Morgunblaðið - 03.09.1989, Síða 26

Morgunblaðið - 03.09.1989, Síða 26
26 C M0liGL'NijJ.,jU),ll) ,lVil|N|M|IVíQ/Vil^tgYp4|y^3,,;PEPTEMBER 1989,, TOLVUNAMSKEIÐ Sækið námskeið hjá traustum aðila Minning: -------O- Jón K. Krisljáns- son, Víðivöllum Haldin verða á næstunni eftirfarandi námskeið: Fæddur 29. júlí 1903 Dáinn29. mars 1989 NámskeiO Dagsetning Grunnnámskeið í einkatölvum.........................4.- 6. september WordPerfect (Orðsnilld) - ritvinnsla.................9.-10. september Word - ritvinnsla...................................16.-17. sepíember Multiplan - töflureiknir............................23:—24. september Ópus - fjárhags- og viðskiptamannabókhald..........30. sept. - 1. okt. dBase IV - gagnagrunnur.................................7.-8. október Ýmis stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku. Skráning og frekari upplýsingar: Sími 91-688400. Verzlunarskóli íslands Ekki kom mér það öllu að óvörum er ég gekk sjúkrahúsganginn að leita herbergis Jóns K. Kristjáns- sonar bónda og kennara, þar sem ég hafði vitneskju um hann í nokk- urn tíma. Hann dó í gær svaraði hjúkrunarkona mér. Guð blessi hann frænda min varð mér eitt að orði. En sem ég stend þarna hljóður slær að mér 70 ára minningum. Það kom póstur með bréf heim að bænum á Mýri í Bárðardal á miðjum vetri frá Pálínu systur minni. Hún var stödd á Breiðumýrarskólanum í Reykjadal en var handlama og gat ekki skrifað sitt bréf heim sjálf en frændi okkar, Jón á Víðivöllum, skrifaði bréfið hennar en hann var einnig á þessum skóla hjá hjónunum Arnóri Siguijónssyni og Helgu konu hans. Þannig var hans líf, frá æsku Innritun daglega í síma 38360 frá kl. 12-15. Kennsla hefst um miðjan september. Fjölbreytt og skemmtilegt kerfi fyrir alla aldurshópa, byrjendurog framhald. Afhending skírteina í skólanum fimmtudag- inn 14. september frá kl. 17-19. Nýiung Keflavík - Hjarðvík os nágrenni Ballettskóli Sy Eddu^ Scheving Skúlatúni 4 Meðlimur i Félagi íslenskra listdansara. Kennt verður á Brekkustíg 39 í vetur. Uppl. í síma 91-38360. til elli var hann stöðugt að leysa vanda fólks, deila kjörum, miðla málum og senda boð. Þau voru mörg er samleið áttu, Úlfsbæjarsystkinin, Arndísarstaða- ellegar Eyjardalsársystkinin sem spruttu úr grasi meðfram. Skjálf- andafljótinu þegar birta tók um loft og jörð á líðandi 19. öldinni. Reynd- ar breiddi sá ættarmeiður rætur sínar og greinar fram um Bárðar- dalinn allan þar til byggð þraut, fór það ekki ólíklega þar sem kannski var meginstaðfesta trésins einmitt þama fremst í dalnum. Þau voru úr þessum valda hópi komin foreldr- ar Jóns á Víðivöllum og segir svo um þetta í ættum Þingeyinga 3. bindi á bls. 86: „Kristján Jónsson bóndi á Víðivöllum fæddur 10. júlí á Amdísarstöðum, kona hans 18. október 1894, Anna f. 29. ágúst, 1863 dáin 24. okt. 1947 Kristjáns- dóttir bónda á Úlfsbæ Jónssonar. Kristján bjó í Heiðarseli 1896-1897. Kálfborgará 1897-1902. Veisu 1902-1913 og svo á Víðivöllum til 1933 að Jón sonur hans tók við. Merkishjón. Þau Kristján og Anna missu börn nokkur í æsku, en elsta og yngsta barn þeirra Arndís og Jón komust upp.“ Þannig segir Ind- riði Indriðason ættfræðingur frá og merkishjón er orð sem hann notar sparlega en síst ofmælt hér. Arndís fæddist 21. maí 1895 á Arndísar- stöðum og var ljósmóðir í Háls- hreppi í 25 ár en dó á þessum ný- Iiðna vetri. Jón Kristján Kristjánsson kenn- ari og bóndi á Víðivöllum var fædd- ur á Veisu 29. júlí 1903. Hann var kennari þeirra Fnjóskdælinga að segja má barna og fullorðinna í 45 ár og lengst af þann tíma skóla- stjóri heimavistarbarnaskólans á Skógum við þó óhæga aðstöðu þangað til Stómtjarnaskólinn tók til starfa sem Fnjóskdælingar eiga mikinn hlut að, bæði að byggja hann og ástunda. Hér er síst ætlun- in að greina frá öllum þeim menn- ingartáknum • sem þessi maður mælti á, ekki aðeins í kennslustarf- inu heldur í gjörvöllu verki í félags- málum hvort heldur varðaði kaup- félagið, sveitarfélagið, sýslufélagið þar sem hann var um áratugi sýslu- nefndarmaður en hafði þó tíma fyr- ir Búnaðarfélagið og málefni kirkj- unnar og þótti síst merkileg þeim sem mundu til Þórhalls biskups Bjarnasonar sem og áhuga hans um andleg sem veraldleg málefni, ef einhver skyldi halda að