Morgunblaðið - 03.09.1989, Page 27
r
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGÁR
/I
’AG'
K'PTKMBEK 1989
C 27
þar, fyrr en nokkur ár liðu. Þetta
var í karlríku árferði sem lengi stóð,
enda var Hulda frá Nesi einasta
stúlkan sem mætti þar til náms,
meðan við mættum þar máske 30
piltar til að sprikla þar einn og
hálfan mánuð. Það var Valdimar
Sveinbjarnarson fimleikakennari
sem kenndi og var hann lengi í
minni manns.
Nokkrum árum seinna voru þau
bæði samtímis á Laugaskóla, Hulda
frá Nesi og Jón á Víðivölium, þetta
var árið 1928-’29. Hann var
skamman tíma vetrar að afla sér
fanga til þess kennaraprófs sem
hann þreytti og tók létt nokkru
seinna og hóf þar með sitt lífsstarf
við kennslu og uppeldismál, þar sem
mikið rúmaði víðsýni hans og þá
kærleiksþelið sem hann bar innra
með sér.
Hulda þreytti sitt lokavorpróf og
skilaði úrlausnum sínum lofsamlega
sem lesa má í skólaskýrslum í árs-
riti okkar Laugamanna sem þau
áttu góðan þátt í að út kom um tíu
ára skeið. Meira orð fór af þeirri
tijáræktar- og gróðrarstöð sem
breiddi sig út frá Víðivöllum og
húsfreyjan átti svo mikinn hlut að,
allt frá því hún var á Laugum með
Jóni, heldur en hinu að hún hafi
eitt sinn skrifað prófritgerð um
fossaflið í bókmenntum vorum. Fór
hér allt að vonum Jóns og frænda
hans sem brutust í hríð og ófærð
þvert um hálft hérað til liðs við
baráttumenn Laugaskóla á þeim
örlagafundi sem yfir stóð heima hjá
Katli á Fjalli, Aðaldal. Vita nú færri
um hvað þakka má að þeim burt-
fluttum hveijum á eftir öðrum í
nokkra flarlægð með óljósum lahda-
mærum, en margt vissi Jón um
þetta.
Jón á Víðivöllum sem var um
hálfrar aldar skeið í varðstöðu síns
byggðarlags bæði um hagsæld í
búsýslu og andlega úrvinnslu, hvað
hollt sé eða máske hættulegt. Hon-
um kynni að hafa brugðið ef hlýtt
hefði á eða horft til þar sem sjón-
varpsþátturinn fór fram, þar sem
sátu að tali prestur þjóðkirkjunnar
þeirrar sem við höfðum svo oft
mætt til fundar saman, og ung
væntanleg fermingarbörn og nút-
ímalegur tóntískumaður-með eigin
hugboð um list og trúboð. Borgar-
legi fermingardrengurinn sem
sagðist vilja verða, en sagðist þó
ekki vera ráðinn í að verða kristinn
maður.
Við höfðum dvalið frændur all
lengi saman á hvorri hæð hússins
á Akureyri án þess að vita gjörla
hvor um annan. þar sem góðverkin
eru unnin: „Blindir fá sýn, haltir
ganga, líkþráir hreinsast, daufir
heyra og dauðir rísa upp og fátæk-
um er boðað fagnaðarerindið."
Kalla má virkilegt upprisutrúboð.
Það var glaðasólskin um alla
fannbreiðuna hinn 8. apríl þegar
jarðarför Jóns á Víðivöllum fór fram
frá Hálsakirkju í Fnjóskadal. Fjöldi
barst að úr öllum áttum, ásamt ell-
efu þjónandi prestum, sumum óra-
langt að komnum. Sú blæfagra
sóknarkirkja með þó einkenni
stéttaskipta fyrri tíma í fegurð
sinni, rúmaði víst fátt eitt af því
fólki, en tæknibúnaður sá um að
hver mætti vera sem hjá öðrum á
þeirri stund svo sem orðið gat. Hinn
fölblái og hreinbjarti fánalitur þeirr-
ar aldamótaæsku sem hér var á
förum eða farinn, hann drúpti á
hvítu kistulokinu en greinar úr
heimaskógi húsbændanna á Víði-
völlum þöktu yfir brúna moldar-
binginn sem maður vissi um hjá
gröfinni. Hin unga séra Yrsa Þórð-
ardóttir á Hálsi hafði með virðuleg-
um en látlausum hætti minnst þessa
ijölhæfa ræktunarmanns héraðs-
búa sem Jón á Víðivöllum var, nú
mælti hún fram úti í hækkandi
dagsbrún þessa hvíta vors: „Af
jörðu skaltu aftur upp rísa.“
Það var mjög við hæfi erfidrykkj-
an sem fram fór í Stórutjarnaskól-
anum þar sem Víðivallafólk hafði
best staðið að baki þess málefnis
og enn stráðu hér bláir og hvítir
litir sínum minningum um veitinga-
borðin. Sú æska sem nýtur ávaxt-
anna og þeirra grænu skóga sem
til er sáð, mun þó draga sinn þrílita
frelsisfána að hún.
Jón Jónsson
Fremstafelli
Legsteinar
MARGAR GERÐIR
Mamom/Granít
Steinefnaverksmiöjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjöröur
Legsleinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina.
1 S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 SÍMI 76677
KOMIÐ Á
TÖLVUNÁMSKEIÐ
Grunnnámskeið f einkatölvum verður haldið
dagana 4.-6. september í Verzlunarskóla íslands.
Kennt verður á kvöldin milli kl. 19.00 og 22.00.
Lítill hópur - einn á tölvu.
Ýmis stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku.
Skráning og frekari upplýsingar:
Sfmi 91-688400.
Verzlunarskóli íslands
mm
if
Laugavegi 170 -172 Simi 695500
Hér renna bifreið og náttúra
saman í eina listræna heild.
Óendanleg orka sem aldrei bregst.
Sígilt útlit.
Verð kr. 3.295.000.-