Morgunblaðið - 03.09.1989, Qupperneq 24
24 C
MORGUNBLAÐIÐ
MENNIIUGARSTRAUMAR
SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1989
H
Ég þakka af alhug góðar gjafir og hlýjar kveðj-
ur á sjötugsafmœli minu 4. ágúst sl.
Hjartans þakkir til allra er glöddu mig með
ncerveru sinni, sem seint gleymist.
Gœfa guðs fylgi ykkur œvinlega.
Kristín Guðmundsdóttir,
fyrrv. húsvöröur Hallveigarstöðum,
Hátúni 4, Reykjavík.
V^terkurog
k J hagkvæmur
auglýsingamiðill!
TIL
FRAMKVÆMDA
AÐILA
Eindagi umsókna
vegna bygginga eða kaupa
á eftirfarandi íbúðum
er 1. október nk.
a) verkamannabústöðum
b) leiguíbúðum
c') álmennum kaupleiguíbúðum
pg félagslegum íbúðum.
Umsóknareyðublöð fást hjá félagsíbúðadeild
Húsnæðisstofnunar.
Ún HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI 696900
MYNDLIST / Hvemig má læra ab
metaþab semgott erf
Myndlist er
EIN ERFIÐASTA hindrunin milli myndlistar af öllii tagi og almenn-
ings er einfaldlega skynjunin. Hér á landi hefiir lítið sem ekkert
verið gert til að efla skynjun á myndlist. Samanburður er auðveld-
ur; ef ekki væri kennt að lesa í skólakerfi þjóðarinnar, þá yrðu
líklega fáir til að njóta bókmennta og skynja þær frásagnir, sem þar
er boðið upp á. Ef ekki væri fjallað um likingamál og orðskýringar
í skólum, yrðu fáir til að njóta ljóðlistar og skynja þann myndheim,
sem skáldin leitast við að bregða upp á hnitmiðaðan hátt.
En hvað um myndlist? Er ein-
hvers staðar í íslensku skóla-
kerfi kennt að horfa á listaverk?
Er þar að finna fræðslu um mynd-
mál? Um gildi litanotkunar? Um
uppbyggingu
myndverks?
O.s.frv., o.s.frv.?
Svari hver fyrir
sig, í ljósi fyrrver-
andi, núveranfli og
tilvonandi skóla-
göngu. — Hið
væntanlega nei-
kvæða svar flestra
allrar annarrar listar, snýst í sem
einföldustu máli um heiðarleika í
sköpun, getu í útfærslu, og gæði í
framsetningu.
.eftir Eirík
Þorlóksson
er sársaukafull áminning um ágalla
íslenskrar menntunar.
En hvað.er þá til ráða? Er megin-
hluti Islendinga dæmdur úr leik
þegar myndlist er annars vegar?
Aldeilis ekki. Fæstir íslendinga
sætta sig við slíkt. Vandamálið hef-
ur kallað fram tvær lausnir meðal
okkar.
Annars vegar er sú leið að menn
lýsa yfir áhugaleysi sínu á í mynd-
list og gaspra síðan kokhraustir í
sjálfumgleði sinni; eru eins konar í
aftursætis-ökuþórar og alvitrir
gagnrýnendur. — Hins vegar leggst
fólk í sjálfsnám, skoðar mikið af
myndlist af öllu tagi, les það sem
skrifað er um sýningar og lista-
menn, bæði gott og vont, og mynd-
ar sér smám saman persónulegar
skoðanir. Þessi síðari hópur er
kjarni íslenskra listunnenda.
En hvernig á þá að skoða mynd-
list og læra að meta það sem gott
er? Myndlist er ekki spennuþáttur
í sjónvarpi. Myndlist er heldur ekki
fegurðarsamkeppni. Myndlist er
hvorki landafræði, náttúrufræði né
ættfræði. Gildi myndlistar, eins og
Það er einungis hægt að koma
auga á þessi gildi með athugun, og
nánari skynjun á hveiju listaverki
fyrir sig. Að hafa þolinmæði til slíks
er forsenda þess að áhorfandi fari
að gera sér grein fyrir eðli verks
og túlkunarmöguleikum, og þá um
leið hvort verkið höfðar til hans
eður ei. Tímafrek athugun er ekki
auðveld í hraða nútímans, en aðeins
með þvi að skoða mikið af listaverk-
um vandlega, er grundvöllur lagður
að því að hægt sé að dæma um list-
rænt gildi einstakra verka. Ef
áhorfandanum líkar það sem hann
sér, er hálfur sigur unninn; jákvætt
viðhorf til viðfangsefnisins leggur
grundvöllinn að meiri skoðun, meiri
fróðleiksleit um listina.