það tvennt sé andstætt, en sem rúmað- ist ljúflega saman í kirkjublaði bisk- ups. ekki lét friðar ellegar fram- haldskenning Haraldar Níelssonar prófessor endurræktarbóndann á Víðivöllum ósnortinn þó stillti trúar- hita sinn' neðar brunahita hvar oft var þó vandinn mestur og máski enn. Nema má staðar og spyija hvar Björg sé, húsfreyjan sem átti fé- lagsbú með slíkum bónda. Hulda Björg Kristjánsdóttir fæddist í Nesi 29. október 1909 og við henni blasti asð morgni Vaglaskógurinn fagri í austurbrekkunni og einstaka boga- brúin yfir Fnjóskána, brautryðjandi verk í samgöngum, snertispöl sunn- an bæjarins, aðeins eldri en Hulda 4 *l A TH: VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga sina til þátttöku Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf. ct 5.0 (Ný útgáfa) byrjendanámskeið 12.-15. sept. kl. 13-17 Námskeið fyrir byrjendur (ný útgáfa). Grundvallaratriði MS-DOS stýrikerfisins. Farið í allar helstu skipanir í WordPerfect. Æfingar með áherslu á uppsetningu og útlit texta, leiðréttingar með notkun íslenska orðasafnsins, breytingar og afritun. í Nesi, en gegnt þeirri forlaga- brekku Vaðlaheiðar, þar sem Skóg- ar risu síðar sem samgöngu- og ■ þjónustustaður og skóli. Ekki mun þá hafi látið hátt í þeim dreng sex ára gömlum sem lék sér að hornum og legg þar lengra norður með heið- inni en var þar þegar kominn Jón á Víðivöllum. Foreldrar Huldu voru Kristján Jónsson bóndi í Nesi, fæddur þar 22. mars 1880, en dó hinn 26. maí 1962. Kristján varð ungur búfræð- ingur frá Hólaskóla síðan verkstjóri hjá Ræktunarfélagi Norðurlands, gegndi leiðbeiningarþjónustu og jarðabótarmælingum lengi og hafði tilraunareit á jörð sinni til, beitti sér fyrir ýmsum nýjungum í búskap einsog sundkari í íjárhúsgarða til böðunar. Kona Kristjáns frá 17. júlí 1909 var Guðrún Stefánsdóttir frá Selalæk á Rangárvöllum. Hún var fædd 18. apríl 1885, ijómabú- stýra, og mikil hetjukona og mér í minni þar sem hún stóð að verki í hárri elli þar sem erfiðleikar sóttu að heilsu húsbændanna í Nesi, en hún er látin fyrir nokkrum árum. Þau voru sex börnin í Nesi: Hulda Björg, sem var húsfreyja á Víðivöll- um; Valtýr bóndi í Nesi, oddviti og um skeið alþingismaður, kona hans var Kristín Sigurðardóttir frá Forn- hólum en þau eru látin, bæði fyrir aldur fram, en mikið orð fór af þeim meðan þau lifðu og létu eftir sig átta börn þar á meðal þríbura; Karl, dó aðeins 23ja ára 1934; Páll, sem er skrifstofumaður í Reykjavík og starfsmaður hjá SÍS. Kona hans var Herborg Karítas Hermanns- dóttir; Bryndís, maður henner er' þjóðkunnur, skáldið Jón úr Vör; Stefán, byggði nýbýlið Tungunes í Neslandi með konu sinni Öldu Sig- rúnu Alexandersdóttur úr Ása- hreppi á Ströndum. Börn þeirra Víðivallahjóna Huldu og Jóns voru fimm: Karl Jón lögregluþjónn á Akureyri, kona hans er Marsilína Hermannsdóttir; Kristján bóndi á Veturliðastöðum með konu sinni Guðríði Herdísi Arnþórsdóttur; Álf- hildur, gift Arnei Sonnerud, norsk- um að ætt, nú íslenskur ríkisborg- ari, Árni S. Ólason. Eiga þau ný- býli sitt Víðifell á föðurleifð henn- ar, reka svínabú en Árni mikill hag- ieiksmaður og gerir við tæki á heim- ilum; Völundur kennari með há- skólamenntun; Aðalsteinn, býr með konu sinni Jónínu Guðmundsdóttur frá Isafirði og reka þau megin- búskapinn á Víðivöllum mieð sauðfé og kýr og eiga þau þijú börn. Gott var að koma þar á loftið sem þau Jón og Hulda bjuggu. Var sem andaði til manns bókmenningu frá veggjum og skrifborðinu með sínýj- um blöðum frá hendi húsbóndans sem mat og vó hvern stafkrók hvort sem var til orðabókarsafnara, Ár- bókar Þingeyinga, tímaritsins Stuðla þeirra í Eyjafirðinum eða sendibréfa í líkingu þess er ég nefndi í upphafi máls. Ekki er ólík- legt að dýrgripur okkar, Safnahúsið á Húsavík, njóti hér nokkurs af. Bágt er nú til að vita að hafa átt þetta fólk hérna inn við Vaðlaheið- ina en hafa varla unnt sér næðis- stundar til að finna það vegna and- legra þrengsla, vinnuálags og annríkis fyrr en ellin stendur í dyr- um og vamar manni útgöngu. Það var vorið 1925 að íþrótta- námskeið, sér í lagi sundkennsla, var iðkuð við nýreistan Laugaskóla, en pollurinn þó kaldur á krapa- hríðardögum og engin sundlaug

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.