- ur til síðustu aldamóta þegar fjallað var um yfírlit og stöðu dagblaða. Seinna kom síðan einn ágætur fræðingurinn með hina hagnýtu formúlu sem á að ná yfir það sem menn vilja athuga í sam- bandi við miðla nútímans — hver segir hvað með hvaða hætti við hvem og með hvaða áhrifum? Með þessa formúlu úr heimi fjölmiðlarannsókna að leið- arljósi getur fjölmiðlagagn- rýnirinn veitt aðhald, aðhald sem er nauðsynlegt þegar tekið er tillit til hinna marg- víslegu áhrifa miðlanna. Flestir eru sammála um þá staðreynd að máttur fjöl- miðla er mikill. Sjónvarps- miðillinn er mikið gæludýr fræðinga í rannsóknum og athugunum á áhrifamætti miðla. Allt frá því að fyrstu sjónvarpsútsendingar í þess- um heimi hófust hafa menn velt fyrir sér áhrifum sjón- varps og starfsaðferðum. Fyrstu tilraunir með sjón- varpsútsendingar hófust í Bandaríkjunum upp úr 1920 en reglubundnar útsendingar þar hófust á meðan á heims- sýningunni í New York stóð árið 1939. í öðru fjölmiðla- veldi, Þýskalandi, hófust reglubundnar útsendingar árið 1935 og á Ólympíuleikj- unum í Berlín 1936 var sjón- varpað daglega. í byijun sjónvarps i Þýskalandi var stimpluð orðsending á öll umslög. Sú var frá þýsku sjónvarpsstöðvunum og sagði eitthvað á þessa leið: Upplifið sjálf hlutina með því að horfa á sjónvarp. Og neyt- endurnir upplifðu hlutina, kynntust nýjum heimi, tóku ástfóstri við nýjar persónur sem birtust daglega á skján- um. Sjónvarp varð brátt hluti af lífi fólks út um allan heim, hluti af samfélaginu. Fjöl- miðlunum fylgdi brátt sú hætta að þeir hefðu sterk áhrif og stjórnuðu vissum þjóðfélagslegum þáttum. Þeim var hægt að misbeita og þeir gátu innrætt ákveðið gildismat ef svo bar undir. Þeir samlöguðust iðnaðar- framleiðslunni og lögmálun- um um framboð og eftir- spurn og börðust um mark- aði sem um leið varð til að móta starfsaðferðir þeirra. Neytendur virtust og fljótt hafa tröllatrú á sjónvarps- miðlinum. Við hér á íslandi höfðum eitt sinn útvarpsrás, síðan sjónvarpsrás, þá komu myndböndin, síðan önnur rás, kapalkerfi, önnur sjón- varpsrás, aðrar útvarpsrásir og stórir diskar. A Islandi hefur þróun í fjölmiðlun á síðustu árum orðið mjög hröð. Það er talað um fjöl- miðlabyltingu? En í hveiju er þesSi bylting fólgin? Fjöl- miðlar og fjölmiðlun eru í tísku. Það jaðrar oft við að menn gleymi sér í harðnandi samkeppni. Opnar línur og hressandi þættir fjalla um menn og málefni líðandi stundar og aðrar línur, aðrar rásir og prentmiðlarnir fjalla síðan um þá sem fy'alla um mennina og málefnin. Fjölmiðlafrelsi gerir mikl- ar kröfur en býður um leið upp á mikla möguleika, með- al annars þá að halda uppi umræðu um miðlana, að kynna sé innihald þeirra, að kanna afstöðu neytendanna og fylgjast með áhrifum þess sem miðlað er. Og af því að ein gömul formúla úr ljöl- miðlaheimi fékk að fljóta með hér í upphafi er ef til vill við hæfi að ljúka þessu með annarri. Sú er úr elstu bók um blaðamennsku frá árinu 1880 og mun í laus- legri þýðingu vera eitthvað á þessa leið: Hafðu vit á því sem þú ætlar að segja og segðu það síðan á skýran og trúverðugan hátt. Hvort fjöl- miðlagagnrýni getur stuðlað að því að miðlar nútímans standi undir slíkri kröfu er svo aftur annað mál. Ef slíkt tekst er ef til vill fyrst hægt að tala um fjölmiðlabyltingu. Guðrún Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.