Því miður er lausleg skoðun
endapunkturinn fyrir allt of marga,
DÆGURTÓNUST/M eigaREM, 10.000 Maniacs ogSykurmolamir sameiginlegtf
Brjálæðingar uppapoppsins
egaj-hijómsveitamafnið 10.000
Man’iacs (10.000 bijálæðingar)
fór að heyrast víða 1988 hefur
margur líklega talið það nafn á
þungarokksveit, eða speed-metal
sveit. Raunin er þó
önnur og eftir þvi
sem sveitin varð
vinsælli hefur sá
misskilningur
horfið, en plata
sveitarinnar, In
Mý Tribe, sem var
reyndar Ijórða
plata hennar, seld-
ist í yfir milljón eintökum í Banda-
ríkjunum og nærfellt tvær milljónir
eintaka um heim allan árin
1987/1988.
Tónlist 10.000 Maniacs er þó
ekki í ætt við vinsældapopp; heldur
innhverf, lagræn hálfgerð þjóðlaga-
tónlist með léttu rokkívafi og ábúð-
armiklum „innihaldsríkum" textum;
einskonar uppapopp.
Andlit hljómsveitarinnar er söng-
kona hennar og textahöfundur,
Natalie Merchant, sem gengur í
gamaldags kjólgopum og dregur
ekki dul á bókmenntaáhuga sinn
og fyrirlitningu á poppímyndinni
sem hefur treyst enn hlustendahóp-
inn. 10.000 Maniacs rær á svipuð
mið í Bandaríkjunum og rokksveitin
REM og Sykurmolamir íslensku;
þeirra markhópur er fólk sem lítur
á tónlist sem eitthvað annað en
undirleik fyrir dekkjaverkstæði,
frystihús eða lyftur og sem viil
gjarnan að textar fjalli um eitthvað
annað en stefnumót og ástarsorg
(látum tilgerðina liggja á milli
hluta). Það er áberandi á plötunni
In My Tribe og enn meira ber á því
á nýjustu plötu sveitarinnar, Blind
Man’s Zoo, sem kom út fyrir
skemmstu.
10.000 Maniacs er runnin frá
smáborginni Jamestown (heimabær
Lucille Ball heitinnar). í fyrstu Iék
sveitin lög eftir aðra og þá helst
Gang of Four, Earth Wind and Fire
og reggílög ýmiskonar. Frumsamin
lög bættust fljótlega í lagasafnið
og þegar sveitarmenn kynntust
Fairport Convention varð mikil
stefnubreyting í tónlistinni. Helsti
lagahöfundur sveitarinnar var þá
John Lombardo en Natalie samdi
textana. Sveitin sendi frá sér sína
fyrstu plötu 1981, tólftommuna
Human Conflict No. 5, og lagðist
í ferðalög. Róðurinn var þungur og
tónlist sveitarinnar í raun ekki
nema hálfmótuð, en 1983 kom út
önnur plata sveitarinnar, Secrets
of the I Ching. Sú plata náði eyrum
Johns Peels og lagið My Mother the
War komst inn á óháða listann í
Bretlandi. Það varð til þess að
hljómsveitin gerði útgáfusamning
við bandaríska fyrirtækið Electra
og á fyrstu plötunni sem sveitin
gerði fyrir það fyrirtæki, The Wish-
ing Chair, var lagið My mother the
War, tekið upp aftur. Platan seldist
ekki ýkja vel og Electra virtist ekki
hafa mikinn áhuga á að ýta undir
sölu. Þetta varð til þess að laga-
smiðurinn John Lombardo sagði
skilið við sveitina og aðrir sveitar-
meðlimir þurftu að taka að sér lag-
asmíðar með litlum fyrirvara. Ekki
var að merkja annað en það gengi
vel upp á næstu Electra-plötu,
títtnefndri In My Tribe, og textar
Natalie höfðu léttara yfirbragð sem
gerði lögin aðgengilegri. Platan
kom út 1987, sat á Billboard-plötu-
listanum mánuðum saman og, eins
og áður sagði, hefur hún nú selst
hátt á aðra milljón eintaka.
Ekki er gott að segja hvort nýja
platan, Blind Man’s Zoo, muni auka
eftir Árno
Motthíasson